Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 Fréttir Deilur um ábataskiptakerfi í Mjólkursamsölunni: Gekk ekki upp og verður aflagt segir trúnaöarmaður Dagsbrúnarmanna í MS „Það hefur verið óánægja með hvemig þetta ábataskiptakerfi hef- ur verið rekið af ráðgjafarfyrirtæk- inu og það bara gekk ekki upp og skapaði mikla óánægju meðal starfsmanna. Við teljum að sam- komulag hafi náðst sL fostudag. Samkomulagið er fólgið í því að kerfið verður aflagt,“ segir Ólafur Ólafsson, trúnaðarmaður Dagsbrún- armanna hjá Mjólkursamsölunni. Óánægja hefur verið meöal starfs- manna Mjólkursamsölunnar með það ábataskiptakerfi sem unnið hef- ur verið eftir og hafa sérstaklega Dagsbrúnarmenn, sem starfa í fyrir- tækinu, talið sig fá minna út úr því en þeim ber. Fyrir rúmum tveimur vikum kom til skyndivinnustöðvun- ar hjá þeim og tafðist dreifing á mjólkurvörum í verslanir og stofn- anir nokkuð af þeim sökum. í kjölfarið varð að samkomulagi að fengnir yrðu sérfræðingar ráð- gjafarþjónustufyrirtækisins sem rekur kerfið, sem leituðu leiða til að misrétti yrði leiðrétt innan tveggja vikna og yrði kostnaðinum af þess- ari sérfræðiþjónustu skipt jafnt milli Dagsbrúnar og MS. Sam- kvæmt heimildum, sem DV telur áreiðanlegar, var kostnaður hvors aðila um sig fyrir þessa ráðgjafar- vinnu nálægt einni milljón króna. Sl. fostudagsmorgun kom aftur til skyndivinnustöðvunar hjá bílstjór- um MS, sem eru Dagsbrúnarmenn, þar sem fresturinn var útrunninn án þess að úr hefði verið bætt að þeirra mati. Um hádegisbilið sl. föstudag fékkst sú niðurstaða að áfram yrði unnið í málinu og hófu þá Dagsbrúnarmenn vinnu á ný. Ábatakerfið sem styrinn stendur um er búið til af ráðgjafarfyrirtæki og hefur verið notað til að reikna út launaauka hafnarverkamanna. Að sögn Ólafs Ólafssonar eru aðstæður allar í MS ólíkar því sem þar gerist og kerfið því vart nothæft. Kerfið hefur verið mjög dýrt i rekstri, að sögn Dagsbrúnarmanns sem ekki vill koma fram undir nafni. Hann segir að það sé mjög flókið útreikn- ingskerfi sem krefjist sérfræðinga beggja vegna borðsins og kosti millj- ónir á ári sem sé út af fyrir sig tóm della á sama tíma og verið sé að spara einhverjar smáupphæðir í launum starfsmanna. -SÁ Kettlingur á löngu ferðalagi: Týndist á Djúpavogi og fannst í Njarðvík - var undir vélarhlíf bíls alla leiöina Eigendur Perlu á Djúpavogi, syst- urnar Tinna Dögg og Birna Mjöll. DV-mynd Hafdís „Ég er auðvitað roscdega ánægð að kettlingurinn er kominn í leitim- ar. Við vorum búin að leita mikið og ég var orðin mjög áhyggjufull þar sem hann hefur lítið farið frá húsinu okkar og er mjög heima- kær,“ segir Tinna Guðlaugsdóttir, 13 ára stúlka á Djúpavogi sem ber út DV þar, en kettlingurinn hennar, hún Perla, fór í langt ferðalag í síð- ustu viku. Perla, sem er 7 mánaða, týndist sl. þriðjudag en þá var afi Tinnu í heimsókn. Hann lagði síðan af stað heim til Njarðvíkur um morguninn. Perla mun hafa komist undir vélar- hlíf bílsins og fór með honum 8 klukkutíma keyrslu alla leið til Njarðvikur. Á meðan var leitað mikið að Perlu austur á Djúpavogi. „Ég gisti á Djúpavogi og keyrði síðan morguninn eftir áleiðis til Njarðvíkur. Ég stansaði nokkrum sinnum á leiðinni eins og gengur og gerist í svona langri ferð. Þegar ég var kominn suður í Njarðvik var hringt að austan og ég spurður hvort ég hefði orðið var við kisu. Ég sagði svo ekki vera en þá var farið að sakna hennar heima á Djúpavogi. Ég svaf síðan hér heima um nóttina en um hádegið daginn eftir var ég á leiðinni út í bíl. Þá mætti ég kisu og þekkti hana og hún þekkti mig greinileg því hún kom beint til mín,“ segir Valtýr Sæmundsson, afi Tinnu, sem ók hina löngu leið með kisu undir vélarhlífinni. „Kisa var undir vélarhlifinni og hefur ekki komist undan henni vegna mikils hita frá pústgreininni. Kisa hefur svo farið niður um nótt- ina þegar vélin var orðin köld. Kisu virðist ekki hafa orðið meint af ferðinni en hún var öll skítug og sótug enda var hún böðuð vel þegar hún fannst. Þegar ég hringdi austur og sagði Tinnu, sonardóttur minni, að kisa væri fundin varð auðvitað mikill fognuður,“ segir Valtýr Sæ- mundsson. -RR/ÆMK Ögurvík dæmd: Gísli Jón tekur á sig skellinn „Það má kannski segja að Gísli Jón Hermannsson sé að taka á sig skellinn með þessum dómi fyrir aðra. Það hefði átt að stefna Sam- herjamönnum líka því þeir hafa verið að senda skip út á sjó- mannadaginn. En dómsniðurstað- an er eins og við bjuggumst við,“ sagði Birgir Björgvinsson, tals- maður Sjómannafélags Reykjavík- im, um dóm í máli þar sem útgerð- arfélagið Ögurvík var dæmt til að greiða félaginu rúmar 500 þúsund krónur vegna þess að útgerðin hélt togaranum Vigra á veiðum á sjómannadaginn. „Sjómennimir eru mjög ánægð- ir með þetta enda er sjómanna- dagurinn heilagur fyrir þá eins og jólin," sagði Birgir. „Þetta eru þeir tveir punktar sem eru fastir í tilverunni fyrir þá, konumar og börnin til að stUa inn á frí. Við- brögðin á sínum tíma vora reynd- ar sterkust frá konum sjómann- anna. Hvað varðar Gísla Jón má segja að þrátt fyrir þetta hafi hann alla jafha komið hreint fram en verið heiðarlega óréttlátur og sagt: „Ef þið erað ekki ánægðir farið þá bara í mál“. -Ótt Valtýr Sæmundsson meö kett- linginn Perlu sem var undir vélarhlíf á bíl í 8 klukkustundir. DV-mynd ÆMK Dagfari Fýrir hvern er heilbrigðiskerfið? Það er kunnara er frá þurfi að segja að geðbUað fólk hefur aldrei talist til sjúklinga. Menn verða að vera sýnUega og líkamlega blóði drifnir eða slasaðir tU að fá al- mennUega hjúkrunarmeðferð. Andlega sjúkt fólk gekk um á með- al heUbrigðra og var í mesta lagi talið skrítið eða „ekki eins og fólk er flest“ og var haft að háði og spotti á almannafæri. Það er ekki fyrr en á síöustu áram sem heU- brigðiskerfið hefur stofhað hæli og heimUi fyrir geðsjúkt fólk en i raun og veru hefur geðveikin verið aukabúgrein hjá heUbrigðisyfir- völdum. Nú þegar kostnaður við heUsu- gæsluna er að ríða okkur að fuUu og þjóðfélagiö hefur ekki lengur efni á að lækna þá sem eru veikir hafa menn fundið upp þá aðferð að raða sjúklingum í forgangsraðir. Og þá mæta geðsjúkir aftur af- gangi. Gripið var tU þess ráðs að loka heimilinu í Arnarholti og fleiri spamaðaraðgerðir voru hafðar í frammi í geðgeiranum tU að ríkis- stjómin gæti lagt fram haUalaus fjárlög. Það er mikUvægara að hafa fjárlögin haUalaus heldur en að vista geðsjúklinga, sem verða hvort sem er geðsjúkir áfram og hafa þar að auki ekkert með haUa- laus fjárlög að gera. Þessi spamað- ur hefur heldur ekki komið að neinni sök. Nú era frásagnir af því innan úr geðdeUdunum að sjúk- lingamir gangi þar sjálfala rnn og njóti sín vel í geðveikinni. Þeir annast að mestu um sjálfa sig og þannig vinnur kerfið að því að efia sjálfsímynd sjúklinganna og sjálfs- bjargarviðleitni í anda þess ein- staklingsfrelsis sem forystuflokkur þjóðarinnar berst fyrir. Það verðm að vera jafnrétti í einstaklingsfrels- inu og auðvitað verða sjúklingar að fá að vera jafnir fyrir lögum og læknum og þeir hafa lýðræðislegan og löglegan rétt tU að athafna sig innan um aðra sjúklinga án þess að hjúkranarfræðingar eða læknar skipti sér af. Sjúklingamir hafa heldur ekki kvartað, kannske af þvi að þeir hafa ekki vit á þvi að kvarta, en að- alatriðið er samt að þeir kvarta ekki og það era bara starfsmenn- irnir sem kvarta og það er vegna þess að þeir fá ekki yfirvinnu og skUja ekki almennUega hvers vegna deUdum er lokað meðan þeim er ekki ekki lokað. Amarholtsheimilinu hefur nefnUega verið lokað án þess að því hafi verið lokað og þar eru nú hafðir tU húsa allmargir sjúklingar sem hafa gleymst þegar deUdinni var lokað. Nema það sé liður í spamaðinum og nútímageðlækn- ingum að skUja fólk eftir í lokuð- um deUdum tU að það bjargi sér sjálft. Sem er pólitík út af fyrir sig og höfðar bæði tU einstaklings- frelsi og jafnréttis og höfðar tU ábyrgðar þeirra sem eru minnst veikir að sinna þeim sem eru meira veikir. Þessu ástandi hafa starfsmenn- imir hins vegar kvartað undan og eru óánægðir og segja að niður- skurðurinn komi niður á þeim og það eitt ætti að nægja heUbrigðis- yfirvöldum að snúa við blaðinu. Skítt veri með sjúklingana en það er auðvitað afleitt ef niðurskurður- inn kemur niður á starfsfólkinu. Ef starfsfólkið missir geðheUsuna auk launanna verður að opna geðdefid- imar aftur tU að koma þeim starfs- mönnum í endurhæfingu sem bæði era að fara á taugum og geði. HeU- brigðiskerfið má skera niður vegna sjúklinga, sem enginn hefur beðið um að veikjast, en heUbrigðiskerf- ið má ekki bregðast starfsfólkinu, sem hefur af því lifibrauð að ann- ast sjúklingana. HeUbrigðiskerfið er fyrir starfs- fóUdð. Annars er ekkert heUbrigðis- kerfi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.