Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 28
36
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Sitt sýnist hverjum um lands-
fund sjálfstæðismanna.
Ys og þys
útaf engu
„Þetta var ys og þys útaf engu.
í raun var fullkomlega ástæðu-
laust að halda landsfundinn,
enda náði Davíð að fresta honum
um heilt ár.“
Arnór Benónýsson, í Alþyöu-
blaðinu.
Draumur í dós
„Landsfundurinn var algjör
draumur í dós.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, for-
maður SUS, í Alþýðublaðinu.
Ummæli
Kvenfélag stjómað af
körlum
„Fjölmennasta kvenfélag
landsins að sögn, Sjálfstæðis-
flokkurinn, hélt aðalfund sinn
um síðustu helgi. Það sem gerir
þetta kvenfélag einkar sérstakt
er að í öllum helstu forystuhlut-
verkum félagsins eru karlar."
Árni Þór Sigurðsson borgarfuli-
trúi, í Degi-Tímanum.
Kom færandi hendi
„Þegar síðast var kosið til Al-
þingis kom Stefán Guðmunds-
son, þingmaður Framsóknar-
flokksins, hingað í heimsókn og
gaf okkur spilastokka, lyklakipp-
ur og upptakara."
Erla Jónsdóttir, Hofsósi, í Degi-
Tímanum.
Skrýtin söfn
Söfn eru til í öllum borgum
heimsins og eru flest hefðbundin
þar sem listir og þjóðlegur fróð-
leikur er algengast. En til eru
söfn sem eru einstök í sinni röð
og eru Bandaríkjamenn duglegir
að búa til slík söfii. Má þar til
dæmis nefna ísskápa- og loft-
ræstikerfasafnið í Los Angeles.
Þar má finna ótrúlegan fjölda af
ískápum, sem hafa þó ekki mik-
ið breyst frá því þeir voru fundn-
ir upp, og ýmis loftræstikerfi
sem hafa veriö fundin upp en
hafa komið að litlum notum. Sér-
stakur bás er til heiðurs Willis
Carrier sem fann upp fyrsta loft-
ræstibúnaðinn árið 1902, þá 25
ára gamall.
Voðaatburðir á safni
í St. Augustine i Flórída er
safh sem ber heitið Tragedy in
US. Þar má sjá bílinn sem Jane
Mansfíeld ók þegar hún lést i bíl-
slysi, sjúkrabílinn með öllu til-
heyrandi sem Lee Harvey
Oswald var keyrður í eftir að
Jack Ruby skaut hann og einnig
er þar innfluttur spænskur
fangaklefi frá 1718 með beina-
grindum sem fundust í honum.
Blessuð veröldin
Músagildrusafnið
Á Bretlandseyjum er að finna
eina músagildrusafnið sem til er
og þar má sjá einar 150 gerðir af
músgildrum, meðal annars 5000
ára gamla músagildru frá Eg-
yptalandi og franska músagildru
sem er eftirliking af frönskum
höggstokki. Af öðrum söfnum
má nefna striptease-safnið í Kali-
forníu, Campbell-súpusafnið í
New Jersey og víbratorasafnið í
San Francisco.
Víðast hvar smáskúrir
Skammt norðvestur af Skotlandi
er 978 mb. lægð sem grynnist og
þokast norðvestur. Suður af Sval-
barða er 1.027 mb. hæð sem hreyfist
hægt norður.
Veðrið í dag
í dag verður austlæg átt á land-
inu, viðast kaldi en sums staðar st-
inningskaldi eða allhvasst suðaust-
antil. Um landið austanvert verður
súld eða rigning en smáskúrir ann-
ars staðar. I nótt verður austan- og
norðaustangola eða kaldi og smá-
skúrir eða slydduél um allt land.
Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig í dag
en 1 til 5 stig í nótt, hlýjast suðaust-
anlands.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
norðaustanátt, gola eða kaldi. Skýj-
að verður með köflum og hætt við
smáskúrum. Hiti verður 5 til 8 stig í
dag en 2 til 5 stig í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 18.04
Sólarupprás á morgun: 08.24
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.39
Árdegisflóð á morgim: 09.02
Veörið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjað 8
Akurnes rigning og súld 8
Bergstaðir skýjað 10
Bolungarvík alskýjað 6
Egilsstaöir alskýjað 7
Keflavíkurflugv. skýjað 8
Kirkjubkl. skýjað 7
Raufarhöfn þoka 7
Reykjavík skýjaö 8
Stórhöfði þokumóöa 8
Helsinki skýjað 2
Kaupmannah. Ósló alskýjað 8
Stokkhólmur alskýjaö 10
Þórshöfn rigning 10
Amsterdam rign. á síð. kls. 13
Barcelona rigning 14
Chicago heiðskírt 12
Frankfurt þoka 7
Glasgow skýjað 11
Hamborg þokuruðningur 8
London léttskýjað 11
Los Angeles þokumóöa 17
Madrid Malaga léttskýjað 15
Mallorca rigning 16
París skýjað 13
Róm rignig 21
Valencia léttskýjaö 14
New York heiöskírt 11
Nuuk léttskýjaö -1
Vin léttskýjaö 11
Washington heiöskírt 14
Winnipeg skýjað 11
Arnar Geir Hinriksson, íslandsmeistari í einmenningi í bridge:
Sæki mikið í mót fyrir sunnan
„Það er orðið langt síðan ég
byrjaði að keppa í bridge. Ég hóf
keppnisferilinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 1956 og hef verið
virkur keppnismaður síðan en
þetta er aðeins í annaö sinn sem
ég tek þátt í einmenningskeppni,
mest hef ég verið í tvímennings-
keppni sem er að vissu leyti sama
eðlis,“ segir Arnar Geir Hinriks-
son sem fyrir stuttu gerði sér lítið
fyrir og varð íslandsmeistari I ein-
menningi í bridge. Amar Geir,
sem býr á ísafirði, sagði að sigur-
inn hefði komið sér á óvart: „Ég
legg alltaf upp í keppni með það
fyrir augum að standa mig sem
Maður dagsins
best og reyna að vera framarlega
og alltaf er maður að vonast eftir
því að komast á toppinn en sigur-
inn kom vissulega á óvart. Ég
hafði spilað með sama makkem-
um í hátt í tvo áratugi, Einari Val
Kristjánssyni, og við náðum við og
við að komast upp á milli þeirra
bestu fyrir sunnan og náðum hæst
í annað sætið á íslandsmóti. En
stutt er síðan Einar Valur dó svo
Arnar Geir Hinriksson.
ég er eiginlega makkerslaus um
þessar mundir.
Framundan er mót í tvímenn-
ingi um næstu helgi á Selfossi sem
Amar Geir ætlar að taka þátt í:
„Ég sæki mikið í mót fyrir sunnan
enda er lítið um mót á Vestfjörð-
um. Mótið á Selfossi er tvímenn-
ingur, árlegt minningarmót um
Einar Þorfinnsson og þar mun ég
spila með góðum vini mínum á
Selfossi, Vilhjálmi Þór Pálssyni.“
Amar Geir sagði að það væri
frekar dauft yfir bridgelifinu fyrir
vestan um þessar mundir: „Það
hefur verið starfrækt bridgefélag í
rúm þrjátiu ár. Þvi miður hefur
verið dvínandi kraftur í félaginu
en vonir standa til að meiri kraft-
ur verði settur í starfsemina. Ég
spila hér fyrir vestan við vini og
kunningja en er nú samt ekki hú-
inn að finna mér annan makker,
enda stutt um liðið síðan Einar
Valur féll frá. Ég ætla samt að
spila áfram alveg þangað til ég
drepst."
Amar Geir Hinriksson er lög-
fræðingur og rekur eigin lög-
mannsstofu á ísafirði. Hann sagði
að fyrir utan bridgeið væru það
skíðin sem ættu hug hans: „Ég hef
sérstaklega gaman af að fara á
skíði þegar tími er til. Hér á ísa-
firði er stutt að fara á skíði en vet-
urinn í fyrra var ekki góður, það
er varla hægt að segja að fallið
hafi snjókom á ísafirði eftir voða-
atburðina á Flateyri. Þaö er von-
andi að betur gefi fyrir skíða-
mennskuna á komandi vetri.“
-HK
Myndgátan
Jökulsporður
Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingarorði
Heil umferð í
handboltanum
I kvöld verður handboltinn í
sviðljósinu en þá verður leikin
heil umferð í 1. deild karla. Flestir
eru á því að deildin verði jöfn í
vetur og að allir geti í raun unnið
alla en efst um þessar mundir eru
nýliðamir í Fram og Afturelding
og eiga þau bæði erfiða leiki í
kvöld, Fram tekur á móti íslands-
meistumm Vals, sem töpuðu illa í
Iþróttir
síðasta leik og verða því erfiðir
viðfangs, og Afturelding fer í Hafn-
arfjörð og leikur við Hauka en
margir spáðu Haukaliðinu góðu
gengi í vetur. Aðrir leikir kvölds-
ins eru Stjarnan-FH í Garðabæn-
um, HK-Grótta í Kópavogi, KA-ÍR
á Akureuri og ÍBV-Selfoss í Vest-
mannaeyjum.
Bjöm Thor. og Egill
á Kringlukránni
í kvöld leikur Tríó Bjöms
Thoroddsens ásamt Agli Ólafs-
syni á Kringlukránni. Aðal uppi-
staða tónleikanna era lög af plöt-
unni Híf opp sem varð til í sam-
vinnu Bjöms og Egils á síðast-
Tónleikar
liðnu ári. Tónlistin er íjölbreytt
meö ívafi ýmissa stíltegunda,
djassi, rokki og latin og einnig
áhrifum frá íslenskum þjóðlög-
um. Flytjendur auk Egils era Ás-
geir Óskarsson á trommur og
Gunnar Hrafnsson á kontra-
bassa. Tónleikamir hefjast kl.
22.00.
Bridge
Þetta skrautlega spil kom fyrir á
HM í kvennaflokki árið 1968. Úrlsit-
in í einum leiknum vora í meira
lagi skrautleg. Eins og glögglega
sést standa 7 grönd á hendur NS en
það er enginn hægðarleikur að ná
þeim samningi ef vestur hindrar
kröftuglega. Sagnir gengu þannig á
öðra borðanna, norður gjafari og
enginn á hættu:
4 53
* Á6
4 KG107
* D9632
* 109
* DG10875432
4 54
* —
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 2 * 6*
p/h
Tvö lauf suðurs voru alkrafa og
vestur var ekkert að tvínóna og
hindraði strax á sjötta sagnstigi.
Pass norðurs lofaði einhverjum spil-
um (dobl hefði sýnt veik spil) og
suður var ekki reiðubúinn að spila
6 hjörtu dobluð sem hefðu gefið 900
miðað við þeirri tíma útreikning
(1100 í dag). Norður hefði vel getað
skotið á 6 grönd en lét það vera og
átti eftir að sjá eftir því. Vestur hóf
vömina á því að spila út hjartatvisti
sem austur trompaði. Tvisturinn í
hjarta var skilaboð um að fá lauf til
baka og austur hlýddi því. Vömin
tók þannig fjóra fyrstu slagina á
víxltrompun. Á hinu borðinu í
leiknum opnaði suður einnig á al-
kröfunni tveimur laufum. Vestur
ákvað þar að stökkva í fimm hjörtu
og það gaf NS meira næði til að
segja á- spilin sín. Norður sagði sex
hjörtu og suður ákvað þá að stökkva
í 7 spaða. Norður átti að breyta
þeim samningi í 7 grönd því það er
erfitt að sjá hvemig 7 spaðar getur
verið betri samningur en 7 grönd.
Sjö spaðar era hins vegar betri
samningur en 6 spaðar. Nú var
komið að vestri að hnekkja spilinu
en á einhvem hátt var vestur sann-
færður um að NS væru viðbúnir
hjartaútspili og spilaði út
tígulfimmunni. Það útspil kostaði 19
impa sveiflu.
ísak Öm Sigurðsson