Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 27 Fréttir Ólgan í bæjarstjórn Húsavíkur vegna sölu á hlutabréfum í fyrirtækjunum: Getur varla þýtt annað en að meirihlutinn falli DV, Akureyri: Enn er allt á huldu með framtíð meirihlutasamstarfs Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins í bæjarstjóm Húsavíkur vegna fyrir- hugaðrar sölu Húsavíkurbæjar á 13% eignarhluta í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og útgerðarfyrirtækinu Höfða sem verða formlega sameinuð í lok mánaðarins. Eins og DV hefur skýrt frá hefur bæjarstjóm borist erindi frá Fisk- iðjusamlaginu sem vill kaupa 13% af um 53% hluta Húsavíkurbæjar i fyrirtækjunum tveimur, enda er sterkur vilji til þess að bærinn verði ekki áfram meirihlutaeigandi í fyr- irtækjunum þegar þau hafa samein- ast og fara á almennan hlutabréfa- markað. Ágreiningur meirihluta- flokkanna í bæjarstjórn stendur ekki sist um söluverð á hlutabréfum bæjarins, Fiskiðjusamlagið vill kaupa á genginu 1,71 en alþýðu- bcmdalagsmenn telja að miklu nær sé að selja hlutabréfin á genginu 3 og munar þar um 80 milljónum króna á söluverði bréfanna. „Það er án efa meirihluti fýrir sölunni í bæjarstjóminni en allt eins óvíst að Alþýðubandalagið standi að þeirri sölu. Það getur varla þýtt nema eitt; að meirihlut- inn falli, enda um stórmál að ræða,“ sagði einn viðmælenda DV í gær. Þeir aðilar sem DV ræddi við um þetta mál vildu ekki ræða það und- ir nafni á þessu stigi. Telja má fullvíst að úrslit málsins ráðist á bæjarstjómarfundi nk. þriðjudag og þá verði gerð sam- þykkt um sölu bréfanna sem lögð verður fyrir hluthafafundi fyrir- tækjanna tveggja sem haldnir verða 29. október en þeir fundir munu formlega samþykkja sameiningu fyrirtækjanna. -gk Viðhaldsdeild Flugleiða: Enn nýr stórsamn- ingur viö SAS DV, Suðurnesjum: „Við reiknum með aö fá 10 Fokker 50 flugvélar frá SAS í skoðun í vetiu* - samningur upp á annað hundrað milljónir króna. Þetta verður tveggja mánaða verkefni en vmna okkar hefur vakið verðskuldaða athygli er- lendis. Við höfum séð um stærstu skoðanir á Fokker 50 vélum fyrir flest flugfélög á Norðurlöndum sem eru með slíkar vélar,“ sagði Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV í morgun. Þetta er einn stærsti samning- ur sem deildin hefur gert og verða ráðnir 15 flugvirkjar til viðbótar vegna hans. Flugleiðir hafa verið með rammasamning við SAS um stórskoðanir á Fokker-vélum og SAS- menn ver- ið ánægðir með vinnuna og enn er framhald á þessum stórskoð- unum með nýja samningnum. „Það eru fyrirsjáanlegar mikl- ar annir hjá okkur, bæði i við- haldi fyrir Flugleiðir og aðra eins og SAS í vetur. Við höfum ráðið nokkra tugi flugvirkja undanfar- in ár og erum enn að bæta við. 15 í þessum mánuði,“ sagði Guð- mundur en alls vinna nú 130 flug- virkjar í viðhaldsdeildinni.ÆMK Framboð gegn sitjandi formanni framkvæmda- stjórnar „Ég tel aö Guðmundur Odds- son, formaður framkvæmda- stjómar, og Sigurður Amórsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins, standi í vegi fyrir þvi að flokksstarf geti blómstrað og skrifstofan verði starfhæf á ný,“ segir Sigurður Tómas Björgvinsson, fyrrverandi framkvæmdasfjóri Alþýðuflokks- ins. Sigurður Tómas hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér til formanns framkvæmda- stjómar á flokksþinginu 9. nóv- ember ef formaður og gjaldkeri „sjá ekki sóma sinn í því að segja af sér,“ segir hann og býst við að almennir flokksmenn muni taka málefni flokksskrifstofúnnar og framkvæmdastjómar upp á þing- inu. -GHS 80 þús.tonn 76.714 70 60 JLoðnuaflinn eftir verstöðvum Skipin á útleið á ný: Loðnuaflinn yfir 400 þúsund tonn DV, Akureyri: Loðnuaflinn á sumar- og haust- vertíð er kominn yfir 400 þúsund tonn, nánar til tekið 403.271 tonn, og er þá eftir að veiða um 334 þúsund tonn af upphafskvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Einhver loðnuveiði var fyrir helg- ina en skipin fóm í land vegna veð- urs og var víða landað um helgina og á mánudag. Veður var að ganga niður á miðunum í gær og skipin því á útleið aftur. Loðnu hafði i gær verið landað á 16 stöðum víðs vegar á landinu. Siglufjörður er langhæsta löndunar- stöðin á vertíðinni en þangað höfðu í gær borist tæplega 77 þúsund tonn. Annars lítur listinn yfir þá staði þar sem mestu hafði verið landað þannig út: 1. Siglufjörður 76.714 tonn. 2. Eskifiörður 37.914 tonn. 3. Akureyri 33.092 tonn. 4. Seyðisfiörður 30.553 tonn. 5. Þórshöfn 28.841 tonn. 6. Neskaupstaður 28.243 tonn. 7. Raufarhöfn 27.836 tonn. 8. Vestmannaeyjar 25.215 tonn. 9. Akranes 24.502 tonn. 10. Fáskrúðsfiörður 17.605 tonn. -gk Hábergið á loðnumiöunum um helgina, en þá var mikil veiði, DV-mynd Þorsteinn Borgarbyggð: Hitaveitan tók á sig hækkunina - DV, Vesturlandi: „Við ákváðum að hitaveitan tæki þessa hækkun á sig. Hún ræður vel viö það,“ sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstsjóri í Borg- arbyggð, í samtali við DV, en í síðustu viku ákvað bæjarstjóm Borgarbyggðar að taxtar hitaveit- unnar hækkuðu ekki þó svo taxt- ar Hitaveitu Akraness og Borgar- fiarðar hefðu verið hækkaðir um 2,8%. -t.. Samkvæmt heimildum DV stendur Hitaveita Borgamess vel að vígi enda var staöið myndar- lega að undirbúningi og stofnun hennar. Meðal annars seldu Borgnesingar Rafveitu Borgar- ness og sinn hlut í Andakílsár- virkjun til að lækka skuldir sín- ar í Hitaveitu Akraness og Borg- amess - HAB - og skapa þannig hitaveitu Borgamess góðan rekstrargrundvöll. Hitinn hækkar hins vegar á Akranesi hjá hitaveitunni þar eins og áður hefur komið fram enda er reksturinn erfiðari hjá Skagamönnum. -DVÓ Alþjóðleg danskeppni: íslenskt par sigraði Dansparið Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir sigr- uðu flokk 12 - 15 ára í Imperial Championships danskeppninni í London á sunnudag. Keppt var i Suður amerískum dönsum. -JHÞ KIENZLE EES ökurita ffærö þú hjá okkur! Haföu fyrirvara! Pantaöu tímanlega ELDSHÖFÐA 17 SÍMI 587 5128

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.