Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Spurningin
Ertu búin/n aö gera bílinn
þinn vetrarfæran?
Friðbert Bragason, starfsmaður
Granda: Nei, það á ég eftir.
Selma Pálsdóttir húsmóðir: Ég er
ekki búin að setja nagladekkin á en
allt annaö er tilbúiö.
Bryndís Hlöðversdóttir alþingis-
maður: Nei, ég á það eftir.
Ámi Sigurjónsson, eigandi Berg-
víkur: Nei, það er allt klárt frá því
í fyrra. Ég er með svo nýlegan bíl.
Rúnar Vestmann málarameist-
ari: Já, allt er tilbúið.
Flosi Sigurðsson: Nei, að sjálf-
sögðu ekki.
Lesendur
Lífskjör í lágmarki,
en hagvöxtur 5%
Sigurjón Ámason skrifar:
Fokið virðist í flest skjól fyrir þá
sem minnst bera úr býtum í þessu
þjóðfélagi. í ræðu sem forsætisráð-
herra hélt við setningu Alþingis
mátti greina gagnrýni á kauphækk-
Lftil virðist réttlætiskennd alþingismanna, nema rétt fyrir kosningar, segir
m.a. í bréfinu.
’un til láglaunafólks því þá fylgdi
óðaverðbólga í kjöfarið. Nýjustu
upplýsingar Þjóðhagsstofnunar
segja þó 5% hagvöxt í þjóðfélaginu.
Alþingismenn skömmtuðu sér
fyrir nokkru u.þ.b. 60 þús. króna
launahækkun því þeir töldu sig
ekki geta lifað af 2-300 þúsund kr.
mánaðarlaunum sínum. Þeir ætluð-
ust samt til aö lífeyrisþegar og lág-
launamenn almennt hafi 40-60 þús-
und kr. á mánuði sér til lífsviður-
væris. Flestum blöskrar framkoma
þessara manna. Siðferðis- og rétt-
lætiskennd alþingismanna virðist
ekki önnur en sú sem snýr að fólki
rétt fyrir kosningar.
Þjóðarauðurinn er sagður vera í
sjávarútvegi. Þar ráða ríkjum
nokkrir auðugir sægreifar er koma
fram í fjölmiðlum og reyna að telja
almenningi trú um að kvótabraskið
sem þar viðgengst sé nauðsynlegt
svo að atvinnugreinin lifl af. Þar er
braskaö með milljarða króna milli
manna og fyrirtækja en almenning-
ur nýtvu- einskis af. Þegar kaupkröf-
ur nálgast eru framkvæmdar hóp-
uppsagnir og sagt að fyrirtækin séu
á heljarþröm.
Þessir menn og fyrirtæki hafa
fengið yfirráð yfir auðlindinni meö
aðstoð háttvirtra alþingismanna
sem sumir hveijir eiga sjálfir mik-
illa hagsmuna að gæta í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Það nýjasta í sjáv-
arútvegsstefnunni eru svo uppsagn-
ir á áhöfhum togara og kaupskipa
vegna leigu skipanna til annarra
landa.
Hér virðist komin upp yfirstétt
manna er ætlar að sópa til sín auð-
æfum lands og þjóðar og láta minni-
hlutann lepja dauðann úr skel. Póli-
tískir flokkar virðast fullir spilling-
ar og styðja hagsmuni handa ein-
staka flokksgæöingum, en girða fyr-
ir að nokkuð renni til heildarinnar.
Þessi spilling er líka komin út í hin-
ar dreifðu byggðir landsins.
Þarf að undra þótt æska landsins
verði uppreisnargjörn og leiðist í of
mörgum tilvikum út í ógæfúsamt
lifemi þegar bamshugurinn skynj-
ar og hnnur óréttlætið er ræður
ríkjum í landi þar allir gætu lifað
góðu lífi? Allt of margir hafa misst
trúna á kirkjuna eftir þær uppá-
komur sem innan hennar hafa ver-
ið. Maðurinn setin' sér samfélagslög
sem ætlast er til að farið sé eftir.
Þetta hefúr bragðist hrapallega hér
á landi og þvi miður er hald allt of
margra að hægt sé að haga sér sem
skepnur og aldrei þurfi að taka af-
leiðingum gjörða sinna.
FÍB og aðrar tryggingar:
Osvifinn samanburður
Áslaug Alfreðsdóttir skrifar:
Veita VÍS og Sjóvá- Almennar
sömu þjónustu og FÍB? - Svo mætti
halda, ef marka má upplýsingar frá
þessum tryggingafélögum. Þau
leggja nefnilega að jöfnu sín eigin
iögjöld í bílatryggingum annars
vegar og árgjald í FÍB og iðgjald í
FÍB-tryggingar hins vegar.
Ef þetta á að heita sambærilegt
þá hljóta þeir sem tryggja hjá Sjóvá-
Almennum og VÍS að fá sömu þjón-
ustu og þeir sem eru í FlB og
tryggja hjá FÍB-tryggingu. Eða
hvað?
Ég hringdi bæði í VÍS og Sjóvá-
Almennar til að kanna málið. Þar
þvertóku sölumenn fyrir að inni-
falið í iðgjaldinu væri ókeypis lög-
fræðiþjónusta, afslættir hjá bíla-
þjónustufyrirtækjinn, aðstoð tækni-
ráðgjafa til að leysa úr ágreinings-
málum, áskrift að Ökuþór, handbók
bíleigandans, hagsmunabarátta eða
hjálpar- og viðgerðarþjónusta, líkt
og hjá FÍB.
Ég spurði þá hvers vegna trygg-
ingafélögin legðu þetta að jöfnu. Það
varð fátt um svör. Þó sagði stúlka
hjá Sjóvá-Almennum að ástæðan
væri sú að „þetta væri í umræð-
unni“. - En hver skapaði umræð-
una?
Auðvitað er þessi samanburður
trygingafélaganna á óskyldum hlut-
um hreinasta ósvífni. Furðu sætir
að þau þurfi aö beita svo lúalegum
aðferðum til að spilla baráttu FÍB
fyrir lækkun iðgjalda bifreiðatrygg-
inga. Svar okkar bíleigenda á að
vera að ganga í FÍB og tryggja hjá
öðrum en okurstofnununum sex
sem ekki sáu sóma sinn í að lækka
iðgjöld fýrr en þau mættu alvöru
samkeppni.
Sviðsetning björgunarmanna á flugslysi á Keflavíkurflugvelli.
ætla að þetta vekti athygli fjölmiðla.
Hvernig tókst til o.s.frv.?
Sviðsetningin átti sér stað að
sögn við enda flugbrautar 2 Skerja-
fjarðarmegin en ekki við enda flug-
brautarinnar við Tjömina, þar sem
hroðalegastar yrðu afleiðingamar
hlekktist flugvél á fyrir lendingu.
Furðulegt að sjá ekki neina tilkynn-
ingu um framgang þessarar svið-
setningar, svo mjög sem alltaf hefur
verið um þær fjallaö, t.d. á Keflavík-
urflugvelli þar sem þó em allar að-
stæður fullkomnari en á Reykjavík-
urflugvelli.
Flugslys sviðsett á Reykjavíkurflugvelli
- engin frekari umQöllun?
Halldór Halldórsson skrifar:
í Morgunblaðinu fyrir siðustu
helgi var lítiö áberandi frétt, „Flug-
slys sviðsett". Þetta var á Reykja-
víkurflugvelli þar sem æfð voru og
samræmd viðbrögð og björgunarað-
gerðir með 130 þátttakendum.
Þama átti að hafa farist flugvél
með 44 farþegum (líklegast þá Fok-
kervél), 14 manns farist en 26 mikið
slasaðir. Aö auki áttu vegfarendur
að hafa slasast. - Þar sem aö verki
voru 130 þátttakendur frá Flugmála-
stjóm, Flugbjörgunarsveitinni
Slökkviliðinu og fleirum hefði mátt
5000
lli kl. 14 og 16
þjónusta
allan
síma
Eignir lífeyris-
sjóðanna
Stefán Jónsson skrifar:
Hrein eign lífeyrissjóðanna í
lok síðasta árs er sögð nema tæp-
um 263 milljörðum króna og hafi
hækkað um nálega 30 milljarða
frá árinu þar áður. Um er að
ræða 75 lífeyrissjóði. Þrátt fyrir
þessa góðu stöðu sjóðanna er
enginn vilji til að bæta okkur,
sem eram hættir að vinna, upp
það tap sem við höfðum af því að
greiða í þessa sjóði alla ævi í
stað þess að hafa skipt við
frjálsu lífeyrissjóðina. Að ekki sé
nú talað um að gera fólki kleift
að hætta að vinna nokkram
árum fyrr en við 70 ára aldurs-
markið til að fá fullar greiðslur
úr sjóði sínum. - Og þó er at-
vinnuleysi alls staðar!
Engin olíuleit
hér?
Ásmundur J. hringdi:
Ég las fyrir nokkra í DV fróð-
lega grein eftir Guðmund Hall-
varðsson alþm. um olíuleit við
ísland og tregðu stjómvalda -
eða einhverra - til að kanna mál-
ið til hlitar. Nú era Færeyingar
liklega að verða olíuvinnsluþjóð
og standa þeir í deilu við Breta
um eignarrétt á viðkomandi ol-
íuleitarsvæði. Þama er, telja vís-
indamenn, olíu að finna. En
hvers vegna fer ekki fram frek-
ari leit að olíu hér við ísland? Er
ekki rétt að fjölmiðlar krefji
ráðamenn um svör við því?
Skuldir forseta-
frambjóðenda
Guðm. Pétursson skrifar:
Varla hefur forsetaframbjóð-
endunum, sem kepptu í sumar
um forsetatignina, talist svo til í
reikningsdæmum sínum um
framboðskostnaðinn að í raun
væri sama á hverju gengi í aug-
lýsingum og kynningu, það
myndi verða „sléttað yfir“ kostn-
aðartölur af einhveijum eöa ein-
hvem veginn? Eða fylgdust þeir
kannski ekkert með gangi mála
á þessu sviði? Maður verður að
ætla að þessir einstaklingar hafi
ekki lagt í þennan kostnað nema
eiga fyrir honum. Eigi fyrrver-
andi frambjóðendur, sem nú era
orðnir stórskuldugir, eignir
hljóta þeir að selja svo að ekki
þurfi að leita til almennings í
gegnum hið opinbera.
Engin samnýt-
ing hjá RÚV?
Sólveig Guðmundsd. hringdi:
Maður heyrir að fréttamenn
hjá Bylgjunni og Stöð 2 séu
samnýttir á báðum þessum miðl-
um. Skyldi Ríkisútvarpinu
aldrei hafa dottið í hug að gera
slíkt hið sama hjá sér; samnýta
fréttamenn sína og/eða þuli
þannig aö þeir geti þjónað bæði
hljóðvarpi og sjónvarpi? Þetta
myndi spara mikið fyrir stofnun-
ina. Ef sá fyrirsláttur er hafður
uppi að þama sé um tvær stofn-
anir að ræða og i sitt hvora hús-
næðinu þá er full þörf á því að
koma sjónvarpinu inn í húsið
við Efstaleiti hið fyrsta.
Látast allir
samstundis?
Svala skrifar:
Mér finnst það yfirmáta
hræsnisfullt að skeyta ávallt aft-
an við fréttir af mannsláti í slys-
um: „Talið er aö viökomandi
hafi látist samstundis“. Hvað á
þetta að þýða? ímynduð friðþæg-
ing fyrir þá eftirlifandi? Mér
finnst þetta líkt og þegar verið er
að sviðsetja leit að löngu látnum
mönnum í sjóslysum. Til þess
eins, að því er virðist, aö lengja
taugastríð þeirra sem bíða milli
vonar og ótta.