Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Arafat ekki bjartsýnn á samkomulag viö ísraela:
Nýir samningar geta
skapað stríðsástand
- segir utanríkisráöherra Palestínu
Yasser Arafat, forseti Palestínu,
er ekki bjartsýnn á að samkomulag
náist við ísraela um brottflutning
hermanna frá Hebron. ísraelar
vilja tryggja öryggi þeirra 400 gyð-
inga sem í borginni búa og vilja
gera nýtt samkomulag við Palest-
ínumenn. Arafat vill hins vegar fá
alþjóðlega friðargæslu með þátt-
töku bandarískra hermanna. Hann
sagði að fordæmi væru fyrir slíkri
lausn mála og eins og staðan væri í
dag væri ekkert sem benti til að
aðrar lausnir væru í sjónmáli.
Utanrikisráðherra Palestínu,
Farouk Kaddoumi, sagði á frétta-
mannafundi í gær að forsætisráð-
herra ísraels, Benjamin Netanya-
hu, væri búinn að játa syndir sínar
með því að biðja um nýtt sam-
komulag. „Hann flækir málin um
of og ýtir undir óróa og jafnvel
stríðsástand með stefnu sinni.
Þetta er hættulegasta skref sem
ríkisstjórn Netanyahus hefur tek-
ið.“
Hussein Jórdaníukonungur kom
í sína fyrstu opinberu heimsókn á
Vesturbakkann í gær síðan hann
tapaði svæðinu í hendur ísraelum í
sex daga stríðinu fyrir 29 árum.
Hann er fyrsti leiðtogi arabaríkis
til að heimsækja sjálfsstjórnar-
svæði Palestínumanna á Vestur-
bakkanum. Hussein flaug með
þyrlu frá Amman til borgarinnar
Jeríkó þar sem hann dvaldi í fjórar
stundir. Arafat var meðal farþega í
þyrlunni.
Arafat og Hussein neituðu því á
blaðamannafundi að þeir væru að
reyna að koma á sameiginlegum
fundi með Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels.
Utanríkisráðherra ísraels, David
Levy, sagði á blaðamannafundi í
Jerúsalem í gær að deilan við
Palestínumenn myndi að öllum lik-
indum leysast á næstu dögum.
„Málin hafa þokast í samkomulags-
átt en það er þekkt bragð Palestínu-
manna að búa til vandamál á síð-
ustu stundu og koma fram með svo
furðulegar tillögur eins og þá að fá
bandarískt herlið til Hebron.
Reuter
Yfirvöld í Bangladesh eru þessa dagana meö herferð gegn flækingshundum og rétta jafnt stórir sem smáir hjálparhönd við að koma hundunum af götum
borgarinnar. Heilbrigöisyfirvöld segja að hundruð manna séu bitin árlega af flækingshundum og smitist af hundaæði. Símamynd Reuter
Skipar undir-
mönnum að
hætta að deila
Borís Jeltsin Rússlandsforseti
skipaði í gær undirmönnum sín-
um að hætta deilum vegna frið-
arsamkomulagsins í Tsjetsjeníu.
Forsetinn hélt í gær vikulegan
fund sinn með Tsjernomyrdin
forsætisráð-
herra. Sýnt
var í sjón-
varpi þar sem
þeir ræddust
við og virtist
létt yfir forset-
anum en ekki
heyrðist hvað
þeim fór á
milli. í Kreml var því vísað á
bug í gær að fyrirhugaðri hjarta-
aðgerð á Jeltsín yrði frestað
vegna veikinda forsetans. Eigin-
kona Jeltsíns, Naina, fékk aö
fara af sjúkrahúsi í gær en hún
gekkst undir nýrnaaðgerð i
ágúst. Hún er nú við hlið bónda
síns og aöstoðar hann fyrir
hjartaaðgerðina.
Naina gekkst undir aðgerð
þann 24. ágúst á sjúkrahúsi í
Moskvu þar sem Jeltsín lá áður
en hann fór á hvíldarheimili
fyrr í þessum mánuði. Jeltsín
fékk tvö hjartaáfóll á síðasta ári
og með aðgerðinni ætla læknar
að reyna að auka blóðstraum til
hjartans. Reuter
Clinton og Dole mætast í kappræðum í kvöld:
Búist við aö Dole
verði harðskeyttur
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
un Reuters, sem birt var í gær, eyk-
ur Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, enn forskot sitt á forsetafram-
bjóðanda repúblikana, Bob Dole.
Clinton hefur 47,4% fylgi en Dole
32,3% sem er 15,1 prósentustigs
munur. Forsetaframbjóðendurnir
mætast öðru sinni í kappræðum í
kvöld í beinni sjónvarpsútsendingu
frá San Dieogo í Kaliforníu. Þar
munu þeir meðal annars svara
spumingum kjósenda sem ekki eru
búnir að gera upp hug sinn.
Bob Dole hefur látið í það skina
að hann verði harður í horn að taka
í kvöld og ætli sér að gagnrýna sið-
ferði forsetans. Repúblikanar hafa
gefíð það í skyn undanfarið að
demókratar hafi þegið ólögleg fjár-
framlög frá einstaklingum sem
tengjast indónesísku fjármálafyrir-
tæki. Hafa þeir bent á tengsl Clint-
ons við auðkýfinginn James Riady,
sem þeir telja að standi á bak við
framlögin.
Stuðningsmenn Clintons spá því
að það komi Dole mjög illa ef árásir
hans verða of persónulegar og leiði
Clinton hefur gott forskot á mót-
frambjóðandann Dole fyrir seinni
kappræður þeirra sem fram fara í
kvöld.
til þess eins að hann tapi atkvæðum
til þriðja frambjóðandans, Ross Pe-
rot. Það eru síðustu forvöð fyrir
Dole að reyna að bæta stöðu sína en
aðeins þrjár vikur em til kosninga
og fleiri verða kappræður í sjón-
varpi ekki. Hann hefur undanfarið
Búist er við því að Dole gagnrýni
siðferði Clintons Bandaríkjaforseta í
beinni útsendingu í kvöld frá San
Diego.
reynt að bæta ímynd sina sem hinn
mjúki maður og fróðlegt verður
hvort honum tekst að halda andlit-
inu í kvöld, þegar um 70 milljónir
Bandaríkjamanna fylgjast með
kappræðum þeirra Clintons.
Jarðskjálfti á Ítalíu
Tveir aldraðir ítalir létust úr
hjartaslagi er öflugur jarð-
skjálfti reið yfir norðurhluta
landsins í gær. Þrír hafa látist í
flððum í suðurhluta ítaliu.
Vísað frá sendiráði
Heimildarmenn á Austur-
Tímor segja þremur löndum
sínum hafa verið vísað frá
franska sendiráðinu í Jakarta
snemma í morgun.
Skilnaður í aðsigi
Bresk blöð
greindu frá
því í morgun
að fyrirsætan
Jerry Hall,
eiginkona
Micks Jag-
gers, hefði
rætt við
þekktan skiln-
aðarlögfræðing. Lögfræðingur-
inn er sá sami og samdi fyrir
Díönu prinsessu I skilnaðar-
máli hennar.
Dregur úr ofbeldi
Minnka má ofbeldi í fangels-
um um helming með réttu mat-
aræði, að sögn bandarísks sér-
fræðings.
Haldið á sjúkrahúsi
Sjö konur og átta nýfædd
börn fá ekki að yfirgefa fæðing-
ardeild á sjúkrahúsi í Zaire fyrr
en greitt hefur verið fyrir með-
ferðina sem þau fengu. Sumar
konurnar hafa dvalið í 3 mán-
uði á sjúkrahúsinu.
Verja
Hundruð
sjálfboðaliða
hafa komið til
Kabúl, höfuð-
borgar
Afganistans,
til þess að
verja höfuð-
borgina, að
því er sagði í
ríkisútvarpinu í Afganistan í
morgun. Sjálfboðaliðarnir eru
sagðir tilheyra sama ættbálki
og fyrrum forseti landsins,
Nadzibullah, sem Talebanar
tóku af lífi í septemberlok. And-
stæðingar talebana hafa mynd-
að bandalag og sækja að höfuð-
borginni.
Réttað á ný
Áfrýjunarréttur á Ítalíu hef-
ur fyrirskipað að réttað verði á
ný í máli fyrrum SS foringjans
Erichs Priebkes.
Fjöldi syrgir
Um þrjú þúsund Kýpurbúar
fylgdu til grafar Grikkjanum
sem tyrkneskir landamæra-
verðir skutu til bana á sunnu-
daginn.
Sprengja í Alsír
Þrír létust og 13 særðust í
sprengjutilræði í bænum Lak-
hdaria í Alsír á mánudags-
kvöld.
Kabúl
Páfi til vinnu
Jóhannes
Páll H. páfi er
nú kominn
heim eftir að
hafa dvalið
viku á sjúkra-
húsi vegna
botnlanga-
skurðar.
Læknar hafa
fyrirskipað páfa að taka það ró-
lega en í gær sáust þess engin
merki að hann ætlaði aö hlýða
skipunum þeirra.
Handtökur í Þýskalandi
Lögreglan í Þýskalandi hefur
handtekið nokkra menn vegna
ráns á kaupsýslumanni. Kaup-
sýslumaðm'inn er enn ófund-
inn.
Látnir lausir
Lögreglan í Nígeríu hefúr lát-
ið lausa þrjá stjómarandstöðu-
leiðtoga sem hafa verið í haldi
síðan í júní. Reuter