Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 15 Snjóflóð og grjóthrun Fimm milljónir Sagt var 1 fréttum að 5 milljónir kostaði að gera við veginn um Ós- hlíð eftir gjóthrun rnn mánaðamót sept./okt. Fyrir það fé hefði mátt setja í sumar marga vamargarða og svo djúpa skurði þvert á brekk- una þar sem skriðan féll. Þá hefði hún aldrei náð niður á veginn. Snjóflóö Við höfum lítið gert til að verj- ast snjóflóðum. Við erum rétt að byrja á því verki. Samt er ljóst að mjög víða má draga úr snjóflóða- hættu með vömvun. Rétt er að benda á að lokum að reyna verður að hafa vamir gegn snjóflóðmn og grjóthruni fallegar, ef hægt er. Þar gætu landslagsarkitektar komið að málinu. Þeir verða að vera með. Mjög oft geta þessar vamir verið bæði einfaldar, ódýr- ar og fallegar. Að minnsta kosti .. reyna verður að hafa varnir gegn snjófloöum og grjóthruni fallegar ef hægt er. Þar gætu landslagsarkitekt- ber að stefna að því. ar komið að málinu." - Unnið að snjóflóðavörnum á Flateyri. Lúðvík Gizurarson Það er ekkert lögmál að snjóflóð þurfi að falla á hús. Með nægum og réttum vömum má útiloka mestu hættuna. Eins er þetta með grjót- hrun á vegi. Koma má í veg fyrir slíkt með réttum vömum og þær þurfa ekki endilega að kosta mikið fé. Þetta er sagt hér þar sem venjulega er sú af- sökun höfð uppi að peninga skorti til lagfæringa þeg- ar grjót fellur á vegi. Fyr- ir nokkrum dögum féll grjótskriða á veginn mn Óshlíðina hjá Bolungar- vík. Sem betur fer varð ekki slys sem vel hefði getað orðið. Rennibrautin Fyrir ofan Óshlíðina em hamrar sem grjót fellur úr. Frost um nætur og regn að degi losar um steina sem þá falla niður. Þá taka við skriður sem eru likar rennibraut í leikskóla. Niður þær rúll- ar grjótið og lendir á veg- inum. Með litlu fé má gera þess- ar skriður ósléttar sem Kjallarínn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður dregur strax úr hraðanum á grjót- inu eða stoppar það alveg. Grafa má skurði þvert á skriðumar. Uppgröfturinn myndar þá hæð. Hana má styrkja með því að leggja á hana notaða loðnunót eða troll- net. Svo má sá lúpínu eins og raunar hefur verið gert þama í Óshlíðinni og gefst vel. Þetta þarf ekki að vera ljótt. Einnig má búa til stóra kassa úr ódým efiii, svo sem rekavið, notuðu bám- jámi o.s.frv. í þessa stóru kassa er svo mokað þessu efni, sem þama er nóg af. Er þá átt við sandinn og mölina. Á milli kassanna má setja net úr notuðum troll- vír, sem mikið er hent af. Ef marg- ar svona girðingar, skurðir og malarkassar era þvert á skriðuna rúllar enginn steinn niður á veg, hvorki stór né lítill. Þótt ein vöm gefi sig þá tekur hún hraðann af grjótinu. Næsta vöm á þá auðveld- ara með að stöðva það alveg. „Við höfum lítið gert til að verj- ast snjóflóðum. Við erum rétt að byrja á því verki. Samt er tjóst að mjög víða má draga úr snjóflóða- hættu með vörnum. “ Katrín í nóvember 1796 lést austur í Rússlandi kona á sjötugsaldri sem upphaflega hét Soffia en var þekkt af samtíð og framtíð undir nafn- inu sem hún hlaut við skírn í rétt- trúnaðarkirkjuna. Hún hafði verið einvaldur í 34 ár og var kölluð „mikla“. Á 18. öld vora stjómendur al- mennt fæddir til ríkis og þurftu ekki að sýna fram á stjómvisku. En aldrei varð sjálfsagt að kona stjómaði. Jafnvel Elísabet, dóttir sjálfs Péturs mikla, þurfti að ryðja keppinautum úr vegi til að stjóma Rússum og hin þýska Katrín barð- ist til valda og hélt þeim á óróa- skeiði af útsjónarsemi. Katrínar okkar tíðar Á 18. öld komust hlutfallslega fleiri konur til æðstu metorða í Evrópu en nú. Á ofanverðri 20. öld þurfa konur enn að berjast eins og Katrín og sýna meiri hörku en karlar til að komast til valda. Eng- ar framfarir þar. Nú verður jafn- rétti aldrei mælt í því einu hverjir verma æðstu embætti. En mæli- kvarði er það samt og fellir þung- an dóm yfrr jafhrétti vestræns lýð- ræðis. Hægt er að slengja fram nöfrrum kjarnakvenna eins og Gro Harlem Bnmdtland og Emmu Bonino. Þær em Katrín- ar okkar tíðar. En fleiri eru konumar sem náðu ekki alla leið: Ritt Bjerre- gaard, Mona Sa- hlin og Geraldi- ne Ferraro; kon- ur sem vom orð- aðar við embætti sem aðeins karlar höfðu gegnt, en þá vora dregnir fram hótelreikn- ingar, fjármálamisferli eiginmann- anna og annað sem ef til vill var ámælisvert en hafði fram að því ekki komið körlum í stjómmálum í koU. Eins á íslandi Er það eins á íslandi? Hér heyrist hjalað í homum að konur í áhrifastöðum skrifi ekki ræður sínar sjálfar þó að enginn efist um að karlar í sömu emb- ættum geri það. Kona sem er kosin flokksformaður er sögð fuUtrúi arms sem er kenndur við karl og sögð „gerð að for- manni“ af stuðn- ingsmanni. Konu sem er ráðherra er stjómað af öðrum. Þeir sem hæst syngja þennan söng slengja fram einni og einni Katrínu sem þeir telja að eigi sig sjálf en það skiptir engu. Það er talað öðravísi um konur í stjómmálum en karla. Þó tekur steininn úr þegar stærsti stjómmálaflokkur lands- ins reynir að breiða yfir þá stað- reynd að engin kona gegnir hæstu embættum á vegum hans með því að stæra sig af því aö árið 1959 varð kona borgarstjóri í ár á vegum flokksins ásamt mim reynsluminni karlmanni sem hún vék síðan fyrir. Á máli flokksins er þetta stórafrek í jafh- réttismálmn. „Sjálfstæöar kon- ur“ Fyrir 16 áram kusu ís- lendingar konu forseta. Nýlega hitti ég útlend- ing sem var langorður um hve glæsUegt það heföi verið, ekki aðeins að kjósa konu heldur þessa tUteknu konu sem skar sig aUs staðar úr og varð fyrirmynd t.d. kvenskörungsins Mary Robinson. Hann spurði hvort íslending- ar væra ekki hreyknir. Ég var orðlaus. Hvern- ig gat ég útskýrt að á íslandi væri tU félags- skapur kvenna sem tel- ur sig sýna sjálfstæði með því að þvemeita öUum völd- um í þeirri trú að konur séu al- mennt óhæfari en karlar tU að stjóma og þess vegna eigi þær að bíða þess að hinum hæfari körl- um þóknist að rýma fyrir þeim. Orðið „sjálfstæðar konur“ mun lifa í sögunni sem minnisvarði þess hve stórkostieg undirgefni hins kúgaða getur orðið. Ármann Jakobsson „Konu sem er ráðherra er stjórnað af öðrum. Þeir sem hæst syngja þennan söng slengja fram einni og einni Katrínu sem þeir telja að eigi sig sjáff en það skiptir engu. Það er talað öðruvísi um konur í stjórn- málum en karla.u Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Með og á móti Arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjunar Alfreft Þorsteins- son, í eigenda- nefnd Landsvirkj- unar fyrír Reykjá- víkurborg. Hagstæður samningur „Þaö er ekki ásættanlegt fyrir Reykjavíkurborg að liggja með 11-12 miUjarða króna inni í Landsvirkjun, án þess að fá greiddan eðli- legan arð af þeirri upphæð. Þess vegna var farið í viðræð- ur milli eignar- aðUa Lands- virkjunar um eignarhald, rekstrarform og hlutverk Landsvirkjun- ar. Eftir ítarlega skoðun var það niðurstaða eigendanefiidarinnar að viðhalda bæri núverandi rekstrarformi næstu 8 árin en færa rekstur fyrirtækisins samt nær hlutafélagsforminu. Einnig var ákveðið að eigend- umir fengju greiddan arð miðað við ákveðnar forsendur en jafn- framt er stefht að því að raforku- verð til almenningsveitna verði óbreytt til aldamóta, en frá 2001 tU 2010 lækki það um 3% að raunvirði árlega. Ég tel því að störf nefndarinn- ar hafi verið árangursrík og ákveðinni óvissu um framtíð Landsvirkjunar hafi verið eytt. Og fyrir meðeigendur ríkisins, Reykjavíkurborg og Akureyri, er samningurinn ótvírætt hagstæð- ur vegna arðgreiðslanna. Ánægjulegt er ennfremur, að nokkuð víðtæk pólitísk samstaða hefur tekist um málið, þó að ekki séu aUir sammála um aUt, eins og gengur.“ Ákvörðun út I loftið „Ég gagnrýni aödragandann og vinnubrögðin í þessu máli. Ég tel að það sé ekki hægt að taka svona ákvörð- un um arð- greiðslur og verðlag fram í tímann án þess að tryggja það að stjórn við- komandi fýrir- tækis standi að málinu. For- maður stjóm- arinnar hefúr ekki komið ná- lægt því. Þetta er mikilvægt at- riði og gagnrýni mín beinist að þeim vinnubrögðin hvernig mál- ið var lokað inni í leyninefnd stjórnarflokkanna fyrst og fremst. JP* Ég er ekki sammála því að reikna út arðgreiðslur á forsend- um sem era ekki tU. Það er ékki búið að semja um álverið við Columbia og það er ekki búið að ganga frá stækkun Grundar- tanga. Ákvörðunin um arð- greiðslumar er út í loftið. Þess vegna er verið að gefa fólki von- ir um fjármuni sem ekki era í hendi. Það má ekki gleyma því að skuldir Landsvirkjunar era gríð- arlegar. Ríkið og Reykjavíkurborg era ekki bara eigendur í þeim skilningi að þeir eigi að kaUa á arð frá fyrirtækinu heldur skiptir eignastaða þess einnig máli. Ég tel óskir Reykjavíkur og Akureyrar um viðræöur um eignarhald Landsvirkjunar eðli- legar. Hins vegar var vitiaust að loka þær inni eins og gert var. Þetta er spuming um miUjarða króna þannig að málið má ekki lokast af í litium og þröngum hópum stjómarflokkanna.“ -bjb Svavar Gestsson, alþinglsmaöur og stjómarma&ur í Landsvirkjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.