Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
íþróttir
DV
San Antonio
Árangur 1 fyrra: 59 sigrar, 23
töp, 1. sæti í miðvesturriðli. Tap-
aði fyrir Utah i 2. umferð.
Þjálfari: Bob Hili, 164 leikir
með SA Spurs, 451 í NBA.
Nýir leikmenn: Vernon
Maxwell, Dominique Wilkins.
Kostir: Traust og reynt lið
með David Robinson í farar-
broddi og menn á borð við Sean
Elliott, Charles Smith, Avery
Johnson og Vinny Del Negro.
Maxwell og Wilkins auka breidd-
ina og styrkja sóknarleikinn.
Gallar: Vantar kraftmikinn
framherja. Chuck Person er frá
vegna meiðsla. Of margir „góðir
strákar" í liðinu sem bíta ekki
frá sér þegar harkan eykst.
Lykiimaður: Charles Smith,
mjög fjölhæfur og gðður leik-
maður. Ef hann bætir við sig
grimmd getur það gert útslagið.
Möguleikar: Hæfileikaríkt lið
en vantar kraftinn þegar í alvör-
una kemur í úrslitunum. Ólík-
legt að Spurs haldi efsta sætinu í
riðlinum.
Houston
Árangur í fyrra: 48 sigrar, 34
töp, 3. sæti í miðvesturriðli. Tap-
aði fyrir Seattle í 2. umferð.
Þjálfari: Rudy Tomjanovich,
358 leikir með Houston.
Nýir leikmenn: Charles Bark-
ley, Brent Price, Kevin Willis.
Kostir: Með Barkley innan-
borðs verða stórstjörnumar
þrjár, hann Hakeem Olajuwon
og Clyde Drexler. Willis eykur
breiddina í fráköstunum og
Price í langskotunum.
Gallar: Sterkt sex manna lið
en tómlegt þar fyrir utan því
Barkley var dýr. Ef einhver úr
byrjunarliðinu meiðist er Hou-
ston í vondum málum.
Lykilmaður: Bakvörðurinn
Brent Price fær það erfiða hlut-
verk að taka við af Sam Cassell
og Kenny Smith. Hann þarf að
standa sig til að Houston nái
langt.
Möguleikar: Barkley þráir
meistaratitil en þrátt fyrir mik-
inn styrk er ólíklegt að Houston
skáki Seattle í Vesturdeildinni.
Ekki líkja
Ronaldo
við Pele
Mario Zagallo, landsliðsþjálf-
ari Brasilíu í knattspymu, segist
óttast allt umtalið í kringum
Ronaldo, stjörnuna hjá Barce-
lona. Þessi tvítugi sóknarmaður
er orðinn dýrlingur í heimalandi
sínu eftir frammistöðu sína að
undanförnu, ekki síst eftir að
hann skoraði öll mörk Brasilíu í
3-1 sigri á Litháen á dögunum.
Þar í landi er farið að tala um
hinn „nýja Pele.“
Zagallo segir að þetta geri
Ronaldo ekki gott. „Leggjum til
hliðar allan samanburð við Pele
og lítum á Ronaldo eins og hann
er - besti leikmaður heims í
sinni stöðu. Ronaldo er ekki for-
tíðin, hann er nútíðin. -VS
Stimac spáir
Liverpool sigri
Igor Stimac, Króatinn snjalli
sem leikur með Derby, spáir
Liverpool enska meistaratitlin-
um í knattspymu. „Liverpool er
besta liðið í dag, mun betra en
Newcastle, Arsenal og Manchest-
er United. Leikmenn liðsins geta
haldið boltanum í 90 mínútur og
látið mótherjana hlaupa allan
tímann,“ segir Stimac.
DV kynnir liðin í NBA - Miðvesturriðill:
Houston líkleg-
ast til afreka
- springur Dallas loksins út í vetur?
í miðvesturriðlinum em þrjú
sterk lið, San Antonio, Utah og Hou-
ston og telja má víst að þau komist
öll áfram. Það er hins vegar erfitt að
sjá meistaraefni í þessum hópi.
Af þessum þremur er Houston
líklegast til að ná langt, ekki síst eft-
ir að Charles Barkley bættist í hóp-
inn. Það er samt ólíklegt að Houston
nái að endurtaka leikinn frá 1994 og
1995 þegar liðið var meistari
tvisvar, til þess er breiddin ekki
nægileg.
San Antonio með David Robinson
og Utah með Malone og Stockton
geta líka gert góða hluti þegar í úr-
slitakeppnina kemur.
Denver og Dallas áttu um tíma
möguleika á að komast í úrslita-
keppnina í fyrra en létu liðin núm-
er fjögur og flmm í Kyrrahafsriðlin-
um stinga sig af þegar á reyndi.
Bæði Denver og Dallas eru með góð
lið á góðum degi og spumingin er
hvort Dallas nær að springa út í vet-
ur.
Minnesota og Vancouver vinna
ekki marga leiki en geta þó bæði
bætt við sig frá því í fyrra. Þau
verða samt eflaust í tveimur neðstu
sætunum.
-VS
Shareef Abdur-Rahim, nýliðinn hjá Vancouver, gæti slegið í gegn í vetur.
Dallas
Árangur í fyrra: 26 sigrar, 56
töp, 5.-6. sæti í miðvesturriðli.
Komst ekki áfram.
Þjálfari: Jim Cleamons, nýliði.
Nýir leikmenn: Derek Hai-p-
er, Oliver Miller, Eric Montross,
Samaki Walker, Chris Gatling,
Jimmy King, Fred Roberts.
Kostir: Fjölmargir ungir og
efnilegir leikmenn, Jason Kidd,
Jimmy Jackson og Jamal Mas-
hburn fremstir i flokki. Breiddin
hefur aukist mikið og efniviður-
inn svo sannarlega fyrir hendi.
Gallar: Ungu stjömumar
skortir þroska, innan vallar og
utan, og hafa átt í erjum inn-
byrðis. Fráköstin gætu orðið
vandamál þar sem Popeye Jones
er farinn.
Lykilmaður: Kidd þarf að
stíga skreflð til fulls í vetur, ætli
hann aö skipa sér í hóp þeirra
bestu.
Möguleikar: Dallas getur náð
50 sigram og komist í úrslit í
fyrsta sinn í sjö ár, ef allir eru til
friðs.
Minnesota
Árangur í fyrra: 26 sigrar, 56
töp, 5.-6. sæti í miðvesturriðli.
Komst ekki áfram.
Þjálfari: Flip Saunders, 62
leikir með Minnesota.
Nýir leikmenn: James Robin-
son, Stephon Marbury, Cher-
eokee Parks, Chris Carr, Billy
Curley, Stojko Vrankovic, Shane
Neal.
Kostir: Eftir 7 ára basl eru
loksins teikn um betri tíð. Kevin
Gamett er einn sá efnilegasti,
Parks á mikið inni og nýliðinn
Marbury getur slegið í gegn,
sömuleiðis Ástralinn Heal.
Gallar: Tom Gugliotta er eini
reyndi maðurinn í byijunarlið-
inu og spurningarmerkin eru
fjölmörg.
Lykilmaður: Bakvörðurinn
Marbury er einn besti nýliði sið-
ari ára og verður góður í vetur ef
hann ætlar sér ekki um of.
Möguleikar: Úrslitasæti er
fjarlægur draumur en fyrir þetta
lið skiptir mestu máli að byggja
upp og bæta fyrir framtíðina.
Vancouver
Árangur í fyrra: 15 sigrar, 67
töp, 7. sæti í miðvesturriðli á
fyrsta ári i NBA. Komst ekki
áfram.
Þjálfari: Brian Winters, 82
leikir með Vancouver.
Nýir leikmenn: Anthony
Peeler, George Lynch, Lee
Mayberry, Shareef Abdur-Ra-
him, Roy Rogers, Pete Chilcutt,
Tim Breaux.
Kostir: Stóra mennirnir, Abd-
ur-Rahim, Lynch og Bryant Ree-
ves, era ungir og eiga framtíðina
fyrir sér og nýliðinn Rogers er
frábær vamarmaður. Bakverð-
imir eru fljótir og frískir.
Gallar: Lítil breidd og
reynsla, vantar skotbakvörð og
miðherjinn Reeves er of seinn.
Lykilmaður: Nýliðinn Abdur-
Rahim er mikill skotmaöur og
verður góður ef hann bætir við
sig fleiri eiginleikum.
Möguleikar: Kemst varla úr
botnsæti riðilsins en ætti að
bæta sig eitthvað. Gott ef liðið
vinnur meira en 20 leiki.
Mick McCarthy, þjálfari írska landsliðsins:
„Brosi öll jólin ef
við vinnum ísland"
- Roy Keane verður á ný með Irum þann 10. nóvember
Mick McCarthy, þjálfari írska
landsliðsins í knattspyrnu, sagði í
samtali við fréttastofuna Press
Association í gær að hans menn
yrðu að gæta sín sérstaklega á að
vanmeta ekki íslendinga. Þjóðimar
mætast í undankeppni HM á Lans-
downe Road leikvanginum í Dublin
sunnudaginn 10. nóvember.
„Við verðum að hafa varann á
gagnvart íslenska landsliðinu þó
það hafi fengið háðulega útreið á
heimavelli gegn Rúmeníu. íslenska
knattspymusambandið, íslenskir
fjölmiðlar og knattspymuáhuga-
menn hafa gagnrýnt liðið harkalega
og slíkt getur haft mikil áhrif í
næsta leik á eftir. íslendingamir
gætu skellt í lás á Lansdowne Road
og skrúfað fyrir öll marktækifæri
okkur til handa,“ sagði McCarthy.
Hann telur þó að ef sínir menn
leiki af eðlilegri getu muni þeir
leggja ísland að velli.
„Ég brosi öll jólin ef við náum í
stigin þrjú gegn íslandi. Það hefur
alltaf verið stefnan og þá erum við í
ágætri stöðu fyrir útileikina gegn
Makedóníu og Rúmeníu á næsta
ári. Ef við spilum eins í tveimur
fyrstu leikjum okkar í keppninni sé
ég enga ástæðu til annars en við
vinnum ísland," sagði þjálfarinn.
Roy Keane, hinn baráttuglaði
leikmaður Manchester United, hef-
ur verið valinn í írska hópinn og
spilar sinn fyrsta landsleik síðan í
mars en þá var hann rekinn af velli
fyrir að sparka i rússneskan
mótheija.
-VS
Utah
Árangur í fyrra: 55 sigrar, 27
töp, 2. sæti í miðvesturriðli. Tap-
aði fyrir Seattle í úrslitum Vest-
urdeildar.
Þjálfari: Jerry Sloan, 637 leik-
ir með Utah, 854 í NBA.
Nýr leikmaður: Brooks
Thompson.
Kostir: Karl Malone og John
Stockton bera uppi sóknarleik-
inn og gefa ekkert eftir þó árin
færist yfir. 'l kringum þá era
margir reyndir leikmenn, svo
sem Jeff Hornacek, Antoine Carr
og Chris Morris.
Gallar: Vantar betri miðherja
og annan framherja við hliö
Malones.
Lykilmaður: Malone - og
Stockton. Ef annan vantar, sem
gerist nær aldrei, er Utah varla
miðlungslið.
Möguleikar: Utah verður á
svipuðu róli og vanalega, kemst
auðveldlega áfram en fellur
snemma út í úrslitunum. Kemst
í úrslit Vesturdeildar annað
hvert ár, ekki í þetta sinn.
Denver
Árangur í fyrra: 35 sigrar, 47
töp, 4. sæti í miðvesturriðli.
Komst ekki áfram.
Þjálfari: Bernie Bickerstaff,
114 leikir með Denver, 524 í
NBA.
Nýir leikmenn: Sarunas
Marciulionis, Mark Jackson,
Ricky Pierce, Ervin Johnson,
Efthimis Retzias.
Kostir: Ágætis blanda og
breidd með hina efnilegu fram-
herja LaPhonso Ellis og Antonio
McDyess i fararbroddi. Mark
Jackson er reyndur bakvörður
og Bryant Stith mjög fjölhæfur.
Gallar: Brotthvarf Mutombos
veikir varnarleikinn gífurlega
og Johnson á ekki möguleika á
að fylla skarðið. Vantar virki-
lega toppmenn.
Lykilmaður: McDyess er
maður framtíðarinnar og á eftir
að bæta sig mikið í vetur.
Möguleikar: Lítill metnaður i
vetur því eftir þetta tímabil á að
skipta um fjölda leikmanna og
byggja upp nýtt og betra lið.
Fimleikar:
Dýri og Rúnar
unnu allt
Rúnar Alexandersson og Dýri
Kristjánsson úr Gerplu sigruðu í
öllum greinum karla á haust-
móti Fimleikasambands íslands
í Laugardalshöllinni um síðustu
helgi.
Dýri vann fjórar greinar af
sex. Hann fékk 7,95 á tvíslá, 8,55
á svifrá, 8,60 i gólfæfingum og
8,35 á bogahesti.
Rúnar vann hinar tvær grein-
amar. Hann fékk 8,60 í stökki og
9,25 í hringjum.
í kvennaflokki sigraði Elín
Gunnlaugsdóttir, Ármanni, í
tveimur greinum. Hún fékk 8,50
á slá og 8,925 í gólfæfingum.
Jóhanna Sigmundsdóttir sigr-
aði í stökki með 8,80 og Elva
Rut Jónsdóttir, Björk, á tvíslá
með 8,75. -VS
Golf:
Sigurjón framar-
lega á 3 mótum
Sigurjón Arnarsson úr GR
stóð sig vel á þremur mótum í
Tommy Armour mótaröð at-
vinnumanna í Flórída á dögim-
um. Hann varð 12. af 45 keppend-
um á eins dags móti á Heathrow-
vellinum, 16. af 40 á þriggja daga
móti á The Oaks-vellinum og 15.
af 52 á eins dags móti á Mission
Inn-vellinum. Á síðastnefnda
mótinu lék hann á pari. -VS