Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1996, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
Fréttir
Yfírlýsing Seðlabankans:
Höfum verið nauðbeygðir
að halda uppi vöxtum
- segir Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri
„Menn hafa tekið þetta eina at-
riði nokkuð út úr skýrslunni og ein-
blínt á það. En ef það sem sagt er í
henni er borið saman við það sem
segir í þjóðhagsáætlun, sem lögð
var fram á Alþingi í október, er um
sömu tölur að ræða. Við teljum okk-
ur sem faglega stofnun vera að
benda á hvað sé óhætt að gera án
þess að setja af stað verðbólgu og án
þess aö setja raungengið í hættu.
Það er alrangt að við séum að
blanda okkur á einhvern hátt inn í
gerð kjarasamninga," sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson seðlabanka-
stjóri.
Hann var spurður um þá gagn-
rýni sem fram kemur hjá verkalýðs-
hreyfingunni varðandi vaxtamálin.
Hvers vegna vextir hér á landi séu
ekki lækkaðir og samræmdir því
sem er í viðmiðunarlöndunum?
„Við höfum verið nauðbeygðir til
að reka aðhaldssama peningapólitík
með því að hafa vexti hér hærri en
í löndunum í kringum okkur. Við
teljum okkur með því forðast þenslu
og verðbólgu og það að við missum
gjaldeyri úr landi. Við verðum að
hafa okkar peningapólitík í sam-
ræmi við þetta. Svo vil ég benda á
það að vextir eru mismunandi milli
landa. Jafnvel á milli landa innan
Evrópubandalagsins er vaxtamun-
ur. Það er því ótrúlegt að vextir hér
verði þeir sömu og í nágrannalönd-
unum miðað við þau efnahagsskil-
yröi sem við búum við,“ sagði Birg-
ir ísleifur.
- En þurfa þá launahækkanir hér
að vera þær sömu og i nágranna-
löndunum?
„Það fer eftir því hvað við er mið-
að. Ef menn vilja koma verðbólg-
unni af stað með því að hækka laun
hér meira en annars staðar þá er
það sjálfstæð ákvörðun," sagði Birg-
ir Isleifur.
Hann sagöi það alveg af og frá að
hér væri um pantaða yfirlýsingu að
ræða. Skýrsla Seðlabanka íslands
kæmi alltaf út um þetta leyti árs,
burtséð frá því hvort kjarasamn-
ingaferli væri í gangi eða ekki.
-S.dór
Komandi kjarasamningar
Líklegar kröfur verkalýðshreyfingarinnar
um kaupmáttaraukningu og það sem
VSÍ, Seölabankinn og Þjóðhagsstofnun
telja óhætt að kaupmáttur aukist
Þjóðhags- Seðlabanki Vinnuveitenda-
áætlun íslands sambandið
Iðnaðar-
manna-
samböndin
Verkamanna-
sambandið
|gg|
^ Yfirlýsing Seðlabankans:
Otrúleg hlýðni við stjórnvöld
- segir Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ
„Nú í aðdraganda kjarasamninga
koma hinar ýmsu stofnanir ríkisins
allt í einu fram með yflrlýsingar og
eru að reyna að hafa bein áhrif á
framgang kaupmáttar verkafólks.
Þetta gerist þrátt fyrir þaö að þeir
sem eru að tjá sig fyrir hönd þess-
ara stofnana eru menn með hund-
ruð þúsunda í mánaðarlaun auk
hlunninda. Ég minni á að það heyr-
ist ekki múkk í þessum herrum þeg-
ar kjaradómur og Alþingi voru að
ausa út launahækkunum til top-
panna í þjóðfélaginu fyrir rúmu ári.
Maður verður stundum orðlaus yflr
því hversu opinberar stofnanir eru
hlýönar við stjórnvöld," sagði Bjöm
Grétar Sveinsson, formaður Verka-
mannasambandsins, um yflrlýsingu
Seðlabankans.
Hann sagðist hefði talið það eðli-
legra að Seðlabankinn útskýrði fyr-
ir fólki þann gífúrlega vaxtamun
sem er á milli íslands annars vegar
og viðmiðunarlandanna hins vegar.
Það væri það mál sem Seðlabankinn
ætti að hafa áhyggjur af.
„Vaxtamunurinn er gífurlegur,
okkur í óhag, og spilar ekki lítið inn
í kaupmátt. Ég fullyrði að í banka-
kerfinu, þar sem fjölbreytt útlána-
kjör eru í gangi, nýtur verkafólk
lökustu kjaranna sem þýðir mjög
háa vexti, mun hærri en peninga-
mennirnir. Seðlabankinn ætti að
snúa sér að þessum málum en láta
kjarasamningana í friði,“ sagði
Bjöm Grétar Sveinsson.
-S.dór
Hvað eiga kjarabæturnar að vera miklar?
Breitt bil milli hagsmunaaðila
- yfirlýsing seðlabankastjóra veldur uppnámi
Sú yfirlýsing Seðlabankans, sem
Birgir ísleifur Gunnarsson banka-
stjóri flutti á dögunum, um að laun
mættu ekki hækka hér á landi um
meira en 3,5 til 4 prósent í komandi
kjarasamningum hefur valdiö miklu
uppnámi innan verkalýðshreyflngar-
innar og hleypt illu blóði í menn.
Það er einnig ljóst að milli hug-
mynda Seðlabankans, vinnuveitenda
og þjóðhagsáætlunar, sem fjárlögin
byggjast á, er breitt bil.
Þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 3,5
prósenta launahækkun milli áranna
1996 og 1997. Það þýðir í raun 1,5 pró-
sent kaupmáttaraukning á ári í 2
prósent verðbólgu eins og nú er.
Fjárlagafrumvarpið er byggt á þeirri
tölu. Seölabankinn er með sömu
tölu. Birgir fsleifm- sagði að laun
mættu ekki hækka mn nema 3,5 til
4,0 prósent ef verðbólga ætti ekki að
æða af stað hér á landi. Vinnuveit-
endasambandið hefrn líka verið með
töluna 3,5 til 4 prósent kauphækkun.
Stærstu iðnaðarmannasamtökin í
landinu vilja semja um 4 til 5 pró-
senta kaupmáttaraukningu á ári
næstu 3 árin.
Verkamannasambandið, sem er
langfjölmennasta sámbandið innan
ASÍ, vill meira. Þar tala menn um
allt að 8 prósenta kaupmáttarauk-
ingu á ári næstu tvö árin.
Hver sem lendingin veröm varð-
andi hækkun launa hjá verkalýðs-
hreyfingunni er ljóst að mikið mun
bera í milli þegar aðilar vinnumark-
aðarins setjast að samningaborði á
næstunni. -S.dór
Dagfari
Arðurinn af orkunni
Allir vita að það getur verið
erfitt að fást við taprekstur í at-
vinnulífinu. Skuldir safnast upp,
eigendm fá ekki arð af framleiðsl-
unni og stjórnendm missa annað-
hvort vinnuna eða verða að ganga
í mikinn og erfiðan niðmskurð í
útgjöldum og mannahaldi. Rekstr-
arhalli fyrirtækja er mikið böl fyr-
ir þá sem eiga fyrirtækin og reka
þau. Þetta eru þó smámunir á við
það böl sem fylgir því þegar fyrir-
tækin taka upp á því að græða og
skila afgangi. Þá fyrst reynir á þol-
rifin. Hvað á að gera við arðinn?
Hvemig á að skipta honum upp?
Hver á að fá hvað?
Landsvirkjun stendur nú
frammi fyrir þessum mikla vanda.
Eins og ailir vita hefur Landsvirkj-
un átt erfitt uppdráttar undanfarin
ár. Fyrirtækið hefúr safnað skuld-
um og Reykjavíkurborg var jafnvel
farinn að tala um að selja eignar-
hluta sinn í fyrirtækinu. í stjóm
Landsvirkjunar tóku menn þessu
tapi og skuldasöfnun meö æðm-
leysi og stóðu tapið af sér eins og
hraustir menn em vanir að gera.
Ekki man Dagfari betur en að for-
stjórum Landsvirkjunar og eigend-
um fyrirtækisins hafi þótt eðlilegt
og sjálfsagt að almenningur tæki
þátt í erfiðleikum fyrirtækisins
með því að láta hann axla nokkra
ábyrgð sem fólst í hækkuðum
orkugjöldum. Þótti það heldur ekk-
ert tiltökumál þegar fyrir liggur að
almenningur veröur auðvitað að
standa undir öllu tapi sem máli
skiptir og þetta vafðist ekki fyrir
neinum frekar en annað þegar erf-
iðleikar steðja að i hallarekstri. En
svo gerist það skyndilega að ísal
ákveður að stækka álverið og suð-
uramerískir tjárfestar hyggja á
byggingu annars álvers í Hvalfirði
og Landsvirkjun sér fram á rífandi
tekjur og reiknimeistarar hafa nú
þegar áætlað verulegan arð af
rekstri fyrirtækisins. Og þá hófst
vandinn fyrir alvöru. Hvað á að
gera við arðinn?
Reykjavíkurborg hætti strax við
að selja hlut sinn í fyrirtækinu
enda er búið reikna það út að borg-
in fái hundruð milljóna króna í
arðgreiðslur á næstu árum.
Samtals er búið að reikna það út
að arðurinn verði tæpar tvö hund-
ruð milljónir á næsta ári, tvö
hundmö milljónir árið 1998 og 334
milljónir króna á árinu 1999. Ekki
em þó allir sáttir við þessa út-
réikninga og málið var ítarlega
rætt á fundum Landsvirkjunar,
enda er hér um svo stórar upphæð-
ir að ræða að ekki er verjandi að
hleypa öðrum inn í slíka ákvarð-
anatöku. Almenningur er til dæm-
is allsendis ófær um að fá vitn-
eskju um skiptingu þessarar köku,
fyrr en allt er klappað og klárt.
Þó má geta þess í framhjáhlaupi
að stjómendur Landsvirkjunar
hafa sýnt neytendum og almenn-
ingi þann rausnarskap og þá vel-
vild að gefa það í skyn að orkuverð
til almenningsnota kunni að lækka
um 3% árlega á næsta áratugi!
Þetta er vitaskuld erfið ákvörðun
enda ekkert gefið að almenningur
eigi rétt á þessari lækkun og enda
þótt arðurinn skili sér strax á
næsta ári þykir ráðamönnum fyr-
irtækisins ekki ráðlegt né sann-
gjamt að lækkun orkuverðs til al-
mennings komi á þessari öld. Það
getur beðið fram yfir aldamót. Þar
að auki hafa aðrir glöggir menn
minnt á að Landsvirkjun skuldar
um fimmtíu milljarða króna og
væri ekki nær að leggja eitthvað af
arðinum í greiðslur á þessum
skuldum?
Það eru sem sagt margar
spumignar sem vakna þegar fyrir-
tæki taka upp á því græða og fram
undan em harðvítugar deilur um
arðinn af orkunni og verða það
grimm átök sem geta endað með
ósköpum. Sannleikurinn er sá að
það er miklu vandasamara að
græða heldur en að tapa og það er
miklu meiri vandi að eyöa arðin-
um heldur en tapinu.
Dagfari