Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Page 2
2
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Jón Baldvin Hannibalsson hættur sem formaður Alþýðuflokksins:
Kominn í land eftir
stormasamt úthald
- ráði mínu um arftakann var misjafnlega tekið en því var tekið, segir Jón Baldvin
sýndi sig á viðreisnarárunum.
„Með það lögðum við upp í ríkis-
stjórninni 1991-1995 en það hefur
tvennt gerst: Annars vegar það að
reynslan af samstjóm og samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn sýndi að
ekki var allt sem sýndist.
Þeir vora ekki bara framsóknar-
menn í landbúnaðarmálum. Þeir
eyðilögðu GATT-samninginn með
mjög harkalegum hætti og tóku ekk-
ert tillit til sjónarmiða neytenda.
Þeir hafa lengi verið opnir í báða
enda hvað varðar fiskveiðistjórnun-
ina en á landsfundi sínum núna þá
tóku þeir af skarið með að þeir
væra kvótaflokkurinn.
Það sem kom okkur mest á óvart
var að í Evrópumálum, þar sem
snertiflöturinn hefði átt að vera
hvað nánastur, kom á daginn að
sjálfstæðisforystan er þjóðlegir
íhaldsmenn og tala í utanríkismál-
um svipaðri röddu og Hjörleifur
Guttormsson." -SÁ
„Mér líður eins og þeim skipstjóra
sem kominn er í land eftir langt og
stormasamt úthald,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, fráfarandi for-
maður Alþýðuflokksins, í samtaliö
viö DV í gærkvöldi.
Jón Baldvin sagði að sér litist vel
á nýkjöma forystu flokksins. Hann
hefði brugðiö á það óvenjulega ráö
að mæla með eftirmanni sínum í for-
mannssætið, sem var misjafnlega
tekið, „en því var tekið,“ sagði hann.
Jón Baldvin fékk vilja sínum
framgengt hvað varðaði formanninn
en ekki hvað varðaði varaformanns
sætið en í það mælti hann með Guð
mundi Áma Stefánssyni til áfram
haldandi setu. Það gekk ekki eftir,
„Það sem mér gekk til var að ég vildi
tryggja að út úr þessu flokksþingi
kæmi samhent forystusveit og vísaði
til vondrar reynslu af átökum um
menn þegar ekki væri um málefnaá-
greining að ræða. Það varð hins veg-
ar mikil sátt um þessa forystubreyt-
ingu og ég held að þetta skilji ekki
eftir nein sár,“ segir Jón Baldvin.
Konur á flokksþinginu sameinuð-
ust um framboð Ástu B. Þorsteins-
dóttur í varaformannssætið og Jón
Baldvin segir að kvennabyltingin
hafi verið kapall sem gekk ófyrirséö
upp á flokksþinginu en væri ágæt
skilaboð. Konur séu nú sterkari en
áður í forystu flokksins og kona sé
varaformaður, ritari, gjaldkeri, for-
maður þingflokks, varaformaður
þingflokks og konur séu í meiri-
hluta í framkvæmdastjórn. Þá hafi
ungt fólk mjög styrkt stöðu sína.
Flokksþingið beindi ákveðnar en
oft áður spjótum sínum að Sjálf-
stæðisflokknum. Jón Baldvin segir
það vissulega raunina en misskiln-
ingur sé að það sé einhvers konar
ákvörðun þessa þings heldur endur-
spegli það fremur þróun sem átt hef-
ur sér stað. Snertifletir Alþýöu-
flokks og Sjálfstæöisflokks í sög-
unni hafi verið utanríkismál, utan-
ríkisviðskipti, fríverslun og kerfis-
breytingar í fijálsræðisátt, eins og
Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formaöur Alþýöuflokksins, óskar eftir-
manni sínum, Sighvati Björgvinssyni, til hamingju. DV-mynd GVA
Innihaldiö i stórum potti, sem notaöur er viö aö sjóöa sultu, var oröiö aö
brunarústum þegar slökkviliöiö kom í fyrirtækiö Búbót á Skemmuvegi 24
skömmu fyrir hádegiö í gær. Maöur í næsta húsi tilkynnti um mikinn reyk
sem lagöi frá húsinu. i Ijós kom aö gleymst haföi aö slökkva á pottinum.
Skemmdir uröu einhverjar af völdum reyks. DV-mynd S
Trilla sökk:
Stór f ríholt í
bryggu
Fimm tonna trilla, Elín ÍS 194,
sökk í höfninni í Ólafsvík aðfaranótt
sunnudagsins. Aö sögn lögreglunnar
benti allt til að trillan hefði nánast
verið komin undir stórt fríholt á fjör-
unni þar sem hún lá næst trébryggj-
unni og síðan lagst á hliðina og sokk-
orsökin
ið þegar hækkaði í aftur á aðfallinu.
Þegar að var komið í gærmorgun
var trillan sokkin og var lokið við að
hífa hana upp og dæla úr henni upp
úr hádegi. Henni var síðan komið á
land í gærkvöldi. Ljóst er aö fjón
varð mikið á bátnum. -Ótt
Þó getur svarað þessari
spurningu með því aö
hringja t stma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já M Nel 2>
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á Sjávarútvegsháskóli
Sameinuðu þjóðanna
að vera á Akureyri?
Undarleg skilyrði við opnun lyfjabúðar Hagkaups:
Sættum okkur
ekki viö
svona meðferð
- segir Óskar Magnússon forstjóri
Hagkaup opnaði lyfjaverslun í
verslun sinni í Skeifunni fyrir helgi
og era aðstandendur verslunarinn-
ar mjög jákvæðir á viötökumar
þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengiö á
við undibúninginn. Óskar Magnús-
son, forstjóri Hagkaups, sagöi í sam-
tali við DV að vinnan við opnun
búðarinnar hefði verið töluvert á
móti straumi.
„Það voru búin til ný skilyrði á
hverjum degi af hálfu yfirvalda,
skilyrði sem við teljum aö eigi sér
enga stoð i raunveruleikanum og
ekki sé heimild fyrir. Þetta voru alls
konar uppátæki, eitt í dag og annað
á morgun. Það sem fór einna mest
fyrir brjóstið á okkur vora þessi
sérkennilegheit að starfsfólk lyfja-
búðar sé öðruvísi en annað starfs-
fólk. Lyfjaeftirlitið vildi t.d. ekki
leyfa að starfsfólkið í lyfjabúðinni
drykki kaffi með þeim sem vinna
annars staðar í búðinni, þetta er
auðvitað mjög furðulegt sjónarmið.
Því þurftum við að setja upp sér-
staka kaffistofu fyrir þá sex einstak-
linga sem vinna í apótekinu og sér-
stakt klósett fyrir þá líka. Þá þarf
líka að geyma skrúbbana, sem not-
aðir era í apótekinu, í sérstökmn
skáp og alls ekki hjá hinum skrúbb-
unum sem við eigum.“
„Þetta gekk á endanum með því að
hlýða því sem fyrir okkur var lagt
þó við séum þeirrar skoöunar að
það hafi verið óheimilt aö setja okk-
ur þessi skilyrði. Við sáum fram á
að ef við færum ekki eftir þessu þá
myndum við sennilega ekki opna
fyrr en eftir eitt eða tvö ár en næst
þegar við sækjum um apótek, eins
og hugmyndin er, þá munum við
ekki sætta okkur við svona meö-
höndlun."
„Við teljum okkur vera að bjóða
ódýrastu lyfin og munum flytja
beint inn um leið og viö náum
þeirri stærð sem til þarf, viö erum
ekki komnir í það ennþá. Það fer
allt eftir því hvemig viötökumar
verða en hingað til hafa þær verið
hreint frábærar, það hefur verið
hreint kjaftfullt frá því það var opn-
að.“ Óskar sagði lyfjabúðina bjóöa
upp á allt það sem fengist í öðrum
lyfjaverslunum nema hliðarvörum-
ar, enda fengjust þær í Hagkaupi
hvort sem væri. „Þetta er ódýrari
gerð af venjulegu apóteki," sagöi
Óskar að lokum -ggá
Kartöfluverð:
Verðhækkun spáð í vikunni
Kílóverðið á kartöflum var komið
allt niður í 5 krónur strax fyrir
helgi á höfuðborgarsvæðinu og
hélst þannig í nokkrum verslunum
um helgina.
Jóhannes Jónsson í Bónusi sagöi
að erfitt yrði að spá um framhaldið,
verðið hefði haldist 5 krónur á kíló-
ið í gær og framhaldið væri óút-
reiknanlegt. „En ég hef nú trú á að
verðið hækki í vikunni enda var
þetta orðið svolítið öfgakennt,"
sagði Jóhannes í samtali viö DV.
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups, sagði að ekki yrði gott að
segja um framhaldið en það væri
ljóst að Hagkaup myndi ekki heyja
verðstríð í neinum vitleysisgangi.
„Við munum auövitað reyna að
fylgja markaðnum en ekki út í
neina endaleysu eins og allir sjá að
þetta er orðið. Menn era jafnvel
famir að gefa kartöflumar. Við tök-
um ekki þátt i svoleiðis leikfimi,"
sagði Óskar.
-ggá
Stuttar fréttir
Norðurlandaráðsþing
Norðurlandaráðsþing hefst í
Kaupmannahöfh í dag og er hald-
ið undir nýju skipulagi sem bygg-
ist á því að þingiö starfar sam-
kvæmt flokkspólitískum línum.
Þinginu lýkur á miðvikudag.
Hafa bótarétt
Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda, segir útgerðarmenn eiga
rétt á bótum samkvæmt ákvæð-
um stjómarskrárinnar sé þeim
gert ómögulegt að stunda veiðar
vegna skertra veiðiheimilda.
RÚV segir frá.
Messugæði
Hagvangur er að gera könnun
á gæðum kirkjuþjónustunnar í
Stóra-Núpsprestakalli fyrir sókn-
arprestinn þar. Kannaö er m.a.
hvort fólki finnist messuvíniö
vont og hvort því þyki slæmt þeg-
ar organistinn spilar feilnótur.
RÚV segir frá.
Colin og Sigrún lent
Álftahjónin Colin og Sigrún
era lent í Skotlandi eftir að hafa
flogið yfir hafiö frá íslandi.
Gervihnattasendir er á fuglunum
og hefur verið fylgst með fór
þeirra til vetrardvalarstaðar
þeirra. RÚV segir frá.
Guðmundur Árni ofan á
Össur Skarphéðinsson alþing-
ismaöur telur Guömund Árna
Stefánsson ótvíræðan sigurveg-
ara flokksþingsins um helgina og
hafa fengið pólitíska uppreisn og
komið sterkur út úr formanns-
kjörinu. Stöð 2 segir frá.
Jón Baldvin tii Kína
Jón Baldvin Hannibalsson er á
leið til Kína þar sem hann mun
halda fyrirlestra við háskóla þar
í landi. Hann kveðst ekki munu
gefa kost á sér í næstu alþingis-
kosningum.
Prestskosning
Hluti safnaðarbarna í Lang-
holtssókn vill að almenn prests-
kosning meðal sóknarbama skuli
fara fram og telur að það muni
efla söfnuðinn. Líklegt er hins
vegar að kjörmenn muni velja
söfnuðinum nýjan prest. Stöð 2
sagöi frá. -SÁ