Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Fréttir i>v ^ Faðir afbrot' manns gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega: Omannúðleg tilhögun í fangelsum hér á landi - segir Grímur M. Steindórsson sem hefur barist undanfarin ár við yfirvöld vegna sonar síns „Þaö er engin spuming aö fanga- vist hefur hræðileg áhrif á unga menn. Tilhögun í fangelsum hér á landi er hreint og beint ómannúð- leg. Ég tek heilshugar undir ásakan- ir Hrafns Jökulssonar um vanhæfi Fangelsismálastofnunar," segir Grímur M. Steindórsson í viðtali við DV. Hann hefur undanfarin ár staðið í harðri baráttu við yfirvöld vegna sonar síns sem setið hefur inni um árabil. Grímur segist hafa mjög bitra reynslu af þessum málum vegna son- ar síns sem hann hafi mátt horfa upp á sökkva æ dýpra niður í skítinn. Enginn fíkniefnaskortur „Ástandið hjá syni mínum er verst eftir hverja vistun en þá er hann niðurbrotinn og sjúkur fíkill. Það verður að segjast eins og er að það er enginn skortur á fikniefnum í fangelsum landsins. Það er reynt að stoppa fíkniefnaflæðið með því að leita á fólki sem kemur í heim- sókn en það dugir ekki til. Þá er einnig mikil misnotkun á lyíjum sem fangar fá til að geta sofið og til að róa þá. Þeir safna oft þessum lyfj- um saman í stað þess að gengið sé á eftir þvi að þeir taki þau inn jafnóð- um. Þessi lyf skilst mér að virki sem dóp, t.d. með sterku kaffi. Sonur minn lenti snemma í neyslu og allt brást sem reynt var að gera. En verst af öllu var þegar hann fékk mánaðar varðhald fyrir að aka próflaus ítrekað. Þá var hann settur inn meðal fanga sem voru síbrotamenn. Þeir brutust út um loftglugga í klefa hans 8 eða 9 saman. Hann fylgdi á eftir og var síðan í hópi með þeim er þeir rændu sjoppu og fleira áður en þeir náðust. Þá fékk hann dóm. Þetta var versta áfallið og stóra stökkið niður á við á ferli hans. Ræktun nýrra afbrotamanna Ungir afbrotamenn þurfa að- hlynningu og ögun í góðvild. Vistun og afskiptaleysi innan um forfallna síbrotamenn er ekkert annað en skólun og ræktun nýrra afbrota- manna sem síðan verða glataðir um aila framtið og baggi á þjóðfélaginu. Til þess að gera fanga að betri mönnum verður að skylda þá í með- ferð hjá sálfræðingi og til að sitja fyrirlestra um vanda þeirra sjáifra. Það á ekki að sleppa neinum út án þess að takast á við vandamálin á meðan þeir eru í afplánun. íþróttir úti og inni eru mikil hjálp og um- ræður í litlum hópum gera það að verkmn að menn ná betur saman. Stjómendur verða að vera hæfir og ákveðnir. Þaö er sjálfsagt að refsa Grímur M. Steindórsson, faöir afbrotamanns, gagnrýnir harölega Fangelsismálastofnun og segir aö tilhögun í fangelsum landsins sé ómannúöleg. Grímur hefur undanfarin ár barist viö yfirvöld vegna sonar síns sem setiö hefur inni um árabil. DV-mynd ÞÖK fyrir óhlýðni. Sterk tök á lífi fanga í afplánun eru mesta hjálpin en það er ekki nóg að setja menn bara inn og kasta lyklinum í burtu. Fangar fá engin störf og útivera er nær engin. Umræður fanga á milli eru mest um afhrot sem virkar sem heilaþvottur á ungt og óharðn- að fólk. Það er jú hægt að horfa á sjónvarp en sjónvarpsgláp lyftir varla huganum hátt. Síöasta neyöarúrræðið Síðast fyrir hálfu öðm ári sótti sonur minn mjög fast að komast út úr vandanum og reyndi að fá vistun á Kvíabryggju. Þar geta menn unn- ið sér inn pening í beitningu og em fríir við alla fikniefhaneyslu. Það var síðasta neyðarúræðið okkar. Ég reyndi að fá þetta í gegn með hon- um en rakst alls staðar á veggi. Það var ómögulegt að ná tali af fangels- ismálastjóra. Hann var á fundum, ekki til viðtals eða erlendis. Undir- tyllur gátu ekkert gert í málunum og það var þá betra að tala við vegg- inn i von um að fá viðbrögð. Ég tek undir ásakanir Hrafns Jökulssonar um vanliæfi Fangelsis- málastofnunar. Þessir menn eiga sér enga málsvöm og fara sinu fram átölulaust. Þeir sýna sig með pompi og prakt og era í sínum loftköstul- um. Það ætti að leyfa þeim að vera í klefunum þar sem föngum er gert að vera þvi þar er raunveruleikinn. Það verður að kryfja þessi mál til mergjar og leita úrbóta því núver- andi ástand er ekki ásættanlegt," segir Grimur. -RR Stefna uppbygging- ar og framfara í fangelsismálum IMI Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Adda Gunnarsdóttir, Holtsgötu 12, Akureyri Ásdís Kristjánsdóttir, Austurgeröi 1, Reykjavík Birna Baldursdóttir, Túngötu 46, Siglufirði Gróa Valdimarsdóttir, Kaplaskjólsvegi 57, Rvík Guðjón Jóhannesson, Norðurbrún 1, Rvík Hlíf Kjartansdóttir, Smárahlíð 5H, Akureyri Kristjana Eiðsdóttir, Leynisbraut 10, Grindavík Magnús Júlíussbn, Lálandi 21, Rvík Páll Guðlaugsson, Brekku, Tálknafirði Ragnheiður Ólafsdóttir, Aðalgötu 3b, Blönduósi Sigurður Daníelsson, Fjarðargötu 30, Þingeyri Sturla Halldórsson, Aðalbraut 16, Raufarhöfn Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn - segir Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri „Því miður er ekkert lát á afbrot- um hér á landi og því mikla fíkni- efnaflæði sem eyðileggur líf og framtið ungs fólks, ættingja þess og vina. Ég tel að þeir sem mesta ábyrgð bera á þeim vanda, þ.e. fíkniefhasalar, eigi að finna fyrir al- vöm og festu yfirvalda. Fangelsisyf- irvöld hafa hert á öflum öryggismál- um, þar með talið eftirliti með fíkni- efnasmygli inn í fangelsin," segir Haraldur Johannessen fangelsis- málastjóri við DV vegna gagnrýni Gríms M. Steindórssonar. „Sem betur fer eru fjölmörg dæmi þess að fangar snúi við blaðinu og verði nýtir þjóðfélagsþegnar, enda er það meðal annars stefna yfir- valda i fangelsismálum. Það verður að teljast mikill árangur og mark- tækur mælikvarði þegar endur- komuhlutfall í fangelsi hér á landi er með því lægsta sem þekkist og hlutfall dómþola sem afplána fang- elsisdóma utan fangelsa með því hæsta. Nýjar áherslur í refsimálum Að gefnu tilefni vegna umfjöllun- ar fjölmiðla að undanförnu um fang- elsismál vil ég segja að málefnaleg skoðanaskipti um þau mál, eins og önnur þjóðfélagsmál, era af hinu góða. í þeim hef ég og aðrir starfs- menn ávallt tekið þátt þegar eftir því hefur verið leitað en forðast um- ræðu sem sprottin er af annarlegum hvötum og byggist aðallega á upp- hrópunum og gífuryrðum. Á síðustu árum hefur í fyrsta skipti í sögu landsins verið mörkuð sérstök stefna í fangelsismálum, stefna upp- byggingar og framfara. Ríkisstjóm- in gerði þá stefnu opinbera á sinum tima og hefur verið unnið eftir henni síðan. Sérstök mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins hefur lagt áherslu á að hún nái fram að ganga. Að því verður unnið áfram. Nýjar áherslur okkar í refsimálum bafa m.a. vakið sérstaka eftirtekt ná- grannaþjóða. Viðkomandi afbrotamaður hefur frá 16 ára aldri hlotið 14 refsidóma, auk annarra viðurlaga, tyrir þjófn- aði, nytjastuld, fíkniefnabrot o.fl. Hann hefur sex sinnum setið í fang- elsi, þrisvar sinnum fengið skilorðs- bundnar reynslulausnir en rofið þær með nýjum afbrotum. Hann hefur strokið úr fangelsi og ítrekað gerst sekur um önnur agabrot í fangelsum, m.a. vegna' fíkniefna- neyslu, svo nokkuð sé nefnt. Vissu- lega er sorglegt að horfa tfl slíks lífs- ferils en varla verður fangelsisyfir- völdum um kennt,“ segir Haraldur Johannessen. - RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.