Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996
7
DV Sandkorn
Fréttir
Samlokan
Það gekk ekki andskotalaust
fyrir farþega frá Akureyri i beint
flug til borgarinnar Cork á írlandi
á dögunum að komast á áfang-
astað. í upp-
hafi ferðar
var 4 klukku-
stunda töf á
Akureyrar-
flugveíli
vegna bilun-
ar í flugvél
en loks var
haldið til
Keflavíkur
þar sem
fleiri farþeg-
ar komu um
borð í vélina.
Að þvi búnu lá leiðin til Irlands
og voru víst margir sem hugsuðu
hlýtt til flugfreyjanna að nú
myndu þær bera þeim gómsætar
kræsingar. Kræsingarnar komu
reyndar en voru einungis í formi
einnar samloku. Mun hafa verið
þéttsetið á veitingastöðum í ná-
grenni hótels ferðalanganna í
Cork þá um kvöldið.
Villi sprækur
Vilhjálmur Egilsson, þingmað-
ur á Norðurlandi vestra, var
nokkuð sprækur á morgunverðar-
fundi Verslunarráðs, sem haldinn
var á Akur-
eyri á dögun-
um, en Vil-
hjálmur er
reyndar
einnig fram-
kvæmda-
stjóri Versl-
unarráðs. Á
fúndinum
reyndu menn
að grafast
fyrir um það
hvort lands-
byggðin hefði
fengið sinn
hlut góðærisins margumtalaða og
í lok ræöu sinnar kom Vilhjálmur
inn á þaö sem hann kallaði „sí-
fellda samkeppni" um fólkið og
sagði þá: „Við sem hér erum vit-
um að þótt Halldór Blöndal geti
gert margt fyrir Akureyri og jafn-
vel fengið það samþykkt á Alþingi
og viðurkennt í fjárlögum að Ak-
ureyri sé yndislegasti bær norðan
Alpafjalla dugar það ekki tiL Ak-
ureyringar verða sjálfir að sann-
færa sig um eigið ágæti til þess
að vilja vera Akureyringar og búa
á Akureyri." - Amen.
Ekki í veiðinni
Það virðist ljóst að Jóhannes
Slgúijónsson, ritstjóri Víkurblaös-
ins á Húsavík, fer á mis viö þá
fullnægju sem stangaveiði getur
veitt þeim er
þá iðju
stunda. Eitt-
hvað þykist
ritstjórinn þó
þekkja til
máianna því
hann sagðií
blaði sínu að
laxveiði sé
sex-hleypt at-
höfn. Veiðim-
aðurinn
standi með
veiðistöngina
skagandi út
frá nárum sér yfir hálfa ána og
láti hana rísa og hníga, dingla og
dangla, víbra og vippast til. Þessa
symbólsku athöfh túlki táknfræð-
ingar ekki nema á einn veg.
Laxinn
kynferðistákn
Þá segir ritstjórinn að fræðing-
ar hafi bent á laxinn sjálfan sem
kynferðistákn, Laxinn sé oft
stinnur, stæltur og sleipur en
einnig af og
til slappur og
gjarnan mis-
stór. Síðast
en ekki síst
láti laxinn
bölvanlega
að stjóm. Og
þegar veiði-
menn séu
komnir með
lax á stöng-
ina séu þeir
rymjandi og
stynjandi að
reyna að ná valdi á honum. Þá
séu þeir í raun að endurspegla
það sem þeim hafi sjaldan eða
aldrei tekist, að hafa hemil á þeim
litla „laxi“ sem stendur þeim
næst (!) og leiði prúðustu veiði-
menn stundum í ógöngur. Og þarf
svo einhver að vera hissa á að
laxveiði sé vinsæl íþrótt?
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
Borgarholtsskóli gagnrýndur
fyrir slæma aðstöðu í iðnnámi
Borgarholtsskóli hefur veriö
gagnrýndur harölega fyrir að vera
ekki nógu vel undirbúinn fyrir
verklegt iðnnám í vetur. Gagnrýnin
kemur frá nemendum, foreldrum
þeirra og hagsmunaaðiium í iðn-
námi.
Nemendur hafa einnig kvartað
yfir sérstaklega leiðinlegri stunda-
skrá þar sem miklar eyður eru á
miili tíma nemenda. Kvartanir hafa
borist til menntamálaráðuneytisins
og þar fengust þær upplýsingar að
verið væri að skoða þessi mál.
„Þetta er nýr skóli og það fylgja
eðlilega byrjunarörðugleikar. Það
er eðlilega ekki allt klárt og í topp-
standi strax í byrjun. Ég viðurkenni
fúslega að ýmsu var ábótavant við
upphaf kennslu en starfsmenn skól-
ans og byggingamefnd hafa lagst á
eitt um úrbætur í bráð og lengd.
Vissulega þarf að forgangsraöa þeg-
ar fjárveitingar eru takmarkaöar.
Stundatöflur nemenda eru meðal
þess sem fundið hefur verið að en
það verður reynt að laga þaö strax
um áramót," segir Lárus Bjamason,
aðstoðarskólastjóri Borgarholts-
skóla, við DV vegna málsins. -RR
GOOD/YEAR
^{urrttfajgtijþií f
HEKLA
SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVÍK
SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622
aco
Elsta tölvufyriptæki á Isíandi
pentium
■PROCESSOR
Penflum 133 MHz
Verð aðeins:
16 MB vinnsluminni
1275 MB Seagate, harður diskur
(3ja ára ábyrgð)
15" litaskjár
Windows '95
105 hnappa Win'95 lyklaborð
3ja hnappa mús
8x geisladrif
Soundblaster hljóðkort
Hátalarar