Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Page 10
10
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996
Spurningin
Hvaða kosti metur þú heist í
fari fólks?
Bryndís H.B. Gunnarsdóttir
nemi: Að það sé hresst og skemmti-
legt.
Hildur Bjarnadóttir nemi: Að það
sé jákvætt.
Walter Jónsson eftirlaunamaður:
Heiðarleika.
Kristín Böðvarsdóttir kennari:
Heiðarleika.
Gísli Sigurðsson verslunarmað-
ur: Heiðarleika.
Unnar Halldórsson, starfsmaður
Garðhúsa: Heiðarleika.
Lesendur_____________
Skeiðarársandur
og jökulhlaup
- byggjum seint - helst aldrei
„Engin varanleg framkvæmd á svæðinu er réttlætanleg,“ segir bréfritari m.a.
Ragnar Jónsson skrifar:
Síðasta andvarpið við gosstöðv-
arnar í Vatnajökli er nú liðið og
menn eru farnir að ráögera endur-
bætur á brúm og vegum á vatna-
svæðinu fyrir neðan. Fyrst til
bráðabirgða, segja þeir, svo varan-
legar úrbætur. En hvað á að byggja,
hvað á að endurbæta? Og hvar?
Ekki er þó mikil alvara í málinu af
hálfu ráðamanna. Á Alþingi göntuð-
ust menn með þetta á tímabili og
síðan fóru menn í útsýnisflug og
þóttust menn að meiri eftir að hafa
horft yfir hamfarirnar.
„Byggjum fljótt - byggjum betur“
sagði í leiðara Morgunblaðsins um
miðja vikuna. Ég segi: byggjum
seint - helst aldrei. Það hlýtur að
vera önnur lausn og varanlegri en
að hefja endurbætur á vegum og
brúm á þessu óróasvæði. Minnugir
þess að aftur getur hafist gos þarna
að tveimur til fjórum árum liðnum
eins og síðast er stórhlaup voru
þarna. Einhverjar bráðabirgðafram-
kvæmdir eru verjanlegar en ekki
meir. - Hálendisvegur til Austur-
lands og Norðausturlands hlýtur að
koma inn í myndina á þessu stigi.
Allar kostnaðartölur um uppbyg-
ingu á Skeiðarársandi eru á reiki.
Engar ábyrgar tölur er hægt að
nefna. Talað er um að varanlegar
brýr kosti á fimmta milljarð (eng-
inn ábyrgur fyrir þeim tölum frekar
en vant er). Heildartjón líklega inn-
an við milljarð segir Vegagerðin. Og
svo halda menn áfram að giska.
Engin varanleg framkvæmd á svæð-
inu er réttlætanleg, það eitt er víst.
Nýir árfarvegir myndast og ótal
ástæður fleiri styðja þá ákvörðun að
þarna verði ekkert gert nema til
bráðabirgða.
Allar verða framkvæmdir við nýj-
ar samgöngur við Austur- og Suð-
austurland kostaðar af skattborgur-
unum, hvað sem menn fimbulfamba
um tryggingar og viðlagasjóði. Þaö
er því ekki nema sjálfsögð krafa til
ráðamanna að þeir hindri að fjár-
magn til framkvæmda verði látið
renna til endurbóta samgangna á
þessu hættu- og óróasvæði, nema til
bráðabirgða. - Varanlegar sam-
göngubætur verður að byggja upp
með öðrum og tryggari hætti.
Jóhanna Sigurðardóttir
og verðtryggingin
Árni Stefánsson skrifar:
Jóhanna Sigurðardóttir alþm. er
mikil baráttukona. Hún hefur
áhuga á því að bæta hag einstakl-
inga og fjölskyldna þessa lands.
Þessa stundina er hún í krossferð
gegn verðtryggingu á lánum til
heimila, í fjölmiðlum landsins og á
Alþingi. Það er talið að skuldir
heimila við lánakerfið á miðju
þessu ári hafi numið um 334 millj-
öröum króna. Það er einnig talið að
um 90% af þessum skuldum séu
verðtryggðar.
Verðtrygging fjárskuldbindinga
hefur bæði í for með sér kosti og
galla fyrir skuldara og lánveitend-
ur. í þessu bréfi mínu mun ég ekki
fjalla um þá kosti og galla heldur
benda á eftirfarandi staöreynd:
Húsbréfakerfið heyrir undir fé-
lagsmálaráðherra. Jóhanna var fé-
lagsmálaráðherra þegar húsbréfa-
kerfið var tekið upp. Á miðju þessu
ári skulduðu íslensk heimili hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar um
85 milljarða króna í verðtryggðum
lánum. - Jóhanna ber því ábyrgð á
því að fjórðungur af sku'dum ís-
lenskra heimila er verðtryggöur.
Það er einnig hægt að halda
áfram. - Meira en helmingur af
skuldum íslenskra heimila er við
Húsnæðisstofnun. Þau ár sem Jó-
hanna var félagsmálaráðherra og
hafði völd þá áorkaði hún engu í þá
átt að draga úr verðtryggðum skuld-
um heimila vð Húsnæðisstofnun.
Þvert á móti jók hún þær.
Gæluverkefni lögreglunnar
Ágúst skrifar:
Nýjar fréttir um væntanleg af-
skipti lögreglunnar af nektarsýning-
um og annarri afþreyingu sem snýst
um kynlif vekur án efa undrun
margra. Ekki er langt síðan skortur
lögreglunnar á mannafla var frétta-
efni. Þótt afbrotatíðni og ofbeldisverk
séu hugsanlega ýkt í íjölmiðlum gera
flestir sér grein fyrir því að um vax-
andi vandamál er að ræða. Því er
hlálegt til þess að vita að lögreglan
ætli að eyða púðri í slík og þvílík
gæluverkefni sem hér um ræðir.
Engin alvarleg þjóðfélagsvandamál
er hægt að rekja til kynlífs eða klá-
miðnaðar, síst af öUu hér á landi.
þjónusla
allan sólarhrínginn^*
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
illi kl. 14 og 16
„Leyfum fólki að njóta sinna lystisemda í friði og efnum ekki til umræðu sem er
óþörf og tilgangslaus..." segir bréfritari m.a. - Dansfreyjur að störfum í Óöali.
Hins vegar blasa við vandamál sem
rekja má til vímuefna- og áfengis-
neyslu, auk þess sem ofbeldisglæpir
eru of tíðir. Viðleitni lögreglunnar í
umræddum nektarmálum á sér stoð í
lagagreinum sem flestir gera sér
grein fyrir að eru löngu úreltar og
rekja má til siðferðismats sem miðar
að bælingu eðlilegrar kynhvatar.
Lögreglan ætti fremur aö beina at-
hygli sinni að nauðgurum en nektar-
dansmeyjum og berjast gegn ofbeldi
fremur en kynlífi. Leyfum fólki að
njóta sinna lystisemda í friði og efn-
um ekki til umræðu sem er óþörf og
tilgangslaus og dregur athyglina frá
mikilvægari málum.
Heilbrigðisþjón-
usta er ódýr
R.A. skrifar:
Er heilbrigðisþjónusta nokkuð
dýrari hér en annars staðar í ná-
grannalöndunum (ef frá er talin
tannlæknaþjónusta sem oftast er
innifalin í tryggingakerfl annarra
landa). Ég tek dæmi af manni sem
notar blóðþrýstinslyf tO langframa.
Hann greiðir þetta rúmar 1100 kr.
fyrir þriggja mánaða skammt
(hlutur sjúkrasamlags kr. 4.200).
Blóðrannsókn af og til kostar 1000
kr. Magaspeglun kostar rúmar 3000
kr. - Auðvitað er fólk almennt ekki
í þessum rannsóknum og ef eitt-
hvað meira er þá koma tryggingar
inn í dæmið að verulegum hluta.
En menn tuða auðvitað um allt og
þá er heilbrigðisþjónustan ekki
undanskilin.
R-listinn og
hundahald
Ólafur skrifar:
Það væri fróðlegt að lesa stefnu
R-listans um hundahald í Reykja-
vík. Hundahald er bannað nema
með vissum undanþágum sem
nauðsynlegt er aö farið sé eftir.
Ég kaus R-listann við síðustu
kosningar og þess vegna þykir
mér súrt að borgarfulltrúar hans
skuli ekki taka þessar reglur al-
varlega. Einnig væri fróðlegt að
heyra um hvaða reglur gilda um
hundahald í fjölbýlishúsum og
raðhúsum og hver sér um að
þeim reglum sé framfylgt.
Lágmarkslaun
80 þúsund?
Bjarni Sig. skrifar:
Nú ræða þeir á Alþingi um 80
þús. kr. lágmarkslaun á mánuði.
Það var þá öll dýrðin! Formaður
Dagsbrúnar telur þó að launin
ættu að vera 100 þúsund. Ætli
það sé nú ekki nokkuð nær lagi.
Formaður Dagsbrúnar vill hins
vegar ekki láta lögbinda lág-
markslaunin. Nei, hann vill láta
semja um þau. Eðlilega, einhverj-
ir verða að hafa vinnu við samn-
ingagerðir. Það er ekki orðið svo
lítið starf utan um þær. Orðin
sérstök atvinnugrein þaulæfðra
og þaulsetinna manna; kjara-
samningarnir í Karphúsinu.
Geðþekk
mynd af Jóni
Olafssyni
Aðalgeir hringdi:
í Sjónvax-pinu sl. miðvikudags-
kvöld horfði ég á viðtalsþátt
þeirra Ingólfs og Áma við Jón
Ólafsson, þann umtalaða við-
skiptajöfur í fjölmiðlun. Þetta
var að því leyti þarfúr þáttur að
fáir þekkja Jón Ólafsson nema af
afspurn og stundum hnútukasti i
manninn. Liklega af öfund einni
saman. Mér fannst sú mynd sem
dregin var af manninum mjög
geðþekk og bætti hann um betur
með fróðlegum upplýsingum um
sig og starf sitt. Mann furðar
ekki þótt þarna fari fjárglöggur
maður og traustur, náskyldur
hinum látnu sómamönnum, Ar-
oni í Kauphöllinni og Ingvari
Vilhjálmssyni útgerðarmanni.
Stefnuyfirlýs-
ing Rannveigar
Sveinbjörn hringdi:
Þingflokksformaður Alþýðu-
flokksins virðist halda að hún sé
að gefa tímamótayfirlýsingu fyrir
þjóðina er hún lýsti því yfir að
hún ætlaði ekki fram í formanns-
kjöriö hjá flokknum. Hún ætlar
að sætta allt og alla, tala við kon-
ur innan og utan stjórnmála-
flokka til að stuðla að samein-
ingu jafnaðarmanna. Hvað er
þingflokksformaður Alþýðu-
flokksins að fara yfirleitt?