Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Miðstöð óttans í heila okkar er fundin: Möndluntjur breqst við óttasvip í andliti Nú þarf ekki lengur vitnanna við, vísindamenn hafa fundið „miðstöð óttans" í heila okkar. Miðstöð þessi gerir okkur kleift að bera kennsl á óttasvipinn í andliti annarra og hana er að finna í svokölluðum möndlungi, sem er möndlulaga eins og nafnið gefur til kynna, í vinstra gagnaugablaði heilans. „Möndlungurinn svaraði mjög ákveðið við myndum af fólki með óttasvip í andlitinu," segir Raymond Dolan, prófessor í tauga- geðlæknisfræði við University Col- lege í London, sem stóð að rann- sókninni ásamt hópi annarra lækna. Niðurstöður vísindamannanna styðja einnig kenningar um að til- finningaviðbrögð séu okkur með- fædd en ekki lærð, rásir fyrir þau eru þegar í heila okkar við fæðingu. Dolan og félagar hans einsettu sér að leita að þeim hluta heilans sem verður virkur þegar horft er á hrætt fólk. Möndlungurinn hefur lengi verið settur í samband við ótta en það hefur þó aðeins gerst með óbeinum rannsóknum. Fólk með skaddaðan möndlung bregst t.d. ekki við óttasvip í andlitum ann- arra og heldur ekki við atburðum eða hlutum sem ættu að hræða það. Þá eru þeir apar óvenjugæfir sem möndlungurinn hefur verið fjar- lægður úr. „Skilningur okkar á heilanum er enn mjög takmarkaður en þó er greinilegt að heilinn er ábyrgur fyr- ir upplifun okkar á heiminum og öllu því sem við gerurn," segir geð- læknirinn John Morris sem vann við rannsóknina. Hann heldur áfram og segir nokk- uð ljóst að við þurfum ekki að læra hvernig við sýnum tiifinningar okk- ar. „Það virðist vera okkur meðfætt. Vísbendingar eru um að svipbrigð- in í andliti okkar séu meðfædd, þau eru eins í öllum menningarsamfé- lögum,“ segir Morris. Bresku vísindamennimir beittu svokölluðum PET skanna við rann- sókn sína en hann mælir starfsemi heilans. Rannsóknin fólst í því að fimm heilbrigðum sjálfboðaliðum voru sýndar myndir af fjölda and- lita sem sýndu ýmist merki ótta eða ánægju, mismunandi mikil. Þátttak- endunum var ekki skýrt frá tilgangi rannsóknarinnar heldur vora þeir aðeins beðnir um að segja til um kynferði þeirra sem myndirnar voru af. Fylgst var svo með möndlungnum í vinstra gagnauga- blaði um leið og myndirnir birtust. „Möndlungurinn sýndi greinilega meiri viðbrögð við óttasvip en ánægju," segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar. Og viðbrögðin urðu sterkari eftir því sem óttasvipurinn var meiri. Dolan segir að aðrir hluta heilans séu einnig virkir þegar horft sé á andlit með óttasvip og að frekari rannsókna á þessu sé þörf. Efast um að gagn sá af íþróttakremi Iþróttamenn grípa margir hverjir til svokallaðs íþróttakrems eftir erf- iðar æfingar eða samstuð við and- stæðing úti á vellinum til þess að lina sársaukann sem oft fylgir í kjölfarið. Ekki er hins vegar víst að græðandi eiginleikar krems af þessu tagi séu eins miklir og af er látið. Lon Castle, sem starfar við íþróttalækningamiðstöð Baylor læknaskólans í Houston í Texas, ef- ast um lækningamátt íþróttakrems. „Hitinn sem myndast þegar verið er að bera kremið á gerir sennilega meira gagn en kremið sjálft," segir hann. Castle segir vandann felast í því að kremið nær ekki að fara undir yfirborð hörundsins og alla leið inn í vöðvana, alveg sama hvað fram- leiðendurnir segi. „Ég tel ekki að rannsóknir styðji þær fullyrðingar. Enginn hefur sannað að kremið fari það djúpt,“ segir Castle. Hann segir að eina efnið í svona vöðvaáburði sem kunni að vera meiddum íþróttamanni nokkur hughreysting sé mentolið en hör- undið hitni undan því. Hann telur hins vegar að andlegi þátturinn skipti miklu máli. „Ef maður heldur að kremið geri eitthvert gagn mun það gera það. Hugurinn er ótrúlega öflugt læknin- gatæki," segir Castle. Hann segir að verði menn fyrir því að togna eða meiða sig við íþróttaiðkun sé miklu betra að bera ís á eymslin en að hita svæðið þar í kring með kremi. „Manni finnst kannski mjög gott að nudda svæðið eftir meiðsl en með því er maður raunar að gera leiðina greiðari fyrir fleiri bólgu- frumur. ís þrengir aftur á móti æð- amar. Þar með komast færri þannig frumur að meiðslunum og bólgan verður minni,“ segir Lon Castle. Óvinurinn leynist víða: Fituskert fæði qetur leitt til of mikifs áts íslendingar fylgjast nú spenntir með baráttu Gaua litla við aukakíló- in í Dagsljósi Sjónvarpsins en eins og allir sem reynt hafa er sá slagur ekki alltaf auðunninn. Og óvinimir leynast kannski víðar en margur hyggur. Fituskerta fæðið, sem tilvonandi léttvigtarmenn hafa hallað sér að i æ ríkara mæli, getur haft þveröfug áhrif ef ekki er rétt með farið, að sögn Barböru Rolls, prófessors í næringarfræði við ríkisháskóla Pennsylvaníu í University Park. „Það þarf greinilega að upp- fræða fólk um að nota verður vöru þessa á ákveðinn hátt. Sumt fituskert fæði er enn kalor- íuauð- ugt og það verð- ur að huga að því,“ segir Barbara Rolls. í rann- sókn sem Rolls stóð fyrir kom nefnilega í ljós að konur sem borðuðu fituskerta jógúrt neyttu merkjanlega meiri matar bæði í hádeginu og á kvöldin en konur sem borðuðu feita jógúrt, þótt jógúrttegundirnar innihéldu jafn margar kaloríur. Hið gagn- stæða var upp á teningnum þegar þegar konurnar vissu ekkert um fituinnihald fæðunnar sem þær létu ofan í sig. Þær sem ekki vissu að þær voru að borða fituskerta en kaloríuauðuga jógúrt borðuðu minna en þær sem fengu sér feita og kaloríuauðuga jógúrt. „Svo virðist sem þær hafi litið á fituskerðinguna sem leyfi til að borða meira, jafnvel þótt kalorium- ar væru jafn margar,“ segir Rofls. Drykkir sem í eru ’'®r sett gervisætuefni eins og sakkarín hafa hins vegar ekki þau áhrif að meira sé drukkið og þar með fáist fleiri kaloríur. Bar- bara Rolls segir að vel sé hægt að nota fituskert fæði sem lið í því að ná af sér aukakílóunum en það verði þá að koma i staðinn fyr- ir fyrra fæði, í sama magni. Ekki má nota það sem afsökun til að borða meira. „Og svo er það dálítið sem enginn vill heyra. Fituskerta fæðið verður að vera hluti heil- brigðs langtímamataræðis og lík- amsræktar," segir Barbara Rofls. ; : 1 I S I Lærið að þekkja sigurverana Áströlsku dýraatferlisfræð- ingamir Geoff Hutson og Marie Haskell hafa uppgötvað aðferð til að auðvelda veðhlaupaaðdá- endum að velja þau hross sem líkleg em til að sigra. Áætlun vísindamannanna er í sex lið- um. Hutson segir að ef hestur eigi að eiga einhverja möguleika á að sigra í veðhlaupinu verði hann m.a. að uppfylla eftirtalin skilyrði: Ekki ætti að þurfa að halda fast í hann þegar hann er leiddur um svæðið, ekki ættu að vera á honum neinar um- búðir sem gætu falið meiðsli, hann ætti ekki að bera of þunga byrði og ekki ætti að þurfa að leiða hann sérstaklega áður en hann fer inn í ráshliðiö. Þá verður hausinn á hestinum að hallast 45 gráður. Vísindamennimir skýrðu frá uppgötvunum sínum eftir aö hafa fylgst með rúmlega 800 veðhlaupahestum. Gen ræður lögun blómanna Grasafræðingar í Bretlandi hafa fundið einstakt gen sem gefur blómum á borð við Ijóns- munna og brönugras ákveðna lögun þeirra. Gen þetta kemur í veg fyrir að rósir líti út eins og fagurfíflar eða ljópsmunnar eins og túlípanar. Frá þessu er sagt í tímaritinu Nature. Gen af þessu tagi, sem kemur í veg fyrir aö blómin verði sam- hverf, hefur ekki verið greint i plöntum áður. Að sögn grasa- fræðinganna em ósamhverf blóm lengra komin á þróun- arbrautinni en einfaldari blóm eins og fagurfiflar. Þessi eigin- leiki er alla jafna settur í sam- band við blóm sem frævuð era af skordýrum. Blóðprótín og alsheimer Kanadískur læknir, Wflfred Jeffries, hefur komist að því að ákveðið prótín er að finna 1 meira magni í blóði alsheimer- sjúklinga en annarra. Uppgötvun þessi gæti leitt til þess að þróað verði próf sem greinir þennan ólæknanlega heilahrömunarsjúkdóm. Enn sem komið er er ekki hægt að gera óyggjandi greiningu á als- heimer nema meö krafningu eftir dauða þótt læknar geti greint á milli alsheimar og ann- ars konar heilahrömunarsjúk- dóma sem suma hverja er hægt að meðhöndla. Prótínið, sem hér um ræðir, heitir p97 og bindur jám.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.