Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Side 19
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 19 Stafrænn ritari | Tækiö á myndinni er nokk- urs konar sambland af staf- | rænu upptökutæki og minnis- bók. Þaö er kallað Voice It | Manager og getur geymt 45 I mínútur af hljóðupptökum, Igeymt 100 nöfn í minni og þrisvar sinnum símanúmer. Tilraunir með sólarorku I Mojave-eyðimörkinni í Mojave-eyðimörkinni í Suður- Kalifomiu fara nú fram allsér- stæðar tilraunir með sólarorku. Geislar sólarinnar eru notaðir til þess að hita saltblöndu upp í allt að 600 gráða hita. Það er ;| síðan notað til þess að hita upp vatn og er gufan sem myndast : við það notuð til þess að knýja gufuaflsver sem hitar upp um tíu þúsund heimili í Suður- Kalífbmíu. Mjór bfll Nýi fjölnotabíllinn frá Toy- ; ota, Picnic, er hannaður fyrir mjóar götur Japans og Evrópu. Hann er einungis 1,7 metra breiður. Flatt loftnet Tæknirisinn Hughes hefur hannað gervihnattaloftnet sem er flatt og getui' tekið við 24 I gígabætum af upplýsingum á | sekúndu en það er um það bil þúsund sinnum meira en venju- | legt mótald getur gert. Loftnetið getur bæði tekið við sjónvarps- | merkjum og tölvuupplýsingum. ;* Loftnetið stýrir sér sjálft að | geislanum frá gervitungli, líkt og nýjar gerðir af radar sem em S á bandarískum F22 orrastuþot- um. Þegar ökumaður kemur að um- ferðarteppu reynir hann oftast að fara aðra leið á áfangastað sinn og forðast teppuna. í raun má segja að þegar menn fara í hjartaaðgerðir vegna kransæðastíflu sé verið að gera sama hlut. Þá er blóðinu sem streymir að og frá hjartanu fundin ný leið, fram hjá stíflunni. Algeng aðgerð Við kransæðaaðgerð tekur læknir óstíflaða æð úr fæti sjúklingsins og tengir fram hjá stíflu í hjarta hans með heilbrigðu æðinni. Kransæðar sem eru álíka gildar og venjulegt spagettí liggja utan á hjartanu og sjá því fyrir blóði og þar með næringu. Þessar æðar stíflast stundum og veldur það verkjum fyrir bijósti eða jafnvel hjartaáfalli. Þegar tengt er fram hjá, eins og lýst var áðan, kemst aftur á eðlilegt og nauðsyn- legt blóðflæði til hjartans. í Bandaríkjunum eru um það bil þúsund svona aðgerðir framkvæmd- ar á hverjum einasta degi. Þó að hægt sé að leysa úr æðastíflu án þess að beita skurðaðgerð er slík að- gerð oft nauðsynleg þegar um er að ræða fleiri en eina stíflu. Hjartað er stöðvað Til þess að hægt sé að fram- kvæma aðgerð af þessu tagi verður að stöðva hjartsláttinn. Það er því sérstök lungnavél sem heldur sjúk- lingnum lifandi en yfirleitt þarf aö stöðva slátt hjartans í um það bil eina til þijár klukkustundir. Þegar aðgerðin hefst er bringan opnuð í miðjunni. Bringubeinið er sagað í sundur og rifin spennt í sundur svo hægt sé að komast að hjartanu. Löng en ónauðsynleg æð úr fótum sjúklingsins er fjarlægð og notuð til að „tengja fram hjá“. Þegar því er lokið þarf venjulega raflost tÚ þess að fá hjartað til að byija aftur að slá. Ná sér venjulega Venjulega veltur það á því hversu lengi sjúklingurinn er í lungnavél- inni og hversu oft þurfti að tengja fram hjá stíflum í kransæðum hvað bati sjúklingsins tekur langan tíma. Daginn eftir aðgerðina geta flestir sest upp eða jafnvel staðið upp. Mesta hættan eftir aðgerðina er að blóð leki úr æðunum sem tengdar voru við kransæðamar. Innvortis blæðingar geta verið hættulegar. Tölfræðin er þó sjúklingum hagstæð - 95 af hverjum 100 sjúklingum lifa aðgerðina af. Til að hefja daglegt amstur aö fullu að nýju þarf hins vegar mikið af æfingum og langa endurhæfingu. Sjúklingar sem hafa gengið undir kransæðaaðgerð af þessu tagi verða líka að gæta að lík- amsþyngd sinni og gefa ávana eins og reykingar upp á bátinn. Samantekt: -JHÞ Ný baðherbergislína 150 sm. 79.772 kr. stgr. Opið laugardaga 10-14 “wwfsew Borís Jeltsín gekkst undir hjartaaðgerð eins og lýst er í greininni og á meö- fylgjandi skýringarmynd. HJARTAAÐGERÐ JELTSINS Forseti Rússlands, Boris jeltsín gekkst undir hjartaaögerð fyrir helgi. Þar var álaginu létt af flórum stífluðum æðum í hjarta hans. Sjúkdómurinn Hin 65 ára ára gamli forseti þjáðis af stíflu í æðum hjartans. Það dregur úr blóðflæði til og frá því. Aígeröin í rauninni er tengt fram hjá stífluðum æðum. Heilbrigðar æðar eru teknar úr fæti sjúklingsins og þær tengdar viö stífluðu æðina báðum megin við stífluna. Þannig kemst á eðlilegt blóðflæði til og frá hjartanu. Tengt fram hjá: (jfi) Bringan er opnuð og \ bringubeinið er kloHð. Síðan er himna umhveríis hjartað ijarlægð. En af tveimur siagæðum i bringunnierfjariægð. m Samtímis tekurannar skurölæknir æö úr fæti sjúklinesins. @S/úW/ngnum erhaldiö á lífí meö lungnavél á meöan aögeröini stendur. Ósæö vmstri kransæö Hálfstiflað Tvo skurðlækna þarf í aögerðina og tók hún um fimm tíma. úfi) Heilbrigð æð er saumuð við ósæðina, fyrirneðan stífiuna. Sama er gertvið aðrar stífiur Hægri kransæð Stífla Tengt fram hjá með nýrri æð. Hálfstíflað (^) Lungnavél er aftengd og bringunni lokaö Tengt fram hjá með nvrri æð ' Hálfstíflað REUTERS Suðurlandsbraut 10, sími 568-6499 Fax: 568-0539 Heimabíóhljómtæki með öllu * 2x40W + 25W + 25W RMS * Dolby Pro-Logic heimabíómagnari * DSP hljómkerfi * 5 hátalarar *Tengi f. aukabassahátalara * BBE hljómkerfi * Fullkomin fjarstýring * SuperT-bassi * Fullkomiö karoke kerfi * 3-diska geislaspilari * Tvöfalt segulband * Stafr. útv. meö 32 stööva minni * Segulvarðir hátalarar * Frábært verð. Verð kr. 69.900 stgr. BIU/3 - vinsælustu hljómtækin á íslandi ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.