Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Page 36
44 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Vísindamennirnir höfðu alltaf rétt fyrir sér. Það fór sem hlaupið átti að taka „Þetta er hálfgerður hátíðis- dagur verkfræðinga og vísinda- manna í þeim skilningi að í raun eyðilagði hlaupið það sem það átti að eyðileggja.“ Stefán Benediktsson þjóð- garðsvörður, í DV. Ekki einu sinni kjallaratröppur „Hvað þýðir að vera að safna fyrir einhverjum loftkastala sem hvergi sér stað, engin teikning, enginn grunnur, ekki einu sinni kjallaratröppur?“ Pétur Gunnarsson rithöfundur, ÍDV. Ummæli Pólitíski umskiptingurinn „Sjálfstæðisflokkurinn er orð- inn að pólitískum umskiptingi." Sighvatur Björgvinsson, í Alþýðublaðinu. Kvóti án laga „Þeir eru að ákveða kvóta á Flæmska hattinum áður en lög eru samþykkt um kvóta. Mikill er sjálfsbirgingshátturinn." Snorri Snorrason útgerðar- maður, um skertan rækju- kvóta, í DV. Rússíbanar og parísarhiól Rússíbanar verða afltaf stærri og stærri og brautimar lengri og lengri. Nýlega bárust þær fréttir að stærsti rússíbani í heimi hefði verið smíðaður í Japan. Varlega ber að taka tölum um hraða því það hefur komið í ljós að flestir ýkja þegar hraðinn er auglýstur. Áður en rússíbaninn i Japan kom til sögunnar var stærsti rússíban- inn Ameríski örninn sem er í skemmtigarði í Illinois í Banda- ríkjunum. Fallhæð hans er 44,92 metrar og mældur hefur verið mestur 106 km hraði. Lengsti rús- síbani í heimi er Skepnan sem er í Ohio í Bandaríkjunum. Öll brautin er 2,2 kílómetrar og þar af eru 250 metrar inni í jarðgöngum. Blessuð veröldin Parísarhjól Stóru, lóðréttu hjólin í skemmtigörðum hafa á íslensku verið nefnd parísarhjól en það er afbökun úr Ferrishjól, kennt við hönnuð fyrsta hjóls þessarar gerð- ar, George W. Ferris, sem reisti það árið 1893 í Chicago og var kostnaðurinn 385 þúsund dollar- ar. Það var 76 metrar í þvermál, 240 metrar í ummál, 1087 tonn að þyngd og flutti 36 körfur sem tóku 60 manns í sæti, svo farþegar gátu alls verið 2160. Árið 1904 var hjól- ið flutt til St. Louis en selt fljót- lega til niðurrifs fyrir 1800 doll- ara. 1. og 2. farrými Þróunin hélt áfram. Árið 1897 var parísarhjól sett upp á sýningu í London. Það var 86,5 metrar í þvermál með 10 körfur á 1. far- rými og 30 á 2. farrými. Stærsta parísarhjól sem nú er í notkun er Pétur risi í Japan. Það er 85 metr- ar í þvermál og tekur 384 farþega. Snjókoma norðan- og vestanlands Skammt vestur af Vestfjörðum er 985 mb lægð sem hreyfist suðaustur og grynnist. Yfir Vestur- Grænlandi er 1032 mb hæð á austurleið. Veðrið í dag í dag er gert ráð fyrir norðan- kalda eða stinningskalda með dálít- illi snjókomu eða éljum norðan- og vestanlands fram eftir degi. Síðdeg- is lægir og styttir upp. Veður fer kólnandi og því vægt frost víðast hvar. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og rigning fram á nótt en síðan norðankaldi og dálítil él. Þegar líður á morgundaginn styttir upp og léttir til. Hiti verður 1-4 stig í kvöld en vægt frost á morgun. Sólarlag í Reykjavík: 16.39 Sólarupprás á morgun: 09.47 Síðdegisflóð f Reykjavik: 18.27 Árdegisflóð á morgun: 06.48 Veðrið hl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 2 Akurnes skýjað -4 Bergstaðir skýjað 1 Bolungarvík rigning og súld 4 Egilsstaðir léttskýjað -0.3 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 4 Kirkjubkl. snjókoma -1 Raufarhöfn skýjað -2 Reykjavík rigning 3 Stórhöfði slydduél 2 Helsinki skúr 4 Kaupmannah. léttskýjað 7 Ósló snjóél á sið. kls. -1 Stokkhólmur léttskýjaó 1 Þórshöfn snjók. á síö. kls. -0.6 Amsteráam rigning og súld 7 Barcelona skýjað 18 Chicago heiðskirt -4 Frankfurt alskýjað 8 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg þokumóða 4 London rigning 6 Los Angeles skýjað 17 Madrid þokumóöa 15 Malaga léttskýjað 20 Mallorca hálfskýjað 20 París rigning 8 Róm skýjað 17 Valencia hálfskýjað 20 New York skýjað 6 Nuuk skýjað -6 Vin skýjað 10 Washington léttskýjað 2 Winnipeg alskýjað -10 Viktor B. Kjartansson varaþingmaður: Tek stundum í píanóið til að ergja fjölskylduna vera þingmaðm- er mjög lifandi starf og maður er inni í hringiðunni á hveijum tíma og fylgist vel með því sem er að gerast og hefur hönd- ina svolítið á púlsinum í þjóðfélag- inu.“ Viktor á nokkur áhugamál fyrir utan tölvunarmálin og stjómmálin: „Það er útivera og gönguferðir og ég reyni að fara út í náttúruna yfír sumarmánuðina með fjölskyldunni. Þá er ég nýbyrjaður að fikta við skotveiðina og hef mjög gaman af því. íþróttirnar eru líka ofarlega og þá helst karfan. Ég æfi körfu einu sinni i viku með 1. flokki i Njarð- vík.“ Viktor var 6 ár í Tónlistarskólan- um í Keflavík að læra á trompet og píanó og kannski ekki skrýtið þar sem hann kemur úr mikilli tónlist- arfjölskyldu. Bræður Viktors eru Magnús, tónlistarmaður með meiru, og Finnbogi, sem einnig er í tónlist- inni, og Kjartan Már sem er skóla- stjóri Tónlistarskólans í Keflavík. „Ég spila mjög lítið á hljóðfæri í dag en gríp kannski aðeins í píanóið til að ergja fjölskylduna af og til,“ sagði Viktor hlæjandi. Eiginkona Viktors er Ása Hrund Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og eiga þau tvö börn, Sigurjón Frey, 2 ára, og Alexíu Rós, eins árs. -ÆMK Fyrirliggjandi tölur Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. DV, Suðurnesjum: Viktor B. Kjartansson varaþing- maður, sem nú situr á Alþingi fyrir Reykjaneskjördæir.í, hefur lagt fram fyrirspurn fyrir samgönguráðherra varðandi Internet Pósts og síma. Viktor telur ekki rétt að stofnun eins og Póstur og sími vindi sér í skyndingu inn á samkeppnismark- að þar sem mörg smá einkafyrir- tæki hafa verið að eyða fjármunum í mörg ár til að hasla sér völl. Viktor er fyrsti varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ReyKja- neskjördæmi. Hann er 29 ára gamall og er yngsti sitjandi þingmaðurinn og sá fyrsti undir 30 ára aldri sem sest hefur á Alþingi um nokkum Maður dagsins tíma. Hann útskrifaðist frá Háskóla íslands í tölvunarfræði 1990 og hef- ur rekið sitt eigið fyrirtæki síðan. „Tölvunarfræðin er alveg geysilega spennandi fag og má segja að maður gæti eytt öllum deginum í að fylgj- ast með því nýjasta sem er að ger- ast.“ Þrátt fyrir ungan aldur hóf Vikt- or snemma afskipti af stjómmálum og var í forystu Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, í háskólapóli- Viktor B. Kjartansson. tíkinni. Þegar Viktor var í Fjöl- brautaskóla Suöumesja var hann formaður Félags ungra sjálfstæðis- manna í Keflavík og síðan tók hann þátt í að stofna nýtt félag þegar sveitarfélögin þrjú, Keflavík, Njarð- vík og Hafnir, sameinuðust í eitt, Reykjanesbæ, og var Viktor fyrsti formaður þess félags. Þá sat Viktor sem varabæjarfulltrúi í Keflavík sinn fyrsta bæjarstjórnarfund að- eins 23 ára gamall árið 1990. Hann gaf síðan kost á sér til Alþingis sama ár og eftir kosningar var hann 3. varaþingmaður en komst aldrei inn á Álþingi á kjörtímabilinu: „Að DV Sigrún Sói Ólafsdóttir leikur eina hlutverkið í leikritinu. Gefin fyrir drama þessi dama í Höfðaborginni í Hafnarhús- ir.’i hefur undanfamar vikur venð sýndur einleikurinn Gefm fyrir drama þessi dama eftir Me- gas og hafa viðtökur verið góðar. Verkið fjallar um sex kon- ur/stúlkur sem auðveldlega má þekkja úr ýmsum afkimum sam- félags okkar íslendinga. Sumar má hitta í strætó, einhverjar á mölinni eða í sveitinni og aðrar á virðulegum kontómm eða bör- um stórborgarinnar. Þetta eru konur sem ýmist hafa kross að bera eða djöful að draga, konur sem allir þekkja, úr öllum áttum, túlkaðar af einni leikkonu. Leikhús Sú sem túlkar persónurnar er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Stutt er síðan hún vakti athygli i ein- leiknum Ég var beðin að koma sem sýndur var í Kaffileikhús- inu. Leikstjóri er Kolbrún Hall- dórsdóttir. Höfundinn, Megas, þekkja fiestir íslendingar. Hann er þekktastur sem tónlistarmað- ur en hefur einnig ort ljóð og meöal annars þýtt leikrit. Gefin fyrir drama þessi dama er fyrsta frumsamda leikritið hans. Næsta sýning er annað kvöld. Bridge Fjölmargir frægir spilarar komu til spilamennsku á Rhódos, þótt þeir væru ekki endilega í sterkustu sveitunum. Einn hinna frægu spil- ara á mótinu var George Rosen- kranz sem spilaði fyrir heimaland sitt, Mexíkó. Þeim gekk heldur illa á mótinu, Mexíkó spilaði í sama riðli og íslendingar og endaði þar í 33. sæti af 36 þjóðum. En að sjálfsögðu fékk Rosenkranz tækifæri til að láta ljós sitt skína af og til. Hann og spilafélagi hans, Miguel Reygadas, náðu til dæmis skemmtilegri slemmu á 4-3 samlegu á þessi spil í AV í 25. umferð. Andstæðingarnir voru Venesúelar og sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: é ÁD743 V 842 ♦ 8743 * D * 965 * ÁD106 f ÁDG * 1083 f ■f * Suður pass pass pass p/h Vestur 1 f 3 v 5 * Norður 1 f pass pass Austur 2 f 4 f 6 f Tígulopnun Rosenkranz lofaði alla jafna tígullit og fjórir tíglar austurs var fimm ása spurning með tígulsamþykktan tromplit (RKCB). Fimm laufa svarið sýndi tvo af fimm ásum og lofaði jafnframt trompdrottningu og þá lét Reygadas vaða í slemmuna. Útspil norðurs var tromp og úr því trompin lágu 4- 2, spilaði Rosenkranz öllum tromp- unum. Næst lagði hann niður laufásinn og var ánægður þegar drottningin kom siglandi frá norðri. Hann tók þá fjóra slagi á lauflitinn, síðan tvisvar hjarta og endaði heima. Hann spilaði síðan spaða að kóngnum sem var betri leið heldur en að treysta á hagstæða legu í hjartanu. Norður sparaði honum ómakið með því að fara upp með ás og tryggði þar með vörninni einn slag. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.