Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r I húsi foringjans Brotalínur íslenzkra stjómmála eru ekki frekar milli Sjálfstæöisflokksins og annarra flokka heldur en milli ýmissa annarra hugsanlegra samstarfsmynstra. í leiðara DV í gær var rakið, hvernig raða má flokkum í ýmiss konar hópa eftir nokkrum mikilvægum málaflokkum. Bent var á, að Alþýðuflokkurinn er að sumu leyti sér á parti vegna stefhunnar í málefiium Evrópu, fiskveiði- stjómar, landbúnaðar og neytenda. Bent var á, að Fram- sóknarflokkurinn og Sj álfstæðisflokkurinn standa sum- part saman vegna samstarfs kolkrabba og smokkfisks. Morgunblaðið hefur bent á, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið eru orðnir pólitískir nágrannar vegna eindreginnar andstöðu beggja flokka við hvers konar breytingar, einkum í Evrópusamstarfi og skipu- lagi fiskveiða. Þetta eru íhaldsflokkamir tveir. Niðurstaða DV var, að samstarf í stíl Reykjavíkurlist- ans muni ekki ganga upp á landsvísu, af því að það, sem sameinar flokka þess, eru einkum atriði á sviði byggða- mála en sárafá á sviði landsmála. Reykjavíkursamstarf- ið verður ekki yfirfært með árangri á landsvísu. Kvennalistinn efast um gildi vinstra samstarfs og spyr: Samstarf um hvað? Svarið finnst ekki, meðal annars af þeim ástæðum, sem raktar vom í leiðara DV í gær. Mál- efnasamstöðuna vantar. Hefðbundin flokkun í hægri og vinstri gefur ekki rétta mynd af flóknu mynstri. Ein mælistikan í þessu dæmi er ásinn milli jafnaðar og framtaks. Önnur er ásinn milli íhalds og breytinga. Þriðja er ásinn milli vemdaðra stórfyrirtækja og al- menns atvinnulífs. Fjórða er ásinn milli karla og kvenna. Flokkamir raðast margvíslega í fjölbreytt mynstur. Því fleiri mælistikur, sem teknar em inn í samstarfs- dæmi, þeim mun líklegra er, að niðurstaðan fæli þá frá, sem em ósammála staðsetningu samstarfsins á einhverj- um ákveðnum ási. Því færri mælistikur, sem notaðar em, þeim mun minna er í rauninni sameinazt um. Ekki má heldur gleyma, að málefiii em aðeins ein af mörgum forsendum þess, að kjósendur skiptast milli flokka. Sumir fæðast beinlínis inn í flokka og aðrir alast upp í stuðningi við þá, á sama hátt og menn styðja íþróttafélag, af því bara að það er þeirra félag. Loks má ekki gleyma, að margt fólk setur menn ofar málefiium. Það telur ekki vera í verkahring flokks- manna að búa til málefhi handa leiðtogum til að fara eft- ir. Það telur þvert á móti vera í verkahring leiðtoganna að ákveða málefni handa flokksmönnum til að styðja. Sjálfstæðisflokknum hefur gengið vel, af því að hann hefur ekki verið upptekinn af öðrum málefhum en ein- dregnum stuðningi við kolkrabbann og hefur í stað mál- efna lagt áherzlu á foringjann mikla, sem leiðir hjörðina í þá átt, sem hann ákveður sjálfur hverju sinni. Reykjavíkurlistanum gekk vel, af því að hann bauð foringja til að safnast um. Málefni listans hefðu ekki dugað honum ein, þótt málefhasamstaða sé margfalt auðveldari á byggðavísu en landsvísu. Úrslitum í fylgi listans réð fólk, sem vill, að borgarstjóri ráði ferð. í þessu liggur svar við spurningunni: Samstarf um hvað? Svarið er ekki samstarf um málefni, heldur um menn. Kjósendur eru almennt ekki svo sjálfstæðir eða ákveðnir í skoðunum, að þeir kjósi samkvæmt því. Þeir kjósa flestir af vana eða af trú á foringjann sinn. Af biblíunni má læra, að í húsi foringjans eru margar vistarverur. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi vit- að. Aðrir flokkar eru núna að reyna að skilja það. Jónás Kristjánsson í umræðunni hafa meginrökin fyrir ál- og orkuframkvæmdum verið hagvaxtaráhrif þeirra. í því sambandi hafa menn rýnt i vöxt landsframleiðslunnar og sagt sem svo að vegna framkvæmd- anna aukist landsffamleiðslan um til dæmis 1%. En hér er ekki allt sem sýnist þvi hagvöxt má mæla á mismunandi vegu og er áríðandi að velja réttan mæli- kvarða með hliðsjón af tilgangi mælingarinnar hverju sinni. Ef hagvöxtin1 á að gefa vísbendingu um bætt lífskjör er rétt aö leggja til grundvallar vöxt þjóðartekna, þ.e. raunverulega tekjuaukningu þjóðarinnar. Aðrir mælikvarðar eins og vöxtur landsframleiðsl- unnar eða vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar gefa hins vegar ekki rétta mynd af bata lífskjara, þótt þeir séu oft notaðir. Lítum á þetta nánar. Erlendur virðisauki Landsframleiðslan mælir þá framleiðslu sem á sér stað í land- inu á einu ári. Erlendir aðilar eiga hins vegar tilkall til hluta af þeirri ffamleiðslu, sem greiðist til þeirra í formi vaxta- og arð- greiðslna. Ef sá hluti er dreginn frá landsframleiðslunni fæst þjóðarffamleiðslan, þ.e. sá hluti ffamleiðslunnar sem fellur þjóð- inni tiL En til þess að skapa þá ffamleiðslu hefur hluti af fjárfest- 1J úgvfclir áh og odlsi amkvæmda ÞJóðhagsreikningar M. kr. Hagvöxtur 1. Laun r ) 1 1.500 2. Hagnaöur 400 3. Vextir 1.100 4. Afskriftir (afborganir) 1.100 i 5. Verg landsframleiösla (1+2+3+4) 4.000 0,8% (2) - Hagnaöur -400 (3) - Vextir -1.100 6. Verg þjóöarframleiðsla (5-2-3) 2.500 0,5% (4) - Afskriftir (afborganir) -1.000 7. Þjóöartekjur (6-4) 1.500 0,3% Aukning þjóðartekna er því til lengri tíma litið grunnurinn að bættum lífs- kjörum. Hagvöxtur ál- og orkuframkvæmda ingu (ál- og orkumannvirkj- um) þjóðarinnar notast eða étist upp. Þjóðartekjur eða hrein þjóðarframleiðsla taka því tillit til þeirrar eyðingar eða afskrifta og mæla því raunverulegar tekjur þjóðar- innar á hveiju ári. Aukning þjóðartekna er þvi til lengri tíma litið grunnurinn að bættum lífskjörum. Sam- kvæmt þessu þýðir því auk- in landsframleiðsla ekki nauðsynlega bætt lífskjör ef vöxtur þjóðartekna er veru- lega minni, eins og eftirfar- andi umfjöllun sýnir. Ef árlegur meðalvirkis- auki, þ.e. laun, hagnaður, vextir og afskriftir, vegna ál- og orkuvera er 4.000 millj- Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur „Virðisaukinn sem skapast i álver■ inu að frátöldum vinnulaunum er í raun eign erlendra aðiia og notast að mestu til greiðslu á því mikla fjármagni sem liggur bundið í verk- smiðjunni. Hið sama á við um orku- verin sé hagnaður þeirra lítill sem enginn.u ónir króna, þá er hagvöxtur lands- ftamleiðslunnar sú fjárhæð eða 0,8%. En sagan er öll hér því ef ál- og orkumann- virkin eru fjár- mögnuð með erlendu fjár- magni þarf að sjálfsögðu að greiða það fjármagn til baka að fullu með vöxtum. Virðisaukinn sem skapast í álverinu að frátöldum vinnulaunum er í raun eign erlendra aðila og notast að mestu til greiðslu á því mikla fjái'- magni sem liggur bundið í verksmiðj- unni. Hið sama á í raun einnig við um orkuverin sé hagnaður þeirra lítill eða enginn. Betri eöa lakari lífs- kjör I ofangreindu dæmi eru árlegar vaxta-, hagnað- ar- og afborganagreiðslur út úr landinu 2.500 milljónir króna mið- að við 5,5% raunvexti. Því er ljóst að vöxtur þjóðartekna er aðeins 0,3% þótt vöxtur landsframleiðsl- unnar sé 0,8%. Full ástæða er þvi til að velta fyrir sér hvort ávinn- ingur sé fyrir þjóðarbúið af stór- iðju í ljósi áhrifa á aðra atvinnu- starfsemi og þess að arðsemiskraf- an er höfð í algjöru lágmarki. í fyrsta lagi gæti hagnaður Lands- virkjunar (orkuvera) snúist upp í umtalsvert tap ef þróun álverðs eða raunvaxta verður önnur en áætlað er. í öðru lagi eru líkur á að raf- orkuverð innlends atvinnulífs og heimilanna lækki ekki eins hratt og ella hefði orðið, en sú þróun dregur úr virkisauka innlendrar framleiðslu bæði vegna dýrari að- fanga og minni ráðstöfunartekna. í þriðja lagi er líkur á að mikil raf- orkuuppbygging hafl i för með sér mikla erlenda skuldasöfnun og því lakari vaxtakjör erlendis en ella sem lækkar virðisauka innlendri framleiðslu. Að síðustu er ljóst að mikil ál- og raforkuuppbygging íþyngir mjög allri hagstjórn sem gæti haft í för með sér þenslu, launaskrið og verðbólgu. Útaf- keyrsla í þeim efnum getur kostað nokkur prósent i aukningu þjóðar- tekna til lengri tíma litið. Hér er því ekki allt sem sýnist. Niður- staðan gæti orðið lakari lifskjör. Jóhann Rúnar Björgvinsson Skoðanir annarra í minningu Bachs „Ríkisstjórn íslands hefur eins og kunnugt er not- ið krafta sjálfstæðismanna linnulaust frá lokum kalda stríðsins. Hér skal alls ekki að því fundið. En menn barma sér yflr því að ekki séu til aurar fyrir tónlistarhúsi. Vel má vera að það sé sannleikanum samkvæmt. En því verður ekki neitað að Morgun- blaðsmenn gætu vel lagt okkur til þessa lóð, þótt ekki væri nema til að heiðra minningu Beethovens, Bachs, Brahms og allra þeirra sem eiga sér þann draum að njóta tónlistar sem er sígild.“ Trausti Einarsson í Degi-Tímanum 13. nóv. Sjálfstæðisflokkur/Alþýðu- bandalag „Framsóknarflokkurinn hefur í allri sögu sinni ýmist starfað með Sjálfstæðisflokknum eða vinstri flokkunum eftir þvi, sem hefur þótt henta hverju sinni... Á hinn bóginn er ekki ólíklegt, að forystu- sveitir Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags íhugi, hvort þessir tveir flokkar geti átt með sér samstarf eins og nú háttar málum. Innan beggja flokkanna eru efasemdir um aðild að Evrópusambandinu og sennilega meirihluti gegn veiðileyfagjaldi, sem er mesta ágreiningsmálið- á vettvangi stjórnmálanna nú um stundir . ..“ Úr forystugrein Mbl. 12. nóv. Nýja línan í stjórnmálum „Rök Morgunblaðsins fyrir því að forystusveitir Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins íhugi nánara samstarf eru vissulega umhugsuncirverð. Hvað sameinar forystusveitimar? ... Getur Alþýðu- flokkurinn efnt til kosningabandalags jafnaðar- manna, jafnvel með þátttöku Alþýðubandalagsins, undir merkjum nútímalegrar jafnaðarstefnu, sem virðist eiga djúpan hljómgrunn hjá stórum hluta hefðbundinna kjósenda Sjálfstæðisflokksins?“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 13. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.