Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 15 Veröld ný og óð Upplýsingabankar, gagnagrunnar - endalaus aðgangur. Og hvað svo? Við lesum um það hvem dag í blöðum, hlustum á það í útvarpi, horf- um á það í sjón- varpi. Heimurinn er að umhverfast, mannkynið mun hoppa á sjömilna- stígvélum inn í framtíðina í faðmi tölvubyltingar, upplýsingabylting- ar, tæknibyltingar. Við munum ekki þekkja heiminn aftur. Ekkert verð- ur sem var. Þróunin verður æ örari, allir eiga að vera á hlaupum daginn út og inn til að fylgjast með, en missa af næstu öld ella, fá ekki að vera með. ÖU þekking verður úrelt nema menn fylgist með, fylgist með, fylgist með. Frábrugöin framtíö AUir tala í kór um hve frábrugð- in framtíðin verði nútíðinni. Ekk- ert verður að gera fyrir gamlingja sem ekki stunda „símenntun" því að aUt verður svo breytt að ekkert úr okkar veröld kemur að gagni. En er þetta endUega satt þó að aUir segi það? Hvemig stendur á því að þeim sem fæddust í upphafi aldarinnar tekst að vera tU í tækni- og upplýsingaheimi? Nú er enginn vafi á að á fyrri hluti ald- arinnar tók íslenskt samfélag grundvaUarbreytingum en hvað hefur gerst síðan? Skiptir máli að nú eru margar sjónvarpsrásir og útvarpsrásir? Eftir sem áður er að- eins hægt að horfa eða hlusta á eitt í einu. Endcdaus aðgangur er að upplýsingabönkum og gagnagrunnmn; hægt er að slá inn orð á tölvu og fá upplýsingar um fjölda bóka í öUum heiminum sem varða það sem á að fræðast um. Hvað svo? Þá er eft- ir að lesa bókina og það verður ekki gert hraðar en áður. Aðeins er hægt að lesa eina bók í einu þrátt fyrir aUar tölvur. Fæöing og dauöi enn viö lýöi Árið áður en ég fæddist komst maðurinn á tunglið. Ég fæ ekki varist þeirri hugsrm að í raun hafi ekki mikið breyst síðan. Vissulega er þægUegra að skrifa á tölvu en ritvél eða með hendinni (sem að vísu kemur enn við sögu) og endalaust framboð er af skemmtiefni og utanlandsferðum og möguleikar á að tala við hvem sem er um netið. Ennþá eru aðeins 24 stundir í sólarhringmnn. Við fæðumst eins og menn hafa aUtaf gert og þó að sumir lifi lengur verðum við jafndauð og áður þegar þar að kemur. Marg- ir sjúkdómar eru jafn ólæknandi og þeir hafa aUtaf verið. TU- finningalíf og vitsmunalíf mannsins eru svipuð og um aldamótin 1200 og maður er ennþá helsta gaman manns, ekki tæki. Tölvur hafa breytt miklu en ekki því sem mest er um vert. Flest breytist ekki Vissulega skiptir máli að vera uppi nú en ekki fyrir einni öld, einkum fyrir þá sem minna mega sín, þeir hafa notið góðs af tækn- inni en ekki síður af breyttu hug- arfari og samfélagsástandi. En þetta hjal um að aUt breytist svo hratt og menn verði að fýlgjast með er aðeins þvaður úr amerísk- um paranoiumyndum. Flest sem skiptir máli breytist ekki. Þeir sem fæddust árið eftir að maðurinn steig á tungiið munu sennUega deyja í svipuðum heimi og þeir fæddust í. Tæknin mun breyta mörgu en fleira verður eins og það er nú. Þekking á mannin- um og verkum hans verður aðeins úrelt þegar maðurinn deyr út því að hann breytist ekki svo hratt. Ármann Jakobsson Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur „Margir sjúkdómar eru jafnólækn- andi og þeir hafa alltaf veriö. Tih fínningalíf og vitsmunalíf manns• ins eru svipud og um aldamótin 1200 og maður er ennþá helsta gaman manns, ekki tæki.“ Námsmenn og LÍN I ágúst 1995 var sett á laggirnar nefhd á vegum menntamálaráðu- neytis sem fékk það hlutverk að endurskoða lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. í nefndinni „Mér þykir því rétt að rifja upp kröfur námsmanna, sem í raun eru eðliiegar leiðréttingar á lögum um LÍN, vilji stjórnvöld á annað borð búa námsmönnum á efri stigum menntakerfísins viðunandi náms- aðstæður.u seinagang nefndarinnar verður ekki lengur unað. Kröfur náms- manna mættu djúptækum skiln- ingi stjómmálamanna fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Þá fluttu þeir hrifnæmar ræður um gildi menntimar og nauðsyn þess að búa svo hnútana þegnamir fengju menntun viðmiandi yrði og þyrfti að eitthvað í efnum um að góða við skil- því gera mál- Lána- eiga sæti tveir fulltrúar frá hvor- um ríkisstjómarflokkanna, Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki og einn fulltrúi frá námsmanna- hreyfingunum. ÞegcU- þetta er rit- að hefur nefndin starfað í rúma 14 mánuði og enn bólar ekkert á því að hún skili af sér tillögum til menntamálaráðherra. Á meðan bíða námsmenn. Breytingar strax! Það er ljóst að við þennan sjóðsins - helst strax (ef ekki fyrr). Um það vom allir stjómmálaflokkar sammála, þótt sumir vildu ganga lengra en aðrir. Mér þykir því rétt að rifja upp kröfúr námsmanna, sem í raim era eðlilegar leiðréttingar á lög- um um LÍN, vilji stjómvöld á annað borð búa námsmönnum á efri stigum menntakerfisins við- unandi námsaðstæður. Fyrst er til að taka að létta endurgreiðslu- byrði námslána. Nú greiða náms- menn 5% af árstekj- um fyrstu 5 árin og síðan 7% af tekjum (fyrstu tvö ár eftir nám er ekkert greitt). Að loknu námi á fólk í erfiðleikum með að ráða við endur- greiðsluhlutfallið og þvi er nauðsynlegt að lækka það. Það er einnig athyglisvert að eins og skipan mála er nú tekur húsnæðis- kerfið ekkert tillit til þess í greiðslumati að menn þurfi að borga af námslánum sínum, þannig er námsmönn- um nánast fyrirmun- að að koma sér þaki yfir höfúðið. Það er því auðvitað sann- gjöm og eðlileg krafa að endurgreiðsluhlutfallið lækki og námslána- og húsnæðiskerfið séu samræmd. Aðrar kröfúr námsmanna era sveigjanlegri námsframvindu- kröfúr og að samtímagreiðslur (mánaðarleg útborgun námslána) verði teknar upp. Að gefnu tilefiii er rétt að faka fram að með kröf- mn um samtíma- greiðslur eram við ekki að tala um að menn fái námslán greidd óháð ár- angri. Eftir að menn hefðu sannað sig á fyrstu önn myndu menn fá lán- in greidd út mánað- arlega og síðan þyrfti að sjálfsögðu að ná tilskyldum ár- angri á hverri önn. Námsmenn - skrifiö undir! Þessa dagana standa nokkrar námsmannahreyf- ingar í landinu að undirskriftasöfnun, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að breyta lögimmn um LÍN. Náms- menn era orðnir langþreyttir á málinu og því er mikilvægt að þeir sýni samstöðu, skrifi undir kröfúr okkar og knýi þannig á um breytingar. Það er löngu kom- inn tími til. Almar Guðmundsson Kjallarinn Almar Guðmundsson situr í Stúdentaráöi HÍ fyrir Vöku Með og á móti Umfang íþróttaefnis í ís- lensku sjónvarpi Aukið umfang Ingótfur Hannosson, íþróttastjórí RÚV. „Umfang iþróttaefiiis í sjónvarpi hjá RÚV er minna heldur en ger- ist á sambæri- legum stöðvum i nágranna- löndunum. Hjá ríkissjónvarps- stöðvum, eins og til dæmis í Danmörku, er hlutfallið af heild- ar útsendingartíma, sem reyndar er mun lengri þar, miklum mun hærra. I Noregi fer þetta hlutfall alveg upp i 15-16%. Á venjuleg- um áram hér á landi eram við með hlutfallið 9-12°/g af heildar útsendingartíma. Þetta gerum við reyndar á margfalt ódýrari hátt heldur en allt annað dag- skrárefhi sem er í Sjónvarpinu. Ég held að þessi efnisflokkur ætti í raun að fá miklu meira vægi i dagskránni heldur en nú er. Innan íþróttanna era margir efnisflokkar sem viö getum ekki sinnt. í áhorfskönnunum er ekk- ert vinsælla efni en íþróttir. Við eram að þjóna langvin- sælasta tómstundagamni lands- manna. Það má líka bæta því við að innan íþróttanna eram við að vinna í nálægð við langstærstu fjöldahreyfinguna á íslandi. Það eru því öll rök sem mæla með því að umfang íþróttaefnis verði aukið í sjónvarpi hérlend- is.“ Móðgun við áhorfendur „Mér finnst íþróttir í fjöl- miðlum mjög rúmfrekar. Einkum á ég mjög bágt með að skilja það að þetta til- tekna efhi, sem takmarkað er við tiltölulega lítinn fjölda fólks í landinu, skuli fá sérstak- an tíma á kvöldin og alltaf er eitthvað um íþróttir í fréttum á Stöð 2. Þetta finnst mér óeðlilegt mið- að við annað efni sem um er fjall- að í fjölmiðlum, til dæmis menn- ingarefni. Að vísu hefur umfjöll- un DV um menningarmál stór- batnað. Menningarefni er þaö efni sem mestur fjöldi fólks hefur áhuga á. Maður þarf ekki annað en að líta á aðsókn að leikhúsum, bóksölu í landinu og annað slikt. Þetta er það éfiii sem fólk almennt hefur miklu meiri áíiuga á heldur en íþróttum. Ég hef haldið því fram og trúi því að ástæðan fyrir því að íþróttimar fá svona mikið pláss sé sú að það þarf ekki að hugsa undir þessu efni. Menn rekja bara endalausar talnaraðir, mörk og metra. Það er ekki nokkur maður sem nennir að horfa á þetta því þetta er svo gjörsamlega andlaust. Hvað menningarefhið varðar þurfa menn að leggja hausinn i bleyti, hugsa, taka afstöðu og annað slíkt. Annað hvort treysta fréttamennimir sér ekki til þess eða þeir hreinlega nenna því ekki. Mér finnst þetta gífurlega magn íþróttaefnis hreinlega móðgim við hlustendur og áhorf- endur. Svo má líka benda á að þetta íþróttaefni fær oftast besta tíma í dagskránni. Þetta finnst mér svo hvimleitt að ég á ekki orð yfir það.“ -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.