Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 33"V 32 sviðsljós Ræða leynilega í síma um framtíðaráformin Fergie vill aug- lýsa amerískt megrunarfæði Fergie hefur mikinn áhuga á aö vinna í Ameriku, þar sem forstjórar hika ekki viö að greiöa góðu fólki himinhá laun. Útlit er fyrir aö það takist. Ekki mun hún auglýsa ilmvatn eöa fln krem, eins og margar stór- stjömumar, heldur megmnar- kúr og allt sem honum fylgir. Kúrinn heitir Weight-Watchers og hafa margar frægar konur mælt honum bót. Ekki er Fergie þó ein um aö vera í viðtölum hjá forsljórum megmnarfyrirtækisins þvi margir hafa sóst eftir starfinu. Ekki er vitað um megmnar- reynslu hinna umsækjendanna en svo mikið er víst að Fergie talar af reynslu þegar hún dá- samar megrunarkúrinn og kraftaverkin sem hann vinnur á aukakílóunum. Heimildir herma að sá sem hreppir hnossið fái allt að eina milíjón dollara í árslaun. Ekki ónýtt fyrir Fergie sem er skuld- um vafin. Ráðið verður í stöð- una í byrjun næsta árs. Díana prinsessa og nýja ástin í lífi hennar, pakistanski hjarta- skurðlæknirinn Hasnat Khan, sem starfar á sjúkrahúsi í London, hafa ræðst leynilega við í síma til þess að ræða framtíðaráformin. Vinir lækn- isins hafa greint frá því að hann hafi nánast fengið áfall þegar breska blaðið Sunday Mirror greindi frá sambandi hans við Díönu prinsessu fyrir rúmri viku. Heimspressan þyrptist að heimili hans í London og hann hringdi í prinsessuna til þess að fá ráð. Nánir vinir læknisins segja að vinátta hans við prinsessuna hafi valdið ýmsum vandamálum hjá fiöl- skyldu hans í Pakistan. Móðir lækn- Hasnat Khan, hjartalæknirinn sem Díana er oröuö viö. isins á að hafa sagt að hann ætti að giftast innan ættarinnar. „Það erum við sem eigum að sjá um að finna konu handa honum,“ er haft eftir henni. En læknirinn hefur ekki verið mikið fyrir fyrir fram ákveðin ást- arsambönd. Hann var trúlofaður pakistanska lækninum Nazra Nasim í þrjú ár áður en hún giftist einhveijum öðrum. Og seinni unnusta hans, Furial Anwar, sleit sambandi þeirra eftir að þau höfðu verið saman í ár. Blaðið Sunday Mirror hefur þaö eftir vini læknisins að fjölskylda hans sé ekki lengur á móti Díönu. Sjáifúr eigi læknirinn eftir að venj- ast því að vera í sviðsljósinu. Breska pressan hefúr velt því fyr- ir sér hvort Díana hafi ekki notað tækifærið þegar hún var í Pakistan fyrir skömmu til að heimsækja fjöl- skyldu Hasnats. Talið er að Díana hafi staðið í reglulegu sambandi við hjartaskurðlækninn frá því að hún kom heim ffá Ástralíu fyrir rúmri viku. í þessari viku var Díana krýnd drottning spilsins Trivial Pursuit en alls eru 27 spumingar um prinsessuna í ’97 útgáfú þess. Höf- undur spuminganna segir að mál- efni bresku konungsfjölskyldunnar höfði meir til fólks en flest annað. Bandaríska söngkonan Gloria Estefan þenur raddböndin á tónleikum I Rott- erdam í Hollandi en þar ætlar aö hún ab halda alls þrenna tónleika. Símamynd Reuter Æf vegna falsaðrar nektarmyndar Anthony Hopkins óvinur 007 Anthony Hopkins ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leika ill- mennið í næstu kvikmynd um of- umjósnarann James Bond. Að minnsta kosti var hann einstaklega sannfærandi sem Hannibal Lecter, mannætan og súperheilinn í Lömb- in þagna. Ekkert illmenni er jafn iUt og hann. Ekki er nú alveg frágengið að Anthony taki að sér hlutverkið en hann er efstur á óskalista ffamleið- enda og leikstjórans Rogers Spott- iswoodes. Sem fyrr leikur Pierce Brosnan spæjarann númer 007. TEIKNISAMKEPPNI LEITIN AE> JÓLAKORTI DV DV efmrtll teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir |tví að vera í lit og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1996. G\æe\\eg verðlaun í boði fyrir jólakort DV: FYRSTU VERSLAUN: 26.900 6.900 14“ Sjónvarp í unglíngaherbergið með fjarstýringu og 50 stöðva minni. ÖNNUR VERSLAUN: Útvarpstaski með kasettu. 6.600 PRIOJU VEROLAUN: dðPIOIVEER Fioner-heyrnatón - mjög vönduð, Hylja allt eyrað. Fasgileg með úrvals hljómburði. 5kilafrestur er til laugardagsins 23. nóvembernk. Utanáskrift er. Krakkaklúbbur DV, Fverholti 11,105 Feykjavík. Merkt: DV-jólakort Teiknisamkeppni BR_Æ Ð U R N I R lógmúlo 8 * Simi 533 2800 ***'*.*$> +WS.4* Demi Moore og Bruce Willis ætla að höfða mál gegn bandaríska tíma- ritinu Spy fyrir að hafa birt falsaða nektarmynd af Demi á forsíðu. Leik- konan var reyndar ekkert feimin við að bera á sér brjóstin í mynd- inni Striptease og hún stillti sér einnig upp nakin á forsíðu Vanity Fair. En á forsíðu Spy er myndin af' henni, þar sem hún er sýnd nakin í faðmlögum við Bruce í alklæðnaði, folsuð. Talsmaður tímaritsins segir að um grín hafi verið að ræða. Myndin sé eftirlíking af forsíðu tímaritsins Rolling Stone með John Lennon og Yoko Ono. Samkvæmt aöila sem er vel kunn- ugur málum í Hollywood eru Demi og Bruce sögð æf af reiði. „Þau hafa bæði setið fyrir nakin áður og eru varla tepruleg. En þetta er fölsuð mynd.“ Demi Moore íhugar málsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.