Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 25 Iþróttir m Iþróttir Keila: Lærlingar og KR-ingar efstir Eftir 7 umferöir á íslandsmóti deildarliöa í keilu eru A-liö KR og Lærlingar efst og jöfn í 1. deild karla með 40 stig. í fyrra- kvöld unnu KR-ingar 6-2 sigur á liði Þrastar en Lærlingar og Stormsveitin skildu jöfn, 4-4. Önnur úrslit urðu þessi: Keilu- landssveitin-Keilugarpar 8-2, Keiluböðlar-KR-b 8-0, Úlfarn- ir-ET 4-4, Keflavík-a-PLS 4-4. íl. deild kvenna leiða Aftur- göngurnar með 48 stig eftir ör- uggan sigur á Tryggðatröllum, 8-0, í fyrrakvöld. Lið Flakkara er í öðru sæti með 36 stig eftir sig- ur á Keilusystrum, 6-2. Þá unnu Bombumar sigur á Keiluálfum, 6-2. -GH Knattspyrna: Whelan verður að hætta Ronnie Whelan, fyrrum leik- maður Liverpool og írska lands- liösins, neyðist til að leggja skóna ' á hilluna vegna hné- meiðsla sem hafa verið að angra hann. Hann mun þó áfram hafa afskipti af knattspymunni en hann er framkvæmdastjóri Southend í ensku 1. deildinni. Á ferli sínum sem knattspyrnu- maöur varð Whelan sex sinnum enskur meistari með Liverpool, tvívegis bikarmeistari, deildar- bikarmeistari í þrígang og Evr- ópumeistari árið 1984. -GH Kvennahandknattleikur: Stefnumörkun stjórnar verður að vera skýrari - að öðrum kosti verður starfið ómarktækt Vegna yfirlýsingar fyrrverandi landsliðsnefndar kvenna ákvað hóp- ur kvenna að hittast mánudaginn 11. nóvember sl. til þess að fjalla um stöðu A-landsliðsins og yngra landsliðs kvenna og bauð til fundar- ins fyrrverandi landsliðsnefnd. Á þessum fundi kom í ljós að öll stefnumörkun varðandi kvenna- landsliðin er óljós. í fundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun til framkvæmdastjórnar Handknatt- leikssambands íslands: „Hópur kvenna og karla er lætur sér annt um handknattleiksíþrótt- ina og er tilbúinn að starfa fyrir hana krefst þess að framkvæmda- stjóm HSÍ kynni opinberlega stefnumörkun sína í kvennahand- boltanum, þá stefnu sem ný nefnd á að vinna eftir. Stefnumörkun liggi fyrir innan tveggja vikna frá dag- setningu þessa bréfs. Að öðrum kosti verður farið fram á að fram- kvæmdastjóm ÍSÍ kanni málið og það tilkynnt umbótanefnd ÍSÍ í kvennaíþróttum. Það er einróma viðhorf hópsins að til þess að skapa þá umgjörð sem þarf til að vinna að málefnum lands- liða og skapa það bakland sem FOSTUDAGAR Fjörkálfurinn: Fjörkálfurinn er mjög skemmtileg 12 síðna útgáfa á föstudögum í DV. Fjörkálfurinn fjallar um það sem er heitast í gangi hverju sinni: irerai Um helgina: Fersk umfjöllun um það helsta sem er á döfinni í menningar- og skemmtanalífinu um helgina. Tónlist: ► Fjörkálfurinn fjallar ítarlega um íslenska og erlenda tónlist og tónlistarheiminn ásamt því að birta íslenska listan. □O Myndbönd: Spennandi þriggja síðna umfjöllun um myndbönd í víðum skilningi er að finna í Fjörkálfinum á föstudögum. Þar er m.a. umfjöllun um nýjustu myndböndin, leikara, stjörnugjafir ásamt myndbandalista vikunnar. - alltaf á föstudögum nauðsynlegt er, verður stefnumörk- un stjómar að vera skýr og liggi frammi hverju sinni fyrir lands- liðsnefndir og aðra velunnara hand- boltans. Að öðrum kosti verður starfið ómarktækt og það hópefli sem skapa þarf i kringum starfið, aldrei að veruleika. Með handboltakveðju, Bergþóra Sigmundsdóttir, Stjam- an, Helga Magnúsdóttir, FH, Hauk- ur Geirmimdsson, KR, Guðbjörg Bjamadóttir, Haukum, Helga Guð- mundsdóttir, Gróttu, Katrín Gunn- arsson. fyrrv. stjórm. ÍSÍ, Helga Rós- antsdóftir, ÍBA, Ólöf M. Magnús- dóttir, ÍBV, Maj-britt Pálsdóttir, Val, Sigurður Tómasson, Fram, Ellen María Einarsdóttir, Ármanni, María Ómarsdóttir, Fylki, Sigurveig Sæmundsdóttir, Stjarnan, Elín Helgadóttir, KR, Theódór Hjalti Valsson, Val, Guðrún H. Aðalsteins- dóttir, Haukum, Ásgerður Halldórs- dóttir, Gróttu, Auður Dúadóttir, ÍBA, Eygló Kristinsdóttir, ÍBV, Erla Jónsdóttir, FH, Jóhanna Halldórs- dóttir, Fram, Steinunn Kristensen, Breiðabliki, Sigurrós Erlendsdóttir, Fjölnir, Anna Gísladóttir, Víkingi." Haukamaöurinn Halldór Ingolfsson tekur hér hraustlega á móti Gunnari Andréssyni í Aftureldingu í bikarleik liöanna í gærkvöld. Þing Frjlasíþróttasambandsins haldið um síðustu helgi: „Frjálsar íþróttir líklega aldrei verið sterkari" - segir Helgi S. Haraldsson sem var endurkjörinn formaður FRÍ Ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands var haldið um síðustu helgi. Helgi S. Har- aldsson var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Á þinginu var mikið rætt um stefnumörkun og fram- tíðina, bæði í íþróttaupp- byggingunni og affeksmál- um. Nokkrar lagabreytingar voru gerðar og meöal ann- ars var ákveðið að halda þing hér eftir annað hvert ár. Þess á milli verða for- mannafundir á vorin þannig að forsvarsmenn sambandsins hittast tvisvar á ári og ræða þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. „Eitt af aðalmálum þings- ins má segja að hafi verið skýrsla milliþinganefndar. Fjármálin voru skoðuð vítt og breitt. Skuldastaðan mætti vera betri eins og gengur og gerist hjá flest- um. Hún hefur samt verið í jafnvægi hjá okkur hin síð- ustu ár. Reksturinn hefur verið á núllinu en okkur hefur ekki tekist að greiða niður skuldir sem til stóð að gera. Samt sem áður hefur ekki verið neinu bætt við. Menn ætla núna að skera niður, hagræða og stokka allt upp. Við ætlum ekki að minnka starfið heldur fara út í harðari aðgerðir í öflun fjármagns og leita leiða til þess. Heildarskuldir sam- bandsins eru um átta millj- ónir en nettó skuldir um 4-5 milljónir eftir því hvemig litið er á málin. Sú staða hefur verið á því róli undan- farin fjögur ár. Skilaboð til nýrrar stjóm- ar er að fara i almenna naflaskoðun. Við ætlum að taka afreksmálin fastari tök- um en við teljum okkur hafa verið leiðandi á því sviði. Við erum ekki sátt við hvemig gengið hefur und- anfarið," sagði Helgi S. Har- aldsson, formaður FRÍ, í samtali við DV í gær. Breytingar vom ákveðn- ar á þinginu varðandi bikar- keppni í þá vera að aðskilja 1. og 2. deild og halda þær sína á hvoram staðnum. „Milliþinganefnd kom með ýmsar ábendingar til stjómar um það hvernig ýmis mál mættu betur fara. Ég finn að það er mikill hugur I hreyfingunni að taka á ýmsum málum og mæta sterkari til leiks varð- andi uppbyggingu og í ffarn- haldi af góðu gengi okkar á síðasta tímabili. Það er eng- inn vafi á því að frjálsar íþróttir hafa aldrei verið sterkari. Mikið hefur verið rætt um afreksmálin eftir Ólympíuleikana þar sem við áttum tvo glæsilega fulltrúa. Nú verða verkin látin tala og það komi fjármagn svo frjálsíþróttamenn sem við eigum í fremstu röð geti ein- beitt sér að íþróttinni af full- um krafti. Við munum á næstu dögum tilkynna okk- ar affeksstefnu og óska eftir því að aðrir komi inn í það mál. Við getum ekki beðið,“ sagði Helgi S. Haraldsson, formaður FRÍ, við DV. -JKS Bjarki með mark tímabilsins? Mark sem aö Bjarki Gunnlaugsson skoraði fyrir Mannheim gegn Guntersloch á dögunum í þýsku knattspymunni kemur til álita sem mark tímabilsins í þýsku 2. deildinni í knattspyrnunni. Bjarki skoraði með miklu langskoti eftir einleik og knattspymusérfræðingar í Þýskalandi hafa sagt að markið komi vel til greina sem mark tímabilsins í þýsku 1. deildinni í knattspymu. -SK/-DVÓ Brann óskar eftir hjálp frá UEFA Norska liðið Brann, lið þeirra Birkis Kristinssonar og Ágústs Gylfasonar, hef- ur ritað UEFA bréf og ósk- að eftir því að fá að nota fleiri en tvo nýja leikmenn í 8-liða úrslitum Evrópu- keppninnar. Þangað er liðiö komið eftir frækinn sigur á hol- lenska stórliðinu PSV Eindhoven í síðustu um- ferð keppninnar. Forráða- menn Brann dreymdi aldrei um að liðinu tækist að komast svo langt í keppninni sem raunin hef- ur orðið á. Ef norska liðið fær synjun við ósk sinni verður það tilneytt að leigja einhverja af þeim leilunönnum sem hafa yfir- gefið liðiö fyrir 8-liða úr- slitin. Það era þeir Eivind Karlsbakk, sem fór til Sogndal, Magnus Johan- sen, sem skrifað hefur und- ir samning viö Haugasund, Klaus Lunde-kvam, sem gekk í raðir Southampton, og Inge Ludvigsen. -JKS/DVÓ Aldrei spennandi - þegar Haukar unnu Aftureldingu í bikarkeppninni, 23-22 Haukar tryggðu sér í gærkvöld rétt til að leika í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ en topplið Nissan-deildar, Afturelding, er úr leik. Haukar sigruðu með eins marks mun, 23-22, en þrátt fyrir lít- inn mun í lokin var leikurinn aldrei spennandi, til þess vora yfirburðir Hauka alltof miklir. f byrjun leiks var allt í jámum og staðan 5-5 að fyrri hálfleik hálfnuðum. Þá skellti Bjami Frostason í lás og Haukar færðu vörnina framar. Þetta skilaði þeim árangri að næstu sjö mörk voru Hauka og staðan í leikhléi 12-5. Haukar hófú síðari hálfleik með álíka lát- um og þeir enduðu þann fyrri og komust í 14-5. Hér voru úrslit leiksins vitanlega ráð- in. Leikmenn Aftur- eldingar gáfust þó aldrei upp og fá hrós fyrir það. Þegar mín- úta var til leiksloka var staðan 23-19 fyrir Hauka en gestirnir skoraðu fjögur mörk á síðustu mínútunni. Það er auðvitað um- hugsunarefni út af fyr- ir sig fyrir Haukana. Mörk Hauka: Rúnar 4, Gústaf 4, Aron 4, Baumruk 4/1, Halldór 3/1, Þorkell 2, Jón Freyr 2. Bjami varði 17 skot. Mörk Aftureldingar: Sigurjón 5, Sigurður 3, Jón Ándri 3/1, Bjarki 3/1, Páll 2, Einar Gunnar 2, Gunnar 2, Ingimundur 1. Berg- sveinn varði 3/1 skot og Sebastian Alexand- ersson 9 í síðari hálf- leik. -SK/-ih Italirnir eru áhyggjufullir Knattspyrnuforkólfar á Ítalíu hafa af þyí áhyggjur að bestu leikmenn ítala streyma til Eng- lands en fram að þessu hefur þótt mjög efhisóknarvert að leika knattspyrnu á Ítalíu. Fjórir toppleikmenn hafa á skömmum tíma gengið í raðir enskra liða. Þrír af þeim era hjá Chelsea, Gi- anluca Vialli, Roberto di Matteo og Gianfranco Zola og Fabrizio Ravanelli er á mála hjá Middles- brough. Rætt er um á Ítalíu að fleiri muni fylgi í kjölfarið og er þá Alessandro Del Piero, sóknar- maður Juventus, helst nefndur til sögunnar. -GH Launin hærri í Englandi Menn spyrja sig hvað valdi þessu og komast af því að laun bestu knattspyminnanna á ítaliu eru lægri en hjá kollegum þeirra í Englandi. „Aðalástæðan fyrir því að italskir knattspymumenn era á leið til Englands er sú að ensku félögin borga miklu hæmi laun en ítölsku liðin. Ravanelli, Vialli og Zola hefðu til að mynda ekki farið til Englands ef við hefðum boðið þeim sambærileg laun,“ segir Svíinn Göran Erikson, þjálfari Sampdoria, og undir þessi orð taka fleiri þjálfarar á Ítalíu. -GH Ferguson tilbúinn meö milljarð Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur í hyggju að bjóða 1 milljarð í Pat- rick Kluivert og Ronald de Boer sem leika báðir með Ajax. Samningur Kluivert við Ajax rennur út í sumar og hefur Klui- vert lýst yfir áhuga á að ganga í raðir United frekar en að fara til AC Milan sem einnig er á hött- unum eftir honum. Þá hefur Ferguson boðið Norðmanninum Erik Nevland samning en hann hefur verið að æfa með United og skorað meðal annars tvívegis 3 mörk með varaliði félagsins. -GH Elverum enn án stiga Elverum, liðið sem Gunnar Gunnarsson þjálfar og spilar með í norsku 1. deildinni í hand- knattleik, er enn án stiga. Um síðustu helgi tapaði liðið fyrir Kragerö í 6. umferð deildarinn- ar, 23-29, á heimavelli sínum. SIF, Drammen og Kristiansand eru með 10 stig á toppnum en El- verum er með ekkert sig ásamt tveimur öðram á botninum. Sola, lið HölluMaríu Helga- dóttur, vermir botnsætið í kvennadeildinni eftir 11 marka tap gegn Bækkelaget á heima- velli á sunnudaginn. -GH Risastór Iri til Borgnesinga Forráðamenn úrvalsdeildarliðs Skallagríms hafa ákveðið aö fá til sín risastóran írskan leikmann. Sá heitir Gord Woord og er 2,07 m á hæð. Woord þessi kemur til Skalla- gríms samkvæmt beiðni þjálfara Skallagríms og hefur þjálfarinn al- farið séð um að fá miðherjann stóra til Borgnesinga og þekkir hann sem leikmann. Fyrir hjá Skallagrími eru tveir erlendir leikmeim og erlendur þjálf- ari. Woord þessi verður hæsti leik- maður úrvalsdeildarinnar og þriðji erlendi leikmaðurinn hjá Skalla- grími. „Okkur þótti nauðsynlegt að fá til liðs við okkur stóran miðherja. Við höfum misst leikmenn undanfarið í meiðsli. Óvíst er hvort Gunnar Þor- steinsson leikur meira með okkur og fyrirliðinn Ari Gunnarsson er einnig meiddur og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á ný,“ sagði Dóra Axelsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, í samtali viö DV í gærkvöld. Gord Woord, sem er 28 ára, leik- ur fyrsta leik sinn með Skallagrími gegn Haukum um næstu helgi. -SK/-EP Wuppertal tapaði í uppgjöri toppliðanna Islendingaliðið Wuppertal tapaði i gærkvöld fyrsta leik sínum í norðurriðli 2. deildar í handknattleik í Þýskalandi. Wuppertal sótti þá Bad Schwartau heim og tapaði naumlega, 26-25. Þessi tvö lið höfðu verið í nokkrum sérflokki fyrir leikinn í gærkvöld og voru taplaus. Bad Schwartau er efst í deildinni eftir leikinn í gærkvöld, með 20 stig, Wuppertal kemur næst með 18 stig og Hansa Rostock er með 16 stig. Siggi og Minden unnu Grosswaldstadt stórt í 1. deildinni léku Sigurður Bjarnason og félagar í GWD Minden á heimavelli gegn Grosswaldstadt og unnu stóran sigur, 31-24. Sigurður Bjarnason skoraði 2 mörk í leiknum en franski landsliðsmaðurinn Stefan Stoecklin var markahæstur hjá Minden og skoraði 12 mörk. Minden virðist á ágætri siglingu þessa dagana og skaust úr 8. sæti í það 5. með sigrinum í gærkvöld. Lemgo er sem fyrr efst og ósigrað með 14 stig eftir sjö umferðir. -SK Gunnar aftur til Roda Gunnar Einarsson, knattspymumaðurinn efnilegi úr Val, fer í næstu viku öðru sinni til hollenska úr- valsdeildarfélagsins Roda. Gunnar dvaldi þar í tvær vikur í síöasta mánuði, eins og fram kom í DV, og stóð sig mjög vel. Hann æfði fyrst með varaliðinu en var síöan látinn æfa með aðalliði félagsins og forráðamönnum Roda líst vel á piltinn enda er þar fljótur og sterkur vamar- maður á ferð. Gunnar á að spila tvo leiki með varaliði Roda og að þeim loknum kemur í ljós hvort hann gengur til liðs við hollenska félagið sem nú er í áttunda sæti úrvals- deildarinnar. • -VS „Maradona er dauður" - segist hættur eftir að kona sakar hann um þessum hætti,“ sagði Maradona. „Knattspymumaðurinn Diego Maradona er dauður." Þessi orö lét Maradona sjálfur falla við argent- inska fjölmiðla í gær eftir að 20 ára gömul kona kom fram á sjónarsvið- ið og sagðist eiga 7 mánaða gamalt bam með honum. Maradona, sem leikið hefur með liði Bocca Juniors í Argentínu síðustu misserin, viður- kennir ekki að hann eigi bamið og segir að þessi ásökun sé komið sem fylli mælinn. „Ég hef ekki lengur þrótt til að halda áfram að spila undir þessum sögum og mér finnst ég ekki verð- skulda það að ljúka ferlinum með Skrautlegur ferill Verði þetta niðurstaðan er skrautlegum ferli hjá þessum kappa lokið þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Margir vilja meina að þegar Maradona var upp á sitt besta hafi hann skipað sér á bekk með bestu ‘ knattspyrnumönnum heims fyrr og síðar. Knatttækni hans þótti öðrum fremri og galdrar hans með boltann voru unun á að horfa. Eftir góð ár hjá Napoli á Ítalíu fór að halla undan fæti hjá honum. Hann varð undir í baráttunni við aö eiga barn með sér eiturlyfin og frægt er þegar hann féll á lyfjaprófi á HM í Bandaríkjun- um 1994. Eftir það var á brattann að sækja. Maradona viðurkenndi að hann væri ofurseldur kókaíni og hefði þess vegna lent í ýmsum erfið- leikum, bæði í einkalífi og á knattspyrnuvellinum. Síðasta árið hefur Maradona verið meira og minna í meðferð með misjöfnum ár- angri. Hann hrökklaðist heim til Argentinu og hóf að spila með gamla félagi sínu, Boca Juninors, og nú virðistist á öllu að punkturinn sé kominn aftan við i-ið á litríkum ferli. -GH Bwmmmm 32-liða úrslit karla: Haukar - Afturelding.......23-22 Afturelding b - Valur......18-34 Max Trúfan 7 - Einar Jónsson 9, Theodór Valsson 8. Víkingur - Grótta...........19-22 Birgir Sigurðsson 4, Ámi Friðleifs- son 4 - Juri Sadovski 8, Guðjón Val- ur Sigurðsson 4, Jens Gunnarsson 4. Keflavík - ÍR ..............28-42 Ólafur Thordarsen 6, Þórarinn Krist- jánsson 5 - Ólafur Gyifason 10, Matt- hías Matthíasson 8. HM - FH.....................22-33 Úlfur Eggertsson 6, Högni Jónsson 5 - Guðmundur Pedersen 8, Knútur Sigurðsson 6. Fram - ÍH...................33-16 Sigurpáll Aðalsteinsson 9, Oleg Titov 7 - Halldór Guðjónsson 6. Ögri - KR...................12-24 ÍBV b - Ármann............frestað Þór Ak.-Hörður, KA-Víkingur b, KA b-Valur b og KS-Stjaman eiga eftir að mætast. Selfoss, HK, Breiðablik og Grótta b eru komin áfram. BIKARKIPPHIN Forkeppni karla: Stafholtstungur - Reynir He. . 84-48 Reynir S. - Leiknir R.....90-106 Selfoss - Hamar ..........109-77 1. BillO KViNMJt ÍBA - FH ....................10-18 ÍBA: Anna Blöndal 5, Þórunn Sigurð- ardóttir 3, Gunnilla Almqvist 2, Val- dís Hallgrímsdóttir 2, Heiða Valgeirs- dóttir 2, Þóra Atladóttir 2, Dóra Sig- tryggsdóttir 1, Katrin Harðardóttir 1, Sólveig Sigurðardóttir 1. FH: Björk Ægisdóttir 7, Hrafnhildur Skúladóttir 5, Dagný Skúladóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 1, Guðrún Hólmgeirsdóttir 1. '*) IMGLAND Deildabikar - 3. umferð: Arsenal - Stoke..............5-2 Wright 2, Platt, Bergkamp, Merson - Sheron 2. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke. Coventry - Gillingham........0-1 Gillingham, úr 3. deild, mætir Ipswich. Liverpool - Charlton ........4-1 Fowler 2, Wright, Redknapp - Newton. Liverpool mætir Arsenal. 1. deild: Birmingham-Bolton............3-1 Manch. City-Oxford...........2-3 W.B.A.-Sheffield Utd ........1-2 6. riöill: Spánn - Slóvakia..............4-1 1-0 Pizzi (32.), 1-1 Tittel (39.), 2-1 Amor (46.) 3-1 Luis Enrique (56.), 4-1 Hierro (61.) Oíí/ ítaUa Bikar - 8-liða úrslit: Juventus - Inter Milano .... 0-3 Zamorano, Ince, Djorkaeff. Þetta var fyrri leikur liðanna. Cremonese-Bologna............1-3 PÝAKALAND Bikar - 8-liöa úrslit: Hamburger SV - Bochum .... 2-1 Þórður Guðjónsson var í byrjunarliði Bochum og fór út af á 71. minútu. Freiburg - Stuttgart .... (1-1) 3-5 Eftir vítaspymukeppni. m HOLLAMD Urvalsdeild: Ajax - Fortuna Sittard .... ... 2-2 Twente - Willem II ... 5-0 Vitesse - RKC Waalwijk . . . ... 2-2 Roda - Nijmegen . . .2-0 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.