Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 Fréttir Þrjár líkamsárásir unglinga tilkynntar til lögreglu á þremur sólarhringum: Ofbeldishneigð unglinga að aukast og verða hrottalegri Prjár líkamsárásir á rúmum þremur sólarhringum voru tilkynntar til lögreglu á höfuöborgarsvæöinu þar sem árásar- menn voru unglingar á aldrinum 14-15 ára. í tveimur árásunum voru fórnarlömbin 14 ára gamlir piltar. Petta eru slá- andi dæmi um að ofbeldi unglinga sé aö færast í aukana og veröa hrottalegra. Á myndinni sjást lögreglumenn hand- taka ungan afbrotamann. DV-mynd S Á rúmlega þremur sólarhringum voru þrjú likamsárásarmál tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. í öllum tilfellum voru árásarmenn á aldrinum 14-15 ára. Þetta eru áber- andi og sláandi dæmi sem gefa til kynna að ofbeldishneigð unglinga sé að aukast og verða hrottlegri. Sl. mánudagskvöld réðust þrír 14 ára piltar á jafnaldra sinn í Bú- staðahverfi. Fómarlambið var stungið í hálsinn með hnífl en komst á ótrúlegan hátt undan og gat leitað hjálpar. Pilturinn missti þriðjung blóðs af völdum stungusárs og var mjög heppinn að komast lifs af. Einn árásarpiltanna hafði skömmu áður framið tvær líkams- árásir. Piltarnir þrír höfðu auk þess farið um Bústaðahverfl með ólátum og hótunum í garð annarra ung- linga. Piltamir sem árásina frömdu em ósakhæfir þar sem þeir era yngri en 15 ára og því ná engin hegningarlög yfir þá. Mál þeirra fara því ekki í gegnum dómskerflð. Það er verk- svið bamavemdaryfirvalda að finna úrræði fyrir unglinga á þess- um aldri. Tveimur sólarhringum áður höfðu flmm piltar, einnig 14 ára gamlir, misþyrmt jafnaldra sínum og skólafélaga i Mosfellsbæ um há- bjartan dag. Fórnarlambið var flutt á slysadeild með töluvert mikla áverka. Nokkrum klukkustundum síðar réðst hópur unglinga, 14 og 15 ára, á nokkra foreldra sem voru á svokallaðri foreldravakt að nætur- lagi i Kópavogi. Foreldramir hlutu áverka en sem betur fer reyndust þeir ekki alvarlegir. Hættulegir umhverfi sínu Eitt er víst að samfélagið sættir sig ekki við þetta hrottalega og til- gangslausa ofbeldi, jafnvel þó að 14 ára gamlir unglingar eigi í hlut. Það er eitthvað mjög mikið að þegar 14 ára gamlir piltar stinga jafnaldra sinn í hálsinn með hnífi. Slíkir pilt- ar eru hættulegir umhverfl sínu þó að þeir séu ósakhæfir vegna aldurs. Spurningin er hvað sé til ráða til að stemma stigu við þessu aukna of- beldi unglinga. Þarf jafnvel að lækka sakhæfisaldur til að geta beitt refsingum gegn unglingum, yngri en 15 ára? Afbrot og afleiðingar „Það er erfitt að tala um refsing- ar hjá unglingum á þessum aldri því þeir era ósakhæfir samkvæmt okkar lögum. Það virkar auðvitað alltaf illa að þurfa að hleypa ein- Fréttaljós Róbert Róbertsson hverjum út á götuna sem framið hefur hrottalega árás. í tilvikum ungra afbrotamanna sem era að byrja sinn afbrotaferil, og eins í málum síbrotamanna, þarf að yera mjög góð virkni á milli afbrota og afleiðinga. Ungir afbrotamenn þurfa sérstaklega að kynnast afleiðingum gerða sinna í framhaldi af brotum og refsingin á þá að vera fólgin í að leiðbeina þeim aftiu- inn á rétta braut. Þannig dregur það úr líkun- um á að þeir haldi áfram afbrota- ferli sínum,“ segir Ómar Smári Ár- mannsson, yfirmaður forvarnar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Algerlega óásættanlegt „Það er ljóst að það þarf að ræða opinskárra við börn og unglinga, bæði á heimilum og í skólum, um mannleg samskipti. Það er algerlega óásættanlegt að börn og unglingar geti ekki vera á ferli af ótta við að á þau sé ráðist af jafnöldrum og skóla- félögum. Það getur ekki verið rétt- mætt að þeim börnum sem fremja slíka ofbeldisglæpi sé gert að fara aftur út í samfélagið án einhverrar aðstoðar. Það er að mínu mati bæði rangt og óskynsamlegt því það er eitthvað mikið að hjá bömum sem era komin út á svona hættulegar brautir. Ég tel að það þurfi að taka miklu harðar á líkamsárásarmálum hér á landi. I dag er hægt að berja mann, játa og sleppa síðan út til að berja næsta mann. Löggjöfin í þessu landi þarf að sýna þarna fordæmi og taka harðar á þessum málum,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ. Ragnheiður hélt fund í gær með nemendum skólans, foreldrum og skólamálayfirvöldum í Mosfellsbæ eftir líkamsárásina við skólann sl. föstudag. Hrottalegra ofbeldi „Það er augljóst að ofbeldi meðal barna og unglinga er sýnilegra og hrottalegra nú en áður og það er mjög alvarlegt. Við reynum að að- stoða og hjálpa viðkomandi bömiun í vandamálum sínum því þau þurfa mikla og góða aðstoð og aðhlynn- ingu. Mér finnst að hegningarlög eigi ekki að ná til svo ungra barna heldur þarf aðrar leiðir,“ segir Ragnheiður Sigurjónsdóttir, for- stöðukona unglingadeildar sem er á vegum félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. „Vistun á unglingaheimili er meðal þeirra meðferðarúrræða sem við höfum. Ég tel okkur vera í stakk búin að takast á við þessi vandamál að hluta til og við höfum náð góðum árangri með mörg böm sem lent hafa á villigötum. Það er samt sem áður ljóst að forvamarvinna í þess- um málaflokki verður að vera markvissari til að spoma við þessu vaxandi ofbeldi," segir Ragnheiður. Dagfari Vísbending um vonda stöðu Það fór heldur betur um íbúa Sauðárkróks í liðinni viku. Þá vitnuðu fjölmiðlar í úttekt tíma- ritsins Vísbendingar á rekstri 30 kaupstaða landsins. Sú úttekt sýndi að Selfoss var draumasveit- arfélagið og undu menn þar glaðir við sitt. Hitt kom meira á óvart að verst þótti að búa á Sauðárkróki. Krókurinn, það mæta bæjarfélag, lenti neðst á listanum og fékk slaka einkunn. Fram að þessu var Sauðárkrók- ur talinn fyrirmyndarsveitarfélag og ibúar að vonum montnir af sín- um bæ. Brottfluttir bæjarbúar héldu nafni bæjarins mjög á lofti og töluðu um hann með stolti í röddinni. Þeir sömu menn vora slegnir þann dag sem fréttimar bárast. Það var hvergi verra að vera en á Sauðárkróki, ef marka mátti úttekt Vísbendingar. Af 30 kaupstöðum á landinu var Sauðár- krókur í 30. sæti. Kaupstaðurinn fékk aöeins 3,3 í einkunn af 10 mögulegum. Það er falleinkunn, hvemig sem á hana er litið. Vísbending taldi það upp sem þurfti aö prýða góð sveitarfélög. Skattheimta átti að vera lág, fjár- festingar nægilegar, þjónusta hag- kvæm og skuldir sem minnstar. Fjölgun íbúa átti að vera hófleg. Ekkert kom fram um að þetta væri sérstaklega djöfullegt á Sauðár- króki. Þar vora talin upp skuldug- ustu sveitarfélögin, Ólafsfjörður, Kópavogur, Bolungarvík og Hafn- arfjörður. Sauðárkrókur var ekki nefndur á nafn en samt dæmdi Vís- bending hann úr leik. Allt virtist vera í pati í hinum stolta kaupstað Skagfirðinga. Sauðkrækingar bára harm sinn í hljóði, gengu um fölir og vissu raun- ar ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Það lá við að undirbúningur undir sælu- viku Skagfirðinga félli niður. Þetta stóð svo þar til viku eftir að upplýsingar Vísbendingar komust i hámæli. Þá kom í ljós að það var ekki allt í pati á Króknum. Það var bara allt í plati hjá Vís- bendingu. Tímaritið hafði reiknað vitlaust. Sauðárkrókur var með bestu bæjarfélögum og eftirsótt að búa þar. Bærinn átti að vera í tí- unda sæti en ekki því þrítugasta. „Sorrý", sögðu þeir á Vísbendingu. Þeir á Króknum vita því ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Þeir fengu harðan dóm en hafa ver- ið endurreistir. Spumingin er bara sú hvort upprisan kemst til skila. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki segir að málið hafi þegar stórskaðað bæjarfélagið. Vísbendingin um að verst sé að búa á Sauðárkróki og þar sé minnst um að vera var í ranga átt. Við þessar hörmungar Sauðár- króksbúa bætist svo, að sögn bæj- arstjórans, að svæðisútvarpið ham- ast á því að fólksflótti sé frá Sauð- árkróki. Sá flótti á að hafa átt sér stað áður en Vísbending komst að því að ómögulegt væri að þrauka á Króknum. Málið er bara það, segir bæjar- stjórinn, að fólksflóttinn er enginn. Vitað er um þrjá unglinga sem brugðu sér á vertíð í Vestmanna- eyjum. Sú ævintýraþrá geti ómögu- lega talist fólksflótti. Sauðárkróksbúa bíður því mikiö uppbyggingarstarf. Bæjarbúar þurfa greinilega vísbendingu um hvert skuli stefna. Það hefur hins vegar ekkert heyrst frá íbúunum í Snæfellsbæ. Þeir sluppu svo vel að lenda í 29. sæti hjá þeim á Vísbend- ingu en eftir leiðrétta útreikninga þeirra er ekki annað að sjá en þeir vermi neðsta sætið. Kannski er líka vitlaust reiknað hjá þeim? Hugsanlega hafa þeir fundið á sér að útreikningar gætu farið á hvað veg sem er enda brugðu þeir á það ráð nýlega aö ráða fyrram fram- kvæmdastjóra Almannavama sem bæjarstjóra. Áfallahjálpin er því til staðar. Það eina sem er klárt er að Sel- fyssingar fara ekki fram á endur- talningu. Vísbending segir að það sé alger draumur að búa á bökkum Ölfusár. Við skulum vona að eitthvað sé að marka það. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.