Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1996, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 Fréttir Dapurt í stærðfræði DV, Ólafsfirði: Árangur í stæröfræði í grunn- skólum í Ólafsfiröi og nærliggj- andi byggðarlögum hefur verið afar dapur mörg undanfarin ár. Þess vegna hyggjast skólamenn kafa ofan í þetta mál og finna skýringar og leggja fram lausnir. Það á að kanna kennslugögn og kennsluaðferðir. í haust stóð til aö ráða sálfræð- ing viö utanverðan Eyjafjörð til að rannsaka hvað veldur þessum dapra stærðfræðiárangri en ekki fékkst nægilegt fjármagn til að borga starfsmanninum þrátt fyrir fögur orð sveitarstjórna um menntamál. Engu að síður eru uppi hug- myndir um að ráða mann í hluta- starf til að rannsaka málið og yrði það hluti af kvóta skólanna í fag- stjórnun sem nýttur yrði. Talað er um að setja ný markmið í kenslu stærðfræðinnar og jafhvel að láta böm taka próf strax að hausti til að sjá hvar þau standa. Þetta mál er enn á frumstigi. -HJ Við veljum íslenskar vörur, eflum íslenskt atvinnulíf og gerum góð kaup. SAMTÖK IÐNAÐARINS V J '_____________________________________________________PV Tilfinningaþrungin ræöa lögmanns Sophiu Hansen fyrir áfrýjunarrétti: Mun ekki hika við að fara í heimspressuna - ljúki málinu ekki brátt, segir Sophia sem kveöst þó bjartsýn „Ég verð að vera bjartsýn - ætli ég myndi ekki segja að þessari písl- argöngu sé að ljúka. Ég trúi ekki að fleiri ár muni fara í þetta mál. Ger- ist það ekki er alveg á hreinu að ég mun ekki bíða öllu lengur eftir því að fara með mál mitt í heimspress- una. Reyndar hefur Turkish Daily News tekið við mig viðtal, það blað er gefið út víða í Evrópu og margir eiga eftir að lesa það sem fjallaði um sögu málsins - allt frá upphafi kynna okkar Halims til dagsins í dag. En ég er bjartsýn," sagði Sop- hia Hansen, sem stödd var í Ankara, höfuðborg Tyrklands, eftir að áfrýjunarréttur hafði klofnað í afstöðu sinni og ákveðið að kveða upp dóm í máli hennar eftir 7-10 daga. „Miðað við það sem gerðist í rétt- arhaldinu núna finnst mér ólíklegt að málinu verði vísað heim í hérað á ný,“ sagði Sophia. „Hasip átti rök- fasta og góða ræðu fyrir dóminum þar sem hann lagði áherslu á hve miklum mannréttindabrotum ég og dætiu' mínar hafa verið beittar, öll umgengnisbrotin, hve miklum fjár- munum hefur verið varið í málið og hve mikið ég hef lagt á mig með því að fara í allar þessar ferðir.“ Sophia sagði að einn dómari af fimm hefði viljað dæma málið strax - samkvæmt alþjóðlegum lögum, það er staðfesta forsjá móðurinnar. Abdullah Demirkol, túlkur Sophiu og stuðningsmaður, sem var viðstaddur réttarhaldið í fyrradag, sagði við DV að honum hefði fund- ist athyglisverðast hve dómararnir hefðu allir verið þolinmóðir, ólíkt tyrkneskri réttarhefð, og gefið lög- manni Sophiu kost á að tala sínu máli án þess að grípa fram í fyrir honum með spumingum. „Mér fannst þeir sýna honum mikla virðingu - þetta var mál manna sem voru í réttarsalnum. Ræðan var mjög tilfinningaþrungin og vel útfærð,“ sagði Abdullah. -Ótt A slysstað á mótum Tryggvagötu og Ægisgötu. Umferðarslys: Ofsaakstur endaði á húsvegg Tveir ungir menn, 16 og 19 ára gamlir slösuðust nokkuð þegar bíll sem annar þeirra ók lenti á mikilli ferð á kaffihúsinu Kringlunni á mótum Tryggvagötu, Ægisgötu og Mýrargötu í vesturbæ Reykjavíkur um kl. 21.30 á þriðjudagskvöldið. Drengirnir voru í kappakstri við annan bíl og að sögn sjónarvotts sem DV ræddi við, gáfu þeir í frá ljósunum við mót Geirsgötu og Tryggvagötu skammt austar og missti ökumaðurinn stjóm á bíln- um þar sem gatan þrengist og beyg- ir fram hjá Kringlunni og húsi Slippfélagsins, ók upp á gangstétt- ina og síðan á húsið. Við árekstur- inn kviknaði í bílnum. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins til að losa mennina úr flakinu. Sjónarvottar telja að yngri maðurinn hafi ekið bílnum. -SÁ Allt á einum stað H smurstöð Vetrarhjólbarðar og umfelgun Þvottur og bón Púströr - bremsuklossar - perur - rafgeymar Smur, bón og dekkjaþjónusta sf Tryggvagötu 15, sfmi 562-6066, fax 562-6038 Greiðslukort OLÍS, Visa og Euro_ Björk valin sú besta í Evrópu? ÐV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir er ein af fimm söngkonum sem tilnefndar voru i verðlaunakeppni sjónvarps- stöðvarinnar MTV sem besta söng- konan í Evrópu. Verðlaunáfhend- ingin fer fram í London í kvöld, 14. nóvember, og verður sjónvarpað beint á Stöð 2 og MTV. Væntanleg er í verslanir i Bret- landi ný stór plata frá Björk Guð- mundsdóttur 25. nóvember og ber hún nafnið Telegram. Þar eru 11 lög sem hafa verið end- urunnin af annarri plötu Bjarkar, Post. Þau lög sem margir þekkja þar eru til dæmis lögin Hyperballad, Amy og Me, Isobel. Auk þess eru á plötunni lögin Enjoy, Miss You, Co- ver Me, Headphones, My Spine og You’ve Been Flirting again. Þá eru komnar í verslanir í Eng- landi litlar plötur, kassettur og geisladiskar með Björk og eru það ýmsar endurunnar úgáfur af laginu Possibly Maybe auk endurunnu lag- anna Ballad, Big Time Sensuality, Cover Me og einnig er lagið Vísur Vatnsenda-Rósu á litlu plötunni. -DVÓ VELDU ÞÆGILEGRIGREIÐSLUMATA GREIODU ASKRIFTINA MEÐ BEINGREIÐSLUM ATH. Allir sem greiöa áskriftargjöldin nú þegar meö beingreiösl- um eöa boögreiöslum eru sjáífkrafa ípotti glæsilegra vinninga! Allar nánari upplýsingar um beingreiöslu færöu hjá viöskiptabanka þínum eöa DV í síma 550 5000 í beingreiðslu er áskriftargjaldið millifært beint af reikningi þínum í banka/sparisjóði 18 29" PHILIPS sjónvorpstæki, að heildarverðmæfi 2.271.600 kr., dregin til heppinna óskrifenda DY og Stöðvar 2 fram til jóla Heimilistæki hf - skemmtilegt egi blað fyrir þig 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.