Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Fréttir DV Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar: Eigandi Kaffi Króks: Menn hvorki gjalda né njóta skyldleika viö stjórnarmenn Egill Jónsson er stjómarformað- ur Byggðastofnunar. DV spurði hann hvaða byggðaforsendur lægju að baki lánveitingu eins og til Kaffí Króks, til sömu starfsemi og fyrir er á staðnum: „Það eru nokkur dæmi þess að við hjálpum litlu mönnunum sem ég kaÚa, sem koma upp með nýjung- ar. Við eram með ferðamannaþjón- ustuna inni í okkar prógrammi og þessi lánveiting, eins og aðrar sam- bærilegar, falla undir þá skilgrein- ingu. Við erum alls staðar að veita lán sem geta gripið inn á aðra þjón- ustu og við útilokum enga sam- keppni í þessum efhum, við getum ekki tekið að okkur að gerast skömmtunarstjórar að þessu leyti,“ segir Egill. Hann var spurður hvort lán- og styrkveitingar til náinna skyld- menna stjórnarmanna í Byggða- stofnun orkuðu ekki tvímælis fyrir bæði stjómarmenn og lántakend- uma. Því svaraði Egill þannig að ættingjar mættu ekki gjalda þess. Hvort þeir ættu þá að njóta þess svaraði Egill að það væri mismun- un ef fóik fengi ekki afgreiðslu sinna mála hjá stofhuninni vegna þess að einhver þeim nákominn væri í stjóm. „Það gengi ekki að mismuna þannig og á sama hátt er fólki ekki mismunað á hinn veginn - að það njóti góðs af stjórnarsetu ættingja sinna. Þá myndi það ein- faldlega hljóða upp á það að ætt- menni fengju ekki afgreiðslu ef ein- hver þeim nákominn væri í stjóm. Meðan menn fara eftir reglum og allt annað er í lagi þá er hætta á hvorugu," sagði Egill Jónsson, stjómarformaður Byggðastofnunar. í ársskýrslu Byggðastofhunar fyr- ir árið 1994 kemur fram að sonur hans hefur fengið tveggja milljóna króna lán vegna feröaþjónustu en hann rekur gistiheimili á Homa- firði. -SÁ Það vantaði almennan fundarstað - segir María Björk Ingvadóttir „Við rökstuddum lánsumsókn okkar með því aö það væri enginn veitinga- og fundasalur í bænum, nema í eigu bæjarins - úrelt hús sem heitir Bifröst. Við töldum að það vantaði sal fyrir samkomur sem rúmaði fleira fólk en 50 manns. Við sóttum um til þess að hér væri hægt að halda fjölmenna fundi og það vantaði í bæjarfélagið aðstöðu til að halda ráðstefnur og fundi, eins og lika hefur komið á daginn," segir María Björk Ingvadóttir, eigandi Kaffi Króks í samtali við DV. María Björk segir að í hennar augum sé Byggðastofnun eins og hver önnur lánastofhun og lánið hvert annað lán á almennum kjör- um sem þegar sé farið að greiða nið- ur. Aðspurð um hvort hún hefði orðið þess vör að einhverjir teldu að eigendur Kaffi Króks hefðu notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í krafti frændsemi við varaformann stjóm- ar stofnunarinnar sagði hún: „Það eru til illar tungur alls staðar. En við teljum að við eigum ekki gjalda fyrir það að maðurinn minn er son- ur Stefáns Guðmundssonar og ég tengdadóttir hans,“ sagði María Björk Ingvadóttir. -SÁ Úr veitingasal Kaffi Króks á Sauöárkróki. „Lít á Byggðastofnun eins og hverja aöra lánastofnun," segir María Björk Ingvadóttir, annar eigenda veitingahússins. DV-mynd bjb SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI U ppfy 11íi ströng11stu gædriki öfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 Rakaheld án próteina • Níðsterk Hraðþornandi • Dælanleg Hentug undir dúka og til ílagna Gólfla IÐNAÐARGÓLF 8inið|tivB8tir 70.8QQ KPRBvoaur Simnri s§M7í0i fm Byggðastofnun: Sonur varaformanns- ins fékk 5 milljóna lán - ekkert athugavert við það, segir varaformaðurinn, Stefán Guðmundsson alþingismaður í ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir árið í fyrra kemur fram að stofnunin veitti fyrirtæki sonar og tengdadóttur Stefáns Guðmunds- sonar, alþingismanns og varafor- manns stjómar Byggðastofnunar, fimm miújóna króna lán. Fyrir- tæki sonarins og tengdadótturinn- ar er veitingahúsið Kaffi Krókur á Sauðárkróki og forsendur lánveit- ingarinnar sagðar í ársskýrslunni kaup á veitingahúsi og endurbæt- ur. „Ég tók ekki þátt í afgreiðslu málsins en þau fengu lán þama ... ég held bara aö það sé ekkert at- hugavert viö það að þau fái lán inni í Byggðastofnun eins og marg- ir aðrir sem er lánað til,“ segir Stefán Guðmundsson í samtali við DV og segist ekki geta ímyndað sér að þótt hann sitji í stjóm stofnunar geti tengdadóttir hans og sonur ekki fengið eðlilega afgreiðslu hjá stofnuninni. Tvö önnur veitingahús voru starfandi á Sauðárkróki á þeim tima sem lánið til Kaffi Króks var veitt, Hótel Mælifell og Pollinn Pizzahús. DV spurði Stefán hvaða byggðapólitísk sjónarmið hefðu ráðið lánveitingunni til Kaffi Króks. Hann sagði að rekstur hinna húsanna tveggja væri lítið eða ekki sambærilegur við mark- mið rekstrar Kafifi Króks. „Áttu við að það eigi að vera nægjanlegt fyr- ir okkur að hafa bara Hótel Mæli- fell?“ spurði Stefán Guömundsson og sagði að ekkert væri óeðlilegt við það að tvö veitingahús væru rekin á Sauðárkróki. Stefán var næst spurður að þvi hvort hann teldi sig ekki í óþægi- legri stöðu vegna þessa máls og hvort ekki væri almennt séð eöli- legra að lánveitingar af þessu tagi væra í bankakerfinu í stað þess að framkvæmdavaldið væri að vasast í alls kyns sértækri lánastarfsemi. ,f>að er ég ekki viss um. Af hveiju megum við ekki lána til góðra mála ef við teljum það? Við höfum verið stórvirkir í feröaþjónustu, við höf- um lánað í Hótel Mælifell og í Hót- el Áningu á Sauðárkróki og til kaupa á hlutafé, það er ekkert spurt um það og ég gæti haldið áfram að telja upp fleira og farið hringinn í kringum landið,“ sagði Stefán. Hann kveðst hafa hreina sam- visku og segist ekki boginn í baki yfir þessu máli og hafa engu að leyna og ekki þau sonur sinn og tengdadóttir heldur. „Þetta eru ágætis krakkar og ætla sér áreið- anlega að borgá það sem þau hafa fengið að láni,“ sagði Stefán Guð- mundsson. „Mér fannst á sínum tima ekki tímabært að enn eitt veitingahús kæmi í þetta 2700-2800 manna byggðarlag. Byggðarlagið er ekki nægilega stórt til þess að bera þrjú veitingahús. Ég get ekki komið auga á byggðasjónarmið á bak við lánveitingu Byggðastofnunar til nýs veitingahúss á Sauðárkróki né nauðsyn þess að þrjú slík hús séu með irrnan við 100 metra millibili til að þjóna þvi fólki sem hér er,“ segir Guðmundur Tómasson, eig- andi Hótel Mælifells á Sauðár- króki. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.