Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Síða 13
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
13
Unga fólkið og Valhöll
Undarlega hljóðlát virðist sú
unga kynslóð vera sem nú er að
verða fulltíða og þar á meðal þau
sem koma til með að taka við
stjórnartaumunum eftir ca. tvo
eða þrjá áratugi. Það verður ekki
annað heyrt en þau séu dauft berg-
mál af flokksforystu fjórflokk-
anna, hvert í sínum flokki.
Hvergi er þetta meira áberandi
en í Sjálfstæðisflokknum. Engu er
líkara en að ungir sjálfstæðis-
menn bíði eftir pöntunum eða
nokkurs konar málefnalista frá
flokksvaldinu um hvað ræða
skuli.
Tvö ár frá S.U.S.-þinginu
Nú eru liðin tvö ár síðan S.U.S.
hélt þing sitt í Kópavogi, sem
frægt varð er foringi þeirra, Davíð
Oddsson, mætti þar og snupraði
þá fyrir að ætla sér að ræða aðal-
málið sem fyrir lá, það er Evrópu-
sambandsmálin, með þeim afleið-
ingum að málið var nánast tekið
af dagskrá enda fékk það enga af-
greiðslu þar. Ekki var annað vitað
en unga fólkið hefði einungis ætl-
að að ræða þau mall rétt eins og
hver önnur án nokkurra skuld-
bindinga eða fyrirfram gerða áætl-
ana.
Ég kenndi í brjósti um þetta
unga fólk sem lagðist í duftið og
hefur varla reist höfuð frá jörðu
síðan nema hafa annað augað á
formanninum. Að hugsa til þess
að eitthvað af þessu unga fólki eigi
eftir að stjóma
landinu og hef-
ur ekki einu
sinni kjark til
þess að ræða
þau mál sem
upp kunna að
koma vegna
flokkshollustu.
„Sjálfsmetnaður hverrar þjóöar er dýrmætur“. - íslensk ungmenni gægjast inn í varnarliðsþyrlu.
kvótabrask hefur leikið lausum
hala undir handarjaðri stjórn-
valda.
Eitt er að berjast af eigin ramm-
leik til velgengni og auðæfa enda
sjálfsagt. Annað er að láta færa sér
auðæfi upp í hendur með vald-
boði. Djúp þögn ríkir hjá ykkur
Undarleg
þögn
Nú er hið fjöl-
menna flokksþing sjálfstæðis-
manna fyrir nokkru afstaðið. Við
sem fylgjumst með fréttum úti á
landsbyggðinni heyrðum ekki
mikið frá ungu kynslóðinni þar.
Fannst þeim sjálfsagt að þegja yfir
því að þar var lögð blessun yfir
það óréttlæti að búið er ánafna
einstökum mönnum aðalauðlind
þjóðarinnar. Með stjórnskipuðu
valdi þar sem ótrúlegt sukk og
„Því skal ekki trúað að unga fólk-
ið ætli að hjakka í sömu hjólförum
og það stjórnmálagengi sem nú
ræður ríkjum. Þar sem miðstýring-
ar- og einkahagsmunagæslupóli-
tíkusar fara hamförum.“
þótt kynslóð ykkar og næstu kyn-
slóðir hafi verið sviptar frjálsræði
til þess að keppa á jafnréttisgrund-
velli við suma jafnaldra ykkar.
Varla eruð þið öll erfingjar þess-
ara auðæfa eða hvað?
Unga fólkiö og erlend
hervernd
ins um hervemdina
í landinu. Fá ár em
síðan að það þótti
engum manni sæm-
andi að hafa ekki
skoðun á þeim mál-
um. Einkanlega ef
hann lét sér stjórn-
mál einhverju
skipta. Vill unga
fólkið að herinn
verði hér til þess að
vemda það ár og síð
og alla tíð án þess að
rétta litla fingur til
hjálpar í því her-
vemdarstarfi? Er
þetta ekki það sem
heitir að tapa andlit-
inu fyrir öðram þjóð-
um heims? —
Ekki varð ég var
við neinn stuðning
frá ungum sjálfstæö-
ismönnum er Björn Bjarnason
menntamálaráðherra tæpti á
þessu máli á sl. ári, hvort ekki
væri athugandi fyrir íslendinga að
taka einhvem þátt í vömum
landsins með eigin hendi.
Bjöm var átalinn í ræðu og riti
vegna þess að hann leyfði sér að
Kjallarinn
Halldór Her-
mannsson
verkstjórl, ísafiröi
brydda á þessu sem
umræðugrundvelli.
Sjálfsmenntaður
hverrar þjóðar er dýr-
mætur. Því er henni
hollt andlega séð að
vera reiðubúin að
verja land sitt sjálf eða
með þarf.
Annar eiginleiki virð-
ist hins vegar fara
vaxandi en það er
þj óðrembuhátturinn
þar sem sjálfumgleðin
ræður ríkjum gagn-
vart öðram þjóðum.
Skammt er eftir i nýja
öld. Því skal ekki trú-
að að unga fólkið ætli
að hjakka í sömu hjól-
1■“ fömm og það stjóm-
málagengi sem nú
ræður ríkjum. Þar
sem miðstýringar- og
einkahagsmunagæslupólitíkusar
fara hamförum. Verði svo þá lifir
ekki ánægð þjóð í þessu landi á
næsu öid.
Halldór Hermannsson
Framtíð innanlandsflugs
Ef innanlandsflug verður fært
til Keflavíkur verða eftirfarandi
breytingar augljósar: í fyrsta lagi
þyrfti veg yfir Skerjafjörð, þaðan á
Reykjanesbraut með þrem brúm
og göngum fyrir innanbæjarum-
ferð í Hafnarfírði. Síðan þyrfti að
tvöfalda Reykjanesbraut. í hana
þarf 21 W á fer-
metra til að forð-
ast hálku. Til
þess þarf u.þ.b.
130 sekúndulítra
af heitu vatni,
gróft reiknað.
Við virkjun á há-
hitasvæðinu við
Trölladyngju
gæti þá jafnframt
fengist veraleg
raforka til stór-
iðju.
Við hraðbraut til Keflavikur, þá
er hægt að bóka inn í Reykjavík,
daginn áður ef fólk vill, þannig að
farþegar þaðan sinna ekki far-
angri lengur en í rútuna til Kefla-
víkur. Það léttir nokkuð á farþeg-
um. Þannig má að verulegu leyti
hafa flugafgreiðsluna í Reykjavík
sem léttir á Flugstöðinni.
Ekki allt óhagræöi
Við að innanlandsflug yrði í
Keflavík breyttist það þannig að
hægt væri að bóka farangur til út-
landa úti á landi og fljúga snemma
morguns þaðan. Það þýðir nætur-
staðsetningu flugvéla úti á landi.
Morgunflugin út á land taka far-
þega sem koma um nótt frá útlönd-
um. Síðdegisflugin út á land taka
farþega út á land beint frá Kefla-
vík.
Þannig að það er ekki allt óhag-
ræði fyrir landsbyggðina að flytja
flugið til Keflavíkur. Það eykur og
hlutdeild innanlandsflugs í sam-
göngum innanlands að farið sé
snemma suður, þá næst fuflur dag-
ur í bænum. Þessu fylgir þörf á
nokkuð vel búnum biðsölum bæði
í Keflavík og í Reykjavík.
Rekstur ferðamennsku úti á
landi á sumrin getur
þýtt að farþegar
koma beint að utan
til áætlunarflugvafla
innanlands sem eyk-
ur og auðveldar þá
þjónustu. Við bættar
vegasamgöngur
minnkar markaður
innanlandsflugsins.
Það er því til nokk-
urs að vinna að geta
boðið ferðamönnum
flug beint áfram til
að auka þann mark-
að.
Við að Reykjavík
gefur eftir flugvöll
sinn þá er komið að
þeim tímamótum
sem felast í tvöföld-
un Reykjanesbraut-
ar og að stóriðjusvæði á Reykja-
nesi verða vinnumarkaðssvæði
Reykjavíkur. Þannig vinnst aftur
það sem tapast við að flytja flug-
völlinn. Vegur yfir Skerjafjörð
yrði bót á fáránleikanum í vega-
samgöngum á mflli Reykjavíkur
og Kópavogs vegna hrepparígs og
auðveldar markaðssvæði höfuð-
borgarsvæðisins. Við flutning inn-
anlandsflugs til Keflavíkur yrðu
fastar áætlunarferðir með bílum á
milli, óháð þvi að ver-
ið sé að safna farþeg-
um í flug, sem síðan
nýtist sem bættar al-
menningssamgöngur
með hraðferð í tengi-
bíla suðurfrá og í
leiðakerfi á höfuðborg-
arsvæðinu.
Æfingavöll á
Seltjarnarnesi
Það þarf álíka mikla
orku til að hita Kefla-
víkurflugvöll og
Reykjanesbraut. Þar
þarf nokkrar rann-
sóknir. Að samgöngur
um Keflavíkurflugvöll
séu með sem auð-
veldustum hætti er að-
alatriði í samgöngu-
málum þjóðarinnar. Spurningin er
ekki hvort eigi að leggja Reykja-
vikurflugvöll niður heldur hvem-
ig best verði staðið að flugsam-
göngum. Varðandi æfmgaflugvöll
fyrir litlar flugvélar þá má
kannske ekki nefna það en Suður-
nes á Seltjamamesi krefst ekki
mikils aðflugs yfir byggð. Þar
mætti gera minni æfingaflugvöll.
Þorsteinn Hákonarson
„Að samgöngur um Keflavíkurflug-
völl séu með sem auðveldustum
hætti er aðalatriði í samgöngumál-
um þjóðarinnar. Spurningin er ekki
hvort eigi að leggja Reykjavíkur-
flugvöll niður heldur hvernig best
verði staðið að flugsamgöngum.“
Kjallarinn
Þorsteinn
Hákonarson
framkvæmdastjóri
Meö og
á móti
Samtímagreiðslur úr LÍN
Mann-
réttindi
Ogmundur Jónas-
son alþingísmaður.
„Það er stórkostlegt hags-
munamál fyrir námsmenn að fá
fram breytingu á námslánafyrir-
komulaginu þannig að teknar
verði upp sam-
tímagreiðslur
úr Lánasjóði is-
lenskra náms-
manna. Fyrir-
komulagið sem
námsfólk býr
við í dag þýðir
að námsfólk
þarf að fjár-
magna nám sitt
með bankalán-
um. Þar af leiðir að það þarf að
greiða vexti til bankanna sem
eru hærri en til lánasjóðsins. Við
í þingflokKÍ Alþýðubandalagsins
og óháðra höfum lagt fram fmm-
varp á Alþingi til að fá þessu
breytt og til að fá endurgreiðslu-
hlutfallið lækkað. Það hefur sýnt
sig að þær klyfjar sem lagðar eru
á ungt fólk í námi eru orðnar svo
þungar að það fær ekki undir
þeim risið. Á þessu veröur að
verða breyting. Það er ekki bara
hagsmunamál fyrir námsfólk
heldm- fyrir þjóðfélagið allt. Fyr-
irkomulagið eins og það er núna
er slæmt af mörgum ástæðum.
Ekki aðeins fjárhagslega heldur
einnig hefur það slæm áhrif á
líðan fólks vegna þess hve mikla
óvissu þetta fyrirkomulag skap-
ar. Það var þannig á sínum tíma
að fólk þurfti að sanna sig í námi
í eitt ár áður en það fékk sam-
tímagreiðslu. Nú hefur skrefið
verið stigið til fulls og fólki er
haldið í óvissu í þessum efnum
allan námstímann. Það tel ég
vera fullkomlega óásættanlegt.
Peningalega gengur þetta ekki
upp og það gengur heldur ekki
upp að búa fólki það óöryggi sem
þetta skapar.“
Véitir
aðhald
„Ég tel að núverandi fyrir-
komulag, að greiða ekki námslán
fyrr en að lokinni önn og að prófi
náðu, veiti námsmönnum að-
hald. Það
tryggir að fólk
fái ekki lán
nema það nái
þeim árangri í
námi sem það
á að ná til að
verða láns-
hæft. Þaö er
einnig stað-
reynd aö þetta
sparar lána-
sjóðnum fjármuni. Áður en nú-
verandi kerfi var tekið upp var
talsvert um það að fólk hæfi
nám, tæki námslán og hætti síð-
an námi. Lánið fór síðan bara í
neyslu í einhvem stuttan tíma
hjá fólki sem aldrei varð raun-
verulegir námsmenn. Þegar nú-
verandi lánafyrirkomulag var
tekið upp var svo komið að fjár-
hagsstaða Lánasjóðs íslenskra
námsmanna var orðin vægt sagt
slæm. Þegar staðan og skuld-
bindingar sjóðsins vom reiknað-
ar fram í tímann kom í ljós að
hann hefði orðið gjaldþrota ef
ekkert hefði verið að gert. Síðan
kom í ljós að þær aðgerðir sem
farið var út í náðu því markmiði
að bjarga fjármálum sjóðsins og
reisa hann við. Menn hafa verið
að tala um að núverandi fyrir-
komulag valdi óöryggi ef fólk
veikist í miðri eða síðari hluta
annar eða eitthvað þvíumlíkt. Ég
held að þar sé um svo fáa ein-
staklinga að ræða að auðvelt sé
að bjarga slíkum málum komi
þau upp.“ S.dór