Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 4
4
ETMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Fréttir
Útblástur eiturefna frá Járnblendiverksmiöjunni:
Hollustuvernd gert að fara í málið
- segir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra
„Enda þótt þessi áskorun frá
íbúafundi í Kjósarhreppi hafi borist
mér í gegnum fjölmiðla hef ég þegar
gert Hollustuvemd ríkisins að fara í
þetta mál,“ sagði Guðmundur
Bjamason umhverfisráðherra í
samtali við DV í gær um mengunar-
mál Jámblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga.
íbúar í Kjósarhreppi kvarta sáran
yfir mengun frá Járnblendiverk-
smiðjunni. Þeir segjast ekki sætta
sig við afsökunarbeiðni forstjóra
verksmiðjunnar frá því í haust
vegna mengunarmálsins.
Á íbúafundi í Kjósarhreppi síðast-
liðinn mánudag kom fram að í
haust hefði því verið lofað að
hreinsunarbúnaðurinn yrði lag-
færður og dregið úr losun eiturefna
yfir nærliggjandi sveitir. Það hefur
ekki tekist, að því er íbúar segja.
Hreinsunarbúnaður verksmiðj-
unnar, sem tekinn var í notkun á
þessu ári, hefúr reynst gallaður og
því hefur orðið að losa eiturefni frá
verksmiðjunni út í andrúmsloftið.
íbúar í Kjósahreppi segja þetta oft
gert í skjóli nætur.
Samkvæmt gömlu starfsleyfi
verksmiðjunnar, sem nú er runnið
út, hefur mengunin ekki verið yfir
leyfilegum mörkum. Hins vegar
væri hún langt yfir þeim mörkum
sem verða í nýju starfsleyfi sem
búið er aö útbúa en er til nánari
skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum.
-S.dór
Krakkarnir á Dalvík halda fast í gamlar heföir. Gamli skíðasleöinn, sem veriö hef-
ur viö lýöi kynslóö fram af kynslóö, er í fullu gildi enn og vföa má sjá f bænum öku-
mann og farþega á ferö. Hér eru þau Eva Dögg Sæmundsdóttir, Elfngunnur Rut
Sævarsdóttir, Andri Már Valgeirsson, sitjandi, og Snorri Guölaugur Jóhannsson.
Krakkarnir eru allir 9 ára og gamli skfbasleöinn kemur í góöar þarfir til aö stytta
erfiöan bibtfma til jóla. DV-mynd ÞÖK
Atvinnuleysistryggingar:
Endurgreiðslukrafa í skoðun
„Við höfum ákveðið að leita eft-
ir lögfræðiáliti um endurgreiðslu
atvinnuleysisbóta sem greiddar
voru starfsfólki Fiskiðjunnar Skag-
firðings hf. í september," sagði
Margrét Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, í samtali við DV.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um tapaði Fiskiðjan Skagfirðingur
hf. máli sem Verkalýðsfélagið
Fram á Sauðárkróki höfðaði gegn
fyrirtækinu vegna vinnslustöðvun-
ar i ágúst í sumar. Vegna vinnslu-
stöðvimarinnar, sem var sögð
vegna hráefnisskorts, en Félags-
dómm- hafnaði á dögunum, fór
starfsfólkið á atvinnuleysisbætiu
eins og kjarasamningar gera ráð
fyrir sé allt eðlOegt.
Það virðist ekki vera á hreinu
hvort sjóðurinn á kröfú um endur-
greiðslu þessara atvinnuleysisbóta.
S.dór
Fjórir síldarbæir á Norður- og Austurlandi:
Vilja fá byggðakvóta
úr síldarstofninum
Dy Seyðisfirði:
Fjögur byggðarlög á Norður-og
Austurlandi, Seyðisfjörður, Siglu-
fjörður, Raufarhöfn og Reyðarfjörð-
ur, fólu Jónasi A.Þ. Jónssyni hér-
aðsdómslögumanni að taka saman
skýrslu eða greinargerð um norsk-
íslenska síldarstofninn og þær rétt-
arheimildir sem nú gilda um veið-
ar úr honum.
Tilgangurinn með þeirri vinnu
er einkum að færa gild rök fyrir
kröfú þessara byggðarlaga að fá í
sinn hlut, réttlátar veiðiheimildir -
kvóta - úr þessum síldarstofni.
í upphafi er þar fjallað um sögu
síldveiða á íslandsmiðum. Síðan er
vikið að þekktmn staðreyndum um
þennan síldarstofn. í þriðja þætti
segir frá hlutdeild staðanna fiög-
mra í síldarverkun á síldarárun-
um 1960-1969 og birtar löndunartöl-
m frá þeim tíma. Þar kemm í ljós
að þessir fiórir staðir hafa tekið á
móti 36,75% af heildarafla þessara
ára. Þetta eru háar hlutfallstölm
því að á þessum tíma skiptu verk-
unarstaðir nokkrum tugum. í
fiórða þætti er fiallað um þær rétt-
arheimildir sem nú gilda um síld-
veiðar.
í lokin eru í stuttu máli færð
fram helstu rök fyrir kröfum hinna
fiögurra sveitarfélaga. Bent er á að
á öllum þessum fiórum stöðum
voru áðm Síldarverksmiðjur ríkis-
ins - nú SR-mjöl. Lögin um Síldar-
verksmiðjm ríkisins frá 1938 voru
ávallt túlkuð á þann veg að hlut-
verk verksmiðjanna væri bræðsla
aflans, síldarinnar, ekki útgerð
skipa. Þær gerðu því ekki út veiði-
skip eins og aðrar verksmiðjur
flestar gerðu. Þess vegna voru
veiðiskip naumast keypt til þess-
ara staða - og nú sitja menn því
uppi með það að á þessum stöðum
eru hvorki útgerðir né veiðiskip
sem stunda nótaveiði.
16. desember samþykkti bæjar-
stjóm Seyðisfiarðar svohijóðandi
tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir
með vísun til greinargerðar Jónas-
ar A.Þ. Jónssonar hdl., dags. 1. nóv-
ember 1996, að óska eftir því við ís-
lensk sljórnvöld, að Seyðisfiaröar-
kaupstað verði úthlutuð ákveðin
aflahlutdeild úr norsk-íslenska
síldarstofninum.“ -jj
Dagfari
Astir samlyndra hjóna
Náttúrufræðingar og sálfræðing-
ar eiga ekki margt sameiginlegt.
Og þó. Báðar þessar stéttir láta
fara tiltölulega lítið fyrir sér í þjóð-
félaginu og hafa yfirleitt ekki verið
í fararbroddi í verkalýðsbaráttu
eöa kjarabaráttu. Þetta er að mestu
friðsemdarfólk sem sinnir sínum
störfum í kyrrþey.
Það vekm því óneitanlega at-
hygli þegar stéttarfélög náttúru-
fræðinga og sálfræðinga ganga
fram fyrir skjöldu í yfirstandandi
samningaviðræðum milli aðila
vinnumarkaðarins og slíta viðræö-
unum með því að vísa deilumálum
sínum við vinnuveitendm sína til
ríkissáttasemjara.
Enginn vissi til að kjör náttúru-
fræðinga og sálfræðinga væra svo
miklu lakari en annarra stéttahópa
að þeirra mál þoli enga bið. Engum
hafði áður dottið í hug að láta
samninga brotna á þessum stéttar-
félögum hófsemdarfólks og um-
burðarlyndis. Sálfræðingar eru til
að mynda afsprengi þeirra vísinda
að þolinmæðin og vitræn hugsun
leiði til skynsamlegustu niðurstöð-
unnar. Náttúrufræöingar vita það
betm en aðrir menn að náttúran
og náttúruöflin eru órannsakanleg
og óútreiknanleg og kjaraviðræðm
líkjast einmitt náttúrunni að því
leyti að þær fara hvorki eftir lög-
málum né formúlum.
Enda kemm í ljós að skýringin á
forgöngu þessara tveggja stétta
þjóöfélagsins á sér eina og einfalda
skýringu. Formenn þessara sam-
taka eru hjón. Páll Halldórsson er
formaður náttúrufræðinga og Sól-
veig Ásgrimsdóttier er formaðm
sálfræðinga. Þau hafa verið gift í
tuttug og fimm ár og tala þess
vegna stundum saman en segjast
samt ekki hafa vitað af því að hinn
makinn hefði vísað sinni deilu til
saksóknara!
Er til betri vitnisburöur um ást-
ir samlyndra hjóna? Er til betri
sönnun á gildi einnar hugsunar og
áhrif góðs hjónalífs en einmitt
þessi tilviljun að þeim dettm það
sama í hug á sömu stundu án þess
að þurfa einu sinni að tala um það
sín í milli!
Já, tilviljun er það, vegna þess
að Páll neitar því algjörlega að
hafa rætt þessi þáttaskil í kjaravið-
ræðum náttúrufræðinga við for-
mann sálfræðinga, konu sína Sól-
veigu. Þau eru bara svona sam-
stiga! Tilviljunin stafar af huglægri
návist tveggja einstaklinga sem
hugsa eins, þótt þeir komi úr ólík-
um áttum sálfræðinnar og náttúru-
vísindanna.
Gleymum því ekki að stéttabar-
áttan á íslcmdi hefm beðið skipbrot
á siðustu árum vegna ósamlyndis
og ólíkra viðhorfa frá einni stétt til
annarrar. Þess vegna er það óneit-
anlega nýr og óvæntm styrkm í
kjarabaráttunni að hafa svona
samstiga hjón sem sameina laun-
þegahreyfinguna og láta hana
ganga í takt. Alveg óvart!
Þegar það verða ómeðvituð við-
brögð samrýmdra hjóna að slíta
viðræðum eða boða verkfoll í þágu
allrar verkalýðshreyfingarinnar er
það hjónasvipminn sem ræðm, þá
eru það sterk tengsl fólks sem búið
hefur saman í aldarfiórðung og
stýrir kjarabaráttunni sem mestu
valda.
Slíkur hjónasvipm er ómetan-
legm. Og þetta er ekki vegna þess
að viðkomandi hjón geta ekki talaö
saman heima hjá sér, heldur
einmitt af því að þau þurfa ekki að
tala saman til að ganga sömu
ósjálffáðu skrefunum í átt til ríkis-
áttasemjara í þágu verkalýðsins,
sem hingað til hefm ekki skÚið eða
metið mátt hjónabandsins og ástir
samlyndra hjóna.
Hjónasvipurinn á Páli og Sól-
veigu á eftir að valda kaflaskiptum
í sögu verkalýðsbaráttunar.
Dagfari