Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Utlönd
Byssumenn ekk-
ert hættulegri
en golfarar
Filippus prins, drottningarmað-
ur á Englandi, reitti andstæðinga
byssueignar til reiði í gær með því
að halda því fram að byssuáhuga-
menn væru hreint ekkert hættu-
legri en golfleikarar.
Drottningarmaður sagði í viðtali
við BBC-útvarpið að hann teldi
ekki að ný bresk lög sem banna
flestar skammbyssur yrðu til þess
að draga úr glæpum.
„Ég trúi ekki að félagar í skot-
klúbbum séu neitt hættulegri en fé-
lagar í golfklúbbum eða öðrum,“
sagði prinsinn. „Ég fæ ekki séð að
lögin komi i veg fyrir að glæpa-
menn nái sér í byssur."
Nýju lögin voru samþykkt í kjöl-
far fjöldamorðanna í Dunblane í
Skotlandi. Reuter
Samningaviöræöur hafnar við skæruliöana í Perú sem halda hundruð gísla:
Erlendir sendiherrar
flytja skilaboö á milli
Samningaviðræður fara nú fram
milli vinstrisinnaðra skæruliða og
fulltrúa stjórnvalda í Perú til að
binda enda á gíslatökuna í embættis-
bústað japanska sendiherrans í höf-
uðborginni Lima.
Anthony Vincent, sendiherra
Kanada, sagði fréttamönnum fyrir
utan sendiherrabústaðinn að hann og
þrír aðrir diplómatar, sem skæruliðar
hefðu valið sem milligöngumenn í
samningaviðræðunum, hefðu flutt
samningamanni ríkisstjórnarinnar,
Domingo Palermo Cabrejos mennta-
málaráðherra, boð frá skæruliðum.
„Það verður haldið áfram með
morgninum," sagði Vincent í nótt.
Skæruliðamir, sem tilheyra sam-
tökunum Tupac Amaru byltingar-
hreyfingunni (MRTA), sem sækir
standa undir
nafni!
VÍSA
EURO og VISA raðgreiðslur
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
-fetiframar
Umboðsmenn:
Reykjavfk: Hagkaup. Byggt& Búið, Kringlunni.Magasín. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir,
HeH'ssand'. Guðm E. Hallgrímsson, Grundarfirði.Versun Einars Stefánssonar, Búðardal. Heimahomið, Stykkishólmi. Vestfiröir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði.
Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Skagfirðingabúö.Sauöárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Lóniö, Þórshöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson.Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu.
Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfirði.
Starfsmenn Rauöa krossins við matar- og vatnsbirgöir sem gíslunum í jap-
anska sendiherrabústaönum í Lima í Perú voru fluttar í nótt. Símamynd Reuter
hugmyndafræði sína til Kúbu, hafa
hótað að drepa mörg hundruð gísla
sem þeir hafa á valdi sínu nema
stjórnvöld láti allt að 500 félaga
þeirra lausa úr fangelsi. Þeir leggja
þó mesta áherslu á að leiðtoga þeirra,
Victor Polay, sem var handtekinn
1992, verði sleppt. Skæruliðarnir
slepptu tíu gíslum lausum í gær en
höfðu áður látið mn 80 manns fara,
konur og eldra fólk,
Skæruliðamir, sem réðust til at-
lögu gegn sendiherrabústaðnum á
þriðjudagskvöld, hvöttu Alberto Fu-
jimori, forseta Perús, til að taka per-
sónulega þátt í viðræðum um lausn
gíslanna. Meðal þeirra eru utanríkis-
ráðherra landsins og landbúnaðar-
ráðherra og að minnsta kosti tólf
sendiherrar frá Asíu, Evrópu og Am-
eríkuríkjum.
Yukihiko Ikeda, utanríkisráðherra
Japans, hélt áleiðis til Lima í morgun
til að aðstoða við að tryggja lausn
þeirra 484 gísla sem enn era í sendi-
herrabústaðnum.
„Staðan er erfið en okkur er mikið
í mun að gíslarnir verði látnir lausir
heilir á húfi og við munum gera okk-
ar besta til að skjót og friðsamleg
lausn fmnist,“ sagði Ikeda við frétta-
menn.
Matur og vatn flutt í sendi-
herrabústaðinn
Skæruliðarnir sögðu fréttamönn-
um í gær að þeir hefðu lagt sprengju-
gildrur við innganginn að sendiráð-
slóðinni til að verjast hugsanlegri
innrás lögreglunnar.
Klukkustundu eftir að Vincent
sendiherra og öðrum gíslum var
sleppt úr prísundinni í gær fóru
starfsmenn Rauða krossins inn í
bygginguna með mat, vatn og rönt-
genmyndavél. Stærstu mannréttin-
dasamtök Perús sögðust hafa fengið
orðsendingu um að heilsu sumra
gíslanna væri stefnt í voða.
Perúski kvikmjmdatökumaðminn
Juan Victor Sumarriba, sem fékk
leyfi skæruliða til að fara inn í bygg-
inguna, sagði þegar hann kom út að
gíslarnir fengju að ganga um og
rabba saman að vild.
Spennan jókst til muna síðdegis í
gær þegar skæruliðar settu stjórn-
völdum úrslitakosti um að þeir
mundu drepa utanríkisráðherrann
nema Fujimori forseti tæki þátt i
samningaviðræðunum. Þeir gerðu þó
ekkert úr hótunum sínum þegar
fresturinn var liðinn.
„Eina lausnin á þessu er pólitísk,"
sagði Walter Loayza, einn skærulið-
anna, og bætti við að þeir vildu fá far-
artæki fyrir sig og félaga sína sem
yrði sleppt til að fara til svæða upp-
reisnarmanna í frumskógum landsins.
Talsmenn skæruliðanna sögðu að
þeir hefðu ráðist á japanska sendi-
herrabústaðinn til að mótmæla af- j
skiptum japanskra stjórnvalda af
stjórnmálum í Perú. Fujimori forseti
er sonur japanskra innflytjenda.
í perúska dagblaðinu La Republica
í morgun sagði að skæruliðar hefðu
komist inn á lóð sendiherrabústaðar-
ins um jarðgöng og að bróðir forset-
ans væri meðal gíslanna. Það hefur
þó ekki fengist staðfest.
Árás skæruliðanna er mikið áfall
fyrir stjórn Fujimoris, sem hafði lýst
yfir sigri í 16 ára stríði sínu við
skæruliða, bæði MRTA og maóista-
hreyfinguna Skínandi stíg. Reuter
FBI handtekur
eigin mann
fyrir njósnir
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
handtók í gær einn af mönnum sin-
um, Earl Edwin Pitts, sem grunaður
er um að hafa selt Rússum leynileg
skjöl frá árinu 1987. Er talið að
hann hafi fengið um 224 þúsund
dollara fyrir skjölin eða um 15 millj-
ónir íslenskra króna.
Fylgst var með Pitts i 16 mánuði
áður en hann var handtekinn. Þeir
sem fylgdust með honum þóttust
vera rússneskir njósnarar. Þeir
nutu einnig aðstoðar fyrram rúss-
nesks embættismanns hjá Samein-
uöu þjóðunum sem gekk til liðs við
FBI.
Þetta er annað njósnamálið sem
skekur Washington og Moskvu á
einum mánuði. í nóvember síðast-
liðnum handtók FBI starfsmann
bandarisku leyniþjónustunnar, CIA,
vegna meintra njósna fyrir Rúss-
land.
Gransemdir FBI um að allt væri
ekki með felldu vöknuðu eftir að
ýmsar aðgerðir fóra út um þúfur.
Fjármál Pitts vöktu meðal annars
grunsemdir. Reuter