Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 Spurningin Hver er uppáhaldstón- listarmaöur þinn? Sigurþór Einarsson nemi: Kurt Cobain. Louisa Isaksen nemi: Þeir í Oasis. Helga Steingrímsdóttir nemi: Damon Albarn. Kristín Emilia Ingibergsdóttir nemi: Líka Damon Albam. Jóhanna Eyvindsdóttir nemi: Páll Óskar, ekki spurning. Sigrún Waage nemi: Það er Páll Óskar. Lesendur Magnús Leópoldsson beðinn afsökunar Birgir Sigmimdsson rannsókn- arlögreglum. skrifar: Sá sem þessar línur ritar gerir það í þeim tilgangi að biðjast af- sökunar. Afsökunar á ómaklegum ummælum í garð manns, sem síst af öllu hefði átt skilið að starfandi rannsóknarlögreglumaður léti frá sér ummæli sem betur hefðu aldrei verið sögð. Ég geri mér grein fyrir því nú að kjallaragrein sú sem ég ritaði og birtist í DV þ. 10. des. sl. fjallaði á margan hátt mjög svo ómaklega um þá hryllilegu lífsreynslu sem Magnús Leópoldsson varð fyrir 1976, þegar hann, að ósekju með öllu, lenti i einhverju mesta réttar- farsslysi sem orðið hefur á síðari tímum hér á íslandi. - Til að fyrh- byggja allan misskilning, tek ég fram að greinina ritaði ég að öllu leyti á mína ábyrgð, án nokkurs samráðs við aðra, hvorki lögreglu- menn né aðra. Eftir á að hyggja er mér einnig ljóst að vangaveltur mínar um til- efni útgáfu þessarar bókar eru í besta falli mjög ósmekklegar, en þó öllu frekar ómakleg og ósæmileg aðdróttun gagnvart Magnúsi Leó- poldssyni. Það var ekki meining mín að Magnús vildi gera ógæfu sína að féþúfu. Fjarri því. - Það ' var heldur ekki meining mín að gera lítið úr þehri þjáningu sem Magnús og fjölskylda hans hefur mátt líða í 20 ár og alhæfingar um efni bókarinnar og innihald í þá veru því engan veginn við hæfi. Mér hefur nú orðið ljóst, betur en áður, að þeir atburðir, sem á ár- inu 1976 urðu til þess að Magnús Leópoldsson og 3 menn aðrir urðu Ekki meining min að Magnús vildi gera ógæfu sína að féþúfu, segir Birgir m.a. í bréfinu. - Magnús Leópoldsson ásamt höfundi bókarinnar Saklaus f klóm réttvísinnar. fyrh þehri ógæfu að vera lokaðir saklaush með öllu í einhverjum þeim andstyggilegustu vistarver- um sem ég hef séð, eru ekki á mínu færi um að fjalla, svo sann- gjamt megi vera. Það er engan veginn ætlun mín með þeirri vanhugsuðu grein sem birtist í DV þann 10. des. sl. að valda Magnúsi Leópoldssyni og fjölskyldu hans meiri sársauka en orðið er. - Ég vil biðja Magnús og fjölskyldu hans, sem ég veit að ég hef sært, afsökunar. Brottflutningur lækna og fleiri faglæröra Margrét skrifar: Ég er ekki undrandi á því að fær læknir eins og Þórir Ragnarsson skuli fara úr landi. Ég hef kynnst Þóri lítillega sem sjúklingur hans og finnst mér hann mikill öðlings- maður er vinnur gríðarlega erfitt starf. Ég fór til hans með erfitt brjósklos og hann bjargaði mér með því að senda mig i rétta meðferð og losnaði þannig við uppskurð. Nú getum við íslendingar farið að senda sjúklinga til Bandaríkj- anna í þær sérhæfðu heilaaðgerðh sem Þórh gerði og þær kosta marg- ar milljónh króna þar í landi. Á meðan sóum við milljörðum króna á hverju ári 1 ónýtt landbúnaðar- kerfi og sendum beingreiðslur til bænda upp á allt að 400 þús. kr. sem eru tvöfóld laun Þóris Ragnarsson- ar. Verði blaðinu ekki snúið við munum við missa allt okkar besta fólk til útlanda. Atgervisflótti mun halda áfram og við hin, sem erum með litla menntun, getum setið hér áfram á skerinu og þegið sömu lús- arlaunin. Ég spyr að lokum: Hvar er þetta góðæri sem stjómmála- menn em að tala um þessa dagana? Það er ekki hjá hinu venjulega launafólki sem uppsker sífellt minna vegna kostnaðarhækkana, skattahækkana og fasteignagjalda, hækkana á lánum og verðbótum. Og fáum við hærri laun þá hækkar lánskjaravístitalan með og hún hækkar líka samhliða verðhækkun- um á grænmeti! Það er því ekki furða þótt fólk flýi héðan í stómm hópum. Sjónvarpið ekki ríkisútvarp, - bara léleg afþreying Magnús Guðjónsson skrifar: Engin ástæða er fyrir mennta- málaráðherra né útvarpsráð að vera með frekari vangaveltur um hvort einkavæða eigi Ríkisútvarp- ið eða ekki. Þræða má gullinn milliveg í þeim efnum. Halda út- varpinu (hljóðvarpi) í ríkisrekshi, þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringid í síma f , 550 5000 milli kl. 14 og 16 Dýrasti hluti Ríkisútvarpsins, Sjónvarpið, er með öllu mislukkað, segir m.a. í bréfinu. og þá á ég við rás 1 eingöngu, en selja eða einka- væða Sjónvarpið og rás 2. Menning- arhlutverk Ríkis- útvarpsins er ein- ungis að finna á rás 1, og hefur svo verið um margra ára skeið. - Sjón- varpið er einungis lélegt afþreying- arapparat, sem býður þó enga af- þreyingu. - Sama gildir um rás 2. Dýrasta rekstur Ríkisútvarpsins er að finna á Sjónvarpinu, og það er með öllu útilokað að það geti spjarað sig, hvað þá batnað. Hugs- anlegt að Sjónvarpið geti nýst einkaaðilum, sem selja að því að- gang og þá með breyttum áhersl- um. Sjónvarp yfirleitt, hversu gott sem er, getur aldrei orðið öryggis- tæki. Aðeins hljóðvarp getur gegnt því hlutverki. Það verður því að leggja hart að menntamálaráðherra og öðrum sem honum verða til ráðuneytis að fara þá leið að færa Sjónvarpið og aukarásir úr ríkisrekstri, aðrar en rás 1, sem verði haldið uppi af rík- inu enn um stund a.m.k. Oryrkjar sem gyðingar þriðja ríkisins Þórunn skrifar: Samkvæmt ákvörðun SVR og borgaryfirvalda eiga öryrkjar að sýna frá 1. febrúar nk. sérstök skírteini með mynd í hvert sinn er þeir borga í shætó. Mér finnst þetta niðurlæging í okkar garð. Fólk sýnir okkur nú þegar fyrir- litningu þegar vagnstjórar krefja okkur um örorkuskírteini. Þetta jaðrar að minu mati við kynþátta- fordóma í Þýskalandi á shíðsár- unum. Hvers vegna erum við bara ekki látin bera merki um arminn eins og gyðingamir forðum eða stimpil á enninu til að niðurlægja okkur enn frekar? Ég hvet borgar- stjórann til að láta sig málið skipta. Gunnar Smári og rithöf- undarnir Helga Sig. hringdi: Mér þykir hann Gunnar Smári Egilsson hafa komið við kaunin á rithöfundunum okkar. En Gunnar Smári fer þama með réttlætismál þegar hann ræðir um úthlutun úr rithöfundasjóðnum til manna sem selja metsölubækur sínar ár eftir ár. En svo þarf líka að taka á út- hlutun til listamanna yfirleitt úr hinum sameiginlega sjóði lands- manna. Það er löngu tímabært að leggja þann ósið af og nú er tæki- færið í öllum niðurskurðinum hjá því opinbera. Akureyri á niðurleið? Hrönn skrifar: Mér þykir miður að heyra að Akureyri sé á hraðri leið niður í öldudalinn og tímaspursmál hvenær bærinn kemst á stig þurfalings sem nærist á spena einhverra Burðarásamanna og sægreifa að sunnan. KEA vhðist komið að fótum ham og fagnar hverjum skikanum og hlutnum sem það getur selt frá sér. Bæjar- lífið er, að mér er sagt, orðið svipur hjá sjón, allt framtak einkaaðila þrotið, þ.m.t. Amaroveldið sem var þar fyrr á dögum. Lítil verslun í miðbæn- um og fátt fólk á ferli á sama tíma og allar götur höfuðborgar- innar eru fullar af fólki. - Hvað hefur komið fyrh Akureyri sem eitt sinn var fiill af lifi og bar höf- uðið hátt? „Kannski, kannski“-fólkið Hjörleifur skrifar: Ég er ekki einn um að leggja kollhúfur þegar hlustað er á við- mælendur I ljósvakamiðlunum. Ég á hér við bæði útvarps- og sjónvarpsmenn og þá sem rætt er við, þegar þeir tuða sýknt og heil- agt á orðinu „kannski". - „Ég vil þá kannski nefna...“, segja þeir hver um annan þveran. Geta þeir ekki einfaldlega nefiit einhvem án þess að geta þess að þeh ætli „kannski" að nefna eitthvað? Hér er um að ræða bæði lærða og leika og þetta lýsir sér sem farald- ur í mæltu máli þessara manna. Er þetta hræðsla eða undhlægju- háttur? Hver kann svörin? Sakna jólaglöggsins Gísli Magnússon skrifar: Einkennilegt að jólaglöggið skuli hafa dottið niður. Mér býð- ur í grun að þar standi konur að baki. Mér fannst hátíðabragur yfh jólaglögginu og gott var að geta skotist inn efth vinnu á ein- hvern staðinn og söha jólaglögg áður en farið var heim í kvöld- matinn til konunnar. Jólahlað- borðin eru meiri háttar mistök og rándýr í þokkabót, þetta 3-4 þúsund á mann. - Slæm skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.