Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. Ekki bara Slobodan Ef stjómarandstöðu og stúdentum tekst með hjálp stéttarfélaga að fá framgengt niðurstöðum sveitarstjóma- kosninga í Serbíu, er lýðræðislegu réttlæti fullnægt í málinu. Menn munu gráta þurrum tárum, ef þeim tekst þar á ofan að hrekja Slobodan Milosevic frá völdum. Milosevic er óvenjulega ógeðfelldur leiðtogi, smjaðurs- fullur og kurteis í umgengni við fulltrúa vestrænna ríkja, en eindreginn áhangandi ofbeldis í Serbíu og öðr- um arfaríkjum Júgóslavíu. Enn verri er eiginkona hans, sem fer mikinn í skrifum og heimtar, að blóð renni. Milosevic á mikinn þátt í afmyndun þjóðarinnar. Hann fór um 1990 úr fótum kommúnismans, þegar þau vom ekki lengur við hæfi, og klæddist ofsafenginni þjóð- emishyggju í staðinn. Hann hafði sjálfur fomstu um að efna til blóðbaðs Serba í arfaríkjum Júgóslavíu. Ekki má hins vegar reikna með, að Serbía verði minna hættuleg umhveríi sínu, þótt annar hvor leiðtogi stjórnarandstöðunnar taki við af Milosevic. Þeir hafa báðir gælt við þjóðemisofstækið, sem einkennir stjóm- mál Serbíu, og gagnrýnt svik hans við Bosníu-Serba. Serbía er engu landi lík. Landið hafa flúið flestir lýð- ræðissinnar, sem það hafa getað. Meðal annars hafa menntamenn yfirleitt reynt að komast út úr þeirri mar- tröð ofstækis og ofbeldis, sem Serbía er orðin. Eftir sitja glæpamenn og þeir, sem ekki geta bjargað sér. Stúdentar í Serbíu em ekki líkir stúdentum annarra landa. Meðal þeirra geisar þjóðemisofstækið og ofbeldis- hyggjan, sem ríkisfjölmiðlar landsins hafa matað þjóð- ina á um nokkurra ára skeið. Þeir eru fráleitt neinir full- trúar vestræns lýðræðis, umburðarlyndis og mannúðar. í mótmælagöngum um götur Belgrað er ekki krafizt reikningsskila fyrir glæpi Serba gegn mannkyninu, sem þeir hafa framið í Bosníu, Króatíu og Kosovo. Á torg- fundiun em ekki gagnrýnd fólskuverkin, sem hafa gert Serba að viðurstyggð góðra manna um allan heim. Serbía er fjárhagslega, efnahagslega, menningarlega, félagslega og sálfræðilega í rúst. Allir búa þar við sult og seyru nema þeir, sem lifa á glæpum. Seðlabanki lands- ins hamast við að prenta verðlausa seðla og verðbólgan er stjómlaus. Hálf þjóðin er atvinnulaus. Svartamarkaðsbraskarar ganga um vopnaðir og ógna fólki. Sonur Milosevic-hjónanna fer með hirð sína í finum bílum og lætur eins og hann eigi heiminn. Sjálfsvirðing þjóðarinnar er horfin og hefur vikið fyrir ofbeldishneigðu þjóðemisofstæki og hatri á nágrannaþjóðum Serba. Undir kynda eins konar sagnfræðingar og sagnaskáld, sem útmála hremmingar, er forfeður Serba hafi orðið fyrir af völdum foríeðra nágrannaþjóðanna fyrir nokkur hundruð árum. Menningarlífið sjálft er mengað af of- stækinu. Radovan Karadzic er læknir og ljóðskáld. Ef íslendingar hugsuðu eins og Serbar, mundum við leita uppi Dani til að nauðga þeim og drepa þá út af ein- hverjum aldagömlum og bezt gleymdum atburðum í ís- landssögunni. Þetta dettur engum í hug, enda hefur þjóð- arsál íslendinga ekki krumpazt að hætti Serba. Bezta leiðin til að hafa hóf á vandræðum umheimsins af völdum Serbíu er að loka að nýju fyrir viðskipti og önnur samskipti við landið, draga til ábyrgðar þá leið- toga, sem í næst, svo sem helztu villimenn Bosníu-Serba, og hætta að líta á Milosevic sem lykil að lausn mála. Síðan kann tíminn að lækna Serbíu. En það koma eng- in blóm í haga, þótt stjórnarandstæðingar víki upphafs- manni ógnaraldarinnar á Balkanskaga frá völdum. Jónas Kristjánsson „Ekkert í íslensku skólakerfi haföi búiö mig undir kröfurnar," segir Árni m.a. í grein sinni og vitnar til erfiöleika sem íslenskir námsmenn þurfa gjarnan aö kljást viö þegar sest er i erlendar menntastofnanir. Menningaráfall Oft höfum viö gumað af því að standa okkur með afbrigðum vel í samanburði við erlendar þjóðir. Menningarlegt stolt okkar, að minnsta kosti hin seinni ár, hefur fengið fjálglega tjáningu í aðdáun á þeim íslendingum sem ná fót- festu í erlendu menningarlífi, hvort sem það eru rithöfundar, ballettdansarar, dægurtónlistar- frömuðir eða flytjendur sígildrar tónlistar. Og vissulega eiga slíkir ein- staklingar hrós skilið. En mat okk- ar á þeim og framlagi þeirra á ræt- ur í djúpstæðri minnimáttar- kennd, sem meðal annars lýsir sér í vanmati á þeim sem erja akurinn hér heima. Gleymum veröleikunum Við stærum okkur af Björk og Kristjáni Jóhannssyni, líkt og við stærðum okkur af Jóni Páli, Lindu Pé og Hófi á seinasta áratug. Við skoðum menningarafrek sem framlag til kroppafegurðarkeppni. Áður en Björk varð heimsfræg að verðleikum vildum við hins vegar sem minnst af henni vita. Eft- ir að Kristján Jó- hannsson hlaut sinn verðskul- daða frama sitj- um við um hvert tækifæri sem gefst til þess að rífa hann og rykti hans niður, síðast vegna sýningar- launa í Þjóðleikhúsinu. Sá sem nær að hefja sig upp úr meðal- mennskunni nýtur óttablandinnar virðingar í bláma fjarlægðar, en hér heima fær hann að kenna á miskunnarlausri öfund meðal- skussans. Á sama hátt höfum við gumað af því námsfólki sem nær af- bragðsárangri við er- lendar menntastofnan- ir og stærum okkur af íslenskum læknum og vísindamönnum sem skara fram úr erlend- is, en höfum alveg gleymt að launa þeim að verðleikum. Þess vegna er atgervisflótt- inn orðinn þjóðar- skömm. Þjóösagan Sú þjóðsaga hefur kviknað að íslenska námsfólkið njóti sér- stöðu. Það eigi frábært alhliða undirbúnings- nám í íslenskum fram- ________ haldsskólum að baki, auk þess að hafa átt náið samneyti við þá atvinnuvegi sem efnahagur landsins byggist á. Það hefur ekki málað sig út I hom sérhæfingar, eins og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum hafa þegar Kjallarinn Arni Ibsen rithöfundur „Sá sem nær að hefja sig upp úr meðalmennskunni nýtur ótta- blandinnar virðingar í bláma fjar- lægðar, en hér heima fær hann að kenna á miskunnarlausri öf- und meðaiskussans.“ gert við upphaf háskólanáms. - í stuttu máli, það er ekki orðið aö „fagidíótum", eins og það er kall- að. Ég held að skýringin geti naum- ast verið alveg svona einfóld. Að minnsta kosti ekki í ljósi nýjustu fregna af ástandi skólamála okkar. Þegar ég settist í erlendan há- skóla fyrir aldarfjórðungi varð ég fyrir alvarlegu menningaráfalli. Ég hygg að íjöldi ís- lenskra námsmanna erlendis hafi reynt eitthvað svipað, en þó höfum við alveg látið vera að ræða þessi mál. Álagið erlendis í hverju fólst áfallið? í stuttu máli: Ég kunni ekkert. Ég hafði hlotið verðlaun á stúdentsprófi fyrir kunnáttu í því tungumáli sem ég ætlaði að nema á há- _________ skólastigi. Innan um nýja skólafélaga og á meðal nýrra læri- meistara var ég ómálga. Ég skildi nánast ekkert. Fyrirlestrar fóru fyrir ofan garð og neðan þar sem mig skorti allan undirbúning und- h’ slíkt nám. í daglegum samskiptum við skólafélaga og kennara var ég eins og rati. Þetta voru þó smámunir hjá þeirri uppgötvun að ég kunni engin vinnubrögð, ég kunni hvorki aö lesa né skrifa ritgerðir. Ég hirði ekki um að tíunda hversu mikill eftirbátur skólafélaga minna ég var á ýmsum öðrum sviðum, eins og til dæmis því að kunna að meta fagrar listir og sí- gilda tónlist. Ég varð að viður- kenna með sjálfum mér að ég væri af þjóð sem væri vanþróuð að því er varðar mat á verðmætum. Þegar leið að lokum fyrstu nám- sannar var ég hreint að krebera af álaginu. Ekkert í íslensku skóla- kerfi hafði búið mig undir kröf- umar. En að gefast upp? Nei, eins og svo margir aðrir, beit ég á jaxl- inn og hóf lífróður til lokaprófs. Ámi Ibsen Skoðanir annarra Framfærslustyrkur listamanna „Af hverju er það í verkahring Alþingis að ákveða hvaða listamenn á að verðlauna sérstaklega til ævi- loka? Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar? Hvers vegna eru heiðurslaun í sumum tilvikum veitt mönnum á besta aldri sem gegna hálaunastörf- um meðan aldraðir listamenn sem búa við kröpp kjör eru sniðgengnir? Er um að ræða opinbera við- urkenningu eða framfærslustyrk?...Alþingi á að setja þjóðinni lög, en ekki ákveða hverjir eru góðir listamenn." Úr forystugrein Alþbl. 18. des. Myntbandalag Evrópu „EMU mun hafa áhrif á ísland, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Hér þurfa að fara fram um- ræður um hvort það sé verjandi í ljósi hagsmuna ís- lensks efnahagslífs að ísland standi utan evró-svæð- isins eða hvort við eigum að tengjast hinum sameig- inlega gjaldmiðli og þá með hvaða hætti. Hið vænt- anlega myntbandalag setur umræður um afstöðu ís- lands til Evrópusambandsins í nýtt ljós...Flest bend- ir til að á kjörtímabili þess Alþingis, sem nú situr, muni þessar viðræður hefjast." Úr forystugreinum Mbl. 18. des. Skuggahliðar bókamarkaðar „Það er fagnaðarefni að bækur skuli seldar með kartöfluafslætti við hliðina á þvottaefni í stórmörk- uðum. Bókaverð mátti viö því að lækka. Skuggahlið- in á því máli er hins vegar að til lengri tíma litið eru fáveldiskóngarnir á gúllasmarkaðnum komnir í út- hlutunarráð afslátta og markaðssetningar, og með meirihluta í stjóm metsölulistanna. Fyrir höfúnda og forlög er slæmt að stýra bóksölunni inn á fáa titla með tilboðum. Fyrir neytendur er vont að kjörbúða- menn velji úr stöku titla sem þeir bjóða með miklum afslætti. Stefán Jón Hafstein í Degi- Timanum 18. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.