Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 15 Beingreiðslur til bænda Undanfarna daga hefur farið fram hörð og að ýmsu leyti vill- andi umræða um beingreiðslur ríkisins til sauðfjár- og kúabænda, nú síðast með umfjöllun SÁ i DV þriðjudaginn 10. desember sl. Þar eru beingreiðslur ræddar í sam- hengi við atvinnuleysisbætur sem bendir til þess þankagangs blaða- mannsins að um hliðstæðu sé að ræða. Svo er auðvitað ekki. Breytt með samningum Beingreiðslurnar eiga sér rætur í niðurgreiðslum á kjöti og mjólk- urvörum sem teknar voru upp á 5. áratugnum til að lækka búvöru- verð í tengslum við kjarasamn- inga. Þær voru greiddar mjólkur- samlögum og sláturhúsum og komu þannig til lækkunar á heild- söluverði. Kerfinu var síðan breytt með samningum bænda og ríkisvaldsins 1991 og 1992 og þá byrjað að greiða niðurgreiðsluféð beint til bænda. Á sama tíma voru afnumdar útflutningsbætur á búvörar en það skref hefur engin nálæg þjóð stigið, enn í dag. Bein- greiðslurnar koma á sama hátt og niðurgreiðslur áður til lækkunar á verði búvar- anna. Þetta greiðslufonn átti hins vegar að tryggja betri nýtingu fjár- muna en það er jafnframt gagn- særra og í takt við þróun á hlið- stæðum stuðningsgreiðslum í öðr- um löndum. Það er mikill misskilningur sem skynja má af umræðunni nú, að „Ekkert ríki Evrópu hefur dregið eins úr framlögum til landbúnaðar á síðustu árum og ísland," segir greinarhöf- undur. „Þetta greiðsluform átti hins vegar að tryggja betri nýtingu fjármuna en það er jafnframt gagnsærra og í takt við þróun á hliðstæðum stuðningsgreiðslum í öðrum löndum.u Islendingar einir þjóða styrki sinn landbúnað með niðurgreiðslum. Það gera allar vestrænar þjóðir, þótt með mismunandi móti sé. Samkvæmt mati OECD á heildar- stuðningi, þar sem jafnframt er metin svokölluð markaðsvemd, erum við íslendingar í flokki með Norðmönnum, Finn- um, Svisslendingum og Japönum. Ekki mælikvaröi á launatekjur Ekkert ríki Evrópu hefur dregið eins úr framlögum til land- búnaðar á síöustu árum og Island, en hér hafa stuðningsgreiðsl- ur lækkað yfír 40%. Á sama tíma hefur verð- lag búvara yflrleitt staðið í stað eða lækk- að, sem á drjúgan þátt í þeim stöðugleika sem ríkt hefur. Allt eru þetta staðreyndir sem liggja fyrir ef Kjallarinn Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtakanna menn vilja kynna sér málin og skoða af sanngirni. Að síðustu þetta. Beingreiðslurnar eru ekki mælikvarði á launatekjur. Þær bera uppi hluta af rekstr- arkostnaði á kúa- og sauöfjárbúum og eru því eðlilega misháar eftir því hvort búið er hlutastarf eins manns eða stórbú sem fleiri fjölskyldur standa að. Til að rannsaka tekju- misrétti innan bændastéttarinnar verður að finna aðra mælikvarða. Sigurgeir Þorgeirsson Áfram saklaus í klóm réttvísinnar? Einn herlegur rannsóknarlög- reglumaður hefm- tekið að sér að „rannsaka" bók sem ég skrifaði um 105 ömurlega daga Magnúsar Leópoldssonar í einangrun í Síðu- múlafangelsi árið 1976. Eins og vænta mátti af „skýrslu" rannsóknarlögreglu-. mannsins, sem er birt í DV 10. þ.m., er ég sekur um sitt lítið af hverju og er nú best að biðja guð að hjálpa sér, varla gerir réttvísin það frekar en fyrri daginn. Birgir spyr... Þessi rannsóknarlögreglumaður heitir Birgir Sigmundsson. Hann tekur fram í „skýrslunni" að hann hafi ekki verið starfandi á vett- vangi lögreglumála á umræddum dögum og í ljósi þess telur hann sér fært að hafa sjálfstæða skoðun á efni bókar minnar, Saklaus í klóm réttvísinnar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að best muni að spyrja nokkurra spurninga og spyr sjálfan sig því ekki hef ég verið kallaður í yfírheyrslur hjá honum. Hann spyr hvort bókin sé skrifuð til að Magnús og fjöl- skylda mættu að henni útgefinni anda léttar og líða betur, laus við ok þeirra minninga sem hljóti að búa með þeim. Hann spyr hvort bókin hafi ver- ið skrifuð til að benda á það rang- læti sem Magnús „eftir á að hyggja“ varð óneitanlega fyrir og þá væntanlega til að slíkt hendi ekki á ný. Hann spyr hvort hún hafi verið skrifuð sem ,jólabók“ til að seljast í þágu þeirra sem að henni standa. Reyna skal ég að svara rann- sóknarlögreglumanninum, en það er hins vegar spurning hvort það dugi, maðurinn er þegar búinn að finna mig sekan um nokkur atriði í þessu slæma máli. Hrokafull skrif Bókin var skrifuð af þeirri ástæðu einni að segja frá skelilleg- um mistökum svokallaðrar rétt- vísi í þessu landi, mistökum sem sett vora í hendur rannsóknarlög- reglumönnum, rétt eins og þegar spilum er útdeilt til manna við grænt spilaborð. Þeir byrja að spá í spilin og spá í andlit mótspilar- anna, segja síðan grand eða nóló en enda svo á því að segja bara pass allt umhverfls borðið. Að spili loknu sitja þeir berrassaðir og blankir með mannorð sitt sem spilamanna kerfisins í klessu, hverfa svo út í nóttina sem geym- ir þá það lengi að almenningur gleymir nöfnum þeirra. Rannsóknarlögreglumaðurinn virðist vilja að nöfn spilamann- anna í örlagaspilinu 1976 verði geymd í nóttinni, eins og hún geymir til þagnar mörg mannanna mistök. Að fórnarlamb vitlausrar spilamennsku fyrir 20 árum leyfl sér að skýra frá líðan sinni og sinna vegna þessara lögregluað- gerða passar ekki í kramið. Rann- sóknarlögreglumenn eiga áfram að fá að standa stoltir í framvarða- sveit réttlætis á íslandi, jafnvel þó allur vindur sé úr gunnfánum þeirra. Mennirnir sem við sögu komu eru enn flestir við störf og hafa ekki lært að skammast sín fyrir mistökin, hvað þá að þeir hafl mennsku til að viður- kenna þau og biðjast afsökunar. Hrokinn í skrifum Birgis rannsóknar- lögreglumanns kem- ur mér satt að segja á óvart. Hroki hans lýs- ir sér í þvi að gera lít- ið úr efni bókarinnar og um leið líðan Magnúsar þessa 105 daga, svo og afleiðing- unum sem hafa þjak- að hann og fjölskyldu hans öll þessi 20 ár sem liðin era síðan rannsóknar- lögreglumenn ólmuðust við að finna lausn á Geirfinnsmálinu, hlaupandi upp til handa og fóta í hvert sinn sem unga fólkið, sem tengdist sjálfu Geirfinnsmálinu, leysti frá skjóðunni á nýjan hátt við nýjar yfirheyrslur. Að Birgir Sigmundsson rann- sóknarlögreglumaður skuli skrifa þessa grein eykur ekki traustið á stétt hans. Ég skal upplýsa hann um það að ég var ekki að reyna að skrifa fyndna bók eða skemmti- lega. Ég get því vel unað áliti Birg- is, að bók mín sé „hundleiðinleg" og mér hafl tekist að setja mitt „mark svo mjög á allan texta, að hugleiðingar sem eiga að vera Magnúsar eru skelfllega Jónasar- legar, svo ekki sé meira sagt“, eins Birgir skrifar. Ekki árás á einn eöa neinn Ég er auðvitað feginn að texti minn er ekki merktur t.d. Megasi, Matthíasi Johannessen eða Bubba Morthens, ég er feginn að ég skuli hafa persónulegan stíl sem því miður pirrar þennan rannsóknar- lögreglumann, sem þó viðurkenn- ir í lok „rannsóknar" sinnar á bókinni að „ætíð er best að vera vitur eftir á“. Það er nú gott og blessað, en afsakar ekki stað- reyndir sem fjallað er um í bókinni. . Það álit Birgis rann- sóknarlögreglumanns að ef það hefur verið markmið Magnúsar Leópoldssonar „að koma höggi á við- komandi rannsóknar- lögreglumenn per- sónulega, hefði verið málefnalegra að beina gagnrýni að viðkomandi yfirvöld- um og stofnunum, sem og þáverandi réttarfari, þótt slíkt hefði vissulega dregið úr sölumöguleikum bókarinnar“, er eins og vindhögg gamals gapuxa. Bókin er ekki hugsuð sem árás á einn eða neinn, bókin er meira að segja frekar mild frásögn af mistökum rannsóknarlögreglu- manna sem störfuðu fyrir „yfir- völd og stofnanir" og stóðu um leið vörð um „þáverandi réttarfar" árið 1976. Hún er saga blásaklauss manns sem að ástæðulausu var tekinn úr umferð og læstur inni í klefa við ömurlegar aðstæður. Að starfandi rannsóknarlögreglumað- ur skuli birta niðurstöður af „rannsókn" sinni á bókinni í DV fær mann til að óttast að maður geti átt von á nánast hverju sem er frá þessum fulltrúum réttvísinnar í landinu. Að rannsóknarlögreglumenn hafi áhyggjur af þeim staðreynd- um sem lýst er í bókinni er ofur skiljanlegt, en að eins konar full- trúi þeirra geysist fram með slík- um hroka er skelfmg sorglegt. Jónas Jónasson „Að spili loknu sitja þeir berrassað- ir og blankir með mannorð sitt sem spilamanna kerfisins í klessu, hverfa svo út í nóttina sem geymir þá það lengi að almenningur gleym- ir nöfnum þeirra.“ Kjallarinn Jónas Jónasson útvarpsmaöur og rithöfundur Jóhann Siguijóns- son, formaöur ís- lensku samninga- nefndarinnar. Me6 og á móti Kvótaskipting á norsk- ís- lenska síldarstofninum Tímamóta- samkomulag „Þessi fiskistofn, sem er sá stærsti á N-Atlantshafi, hrundi fyrir um 30 árum vegna ofveiða fyrst og fremst og það hefur tekið langan tíma að byggja hann upp í þá stærð sem hann er kom- inn í. Þessi stofn var á árum áður mik- ið inni í ís- lenskri lögsögu en hefur ekki að nýju tekið upp þá háttu að nokkru marki en það tengist stofnstærð og samansetningu stofnsins. Það var fyrst og fremst stóra síldin sem gekk á íslandsmið og aðeins með stífri stjórnun veiöanna era líkur á að þetta endurtaki sig. Þess vegna var það grundvallaratriði nú að koma heildarstjóm á veið- arnar þar sem allir sem veitt hafa úr stofninum koma að málinu. Is- land á mjög mikið undir þvi að stofninn taki upp fyrra göngu- mynstur og hagsmunir okkar í þessu máli eru því mjög miklir. Samkomulagið sem náðist tel ég vera tímamótasamkomulag og forsenda þess að markmiðum um uppbyggingu stofnsins verði náð. Með þessu samkomulagi var líka einungis verið að ákveða afla- mark fyrir árið 1997 en euk þess er enn í gildi samkomulag fjög- urra strandríkja um víðtækari skirskotun um hvernig beri að standa að verndun, stjórn veiða, rannsóknum og nýtingu stofnsins í framtíðinni. Það er okkur mjög mikilvægt því þar er ákvæði sem segir að verði breyting á út- breiðslu síldar á komandi árum muni aðilar leggja rannsóknir til grundvallar ákvörðun aflahlut- deildar. I samkomulaginu nú fengum við aðgang að norskri lög- sögu en þar veiðist hágæðasíld til manneldis sem er stórt atriði." Hnefarétti beitt „Sá hluti samningsins sem snýr að Evrópusambandinu er al- gjörlega óásættanlegur þótt það sé í sjálfu sér ánægjuefhi að nú verði reynt að halda utan um þennan stofh og gæta þess að hann verði ekki ofnýttur. Hitt er annað að frekja og yf- irgangur Evr- ópusambands- ins setur svart- an blett á þetta. Sambandið not- aði hnefarétt- inn til að ná þessu fram og er afls ekki treystandi til að halda sig við það magn sem það fékk í sinn hlut. Skip þeirra eiga eftir að fara langt fram úr þessari tölu og það er mesta áhyggjuefnið. Það verð- ur að leggja allt í sölurnar til að hafa eftirlitið með skipum Evr- ópusambandsins eins öflugt og nokkur möguleiki er á. Það er fylgst mjög grannt með veiðum okkar og þess gætt að við fórum ekki eitt tonn fram yfir heimildir og á sama tíma er ekkert eftirlit með öðrum. Evrópusambandið fær 125 þúsund tonn og ég óttast að það muni taka að minnsta kosti þrefaldan þann afla. Það er stórmál fyrir okkur að haldið verði utan um þennan stofn og hann fái að þróa og vaxa, hann á eftir að koma inn í okkar lögsögu og það gerði okkar samnings- stöðu mun sterkari. Núna var hnefaréttinum beitt, enginn sögu- legur veiðiréttur var fyrir hendi en Norðmenn voru ótrúlega fljót- ir að gefa eftir.“ -gk Sverrir Leósson, utgerðarmaöur á Akureyrl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.