Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 17
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 17 DV Fréttir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, um lífeyrismálið: Höfum beðið eftir þessari stefnumót- un árum saman - í stjórnarsáttmálanum er talað um að samræma lífeyrisréttindi „Okkar viðbrögð við neikvæðri afstöðu forætisráðherra og fjármála- ráðherra við réttmætum kröfum okkar um jöfnun lífeyrisréttinda koma fram í umsögn okkar um frumvarpið. Staðreyndir málsins eru þær að I fjöldamörg ár hefur Al- þýðusambandið gagnrýnt þann mis- mun sem er á lífeyrisréttindum hér á landi. Þess vegna hefur verið beð- ið eftir því árum saman að stjórn- völd mótuðu stefnu til frambúðar í lifeyrismálum. Við lítum svo á að nú hafi stjórnvöld gert það með þessum samningi við sína starfs- menn. Það er okkar aðkoma að mál- inu,“ segir Grétar Þorsteinssón, for- seti Alþýðusambands íslands, um þá deilu sem upp er komin vegna mismunar i lífeyrisréttindum. Bæði forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafna kröfum um að félagar innan ASÍ fái sömu lífeyris- réttindi og opinberir starfsmenn fá með lögum sem taka gildi um ára- mótin. Þá verða lífeyrisiðgjöld opin- berra starfsmanna 15,5 prósent en félaga innan ASÍ10 prósent. Grétar Þorsteinsson segir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé talað um að samræma lífeyris- réttindi. „Við virðumst hafa mismunandi tilfinningu fyrir málkenndinni í þessu sambandi. í mínum huga er það ekki svo að þegar menn ætla að tryggja að eitthvað sé sambærilegt eigi bara að bera það saman, heldur að menn séu að tala um sömu hlut- ina, í þessu tilviki í lífeyrisréttind- um. Ég lít til að mynda ekki svo á að það sé sambærilegt að einn mað- ur hafi 100 þúsund krónur í laun á mánuði en annar 500 þúsund krón- ur. Það er hægt að bera þetta saman en það er ekki sambærilegt. Þetta er orðaleikur en það sem ég sagði áðan um jöfnun lífeyrisréttinda er megin- málið og það sem allt snýst um,“ sagði Grétar Þorsteinsson. -S.dór Nilfisk Silver 1906-1996 JUBILEE Jubil afmælisverð AFMÆLIS- MÓDEL I LÚXUS- króna Afmælisútgáfa í takmörkuðu upplagi, aðeins 100 stk í boði 5.000 afmælisafsláttur Nilfisk Silver /rúnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 UTFÆRSLU, FRAMLEIDD í TILEFNI 90ÁRA AFMÆLIS NILFISK Nilfisk Silver Sungið á sjúkrahúsi Kristilegt félag heilbrigðisstétta hefur með aðstoð tónlistarfólks úr Hjálp- ræðishernum heimsótt sjúkrastofnanir núna á aðventunni meö leik og söng fyrir sjúklinga og starfsfólk. Framtak þetta hefur verið vel þegið enda gott að fá smá snertingu af gleðiblæ og anda jólahátíðarinnar. Síðustu tónleikarnir af þessu tagi voru haldnir í Sjúkrahúsi ReyRjavíkur í byrjun vikunnar og var DV að sjálfsögöu á staðnum. DV-mynd Hilmar Þór LEIKJATOLVA SONY PLAYSTATION leikjatölva, sem er ein öflugasta otj vinsælasta leikjatölva heims Þrír tölvuleikir: Mickey's Wild Adventure, FIFA 96 og Theme Park NyOfiZ'fljWitX) /771 |f 1 II M I TTjTíji Laugavegi 96 • Sími 525 5066 PlaySration

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.