Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 18
18 gHMHI FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 OLNBOGABÖRN VERÐLAUNASAGA og aðrar úrvals sögur Nýjar óbirtar sögur Kransi Konungur kattanna Jólagjöf heilagrar Maríu Hlautfyrstu verðlaun í aiþjóðlegri samkcppni. Endurútgefnar sögur Dóttir Satans Hús ekkjunnar Ast og náttúra Himnabrúður Blóð, sviti og tár Lestu og njótlu írásagnargleði H ra fn 11 i ld a r Va I garðsd ótl u r. loiagjofin . til Ísíendinga eriendís . • . • -ciskriftað* daglegum fréttum * frá íslandi Faxfréttir úr fjölmiðlum eru fréttir frá íslandi og færa lesandanum á stuttu og aðgengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síðum, mánudaga til föstudaga, kl. 13 að íslenskum tíma. Fréttir___________________________________________________dv 20 þúsund krónur sem urðu að 1,2 milljónum hjá íslandsbanka: Samþykkjendur blankóvíxla eru varnarlausir - eina leiðin er að höfða endurkröfumál, segir forstöðumaður Bankaeftirlitsins Kona sem skrifaði upp á óútfyllt- an tryggingarvíxil fyrir ættingja sinn vegna yfirdráttarheimildar í íslandsbanka og stóð í þeirri mein- ingu að hún ábyrgðist aðeins 20 þús- und krónur var hins vegar dæmd til að greiða íslandsbanka 1.174.816 krónur vegna úttekta ættingjans og um 250 þúsund krónur að auki í málskostnað. Stöð 2 greindi frá þessu máli i síðustu viku. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans, segir að í lögum uin víxla sé gert ráð fyr- ir því að sé víxill ekki fylltur út að öllu leyti megi handhafi víxilsins fylla hann út en skuldarinn/útgef- andi víxilsins beri sönnunarbyrðina telji hann að víxillinn sé ekki fyllt- ur út eins og um var samið. Þrautin geti hins vegar reynst þyngri að sanna að svo sé þar sem víxillinn sé mjög formbundið skjal og litlum vörnum hægt að koma við til að sanna að allt of há upphæð hafi ver- ið færð á hann. „Það er talið upp í lögum um meðferð einkamála hvaða varnir komast að i víxilmáli og þar er um að ræða fá efnisatriði heldur forms- atriði, þannig að það er mjög erfitt að verjast víxilkröfu, jafnvel þótt hún sé svona til komin, eins og sagt er að þessi umrædda krafa sé,“ seg- ir Þórður Ólafsson. I raun sé eina færa leiðin fyrir þá sem í þessu lenda að höfða endurkröfumál. Þórður segir að fyrir nokkrum árum hafi óútfylltir tryggingarvíxl- ar verið mun algengari en nú er í viðskiptum einstaklinga og lána- stofnana. Bankaeftirlitið hafi um árabil gert athugasemdir við lána- stofnanir um notkun blankóvíxla sem greiðslutrygginga. Samkvæmt heimildum DV hyggst konan höfða endurkröfumál á hend- ur íslandsbanka til greiðslu á upp- hæðinni sem umfram er það sem hún taldi sig ábyrgjast í upphafi. Hvorki konan sjálf né lögmaður hennar, Gústaf Þór Tryggvason hæstaréttarlögmaður, vildu stað- festa þetta í gær. Konan er eftir- launaþegi og fyrrverandi starfsmað- ur víxladeildar Útvegsbanka íslands og íslandsbanka. Hún segir í sam- tali við DV að enginn af yfirmönn- um bankans hafi nokkru sinni haft samband við sig vegna málsins. -SÁ íslandsbanki og tryggingavíxillinn: Samningaleiðin var alltaf opin - segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka „Það var ekki að okkar ósk að þetta mál fór fyrir dómstóla og ís- landsbanki hefur alla tíð boðist til að fara samningaleiðina á öllum stigum málsins en því alltaf verið hafnað alfarið," segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi ís- landsbanka. Nýlega féll hæstaréttardómur í máli íslandsbanka gegn konu sem hafði skrifað upp á óútfylltan trygg- ingavíxil fyrir ættingja sinn vegna 20 þúsund króna yfirdráttarheimild- ar á hlaupareikningi. Samkvæmt dómnum var konunni gert að greiða á þriðju milljón króna vegna þessar- ar skuldbindingar en sagt hefur ver- ið frá málinu í DV og á Stöð 2. Sigurveig segir að ábyrgðarskuld- bindingar af því tagi sem hér um ræðir hafi verið afhumdar hjá ís- landsbanka fyrir nokkrum árum. Ábyrgðaraðilar ábyrgist nú há- marksfjárhæð sem skilgreind sé í sérstakri yfirlýsingu sem síðan sé endurnýjuð reglulega á tveggja ára fresti. Aðspurð um viðbrögð bank- ans ef svo fari að höfðað verði end- urkröfumál á hendur bankanum segir Sigurveig að af hálfu bankans sé samningaleiðin opin eins og áður. -SÁ Húsmæðurnar með gott verðskyn Aðalbjörg Jónsdóttir afgreiöslukona afgreiöir einn viöskiptavina sinna. Verslunin Valberg á Ólafsfirði: DV-mynd ÞOK FAX Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfrettir@ff.is DV, Ólafsfirði: „Þetta er mismikill bamingur en eftir að gengið var til samstarfs und- ir merkinu „Þín verslun" standa vonir til að það verði lyftistöng í baráttunni. Við erum auðvitað í ákveðinni samkeppni við útibú KEA á staðnum en aðalsamkeppnis- aðilinn eru stórverslanir annars staðar á landinu," segir Aðalbjörg Jónsdóttir, afgreiðslukona í Val- bergi, annarri tveggja matvöru- verslana á Óafsfirði. Aðalbjörg, sem starfað hefur í versluninni í tæp 14 ár, segir að við- skiptavinir fylgist grannt með verð- lagi og ígrundi innkaup sín vel. „Húsmæður hér eru mjög meðvit- aðar um verð og fylgjast vel með á því sviði," segir Aðalbjörg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.