Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Page 21
20 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 29 Iþróttir Iþróttir Shaq bestur Shaquille O’Neal, tröllið hjá Los Angeles Lakers, var í gær út- nefndur besti leikmaðurinn í NBA-deildinni í síðustu viku. Shaq lék geysilega vel með Lakersliðinu. íþremur leikjum skoraði hann að meðaltali 31,3 stig í leik, tók 11 fráköst, varði 5.3 skot og átti 4,3 stoðsendingar. Hardaway aftur frá Arnfernee Hardaway, aðal- stjarnan í liði Orlando, er aftur kominn á sjúkralistann. Hann hefur verið meira og minna frá í vetur og hefur aðeins leikið 5 leiki með Orlando á tímabilinu. Hardaway kom aftur inn í lið Or- lando í síðustu viku eftir að hafa verið lengi frá og á þriðjudags- kvöldið tóku meiðslin sig í hnénu upp aftur. Læknar Or- lando vilja að kappinn fái meiri hvíld og svo getur farið að hann leiki ekkert næsta mánuðinn. Þrenna hjá Guerreros Spánn vann Möltu, 3-0, í leik liðanna í undankeppni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöld. Guerrero skoraði öll mörk Spánverja sem eru nú efstir i 6. riðli með 13 stig. Júgóslavar koma næstir með 12 stig. Svíi til Derby? Jim Smith, framkvæmdastjóri Derby County hefur mikinn hug á að fá Marino Ramberg, 23 ára gamlan Svia, til liðs við félagið. Ramberg leikur með Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni og var í mótslok kjörinn besti ungi leik- maðurinn í deildinni. Ramberg er eftirsóttur því Inter Milan á Ítalíu og IFKGautaborg í Sví- þjóð hafa bæði áhuga á að fá þennan efnilega framherja í sín- ar raðir. Newcastle býður í Kinkladze Newcastle United hefur boðið Manchester City 400 milljónir króna og Lee Clark í í skiptum fyrir Georgíumanninn léttleik- andi, Georgi Kinkladze. City reyndi á dögunum að fá Clark í sínar raðir og bauð þá 100 millj- ónir í leikmanninn. Bredemeier rekinn Horst Bredemeier, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, var í gær rekinn úr starfi þjálfara hjá þýska 2. deildar liðinu HSV Dússeldorf. Dússeldorf tapaði um síðustu helgi fyrir íslendingaliðinu Wuppertal og þaö mun hafa átt sinn þátt í að Bredemeier var látinn taka poka sinn. Norðmenn sigursælir Norskir skíðagöngumenn voru sigursælir í heimsbikar- keppninni I gær. Keppt var í karla- og kvennaflokki í Þýska- landi í gær. 1 karlaflokki, þar sem gengnir voru 30 km með hefðbundnu sniði, unnu Norð- menn fjórfaldan sigur. Gullkálf- urinn Björn Dæhlie fyrstur í mark, Erling Jevne varð í öðru sæti, Sture Sivertsen varð þriðji og Vegárd Ulvang varð í fjórða sæti. í fimmta sætinu kom svo Finninn Mika Myllylá. I kvennaflokki, þar sem gengnir voru 10 km með hefð- bundnu sniði, unnu norsku stúlkumar þrefaldan sigur. Tru- de Dyberthal varð hlutskörpust, Bente Martinsen varð í öðru sæti og Anite Moen-Guidon hcifn- aði í þriðja sæti. -GH „ Metnaðarmál að mínir menn bæti sig sem handboltamenn1' - segir Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram í handknattleik sem komið hefur liða mest á óvart í vetur Lið Fram hefur vakiö mikla athygli í vetur í 1. deild karla í handknattleik og gengi liðsins, undir stjórn Guömundar Þ. Guðmundssonar þjálfara, hef- ur verið betra en flestir áttu von á. í byrjun íslandsmóts var lið Fram í efsta sæti deildarinnar, nokkuð sem stuðningsmenn Fram hafa ekki vanist mörg undanfarin ár. Guðmundur virðist vera að gera mjög góða hluti með lið Fram sem er í uppbyggingu undir öruggri forystu hans. Fyrir nokkrum árum tók Guðmund- ur við liði Aftureldingar sem þá lék í 2. deild. Guð- mundur kom liðinu upp í 1. deild og hjá Fram hef- ur hann endurtekið leikinn. Eftir 3 ár í 2. deild kom hann Fram í þá fyrstu fyrir yfirstandandi tímabil og liðið er til alls líklegt í vetur á meðal þeirra bestu. „Stutt í botninn og toppinn" „Ég held að við getum vel við unað eins og stað- an er í dag. Við gætum verið ofar og við gætum líka verið neöar í deildinni. Þess ber þó að geta að deildin er mjög jöfn. Það er stutt í botninn en kannski ekki mjög langt í toppinn heldur. Við ger- um okkur grein fyrir þessu,“ sagði Guðmundur í samtali við DV í gærkvöld. - Framliðið er að margra mati það lið sem komið hefur mest á óvart. Ert þú sammála því? „Já, það kann að vera. Við erum að koma upp úr 2. deild og renndum blint í sjóinn varðandi okkar stöðu. Það er alltaf erfitt fyrir lið að koma úr 2. deild og erfitt að ráða í framhaldið." - í byrjun unnuð þið sigra á lakari liðum deildarinnar, ef þannig er hægt að taka til orða. Þeir sigrar hafa væntanlega verið gott innlegg í ykkar vinnu og framhaldið? „20 æfingaleikir fyrir keppnistímabilið" „Já, það er rétt. Við komum mjög vel undirbún- ir, lékum 20 æfingaleiki og fórum í æfingaferð til Þýskalands sem ég held að hafi haft mikið að segja í byrjun mótsins sem var mjög góð hjá okkur. Lið- ið hefur verið að leika slaka leiki inni á milli en við höfum líka sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.” - Eftirminnileg er viðureign Fram og FH þar sem þið unnuð 19 marka sigur. „Sá leikur er auðvitað eftirminnilegur. FH-ingar áttu auðvitað erfiðan dag gegn okkur og við nýtt- um okkur vel hve illa þeir voru að leika.“ - Hverjir eru burðir Framliðsins i dag. Hver eru raunhæf markmið? „Legg mjög mikla vinnu í þjálfunina" „Öll liðin stefna auðvitað að því að komast í úr- slitakeppnina. Við erum þar á meðal. Annars tök- um við hvem leik fyrir í einu, i deild og bikar. Við hugsum ekkert lengra. Við erum með liðið í mótun hvað varðar vörn og sókn. Markmið okkar er skýrt en við erum ekki að tjá okkur um það út á við.“ - Þú ert almennt talinn mjög metnaðarfullur og vel skipulagður þjálfari. Það fer því væntan- lega mikill tími hjá þér í starfið fyrir utan sjálf- ar æfingarnar og leikina? „Já, ég legg mjög mikla vinnu í þetta. Fyrir utan að skipuleggja æfingar og búa liðið undir leiki þarf að horfa á andstæðingana á myndbandi og eins á okkar leik. Síðan hef ég alltaf gert mjög mikið að því að horfa á handbolta, fyrri keppnir á meðal þeirra bestu, stórkeppnir sem landsliðið hefur tek- ið þátt í i gegnum tiðina. Ég tel mjög mikilvægt fyrir þjálfara að horfa mjög mikið á handbolta eins og hann gerist bestur i heiminum og fylgjast vel með þróuninni. Síðan verður maður að haga æfingunum í samræmi við það sem er að gerast í dag. Mér finnst mjög gaman að starfa hjá félögum sem eru í uppbyggingu. Það er gaman að sjá félög vaxa og dafha. Ég hef alla tíð haft mikinn metnað fyrir hönd þeirra leikmanna sem ég þjálfa. Ég legg mjög mikið upp úr því að þeir leikmenn sem ég þjálfa bæti sig sem handboltamenn." - Að öðru. Frammistaða landsliðsins í imd- ankeppni HM var góð, sammála því? „Já, þetta var mjög gott hjá þeim að komast til Japans. Það var í raun og veru mjög erfitt dæmi að þurfa að vinna Dani tvo leiki í röð. Að mínu mati lék íslenska liðið hárrétta vörn í leikjunum og sóknarleikurinn gekk upp. Það er hins vegar alveg ljóst að ef við ætliun að eignast landslið á meðal þeirra allra fremstu þarf liðið meiri tíma og fleiri æfingar.“ - Telur þú væntingamar of miklar fyrir HM í Japan? „Menn verða auðvitað að halda sig á jörðinni. Mér fmnst liðið eiga framtíðina fyrir sér en menn verða að stilla öllum væntingum í hóf. íslendingar hafa oft verið fljótir upp i skýin ef vel gengur og núna verða allir að halda sig á jörð- inni. Raunhæft markmið er að verða á meðal 8 efstu þjóða í heiminum. Það kann að verða erfitt að ná því markmiði í Japan en í næstu heimsmeistarakeppni þar á eftir ætti það að verða mjög raunhæft markmið." „Metnaðarmál að ná sem lengst og fá tækifæri til að þjálfa landsliðið" - Ert þú ánægður með núverandi lands- liðsþjálfara? „Já, það er ég. Að mínu mati er lands- liðið í góðum höndum og hefur reynd- ar verið það undanfarin ár.“ - Stefnir þú að þvi að verða landsliðsþjálfari? „Það er ekki markmið í sjálfu, sér hjá mér. Hitt er þó ljóst að það hlýtur aö vera metnaðarmál hjá ; hveijum þjálfara að ná sem lengst og fá tækifæri til að þjálfa landslið- ið. Það myndu örugglega fáir slá hendinni á móti slíku tækifæri ef það byðist. Ég hef hins vegar ekki velt þessum hlutum fyrir mér.“ Stangaveiði á flugu eitt helsta áhuga- máliö og að veiða á eigin fiugur - Áhugamálin? „Handboltinn er númer eitt en stangaveiði með flugu er númer tvö ásamt almennum ferðalögum um ísland. Fluguhnýtingar eru ofarlega á blaði hjá mér. Það er mikil andleg slök- un fólgin í því að hnýta flug- Bovain stigahæstur allra í úrvalsdeildinni - Guöjón Skúlason og Helgi J. Guðfinnsson skora mest íslensku leikmannanna Þegar 11 umferðum er lokið í úr- valsdeildinni í körfuknattleik er Blikinn Andre Bovain stigahæstur í deildinni. Bovain hefm- skoraö 386 stig í 11 leikjum sem þýðir að hann skorar að jafhaði 35 stig í hverjum leik. íhópi 12 stigahæstu leikmanna eru aðeins tveir íslenskir leikmenn, Keflvíkingurinn Guðjón Skúlason og Grindvíkingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson en bandarísku leik- mennimir í defldinni raða sér í efstu sætin eins og vera ber. 12 stigahæstu leikmennimir era: Andre Bovain, Breiðabliki......386 Tito Baker, ÍR . . . . Fred Williams, Þór . 319 .298 Damon Johnson, Keflavik .........293 Shawn Smith, Haukum .............263 Jeflrey Johnson, Tindastól.......239 Herman Myers, Grindavík..........231 Guðjón Skúlason, Keflavík........224 Jónatan Bow, KR..................214 Helgi J. Guðfmnsson, Grindavík . . 212 Ronald Bayless, Akranesi ........205 -GH Nafn íþróttamanns 1______________________________ 2______________________________ 3 _____________________________ 4 _____________________________ 5 _____________________________ Nafn:----------- Heimilisfang: _ Benedikt Guömundsson er hættur að þjálfa úrvalsdeildarlið KR i Benedikt er hættur að þjálfa KR-inga Benedikt Guðmundsson, sem þjálfað hefur úrvalsdeiidarlið KR-inga í körfuknatt- leik undanfarið ár, er hættur að þjálfa liðið. Benedikt, sem var yngsti þjálfarinn í úrvalsdeildinni, tflkynnti stjórnarmönnum í körfuknattleiksdefld þessa ákvörðun sína í gær. Benedikt hættir í mikiUi sátt við KR- inga, leikmenn og stjóm en ástæða þess að að hann fór fram á að samningi hans og KR yrði rift var af persónupegum toga runnin. Benedikt er tvímælalaust einn efnilegasti þjálfari landsins í körfuknattleik. Það hef- ur hann sýnt á þeim stutta tíma sem hann hefur stjómað málum hjá KR. Undir hans stjóm hefur liðið vaxið með hverri raun og þeir era margir sem telja KR eitt sterkasta lið úrvalsdeildarinnar í dag. Það er töluvert áfaU fyrir KR-inga að sjá á eftir Benedikt en hann mun ekki vera hættur sem þjálfari heldur ætlar hann að taka sér frí frá þjálf- un um óákveðinn tíma. -SK Stórsigur Massenheim Patrekur Jóhannesson stóð sig vel með Essen í gærkvöld gegn Nettel- stedt og skoraöi 6 mörk. Kristján Arason og lærisveinar hans í Wallau Massenheim unnu stóran sigur á toppliði Lemgo í þýska handboltanum i gær- kvöld. Lokatölur urðu 30-25 og var þetta fyrsta tap Lemgo í deildinni. Leikur lið- anna var endurtekinn vegna kæra Lemgo eft- ir að Massenheim sigr- aði í leik liðanna á dögunum. Volle skor- aði 8 mörk fyrir Massenheim. Risarnir í Lemgo, Baumgartner og Zerbe skoruðu að- eins 2 mörk hvor. Patti í stuði Patrekur Jóhannes- son lék mjög vel og skoraði 6 mörk fyrir Essen sem vann heimasigur á Nettel- stedt, 27-25. Alexander Tutschkin var marka- hæstur með 9 mörk hjá Essen. Róbert Sighvatsson * skoraði 3 mörk af lín- unni þegar Schutt- erwald tapaði naum- lega á heimavelli fyrir Kiel, 26-27. Lemgo er enn efst í deildinni með 22 stig. Massenheim, Niederwurzbach og Kiel koma næst með 17 stig. -SK Nýr styrkleikalisti FIFA: Brassarnir eru bestir ■ - ^sland feílur um eitt sæti og er númer 60 Aðeins eitt stig til United Manchester United náöi aðeins jafntefli í gærkvöld gegn Sheffield Wednesday í ensku úrvalsdeild- inni í knattspymu. Ítalinn Carbone náði forystunni fyrir heimamenn á 57. mínútu leiksins en Peter Scholes náði að jafna metin fyrir United fjórum mínútum síðar. Staða United breyttist ekki og liðið er enn í sjötta sæti með 28 stig. Enn vantar því herslumun- inn hjá United til að blanda sér í toppbaráttuna fyrir alvöru. -SK ►___Sími: Sendio td: ....... íþróttamaður ársins DV - Þverholti 11 ....... 105 Reykjavik m a á ■ \y Pánasoiie fSSjj/J^jjjja Mi ElECTé$& í Mluhúsnu Heimsmeistarar Brasilíumanna er enn efstir á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Brassamir hafa verið á toppnum allt þetta ár . Þeir hafa aðeins tapað einum leik í ár og engin teikn era á lofti að þeir ætli að láta forystunja af hendi. Evrópumeistarar Þjóðverja koma næstir og Frakkar era í þriðja sætinu. fslendingar era í 60. sæti ásamt Sameinuðu arabísku furstadæmunuiþ og hafa falliö um eitt sæti síðan nóvember. Tuttugu efstu þjóðimar á listanum eru þessar: 1. Brasilía ..................68,38 2. Þýskaland .................64,46 3. Frakkland .................61,37 4. Kólumbía...................61,34 5. Tékkland...................61,11 6. Danmörk....................60.67 7. Rússland ..................60,51 8. Spánn .....................60,21 9. Hofland ...................59,59 10. Ítalía ...................58,68 11. Mexikó................... 56,92 12. England...................56,42 13. Portúgal..................56,13 14. Noregur...................55,71 15. Búlgaría.................55,64 16'. Rúmenia ................55,57 17. Svíþjóð..................55,50 18. Bandaríkin...............54,78 19. S-Afríka.................54,32 20. Zambía...................53,76 60. ísland ..................37,04 Suður-Afrikumenn taka stærsta stökkið upp á við á listanum og verða verðlaunaðir sérstaklega fyrir það á hátíð sem FIFA heldur í Portúgal þann 20. janúar á næsta ári. S-Afríka var í ársbyrjun númer 40 á listanum og hefur því fært sig upp um 21 sæti. -GH Dani til Akraness „Við ætlum að kíkja á þennan þjálfara og hann kemur til okkar á fóstudaginn. Við viljum sjá hvaða hugmynd- ir hann er með,“ sagði Örn Gunnarsson, stjórnarmaður hjá Knattspymufélagi Akraness, í samtali við DV i gær- kvöld. Þessi danski þjálfari var aðstoðarmaður hjá Bo Johannson þegar hann þjálfaði danska liðið Silkeborg. „Það er alls ekki búið að ráða þennan þjálfara,“ sagði Öm enn fremur. „Það er ekkert ákveðið í þjálfaramálunum enn þá og við erum að leita fyrir okkur erlendis,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags Akraness, i samtali við DV í gærkvöld. -SK/-DVÓ Iþróttir eru einnig á bls. 30 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.