Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 22
30
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
íþróttir
DV
Windass á leið
til Leicester?
Samkvæmt fréttum breskra
fjölmiöla hefur enska úrvals-
deildarliðið Leicester City boö-
ið um 160 milljónir króna í
Dean Windass hjá skoska félag-
inu Aberdeen. Hann hefur
skorað 13 mörk fyrir Aberdeen
og getur bæði leikið í framlínu
sem og á miðjunni. Forráða-
menn vildu hvorki játa né
neita þessum sögusögnum.
-JKS
Dundee fékk
þýskt ríkisfang
S-Afríkubúinn og marka-
skorarinn Sean Dundee hjá
Karlsruher öðlaðist í gær þýsk-
an ríkisborgararétt. Það þýðir
að Berti Vogts getur teflt hon-
um fram í sínum fyrsta lands-
leik gegn ísrael þann 28. febrú-
ar næstkomandi.
Nafn Nadals
enn í umræðunni
í allan vetur hafa sögur ver-
ið á kreiki um aö Nadal, leik-
maður Barcelona, sé á leiðinni
í ensku knattspyrnuna. Nokk-
ur lið hafa verið nefnd i því
sambandi og nú er Middles-
brough sterklega inni í mynd-
inni. Keith Lamb, eigandi
Middlesbrough, fundaði í gær
með varaforseta Barcelona um
málið.
Jóhann ráðinn
umsjónarmaður
Jóhann G. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar Fram, var í vikunni
ráðinn umsjónarmaður Laug-
ardalsvallar og tekur hann við
þessu nýja starfi um áramótin.
Eins og kunnugt er yfirtekur
KSÍ þá rekstur vallarins. Jó-
hann hefur starfað hjá Fram sl.
13 ár og þekkir þessa starfsemi
vel.
Klinsmann
vill fara strax
Þýska blaðið Bild hefur það
eftir Júrgen Klinsmann að
hann vilji fara strax frá Bayern
J Múnchen. Hann átti fund með
Franz Beckenbauer þar sem
hann fór fram á að verða leyst-
ur undan samningi hjá Bayern
þegar í stað. Beckenbauer tók
það ekki mál og vill halda
Klinsmann út þetta timabil.
Hann er mjög óánægður hjá
Bæjurum, hefur lítið skorað og
er auk þess ekki hrifinn af
Trappatoni, þjálfara liðsins.
Elber bestur að
mati Kicker
Brasilíumaðurinn Giovanni
Elber, sem leikur með Stutt-
gart, er að mati þýska
knattspyrnutímaritsins Kicker
besti leikmaður fyrri umferðar
þýsku úrvalsdeildarinnar.
í öðru sæti varð Tomas
Hessler hjá Karlsruher og í
þriðja sætinu lenti Cesar hjá
Dortmund.
Paatelainen
býðst sæti í
byrjunarliðinu
Finnska landsliðsmanninum
Mixu Paatelainen hjá Bolton
býðst sæti í byrjunarliöi Old-
ham. Graeme Sharp, fram-
kvæmdastjóri Bolton, er að
leita að sóknarmanni og er til-
búinn að borga fyrir Finnann
40 milljónir. Hann hefur ekki
verið inni í myndinni hjá
Bolton síðustu vikurnar. -JKS
200 milljónir lágmarks-
upphæð fyrir Sheron
West Ham og Birmingham heyja
kapphlaup þessa dagana um
markahrókinn Mike Sheron hjá
Stoke City. Ákvæði er í samningi
Sherons, sem segir að hann megi
fara til annars félags komi 200
milljóna króna tilboð í hann.
„Sheron hefur sýnt það í vetur
og áður að hann er okkur mikils
virði. 200 milljónir er lágmarks-
upphæð fyrir hann og við forum ef
tU vill fram á það að fá meira. Við
reynum allt hvað við getum til að
halda honum en ef gott tilboð kem-
ur er líklegt að hann verði farinn
íljótlega," sagði Lou Macari, fram-
kvæmdastjóri Stoke, í gær.
-DVÓ
Kaupir Ferguson
leikmann fyrir jól?
Mikill þrýstingur er á Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester
United, að styrkja liðið fyrir komandi átök um jólin og eftir áramót. Um
síðustu helgi flaug Ferguson til Valencia til að fylgjast með viðureign
Spánverja og Júgóslava í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Þar gafst
honum tækifæri til að fylgjast meö nokkrum leikmönnum sem hann hef-
ur haft undir smásjánni að undanfomu.
„Ég hef ekki úr mörgum leikmönnum að velja þegar maður er að
reyna að styrkja liðið fyrir Evrópukeppnina. Ég hef nefnilega augastað á
mönnum sem leika með félögum í meistaradeild Evrópu rétt eins og við.
Ég hef aðra leikmenn í sigtinu sem ég hef verið að skoða lengi. Málin
ættu að öllu óbreyttu að skýrast á næstu dögum, kannski fyrir jól,“ sagði
Alex Ferguson í viðtali við Sky Sport í gær.
■
Þessar handknattleikshetjur voru mættar á landsliðsæfingu í gærkvöld, en framundan er fjögurra landa mót í Finnlandi á milli jóla og nýárs.
íslenska kvennalandsliðið í handknattleik:
Tekur þátt í
landa móti í
fjögurra
Finnlandi
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik tekur þátt í fjögurra landa
móti í Finnlandi á milli jóla og ára-
móta. Auk íslands taka þátt í mót-
inu Finnland, Belgía og Eistland.
Liðið heldur út á annan dag jóla og
kemur aftur heim mánudaginn 30.
desember.
Theódór Guðflnnsson hefur valið
16 leikmenn til fararinnar og er
hópurinn þannig skipaður:
Markverðir:
Fanney Rúnarsdóttir........Stjömunni
Vigdís Sigurðardóttir .......Haukum
Helga Torfadóttir ..............Vikingi
Aðrir leikmenn:
Anna Blöndal.......................ÍBA
Auður Hermannsdóttir............Haukum
Björk Ægisdóttir....................FH
Brynja Steinsen.....................KR
Gerður Jóhannsdóttir...............Val
Guðmunda Kristjánsdóttir . .. Víkingi
Halla María Helgadóttir...........Sola
Hulda Bjarnadóttir .............Haukum
Ingibjörg Jónsdóttir...............ÍBV
Nína Bjömsdóttir............Stjömunni
Svava Sigurðardóttir ...........Eslöv
Thelma Ámadóttir ..............Haukum
Þórunn Garðardóttir .............Fram
Leikimir eru liður í undirbún-
ingi fyrir riðlakeppni Evrópumeist-
aramótsins þar sem mótherjar Is-
lendinga verða Krótatía og Sviss.
-GH
Eigandinn
Sam Hamman, eigandi enska
úrvalsdeildarliðsins Wimbledon,
er í skýjunum þessa dagana. Hann
hefur æma ástæðu til þess þvi
frammistaða liðsins hefur farið
fram úr björtustu vonum.
Hamman sparar ekki stóm oröin
þegar hann lýsir hrifningu sinni á
Joe Kinnear, framkvæmdarstjóra
liðsins. „Við erum að tala um mest
framúrskarandi
framkvæmdastjóra á Englandi í
í skýjunum
dag, ekki aðeins vegna hæfileika
hans heldur einnig vegna
heiðarleika, ráðvendni og
hollustu. Þessi maður hefur komið
Wimbledon í hóp bestu liða
Englands og við emm stoltir af
verkum hans,“ sagði Hamman í
blaðaviðtali í vikunni.
Wimbledon vermir þriðja sætið
í deildinni og stefnir allt í það að
liðið verði í toppbaráttu í vetur.
-JKS
„Gazzi“ er tekjuhæstur
breskra knattspyrnumanna
Paul Gascoigne, vandræðageml-
ingurinn hjá Glasgow Rangers í
Skotlandi, er tekjuhæsti breski
knattspymumaðurinn. Gascoigne
hefur í árslaun 260 milljónir króna
og er stór hluti þeirra auglýsinga-
samningur við ýmis fyrirtæki.
í öðm sæti er Paul Ince hjá Int-
er Milan á Ítalíu en árstekjm- hans
eru 235 milljónir króna.
íþriðja sætinu kemur Ryan
Giggs, leikmaður Manchester
United, með 200 milljónir og í
fjóröa sæti markahrókurinn Alan
Shearer hjá Newcastle en tekjur
hans á árinu eru 176 milljónir.
-GH