Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Page 9
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997
9
I>V
Utlönd
Skæruliðar standa enn fast á kröfum sínum:
Sjö gíslum
sleppt í Perú
Marxísku uppreisnarmennimir í
bústað japanska sendiherrans í
Lima létu lausa sjö gisla til viðbótar
í gær en ekkert benti til þess að þeir
ætluðu að láta undan kröfum um að
binda enda á fimmtán daga umsát-
ursástand um bústaðinn.
Skæruliðarnir úr Tupac Amaru
byltingarhreyfingunni hafa látið
nokkra gísla lausa á hverjum degi
að undanfómu en það breytir ekki
því að þeir halda enn fast við þá
kröfu sína að stjómvöld sleppi um
400 félögum þeirra úr fangelsi.
Enn eru 74 gíslar í haldi skæm-
liðanna, þar á meðal háttsettir per-
úskir embættismenn og foringjar í
hemum, tveir erlendir sendiherrar
og á þriðja tug japanskra stjómarer-
indreka og kaupsýslumanna.
Sjömenningarnir, sem losnuðu úr
prísundinni í gær, voru fjórir jap-
anskir kaupsýslumenn og þrír Perú-
menn. Þeir virtust allir vera við
góða heilsu þegar þeir gengu út úr
sendiherrabústaðnum, klyfjaðir
plastpokum með óhreinum fötum.
Annars var allt með fremur kyrr-
um kjörum í japanska sendiherra-
bústaðnum í gær eftir mikið uppi-
stand á gamlársdag þegar uppreisn-
armennirnir létu tvo stjómarerind-
reka lausa og héldu óvæntan frétta-
mannafund.
Alberto Fujimori, forseti Perús,
brást ókvæða við auglýsingabrell-
um gíslatökumannanna og hélt til á
skrifstofu sinni í stjórnarráðinu
ásamt öryggisráðgjöfum slnum.
„Hann er mjög óhress og hver
mundi ekki vera það? Þeir tóku
frumkvæðið og gerðu hann að fifli,“
sagði heimildarmaður i stjómarráð-
inu við Reuters-fréttastofuna.
Nestor Cerpa, leiðtogi skærulið-
anna, ræddi við fréttamenn í tvær
klukkustundir, klæddur í her-
mannabúning og með sjálfvirkan
rifiil sér við hlið. Hann fordæmdi
„einræðisstjórn“ Fujimoris og itrek-
aði að skæruliðar mundu ekki gef-
ast upp fyrr en félagar þeirra hefðu
verið leystir úr haldi.
Reuter
Þessar ungu Berlínarstúlkur tóku upp kampavínsflösku þegar nýja áriö gekk
í garð. Þær voru meðal þúsunda sem kvöddu gamla árið og fögnuðu því
nýja við hið fræga Brandenburgarhlið í Berlín. Símamynd Reuter
Camilla fær eigið
herbergi hjá Karli
Karl Bretaprins hefur látið útbúa
sérstakt svefnherbergi á sveitasetri
sínu handa Camillu Parker Bowles,
ástkonu sinni til margra ára. Þjón-
ustufólkinu á sveitasetrinu hefur
auk þess verið skipað að ávarpa
Camillu sem húsfreyju staðarins, að
því er breska blaðið Daily Mirror
greindi frá í gær.
Samkvæmt frásögn blaðsins dvel-
ur Camilla oft á sveitasetrinu Hig-
hgrove, jafnvel þegar Karl er utan-
lands. Hefur hún þá yfirumsjón með
heimilishaldinu.
Frá því að Karl skildi við Díönu
prinsessu í fyrra hefur mönnum
þótt líklegt að hann hafi hug á að
kvænast Camillu. Slík hjúskapar-
stofhun gæti hins vegar minnkað
möguleika hans á að verða konung-
ur þegar móðir hans, Elísabet Eng-
landsdrottning, fellur frá.
Camiila býr sjálf ekki langt frá
sveitasetri Karls eða í um 30 kíló-
metra fjarlægð. Það hefur verið vit-
að um alilangt skeið að Karl leyfir
henni að hafa hesta sína í húsi á
sveitasetri hans. Reuter
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. janúar 1997 er 24. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 24 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 575,90
It II 10.000 kr. skírteini = kr. 1.151,80
II ll 100.000 kr. skírteini = kr. 11.518,00
Hinn 10. janúar 1997 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.148,10
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1996 til 10. janúar 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. |
i
' <
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. |
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1997.
Reykjavík, 31. desember 1996
SEÐLABANKIÍSLANDS
A'
Dansráð íslands
Trfav réoo thögn
Innritun í símum
553 6645
og 568 5045
alla daga kl. 12-19.
Opið hús
sunnudaginn
5. janúar. kl. 14-17
DANSSKOLI
Jóns Péturs ogKörn
Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó
Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími 553 6645/568 5045, fax 568 3545
Gleðiiegt nýtt