Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997
Spurningin
Strengdir þú áramótaheit?
Sigríður Bima Valsdóttir nemi:
Nei, ég stend hvort sem er aldrei við
það.
Guðlaugur Ólafsson nemi: Nei,
það geri ég ekki.
Kristín Björk Bjamadóttir nemi:
Já, ég ætla að hætta að reykja.
Ágúst Friðriksson þrívíddar-
hönnuður: Nei, til hvers?
Lesendur
Innlend verslun og
yfirgangur stjórnvalda
Neysluvörur á lægsta fáanlega verði samkeppnismarkaöarins, takk!
Gísli Sigurðsson skrifar:
Við íslendingar skerum okkur oft
úr öðrum þjóðum þegar verslun og
viðskipti eru annars vegar. Flestar
nágrannaþjóðir okkar hafa sífellt
haldið uppi merki frjálsrar verslun-
ar í flestum greinum (þ.m.t. áfengis-
sölu ef einhver lesenda þessara lína
hefur ætlað að staldra við þann
vöruflokk) og talið að efling inn-
lendrar verslunar þjóni hagsmun-
um heildarinnar best. Það olli því
ekki stríðsátökum þótt Eftirlits-
stofnun EFTA-ríkjanna ítrekaði
frelsisákvæði í verslunarháttum
ríkjanna sem falla undir eftirlit
stofnunarinnar.
Það varð hins vegar uppi fótur og
fit þegar þessi sömu frelsisákvæði
átti að lögleiða hér á landi. Ekki hjá
aðilum verslunaminnar heldur rík-
isvaldinu, sem vildi halda sínum
hlut, hvað sem varðaði hagsmuni
almennings. íslenskir kaupmenn og
dreifingaraðilar erlendrar vöra hér
á landi vora allt í einu komnir í
verulega klemmu gagnvart erlend-
um viðskiptamönnum sínum sem
töldu ísland hafa sömu skyldum að
gegna og önnur lýðfrjáls ríki í Evr-
ópu.
Þannig lögðu íslensk stjómvöld
ólögmæt gjöld á innfluttar vörar, og
sem leiddi til enn hærra vöraverðs
hér innanlands en áður var. Afleið-
ingamar bitnuðu ekki eingöngu á
almenningi, hinum venjulega neyt-
anda, heldur líka á innflytjendum,
sem sumir hverjir urðu gjaldþrota
og forsvarsmenn nokkurra fyrir-
tækja hlutu dóma eins og ffægt er
orðið - af endemum.
Nú er svo komið að íslenska rík-
ið hefur hlotið ákúrar og raunar
dóma Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir
að fara offari og framkvæma lög-
leysu gagnvart innfluttum vöram
frá Evrópu. Svo langt hefur þetta
gengið að nýlega hefur Félag ís-
lenskra stórkaupmanna gert sér-
staka samþykkt og beint þeim til-
mælum til íslenskra stjómvalda að
láta að fullu og öllu af yfirgangi sín-
um gagnvart innlendri verslun og
býður stjórnvöldum samvinnu um
lausn allra deilumála sem enn era
óleyst á þessu sviði. - Við ættum nú
ekki annað eftir en að lenda á saka-
mannabekk með þjóðum sem hlíta
ekki lögum um frelsi og mannrétt-
indi, svo mjög sem við höfum átalið
þær þjóðir. Það era nefnilega líka
mannréttindi að geta keypt neyslu-
vörur á lægsta fáanlega verði sam-
keppnismarkaðarins, ekki á lægsta
lögþvingaða ríkisverðinu.
Ástþór hrærir upp í kerfinu
Bjöm Ámason skrifar:
Hvað sem um Ástþór Magnússon,
fyrrverandi frambjóöanda til for-
seta og forsvarsmann Friðar 2000,
má segja er það staðreynd að hann
hefur hrært duglega upp í íslenska
stjómkerfinu. Með framboði sínu til
forsetaembættisins, sem hann að
vísu átti ekki möguleika á að ná (og
hann viðurkenndi strax í byrjun
kosningabaráttunnar), skaut hann
öðrum frambjóðendum ref fyrir
rass. Þrír þeirra era enn skuldum
vafnir og einn búinn að stofna op-
inn bankareikning sér til handa en
Ástþór greitt skuldir framboðs síns
að fullu.
Og nú hefur Ástþór bætt um bet-
ur í uppróti sínu í kerfínu og kært
Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis
til bankaeftirlitsins fyrir falskan
áburð á sig sem vanskilamann.
Hann segir bankana að verða spila-
víti hinna ríku gagnstætt því sem
þeir eigi að vera - stuðningur við
fólkið í landinu. í greinargerð frá
sparisjóðsstjóra einum um það sem
hann nefhir „Rangfærslur Ástþórs
Magnússonar" fer lítið fyrir rök-
semdafærslu og er hvergi komið inn
á vanskilaskuldir Ástþórs. Eina
bitastæða leiðréttingin er sú að nú-
verandi stjómarformaður SPRON
hafi gegnt því starfi sl. 20 ár! -
Meira var það nú ekki hjá spari-
sjóðsstjóranum.
Sé þörf á verulegum „kerfis-
skelfi“ á okkar dögum er Ástþór
Magnússon jafngóður og hver annar
í því hlutverki. Hann hefur - þegar
þetta er ritað - verið tilnefndur af
einni útvarpsstöðinni, ásamt öör-
um, sem maður ársins, hvort sem
hann svo hafnar þar eða ekki. Hans
verður þó áreiðanlega minnst um
ókomin ár sem mannsins sem kom,
sá og sprengdi glufu í gljáfægðan
kerfismúrinn.
Engar fiskafurðir fullunnar á íslandi
Ragnar skrifar:
Þar sem enn hefur ekki tekist að
fá upplýsingar, að því er mér sýnist,
um hvar eða hvort íslenskur fisk-
iðnaður fullvinni fiskafurðir þykist
ég fullviss um að svo sé ekki. Að
vísu hefur fréttum skotið upp koll-
inum við og við að nú sé þessi eða
hinn framleiðandinn aö senda frá
sér fullunnar fiskafurðir. Þær frétt-
ir hafa þó allar verið á sandi byggð-
ar. Eins og t.d. fréttin um að frysti-
hús á Dalvík og í Hrísey hefðu gert
samning um reynslusölu á fullunn-
um fiskafurðum til Frakklands. -
Einber blekking.
Þótt fiskflök séu skorin í bita og
„brauðuð" - svo heimskulega sem
það er orðað - er hér ekki um neina
fullvinnslu að ræða og þaðan af síð-
ur að tilbúnir fiskréttir séu fluttir
út héðan á erlendan markað.
Hinn blákaldi veruleiki er sá aö í
vinnslu sjávarafurða hér á landi
hefur nánast ekkert breyst frá árun-
um fyrir 1950 þegar ég vann sem
strákur í frystihúsi. Þá var t.d. ýsan
einfaldlega flökuð og roðflett, flökin
skorin í stykki og þeim pakkað í
svonefndar 2 punda pakkningar og
síðan fryst. - Svona er vinnslan enn
þann dag í dag í aðalatriðum. Fisk-
tegundum hefur eitthvaö fjölgað en
það er allt og sumt!
Vísitala hluta-
bréfanna
Axel skrifar:
Er verið að blekkja almenning
með hinni „stöðugu" visitölu
hlutabréfa á verðbréfamarkað-
inum? Nú er að fjara út sá ávinn-
ingur sem fólk hefur af því að
kaupa hlutabréf til skattafrá-
drátts. Ógnarkraftur var í aug-
lýsingum frá verðbréfamörkuð-
um um að kaupa bréf fyrir ára-
mótin. Og sum fyrirtæki auglýsa
mikil hlutabréfaútboð. Ekki er
þetta nógu traustvekjandi fyrir
almenning. Fróðlegt verður þó
að fylgjast meö því hvemig al-
menningur lætur leiða sig nú.
Órói á vinnumarkaði eykur ekki
líkur á hækkun hlutabréfageng-
is.
Prestar á Þing-
völlum - hringn-
um lokað
Svava skrifar:
Mikill sirkus hafa prestaskipt-
in á Þingvöllum orðið. Og það á
stað sem einungis er messað upp
á punt. Þarna gæti allt eins ver-
ið prestur rétt á meðan opinber-
ar heimsóknir erlendra fyrir-
manna standa sem hæst. Þessi
hringlandaháttur með prestana
fram og til bíika líkist mest gríni
úr gömlum myndum: Séra Heim-
ir var inni, hann út og settur í
Útvarpshúsið. Séra Hanna María
sett inn og út aftur. Séra Heimir
inn aftur sem gamall Ámesing-
ur. Nú er að sjá hvað hann end-
ist eystra. Sumir segja að þess
verði ekki langt að bíða að hann
víki öðru sinni. Þá verði sett inn
séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Og þá sé hringnum lokað og all-
ir sáttir, að kaila. Um sinn a.m.k.
Verslunarmenn
víta stjórnvöld
Halldór Einarsson hringdi:
Mér þykir bera nýrra við þeg-
ar Landssamband verslunar-
manna sýnir stjómvöldum tenn-
umar. Þar á bæ hefur ekki alltaf
verið harkan í garð hægri stjórn-
ar. En nú er öldin önnur. For-
maður LÍV, hin skelegga Ingi-
björg Guðmundsdóttir, telur rík-
isstjórnina hafa spilað ótrúlega
illa í lífeyrismálinu, fræga að
endemum, fyrir hönd ríkisstarfs-
manna. Hún krefst þess að allir
sifji við sama borð í lífeyrismál-
um og skal undir það tekið. En
hún mætti taka undir kröfuna
um eftirlaun 65 ára á fullum rétt-
indum - ekki 70 ára eins og nú,
og er hrópandi skammsýni fyrir
hönd skjólstæðinga.
Gaui litli lofar
góðu
Sigursteinn hringdi:
Mér finnst hafa ræst úr hon-
um Gauja litla sem er í megrun-
arþoli hjá Dagsljósi Sjónvarps-
ins. Hann hrinur niöur um tugi
kílóa en upphefst að sama skapi
í framgöngu og er nú kominn í
ffamvarðarsveit Dagsljóss þar
sem hann spyr mann og annan,
þ.á m. forsætisráðherra, spjörun-
um úr. Gaui í gráum fotum og
glettinn að vanda lofar góðu sem
arftaki Loga ef hann er á forum.
Gaui er sem sé í góðum málum.
Til hamingju, Gaui, og Dagsljóss-
þáttur sem er allt annar og betri
í vetur en í fyrravetur.
Verslanir og létt-
vínssala
Margeir skrifar:
Brátt rennur sú stund upp að
léttvin og öl verður selt í öllum
stærri matarverslunum. Nú
ættu kaupmenn að taka sig sam-
an og láta gera eins konar tákn-
rænt pláss í verslunum sinum
þar sem víni veröur raðað. Þar
gæti t.d. staðið: Hér verður vín-
inu komið fyrir!