Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Síða 19
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 27 DV íþróttir Kjör lesenda DV á íþróttamanni ársins 1996 Eftirtaldir íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri lesenda Jón Arnar Magnússon frjálsar íþróttir 9.264 Vala Flosadóttir frjálsar íþróttir 8.655 Bjami Guðjónsson knattspyrna 5.630 Guðrún Amardóttir fxjálsar íþróttir 4.285 Kristin Rós Hákonai-dóttir sund 4.129 Geir Sveinsson handknattleikur 3.298 Eydís Konráðsdóttir sund 1.365 Birkir Kristinsson knattspyrna 1.220 Julian Róbert Duranona handknattleikur 1.080 Teitur Örlygsson körfuknattleikur 938 Ólafur Þórðarson knattspyrna 768 Sigurbjöm Bárðarson hestaíþróttir 762 Ríkharður Daðason knattspyma 735 Patrekru* Jóhannesson handknattleikur 655 Bergsveinn Bergsveinsson handkn^ttleikur 578 Kristinn Björnsson skíði 502 Rúnar Alexandersson fimleikar 473 Valdimar Grímsson handknattleikur 465 Guðmundur Benediktsson knattspyrna 402 Dagur Sigurðsson handknattleikur 397 Birgir L. Hafþórsson golf 342 Vemharð Þorleifsson júdó 311 Bjarki Sigurðsson handknattleikur 287 Helgi Jónas Guðfmnsson körfuknattleikur 285 Gunnar Oddsson knattspyrna 268 Ólafur Stefánsson handknattleikur 175 Láms Orri Sigurðsson knattspyma 173 Logi Jes Kristjánsson sund 160 Ásthildur Helgadóttir knattspyrna 157 Haraldur Ingólfsson knattspyrna 154 Sigurður V. Sveinsson handknattleikur 122 Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrna 120 Hahdóra Þorgeirsdóttir sund 108 Alls fengu um 130 íþróttamenn atkvæöi í kjörinu. Tugþrautarkappinn frábæri, Jón Arnar Magnússon, tekur viö verö- launum sínum sem íþróttamaður ársins 1996 hjá DV úr hendi Jónas- ar Haraldssonar, fréttastjóra DV, í gær. Jón Arnar fékk aö launum ís- lendingasögur í þremur bindum frá Máli og menningu. Á minni mynd- inni tekur Kristín Magnúsdóttir frá Hverageröi viö lesendaverðlaunum, glæsilegum Panasonic GSM-síma frá raftækjaversluninni Electric en eins og venja er var heppinn þátt- takandi í kjörinu dreginn út. Mikil og góö þátttaka var í kjörinu nú sem endranær og þakkar íþróttadeild DV lesendum þennan mikla áhuga. DV-myndir JAK hjá lesendum DV. Þaö er greinilegt aö fólk tekur eftir því sem maður er að gera og þetta ýtir á mann aö halda áfram á sömu braut,“ sagöi Jón Amar í samtali við DV í gær. GSM-síminn fór til Hverageröis Kristín Magnúsdóttir frá Hveragerði, kennari við barnaskólann í Vík í Mýr- dal, hreppti aðalvinninginn en eins og áður var nafn eins heppins þátttakanda í kjörinu dregið út. Kristín fékk glæsi- legan Panasonic GSM-síma frá raftækjaversluninni Electric að laun- um. Þátttaka í kjörinu var að venju mjög góð. íþróttadeild DV þakkar lesendum blaðsins þennan mikla áhuga og óskar þeim gleðilegs nýs árs. -GH/JKS/SK/VS Jón Arnar Lesendur DV völdu Jón Arnar Magn- ússon, frjálsíþróttamann úr UMSS, íþróttamann ársins 1996 í hinu árlega kjöri blaðsins. Jón Amar, sem einnig varð fyrir valinu á síðasta ári, sigraði i kjörinu eftir harða keppni við Völu Flosadóttur frjálsíþróttakonu. Jón Amar, sem Samtök íþróttafréttamanna veittu sæmdarheitið íþróttamaður ársins 1995, sýndi og sann- aöi á árinu að hann er í hópi fremstu tugþrautarmanna í heiminum í dag í þessari erfiðu íþrótt. Af helstu afrekum Jóns á árinu má nefha að hann varð í 10. sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta og á Evrópumótinu innanhúss hreppti hann bronsverðlaunin eftir að hafa leitt keppnina lengstum. „Ég lít á þetta sem mikla viðurkenn- ingu og sérstaklega þar sem þetta er annað árið í röð sem ég verð fyrir valinu Góður árangur á jólamóti SH Ágætur árangur náðist á jóla- móti SH i sundi fyrir áramótin. Öm Arnarson setti piltamet í 200 metra skriðsundi, synti á 1,57,39 mínútum. Drengjasveit Ægis setti tvö drengjamet, fyrst í 4x100 metra fjórsundi og síðan í 4x50 metra skriðsundi. Árangur var ekki síðri á áramótamóti Ár- manns í Sundhöll Reykjavíkur. Gunnar Steinþórsson, Aftureld- ingu, setti tvö sveinamet í 100 metra fjórsundi og í 100 metra bringusundi. Gígja Hrönn Árna- dóttir, Aftureldingu, setti telpna- met í 100 metra íjórsundi og A- piltasveit Ármanns setti pilta- met í 4x50 metra bringusundi. -JKS Elín best í Firðinum Elín Sigurðardóttir, sundkona úr SH, var kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar 1996 á hófi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar efndi til á næstsíðasta degi ársins. Elín varð á árinu íslandsmeist- ari i sundi, bikarmeistari með SH, var landsliðsmaður og keppti fyrir hönd íslands á Ólympíuleikunum í Atlanta. Á hófinu voru 348 íslands- meistarar í 15 íþróttagreinum frá 9 íþróttafélögum í bænum heiðraðir fyrir frammistööuna og frjálsíþróttadeild FH fékk ÍSÍ- bikarinn svonefnda fyrir gott uppbyggingarstarf og frábæran árangur á árinu. -GH Royle keypti Joe Royle, stjóri Everton, greip upp budduna á síðasta degi ársins og keypti vamarmanninn Terry Phelan frá Chelsea fyrir 850.000 pund. Phelan er ætlað að fylla skarð Andy Hinchcliffe sem leikur ekki meira á tímabilinu vegna alvarlega hnémeiðsla. Arsenal hefur áhuga á PaulInce Arsen Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Paul Ince í raðir Arsenal ef Inter Mil- an setur hann á sölulista. Ince er orðinn leiður á Ítalíu og vill fara heim. Ince var fyrir áramótin dæmdur í fjögurra leikja bann en hann hefur þrívegis á tímabil- inu fengið að líta rauða spjaldið. -GH íþróttamaður ársins í kvöld íþróttamaður ársins 1996 verð- ur útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi á Hótel Loftleiðum í kvöld. Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið fyrir útnefningu á íþróttamanni ársins í 40 ár. Fyrir jólahátíðina kom í ljós hvaða íþróttamenn skipa tíu efstu sætin en þeir eru eftirtald- ir í stafrófsröð. Birgir Leifur Hafþórsson, Birkir Kristinsson, Geir Sveins- son, Guðrún Amardóttir, Jón Amar Magnússon, Kristinn Björnsson, Kristín Rós Hákonar- dóttir, Ólafur Þórðarson, Teitur Örlygsson, Vala Flosadóttir. -JKS Grótta áfram í bikarnum Grótta, Valur og Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslit- um bikarkeppni karla í hand- knattleik fyrir áramótin. Grótta sigraði Fram, 29-26, í framlengd- um leik. Jens Gunnarsson skor- aði 9 mörk fyrir Gróttu og Oleg Titov skoraði 9 mörk fyrir Fram. Valur vann Selfoss, 14-28, og skoraði Aziz Mihoubi 8 mörk fyrir Val og Alexei Demitov 7 mörk fyrir Selfoss. Haukar lögðu HK, 31-27. Petr Baumruk og Gústaf Bjarnason skoruðu 8 mörk hvor fyrir Hauka og hjá HK skoraði Gunnleifur Gunn- leifsson 8 mörk og Alexander Amarson 7 mörk. -JKS Iþróttamaöur ársins 1996: Lesendur DV völdu i5 V'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.