Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 9 Utlönd Vaclav Havel. Havel hættur að reykja og drekka Vaclav Havel, forseti Tékklands, er hættur að reykja og drekka áfengi eftir að læknar fjarlægðu krabhameinsæxli og annað lunga hans í síðasta mánuði. Havel sagði í reglulegu útvarpsávarpi stnu um helgina að örlögin hefðu opnað augu hans fyrir kostum þess að hætta að reykja og drekka og því hefði hann hætt. Ávarpið var hljóðritað stuttu eftir að hann hafði gengið í hjónaband öðru sinni á laugardag. Þá kvæntist hann tékknesku leikkonunni Dagm- ar Verskmovu, 43 ára. Fyrri kona Havels, Olga, dó úr krabbameini fyrir einu ári, þá 63 ára gömul. Havel sagði í ávarpi sínu að þó hann væri hættur að reykja væri hann ekki orðinn neinn ofstopamað- ur gegn reykingum. „Mér hafa aldrei líkað herskáir baráttumenn gegn reykingum, þessir sem eru með fanatískan glampa i augum og fá jafh mikla nautn út úr baráttu sinni gegn reykingum og reykinga- maðurinn úr sígarettunni." Reuter Mikil snjókoma víða í Evrópu en ótti við flóð vegna hláku: Nær 200 hafa farist í mesta kuldakasti í 30 ár Nær 200 manns hafa farist í mestu vetrarhörkum sem gengið hafa yfir Evrópu síðastliðin 30 ár. Þá frusu fimrn manns í hel í Moskvu eftir áramótagleðina þar og 383 beinbrotnuðu þar sem þeir fikruðu sig áfram á hálum gang- stéttum borgarinnar. Snjókoma var í stórum hluta Evr- ópu í gær og olli frekara umferða- röngþveiti og kuldum. Annars stað- ar í álfunni var þíða og óttuðust menn mjög flóð af hennar völdum. Verst var ástandið í Frakklandi þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu íbúa vegna flóða í kjöllurum. Yfir- völd þar hvöttu ferðamenn til að halda kyrru fyrir þar sem vetrar- veðrið olli ófærð á þjóðvegum og einangraði marga skíða'staði. Þýskt par lét lífið þegar snjóflóð féll í Dólómítafjöllum í ítölsku Ölp- unum. Þó veðrið hafi aðeins skánað á Ítalíu er meira frosti og snjókomu spáð næstu daga. Mikil snjókoma var í Belgíu þar sem sex manns hafa dáið úr kulda. Flest fómarlömb kuldanna í Evrópu hafa verið heimilislausir eldri borg- arar og þeir sem hafa fengið sér of mikið neðan í því um hátíðamar og sofnað úti í kuldanum. Þannig fjölg- aði tölu látinna í Bretlandi í 14 þeg- ar maður sem var á leið heim af krá í Kent varð úti. Reuter Kennslustaðir: Kennsla hefst sunnud. 12. jan Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri. ennum alla dansa rock'n roll, tjútt, diskódansa og kántrý. Aukatímar fyrir þá sem vilja taka þátt í íslandsmeistarakeppni. bam hálft gjald, þriðja bam og þar yfir frítt. • Mosfellsbær • Grindavík • Keflavík • Garður • Sandgerði Aukaafsláttur efforeldr- ar eru einnig í dans- námi. Einkatímarfyrir "prívathópa • Böm 3-4 ára Léttar hreyfingar og leikir DJUISSI sem örva hreyfiþroska. • Bamahópar - unglingar -fullorðnir - hjón - pör Innritun daglega til 11. jan. í síma 552 0345 kl. 16-20 MA BJOÐA ÞER I DANS ? Upprifjunarnámskeið - 6 skipti fyrir þá sem lært hafa áður r Aramótaheitið er ■ - '~r " endurvinnsla 9 Endurunnið heiti Endurvinnslustöðvar er nýtt heiti á gámasvæðum S0RPU. Það er í samræmi við hlutverk svæðanna sem móttökuaðstöðu til endurnýtingar og endurvinnslu. Endurunnin gjaldskrá Til þess að koma í veg fyrir misnotkun á endurvinnslustöðvunum hefur gjaldskyldu verið breytt. Sem fyrr eiga íbúar rétt á að losa úrgang, sem fellurtil við daglegan heimilisrekstur, án greiðslu. Eftirtaldir þættir falla ekki undir daglegan heimilisrekstur og eru þar með gjaldskyldir: Úrgangurfrá byggingarstarfsemi Úrgangurfrá bifreióaviðgerðum Lagervörur eða aðrar fyrningar yfirteknar við húsnæðiskaup Úrgangurfrá húsdýrahaldi Frábær árangur íbúa höfuðborgarsvæðisins og SORPU: 70% þess úrgangs sem kemur inn á endurvinnslustöðvarnar fer í endurvinnslu. ■Sí •| í Starfsemi húsfélaga flokkast undir heimilisrekstur ef íbúarnir vinna verkin sjálfir. Þú sparar fimmtung ef þú kaupir kort. Kortin eru nú seld á endurvinnslustöðvunum. Þar er einnig tekið við greiðslu fyrir einstaka farma. Endurunnir afgreiðslutímar Endurvinnslustöðvarnar eru opnar frá 12:30-19:30 alla daga. Auk þess eru stöðvarnar í Ánanaustum og á Sævarhöfða opnar á morgnana, virka daga frá 9:00 til 19:30. Endurvinnslustöðin í Miðhrauni Garðabæ bætist nú í þann hóp. Velkomin á endurvinnslustöðvar okkar StRPA SORPEVÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi • Box 12100» 132 Reykjavík Sími 567 6677 • Bréfasími 567 6690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.