Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 Fréttir Póstur og sími hf. gengur í Vinnuveitendasamband íslands: Hropandi osamræmi við fyrri yfirlýsingar - vita ekki hvað þeir eru að gera - segir formaður Félags íslenskra símamanna „Þetta er í hrópandi ósamræmi við fyrri yfirlýsingar frá forráða- mönnum Pósts og síma en þeir hafa marglýst því yfir að fyrirtækið sé ekki á leið inn í VSÍ. Ég veit ekki af hverju Póstur og sími er að ganga í VSÍ núna en auðvitað er það þeirra mál hvar þeir vilja vera. Fyrirtækið verður samt að gera sér grein fyrir því að við hjá Félagi íslenskra síma- manna erum ekki á neinum upp- boðsmarkaði,“ segir Einar Gústafs- son, formaður Félags íslenskra símamanna, um þá ákvörðun Pósts og síma að ganga í Vinnuveitenda- sambands íslands. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu tekur aðildin að VSÍ til þess hluta rekstrarins sem snýr ekki að starfs- mönnum innan Félags íslenskra símamanna og Póstmannasam- bands íslands. Þeir sem eru ekki þar inni eru um fimmtungur starfs- manna fyrirtækisins. Aöeins hálfgengiö í VSÍ Eftir því sem mér sýnist er fyrir- tækið hálfgengið í VSÍ og í raun nokkurri vanþekkingu á því hvem- finnst mér þessi ákvörðun lýsa ig hlútimir líta út, þeir virðast ekki Óvissa ríkir um það hverjir munu semja við starfsfólk Pósts og síma hf. á næstu árum. Hér má sjá starfsmenn póststöðvar við vinnu sínu. vita hvað þeir em að gera. Menn verða að átta sig á því að það er ekki verið að semja um fólk heldur störfin sem fólk gengur í,“ segir Einar. Samkvæmt fréttatilkynningu Pósts og síma er markmiöið með að- ildinni að VSl að einfalda samnings- gerð í komandi kjarasamningum og „stuðla að því að Póstur og sími hf. búi við það samningsumhverfi sem er á almennum vinnumarkaði.“ Einar segir að honum sé ekki ljóst hvað Póstur og simi vilji ná fram með þessum breytingum. „Hugsanlega telja þeir sig geta náð betri samningum með þessari breyt- ingu, hugsanlega vilja þeir losna við samningaþras með því að láta VSÍ sjá um þetta.“ Enn hefur fyrirtækið ekki tekið afstöðu til forgangsréttar stéttarfé- laga í komandi kjarasamningum. „Við höfum verið í viðræðmn við fyrirtækið um þetta atriði i margar vikur en það er ekki enn ljóst hvemig það lítur út.“ -JHÞ Leiö til betra lífs: ÓlafsQöröur: Popparar fitumældir og fréttamenn í bekkpressu Það veitir ekki af að byrja að hreyfa sig eftir hóglífi hátíðanna og því hafa DV, World Class, Bylgjan, Nike á íslandi, Útilíf og Vífilfell haf- ið samstarf um að koma landanum í form á ný. Átakið hefst í dag og mun það standa yfir í sex vikur. Hópar, fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig í léttan leik hjá Gulla Helga dagskrárgerðarmanni á Bylgjunni og verða glæsileg verð- laun veitt fyrir besta árangurinn. Fræga fólkið sleppur ekki við að taka sig á, popparar verða fitumæld- ir og settir í bekkpressu. Frétta- menn Stöðvar 2 og Bylgjunnar verða settir í megrun og munu þurfa að stunda lyftingar. Starfsfólk World Class mun einnig koma fram og krydda dagskrána, með góðum ráðum. -JHÞ Gunnlaugur Helgason, dagskrár- gerðarmaður hjá Bylgjunni, hjálpar hlustendum til að komast í gott form í næstu viku enda verður átakið Betra líf í fullum gangi næstu sex vikur. Líkamsárás í Einn maður var handtekinn fyr- ir minni háttar líkamsárás í Lækj- argötu aðfaranótt sunnudags. Sá sem fyrir árásinni varð meiddist lítils háttar. Árásin kom miðborginni í kjölfar deilna milli mannanna. Árásarmaðurinn gisti fanga- geymslur lögreglunnar um nótt- ina en var látinn laus í gær. -RR ‘MíJíJ Virmingar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu i hlut eftirtalinna aðila. Birt med fyrirvara um prentvillur. Agúst Einarsson, Fagrabæ 6, Garðabæ Benedikt Sigurbergsson, Austurbraut 19, Höfn Gísli Kr. Jónsson, Hlíöarási 1a, Mosfellsbæ Helða Tryggvadóttir, Laxakvísl 4, Reykjavík Leifur Jón Elíasson, Nesbala 15, Seltjarnarnesi Olga Hallgrlmsdóttir, Vesturgötu 52, Reykjavík Sesselía Antonsdótir, Lokastíg 1, Dalvík Steinunn Inglmarsdóttir, Goðatúni 1, Garðabæ Skíðakrakkar til Noregs DV Ólafsfirði: Ellefu skíðakrakkar frá Ólafsffrði fóru síðasta föstudag í tíu daga æf- inga- og keppnisferð til Lille- hammer í Noregi. Krakkarnir æfa bæði göngu og svig en með þefrn í förinni er sænskt þjálfarapar, Matt- hias Berglund og Laila Nilson, sem hafa unnið í Ólafsfirði frá því í haust. Krakkamir unnu algerlega sjálfir fyrir þessari ferð. Þeir héldu diskó og kaffisölu og þeir sáu um rusl bæjarbúa i samstarfi við Gáma- þjónustuna. Ólafur Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, sá um undirbúning ferðarinnar en hann býr í Noregi. -HJ A myndinni eru eftirtaldir krakkar: Fremri röð: Páll J. Kristinsson, Guöjón B. Hálfdánarson, Sigurfinnur Finnsson, Gunnlaugur Haraldsson. Aftari röð: Laila Nilson, Hanna Dögg Maronsdóttir, Jóna Björg Árnadóttir, Tinna Rún- arsdóttir, Matthías Berglund, Bragi Óskarsson, Steinþór Þorsteinsson og Símon Darri Steinarsson. Á myndina vantar einn skíðakappann, Árna Gunn- ar Gunnarsson. DV-mynd HJ Rólegt við Grímsvötn „Það hefur allt verið rólegt að undanfornu á svæðinu síðan skjálft- arnir urðu aðfaranótt laugardags," segir Ragnar Stefánsson jarð- skjáiftafræðingur hjá Veðurstofu ís- lands en nokkrir smáskjálftar urðu við Grímsvötn um síðustu helgi. Að hans sögn bendir ekkert til þess að einhverjar stórar hræringar verði á svæðinu. „Við fylgjumst auðvitað náið með ástandinu á svæðinu en það er ekkert óvenjulegt við þessa skjálfta," sagði Ragnar. -JHÞ Sandkorn dv Hæ, Gaui litli hér! Fjölmiðlastjarna ársins 1996 hér á landi er að öllum líkindum þétt- vaxinn karlmaður sem gegnir nafn- inu „Gaui litli", en hann hóf opin- bera megrun i sjónvarpi allra landsmanna á haustdögum. Gaui var hátt i 200 kg þegar megrunin hófst og setti sér ákveðið tak- mark, að léttast um 50-60 kg - tyrir vorið. Semsagt, hann var eingöngu þekktur tyrir það í byrjun að vera „feitur". Gaui hetur náö góðum ár- angri í megruninni, er hress og kát- ur og kemur ótrúlega víða við. Reyndar kemur hann orðið svo víða við að það hvarflar að manni hvort þeytingurinn á honum einn og sér ætti ekki að nægja til að kílóin fjúki. Gaui er í sjónvarps-, útvarps- og blaðaauglýsingum, hefúr tekið að sér þáttastjóm í sjónvarpi og áifam mætti telja. Kynningin: „Hæ, Gaui litli hér“ hljómar orðið á öldum ljósvakans frá morgni til kvölds. í þorramatinn? Nú fyrir áramótin var Gaui dug- legm- að auglýsa flugelda fyrir Landsbjörg og fórst það vel úr hendi. Menn velta því hins vegar fyrir sér nú þegar þorrinn er skammt undan hvort „Gaui litli“ taki ekki að sér að auglýsa þorramatinn fyrir einhver veitingahús- anna. Sand- komsritari sér hann fyrir sér hálfan ofan í tunnum af súrmat og svo ris hann upp með munninn fullan, andlitið kámugt, og segir: „Hæ, Gaui litli hér. Súrmaturinn er svakalega góð- ur, viltu ekki reyna sjálfur. Sjá- umst.“ - Þetta myndi án efa vera sterk auglýsing og við hinar fltu- bollumar teldum okkur óhætt að rífa í okkur þorramatinn fyrst „Gaui litli" í megruninni mætti það. Kalt í sveitinni I jólablaði Vikurblaðsins á Húsa- vik vom rifjuð upp nokkur skemmtileg ummæli sem höfð voru eftir nafhgreindum einstaklingum á nýliðnu ári. Og eins og vænta mátti var af ýmsu að taka þegar Þingey- ingar áttu í hlut. Ein skemmtilegustu ummælin vom höfð eftir Þor- grími Stama Björgvinssyni eöa „Starra i Garði“ í Mývatnssveit og féllu þau sennilega í kuldakastinu i haust. „Jú, það var dálitið kalt. Ég átti flösku með 45% vodka úti í Löd- unni minni og þegar innihaldið var botnffosið, þá var augljóst að það var orðið nokkuð svalt í sveitinni,“ sagði Starri, en vonandi hefur hlýn- að um síðir. Ekkert rifist Aldrei þessu vant virðist sem landsmenn séu sammála um útkom- una í áramótaskaupi Sjónvarpsins, og er þá fokið í flest skjól ef ekki er hægt að stytta sér stundir í skammdeginu við að rifast um hvort skaupið hafi verið gott eða slæmt, fyndið eða ræt- ið. Þetta hefur verið sígilt þrasmál fram eftir janúar- mánuði en nú ber svo við að óánægjuraddir varðandi skaupið heyrast varla og hin hamingjusama þjóð brosir hagvaxtarbrosi út í bæði. Atriði eins og t.d. það er „gervimennið" gekk á fund forsæt- isráðherra og spurði hvort hann „ætlaði fram“ var líka óborganlegt. Ætli sandkomsritari verði bara ekki að vera eins og hinir, að láta vera að setja nokkuð út á skaupið að þessu sinni. Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.