Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
Fréttir
DV
Áttræður bóndi lagði stóran hluta aleigunnar í vonlítið útgerðarfélag
Ahættan bar ávöxt og hagn-
aðurinn varð þrjátíu milljónir
- engin sérstök tilfinning, segir Sigurður Friðfinnsson
Siguröur Friöfinnsson bóndi á Ketilseyri viö Dýrafjörö lagöi stóran hluta aleigu sinnar í vonlítið útgeröarfélag. Hann
geröi þetta í þeim tilgangi aö halda frystitogaranum Siéttanesi ÍS í heimabyggöinni. Nú er skipið á förum til ísafjarö-
ar en 5 milljónirnar, sem lagðar voru í útgerðina, eru orönar aö 35 milljónum. Hér er Sigurður bóndi ásamt eiginkonu
sinni, Björnfríöi Ólafíu Magnúsdóttur, og í baksýn má sjá mynd af hluta barnahópsins en alls eignuöust hjónin 17
börn. DV-mynd Hlynur
„Það er engin sérstök tilfinning
að hafa eignast peninga. Hvort ég
fjárfesti mismuninn í einhverju sem
skýtur stoðum undir atvinnulif í
byggöarlaginu er algjörlega óráðið
og fer eftir ytri aðstæðum og hvort
það verða sköpuð einhver skilyrði
til þess að halda lífi áfram hér í
Dýrafirði eða hvort þessi kolkrabbi
á að fá að leggja allt í eyði,“ segir
Sigurður Friðfinnsson, bóndi á Ket-
ilseyri í Dýrafirði.
Ekki dæmigerður fjárfestir
Sigurður Friðfinnsson, bóndi i
Dýrafirði og 17 bama faðir, er ekki
hinn dæmigerði fjárfestir og fjár-
magnseigandi sem spilar á verð-
bréfamarkaðinn í því skyni að auðg-
ast, enda þótt fjárfesting sem hann
gerði fyrir fáum árum hafi borið
óvenjulega ríkan ávöxt og fimm
milljónir sjöfaldast á stuttum tíma.
Sigurður fjárfesti ekki af því að
hann sæktist eftir mikilli arðsemi,
heldur var eina markmið hans það
að treysta lífshjörg og atvinnu í sínu
sveitarfélagi. Það var því ekki hagn-
aðarvon sem rak efnalítinn bónda
og 17 bama fóður til að taka stóran
hluta af aleigu sinni, fimm milljón-
ir króna, út úr bankanum og leggja
í nýstofnað hlutafélag sem hafði
þann tilgang að kaupa þann togar-
ann sem eftir var á Þingeyri svo
hann færi ekki úr plássinu og kvót-
inn með honum. Hinn togarinn var
þegar farinn.
Vildu treysta undirstöður at-
vinnunnar
Forsaga hlutafjárkaupa Sigurðar
og fjöldamargra annarra sveitunga
hans og áhafnarmeðlima togarans
Sléttaness á Þingeyri er sú að út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
kaupfélagsins á Þingeyri, Fáfnir,
var komið að fótum fram og búið að
selja frá sér annan togarann sinn,
Framnesið, til ísafjarðar og sala
hins, frystitogarans Sléttaness, stóð
fyrir dyrum.
Þá var stofnað hlutafélagið Slétta-
nes hf. í því skyni að kaupa togar-
ann og gera hann áfram út frá Þing-
eyri og íbúar i Dýrafirði lögðu fram
hlutafé til félagsins. Þegar Sigurður
keypti á sínum tíma hlutabréf í
Sléttanesi hf. fyrir fimm milljónir
króna þótti mörgum það hið mesta
glapræði af öldruðum bónda að
leggja stóran hluta aleigunnar í
vonlítið fyrirtæki.
Fimm milljónir verða 35
milljónir
Glapræðið hefur þó sýnt sig að
þvi að hafa ekki verið meira en svo
að nú eftir að Sléttanesið hefur sam-
einast Básafelli, Rit, Togaraútgerð
ísfirðinga og Norðurtanga undir
merkjum nýja Básafells, snarjókst
virði hlutabréfanna. Hið nýja fyrir-
tæki varð að almenningshlutafélagi
í desember sl. og fór á almennan
hlutafjármarkað og þá kom mark-
aðsvirði hlutabréfa i félaginu í ljós;
fimm milljónimar hans Sigurðar
vora orðnar virði 35 milljóna. En
togarinn var hins vegar farinn frá
Þingeyri til ísafjarðar.
„Togarinn Sléttanesið var á þess-
um tíma nýlegt skip og búið að end-
urbæta það mikið, og svo var þetta
síðasta lífsvon okkar Dýrfírðinga að
halda kvóta skipsins í byggðarlag-
inu og það voru fleiri en ég sem
tóku þátt í þessu og margir tóku lán
til að geta keypt sér hlutabréf og ég
geri ráð fyrir því að allir hafi keypt
á sama grundvelli og ég, að reyna að
halda þessari undirstöðu undir lif-
inu í byggðarlaginu. Ytri aðstæður
hins vegar yfirbuguðu okkur enda
eru þessi fiármál öll að fara í hend-
umar á örfáum mönnum," segir
Sigurður og segir ekki von á góðu
þegar ríkisstjómir eru ekki öðru-
vísi samansettar en af fólki sem hef-
ur lítinn vilja til aö bæta hag venju-
legs vinnandi fólks.
Hygla sjálfum sér og þeim
ríku
Hann segir að þingmönnunum
virðist yfirleitt láta það betur að
hygla þeim betur stæðu og sjálfum
sér. „Þingmenn tóku sig til og
hækkuðu sjálfir kaupið sitt í fyrra-
vetur um 60 þúsund krónur á mán-
uði og hafa auk þess stóra mánaðar-
lega skattfría upphæð. Svo ráðast
þessir menn á lítilmagnann, þá sem
ekkert eiga, eins og ellilífeyrisþega,
öryrkja og sjúklinga og lækka
þeirra hlut og eru einmitt núna ný-
búnir að eigin sögn að taka af þeim
rúman milljarð til að bæta í hjá
þeim ríku,“ segir Sigurður.
Sigurður telur núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi stórgallað.
„Það þurfti að koma á sfiómun á
fiskveiðunum og vernda smáfisk-
inn, en þau markmið hafa algerlega
snúist við. Með fiskveiðistefhunni
eru skip að henda allt upp í 200
tonnum af smáfiski fyrir borð og
koma með 60 tonn í land, eins og
dæmi er um. Er þetta ekki fiskurinn
sem ríkisstjórnin og kvótakerfið
ætlaði að ala upp. Nú er verið að
drepa þann fisk sem átti að vemda
og henda honum og þjóðin er búin
að tapa milljörðum á þessu í stað
þess að koma með hann að landi og
hafa kvótann á fiski sem náð hefur
ákveðinni stærð.
Nýtt veiöistjórnarkerfi eina
lífsvonin
Á Þingeyri er fullkomið frystihús
sem fengið hefur viðurkenningu
fyrir að vera eitt hið fúllkomnasta á
landinu. Nú er það stopp og fisk-
veiðikvóti hér úr Dýrafirði er að-
eins nokkur tonn. Þetta er fyrir að-
gerðir stjórnvalda og mér sýnist að
þau séu vísvitandi að leggja í eyði
allar minni byggðir í kringum land-
ið. Þorskurinn hefur vaðið hér inn
um allan fiörð og þeir verða bara að
horfa á hann sjómennimir og mega
ekkert veiða. Eina aðgerðin sem
gæti bjargað lífinu i þessum fiörð-
um er bara aukinn kvóti eða frjáls-
ar veiðar skipa upp að ákveðnu
marki. Það sýnist mér vera eina
vonin upp á framtíðina," segir Sig-
urður Friðfinnsson, bóndi á Ketils-
eyri í Dýrafirði, að lokum.
-SÁ
Dagfari
Hinir fátæku verða ríkir
Viðskiptalífið og hinn frjálsi dá-
samlegi markaður, sem ratt hefur
sér til rúms í nútímaþjóðfélaginu,
er sifellt að bæta hag almennings.
Það sannaðist ekki síst nú um ára-
mótin. Harðnandi samkeppni á
flugeldamarkaðnum hefur gert ís-
lendingum kleift að kaupa sér
ódýrari flugelda en nokkru sinni
fyrr, sem leiðir til þess að fólk fær
meira fyrir peningana sína heldur
en nokkra sinni fyrr og getur nú
skotið upp fleiri flugeldum heldur
en nokkru sinni fyrr.
Annað gott dæmi eru verðbréfa-
markaðamir. Veröbréfafyrirtækin
keppast við að bjóða hugsanlegum
viðskiptavinum sínum betri kjör
og öruggari fiárfestingu og þjóð
sem er í hreinustu vandræðum
með peningana sína getur ávaxtaö
þá betur en nokkra sinni fyrr og
keypt fleiri hlutabréf en nokkru
sinni fyrr. Allt er þetta þakkarvert,
enda hefur þessi þjóð búið við fá-
tækt frá því að hún man eftir sér
og vill fara sparlega meö fé sitt, þá
loksins hún hefur efni á að spara,
til að geta keypt sér flugelda og
verðbréf.
Og það er fleira sem stendur
fólki til boða. Á hveijum degi má
lesa gimileg kostaboð frá hinum
ýmsu verslunum sem bjóða við-
skipti með afsláttarkjörum eða á
tilboðsverði og fólk verður að kepp-
ast við til að fylgjast með öllum
þessum tilboðum til að missa ekki
af neinu þeirra. Má heita að það sé
fullt starf enda má allt eins búast
við því að það sé arðvænlegra að
leggja niður tiltölulega illa launuð
störf til að græða á því að fylgjast
með því að spara sér peninga með
því að fylgjast með tilboðunum
sem gefast á markaðnum.
Nýjasta kostaboðið sem fólk hef-
ur ekki getað neitað sér um er heO
sólarvika á vegum virðulegs félags
sem gengur undir nafninu GCI en
þar er um að ræða svokaUaðan or-
lofsrétt sem fólk getur keypt sér
fyrir tUtölulega lítinn pening. Það
sem boðið er er hvorki meira né
minna en heil íbúðareign á sólar-
strönd og þarf viðkomandi eigandi
ekki að borga nema fimm hundruð
þúsund krónur fyrir eignarhluta
sinn. Er nema von að íslendingar
faUi fyrir þessu einstaka tUboði,
enda fylgir með að íbúðareigand-
inn geti líka unnið ferðavinning
sem gerir honum fært að ferðast
ókeypis tU hins fiarlæga lands, þar
sem íbúðin hans stendur og bíður
eftir honum.
Fimm hundruð þúsund krónur
eru skítur á priki fyrir slíkan lúx-
us. Nú fylgir að vísu sá bögguU
skammrifi að GCI selur öðram ís-
lendingum eignaraðild að íbúð-
inni, sem hér um ræðir, og þeir
geta orðið aUt upp í 50 samtals, eig-
endumir, en það er lógískt vegna
þess að enginn getur dvalið þar
nema eina viku í einu og þess
vegna þarf að fyUa upp hinar
fimmtíu og eina viku ársins tU að
nýta plássið. Okkar maður fær sem
sagt ekki að dvelja nema eina viku
í senn og það er öryggi i því að láta
aðra eigendur gæta íbúðarinnar á
miUi þess sem okkar maður mætir.
Þannig eignast fimmtíu íslend-
ingar hlut í 25 miUj. kr. ibúð fyrir
aðeins fimm hundruð þúsund
krónur hver, sem eru reyfarakaup,
og enda þótt eigandinn hreppi ekki
ferðavinning og þurfi að kosta ferð
sína sjálfur til sólarlandsins er
þetta varanlegur orlofsréttur sem
er mikUs virði fyrir fólk sem á nú
orðið svo mikla peninga að það
verður umfram aUt að spara þá tU
að geta ávaxtað þá.
Og ávaxtað þá tU að spara þá.
Þetta gerir þá fátæka rika og þá
ríku fátæka. Alveg eins og við vUj-
um hafa það.
Dagfari