Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 10
10
menning
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 DV
Svartagull
Jón Þ. Þór sagnfræðingur
hefur skrifað bókina Svarta-
gull, sögu Olíufélagsins hf. í
fimmtíu ár, frá ,
1946 til 1996.
Raunar byrjar,
Jón fyrr, ræð-
ir olíunotk-,
un á fyrri,
öldum og,
upphaf ol-
íualdar,
notkun
steinolíu
á ís-
landi
frá því
fyrsta og
fyrstu olíuíélögin á ís-
landi, Det danske Petroleums
Aktieselskab og Hið íslenska
steinolíuhlutaf]elag sem starf-
aði frá 1913.
í inngangi segir höfundur að
saga olíuviðskipta á íslandi
hafi verið lítt kannað viðfangs-
efni en áhugavert, „og þar við
bættist, að ég hafði á unglings-
árum starfað lítils háttar á veg-
um Olíufélagsins og þóttist því
hafa nokkrar taugar til þess.“
Hann styðst einkum við gögn
úr skjalasafni félagsins en hef-
ur einnig rætt við fjölda starfs-
manna þess.
Oliufélagið gefur bókina út.
Hún er prýdd fjölda ljósmynda í
smekklegum brúnum tónum.
Hátíð
Nemendaleikhúsið frumsýn-
ir í Lindarbæ á miðvikudags-
kvöldið leikritið Hátíð eftir
Ungverjann Georg Tabori og er
það í fyrsta skipti sem verk eft-
ir hann er sýnt á íslensku sviði.
Leikritið gerist meðal hinna
dauðu í kirkjugarði við Rínar-
fljót. Garðurinn er í órækt og
líkin á mismunandi stigi rotn-
unar en skarta þó sínum feg-
urstu líkklæðum. Og þau rifja
upp sögu sína og gamla brand-
ara til skemmtunar hinum
þögla meirihluta.
Bjami Jónsson leikhúsfræö-
ingur þýddi leikritið en inni í
því er leikið verkið Gyðinga-
konan eftir Brecht sem Þor-
steinn Þorsteinsson þýddi. Elín
Edda Árnadóttir hannar leik-
mynd og búninga en Kolbrún
Halldórsdóttir er leikstjóri.
Fagurfræði sýndar-
veruleikans
Þegar börnin leika sér og falla í valinn í leikn-
um standa þau jafnóðum upp aftur og segja: „allt
i plati, allt í þykjustunni!" og meina þá að leikur-
inn sé eitt og „veruleikinn" eða „alvaran" sé ann-
að. Þar með setja þau afgerandi mörk á milli
tveggja heima, sem eitt sinn virtust óhagganleg.
En í okkar samtíma hefur leikurinn þrengt sér æ
meira inn á svið raunveruleikans, þannig að við
getum ekki lengur greint skýrt á milli þykjustu
og alvöru. Sýndarveruleikinn er
orðinn ráðandi í mannlegum
samskiptum og farinn að stýra
jafnt lögmálum efnahagslifs og
stjórnmála, svo ekki sé minnst
á fjölmiölun og alla framsetn-
ingu veruleikans, hvort sem
er í máli eða mynd. Með til-
komu alnetsins hefur heimur
sýndarveruleikans margfald-
ast svo að öllu umfangi að
segja má að ný vídd hafi bæst
við reynsluheim okkar um leið
og aðrar víddir hans hafa
tæmst af innihaldi. Það á ekki
síst við um hina sögulegu vídd,
sem hefur horfið inn í augna-
blik hinnar beinu útsendingar.
Franski heimspekigúrúinn
Jean Baudrillard hefur haldið
því fram að „sýndarveruleik-
inn“ hafi nú þegar tekið við af
„raunveruleikanum": það eitt
sé raunverulegt sem sýnist og
hægt er að sýna í endalausri eft-
irgerð eða stælingu. Það sem
knýr hið síðkapítalíska neyslu-
samfélag áfram er að mati
Baudrillards endalaus neysla á
ímyndum sem hafa hlotið ígildi raun-
verulegra verðmæta. Nútímamaðurinn
hefur gengið inn í eins konar síbernsku, þar sem
þykjustan er allsráðandi. í þessum heimi sí-
bemskunnar verður hin fagurfræðilega upplifun
ekki lengur til við innhverfa íhugun sem styrkir
sjálfsvitundina heldur birtist hún í algleymi
neyslunnar þar sem ein ímyndin tekur við af
annarri í óendanlegri löngun og þörf eftir nýrri
og æsilegri réynslu.
Heimurinn verður því flóknari og óskiljanlegri
sem upplýsingamagnið vex og hin stafrænu skila-
boð verða æsilegri og hraðvirkari. Sagan gerist í
beinni útsendingu og er gleymd um leið og klikk-
að er yfir í annan sýndarveruleika með tölvumús
eða fjarstýringu. Þegar tækni og framleiðsluhætt-
ir síðkapítalismans hafa ekki bara afnumið
mörkin á milli þjóðríkja og hugmyndakerfa held-
ur líka á milli sýndar og veruleika, þá verður æ
erfiðara að viðhalda þeim mörkum sem listin hef-
ur sett sér sem afmarkaður og verndaður
reynsluheimur, þar sem hægt er að skoða heim-
Erótík-
in veröur aö
þykjustuleik þar sem allt er leyfilegt.
Myndlist
Ólafur Gíslason
inn úr hæfilegri fjarlægð út frá sögulegri viðmið-
un og rótfastri sjálfsvitund. Heimurinn eins og
hann birtist okkur á sjónvarps- og tölvuskjánum
er orðinn að endalausu skáldverki í mótun, sem
um leið gefur okkur þá tálsýn að við höfum fulla
möguleika á að gerast virkir þátttakendur í at-
burðarásinni. Við getum tengt okkur inn á netið,
búið okkur til heimasíðu og sent undirrituð eða
nafnlaus skOaboð út á vefinn og gleymt okkur í
óendanlegum sefjunarmætti þessa sýndarveru-
leika, þar sem innihaldið verður miðillinn sjálf-
ur. Það að klikka á vísbendinguna
og horfa á hvemig tæknin tengir
okkur við atburðarásina sem er að
gerast í núinu verður að megin-
inntaki leiksins. Ef eitthvað eitt
einkennir hina sjónrænu upplifun
sýndarveruleikans, þá er það
hverfulleikinn og um leið sefjun-
armátturinn og óþreyjan eftir
meira algleymi og sífellt æðislegri
upplifun. Með gagnvirkri þátttöku
neytandans í þessum leik öðlast
hann þá tiffinningu að hann hafi
vissa stjórn á þessum veruleika,
en verður um leið þræll hans, því
hugsun okkar og tiffinning mót-
ast jafnóðum af því sem við köll-
um fram á skjáinn.
Það er engin tilviljun að alnet-
ið er nú orðið einn helsti vett-
vangur hins alþjóðlega klámiðn-
aðar þar sem erótíkin verður að
þykjustuleik þar sem allt er leyfi-
legt, rétt eins og í leik barnanna.
Enginn ætti að hafa skaða af
þessum leik, því líkaminn er
ekki þátttakandi í honum og allt er
gert í þykjustunni - eða hvað? Marg-
miðlunarheimurinn með hinu endalausa mynd-
flæði sínu skapar stöðugt þörf fyrir fleiri myndir
og meira algleymi og hættan er sú að í stað þess
að styrkja sjálfsvitund okkar með gagnvirkni og
beinni þátttöku í leiknum geri hún sjálfsvitund
okkar að viðfangi leiksins og móti viðbrögð okk-
ar. Margmiðlunarheimurinn verður þá að alls-
ráðandi stórabróður sem ekki á sér hliðstæðu í
gjörvallri mannkynssögunni. Ef slíkar spár eru
réttar verður spurning hvort við sjálf, skólinn
eða fjölmiðlarnir hafi búið sig undir þessa fram-
tíðarsýn.
„...líf, sem enginn getur drepið."
Georg Tabori er orðinn 82
ára og viðurnefnið „Gyðingur-
inn gangandi" gæti átt við hann
því hann hefur búið í 12 þjóð-
löndum frá tvítugsaldri. Hann
1 fæddist í Búdapest en fór til
Berlínar 1932 og
varð barþjónn.
Hann upplifði
í götubardaga í
návígi og sá
Hitler taka við
hyllingu lýðs-
ins. „Mér
fannst hann
vera ein-
mana en ég
vorkenndi honum ekki
neitt,“ segir Tabori í viðtali
? 1994. Hann sneri aftur til Búda-
Ípest og þaðan til London en eft-
ir að heimsstyrjöldin braust út
fór hann aftur heim og starfaði
sem fréttaritari þar og í Búlgar-
íu. Nær öll fjölskylda hans dó í
j stríðinu, faðir hans í Auschwitz
s en móðir hans komst af fyrir
■ tilviljun og heppni.
Eftir stríð hefur hans aðal-
starf verið við skriftir og leik-
hús í Evrópu, Bandaríkjunum
og víðar. Nú býr hann í Vínar-
borg og segist vera „útlending-
ur í þessum heimi."
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Félagarnir A1 og Angel velkjast um
vegalausir á ótilgreindum vígvelli. Sá
siðamefndi hefur sáralítið orðið fyrir
áreiti menningar og lista á sinni lífs-
göngu. Tíminn hefur farið í að halda
sér á floti í botnlögum samfélagsins
og skrápurinn er orðinn harla þykk-
ur fyrir vikið.
A1 er á allan hátt andstæða Angels.
Þegar leiðir þeirra liggja saman með
sögulegum hætti hefst undarlegt sam-
band þar sem „menntamaðurinn" A1
matar hinn „fáfróða" Angel á enda-
lausum staðreyndum úr menningar-
og listasögu. Þó að timinn sé þeim
augljóslega skammtaður telur Á1 að
án upplýsingar fái maðurinn ekki
þrffist og það sé þó altént léttara aö
mæta dauðanum kunni maður skil á
helstu fyrirbærum menningarsög-
unnar.
Angel er svo sem allur af vilja
gerður og þakklátur fyrir fræðsluna
en einfaldar spurningar hans koma
A1 úr jafnvægi og hrista upp í hroka-
fullum hugmyndum um eigin yfirburði.
Steve Tesich, höfundur leikritsins Undir ber-
um himni, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi
um jólin, notar þennan ramma til þess að velta
upp ýmsum siðferðilegum og trúfræðilegum
spumingum. Hann spyr um gildi menningar og
lista og teflir saman ólíkum lífsviðhorfum. Ádeil-
an á grimmilegan og tilgangslausan stríðsrekstur
er undirrót og hreyfiafl verksins, enda á höfund-
ur ættir að rekja til Bosníu. Spurningar um trú
og trúfræðileg viðhorf verða þó æ áleitnari eftir
því sem líður á verkið og taka í lokin alveg yfir.
Með þessari athyglisverðu sýningu brýst Leik-
félag Akureyrar út úr vinalegu Samkomuhúsinu
og setur sig niður í nýju húsnæði, Renniverk-
stæðinu, þar sem nöturlegt umhverfið smellpass-
ar fyrir verkið.
útfærslunni, jafht í leikmynd sem
búningum, svo að útkoman verður
allt að því ógnvekjandi stundum.
Nostrið varð þó fullmikið í sumum
senuskiptunum þar sem bjástrið með
fleka og sandpoka klippti óþarflega á
framvinduna.
Eyvindur leggur kröfuharða og
skýra línu í leikstjórninni þannig að
sýningin verður einstaklega heil-
steypt og sterk.
Ámar og Þráinn túlka hvor á sinn
hátt seiglu mannsandans og „sölu-
hæfni“ við hinar hræðilegustu að-
stæður og báðir brydda leik sinn kal-
hæðnislegri kímni. Arnar vinnur hér
efirminnilega persónu, mann sem
hefur byggt sín lífsgildi á kolrangri
undirstöðu og gengur afar illa að sjá
ljósið.
Þráinn heldur líka þétt utan um
mannlýsinguna í hlutverki hins grófa
Angels sem skákar A1 hvað eftir ann-
að. Leikur Þráins er fimasterkur og
vel unninn, jafnt líkamsbeiting sem
svipbrigði.
Af öðrum leikurum má nefna Aðalstein Berg-
dal í hlutverki munks og Stefán Öm Arnarson í
hlutverki Jesú sem lætur sellótónana tala.
Leikstjórinn kom vel fyrir í hlutverki herfor-
ingja á sýningunni sem ég sá og bæði hann sem
og aðrir er að sýningunni komu hafa greinilega
lagt metnað sinn í að vanda hana sem best.
Leikfélag Akureyrar sýnir á Renniverkstæöinu:
Undir berum himni
eftir Steve Tesich
Þýðandi: Hallgrímur Helgi Helgason
Val á Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Leikmynd og búningar: Magnús Pálsson
Leikstjórn: Eyvindur Erlendsson
Arnar Jónsson sem Al og Þráinn Karlsson sem Angel í Undir berum himni.
Leiklist
AuðurEydal
Helstu tíðindi við uppfærsluna?
Jú, þar skal fyrst telja magnaða leikmynd
Magnúsar Pálssonar og einkar vandaða leik-
stjóm Eyvindar Erlendssonar. Þeir byggja upp
þungavigtarsýningu þar sem hvergi er slegið af
og tveir mikilfenglegir leikarar, Arnar Jónsson
og Þráinn Karlsson, leiða saman hesta sína í að-
alhlutverkunum.
Magnús leggur mikla vinnu í hvert smáatriði í