Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 Fréttir Sveitarstjóm Kjósarhrepps hótar ríkinu og Columbia málsókn vegna byggingar álvers: Fátækir bændur: Stórmál fyrir efnahagsupp- byggingu þjóðarinnar - segir iðnaðarráðherra - ógnar ferðaþjónustu, segir oddviti Kjósarhrepps „Þessi gagnrýni kemur ansi seint. Það hefur þegar farið fram umhverf- ismat á svæðinu sem er miðað við 180 þúsund tonna álver og sú könn- un leiddi skýrt í ljós að mengunin frá því verður innan viö þau mörk sem miðað er við í lögum og regl- um,“ segir Finnur Ingólfsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, um þá ályktun sveitarstjórnar Kjósar- hrepps að brýnt sé að finna fyrir- huguðu álveri Columbia Ventures nýjan stáð en það á að rísa á Grund- artanga. Einnig hótar sveitarstjóm- in ríkinu og Columbia Ventures Seaflower: Stjórnin samþykkti skipakaup - segir forstjórinn „Það lá stjómarsamþykkt að baki kaupum Seaflower á togaranum Hoffelli. Á fundi stjómarinnar, sem haldinn var 10. október 1995, sam- þykkti stjóm fyrirtækisins að kaupa veiðiskip og var mér falið að finna skip til að fyrirtækið missti hvorki úr veiöitíma né tapaði niður kvóta,“ segir Magnús Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Seaflower í Namibíu sem sagt var upp störfum í desember s.l. í samtali við DV segir Magnús að eftir að samþykktin var gerð og hann farinn að leita eftir kaupum á heppilegu skipi hafi ytri aðstæður breyst á þann veg að tillögur komu fram frá fiskifræðingum um að veiðiheimildir yrðu skornar niður úr 170 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn. Nokkm síðar, eða í byrjun nóvember, var svo heildarkvótinn ákveðinn 110 þús. tonn. Vegna tillagnanna um kvótanið- urskurðinn hafi viðskiptabanki fyr- irtækisins viljað halda að sér hönd- um með fyrirgreiðslu við kaupin og það sé ástæða þess að kaupin á Hof- felli gengu ekki fram. -SÁ málsókn verði álverið byggt enda óttast hún mengun frá því. Bændur ekki í tísku Iðnaðarráðherra leggur áherslu á að álverið verði búið fullkomnasta mengunarvamarbúnaði sem völ er á. „Það er því engin ástæða til að ætla að fyrirhugað álver ógni á nokkum hátt atvinnulífi svæðisins. Hættan er engin. Það verður einnig að hafa það í huga að þetta er stór- mál fjórir efnahagsuppbyggingu þjóðarinnar. Það er afar mikilvægt að fá inn þessa erlendu fjárfestingu og geta þannig aukið útflutnings- tekjur okkar og þegar til lengri tíma litið bætt lífskjörin og rétt af við- skiptajöfnuðinn." Varaforstjóri Colombia kemur til íslands í dag til viðræðna við íslensk sljómvöld. Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps, segir greinilegt að áherslur Framsóknarflokksins hafi breyst. „Það er undarlegt að ráð- herra flokksins skuli halda fram þessari stefnu. Það virðist vera þannig að enginn flokkur heldur fram málstað bænda enda telja þeir að það borgi sig ekki á atkyæðaveiö- um því allir era á leið í þéttbýlið. Það virðist lika að bændur hafi ekki lengur neina sterka forystumenn til þess að leiða hagsmunabaráttu sina. Þetta mál snýst í raun um hvemig eigi að nota landið. Það er mikið tal- að um svokallaðan lífrænan land- búnað sem Vcixtarbrodd en slíkt gengur ekki með mengandi stóriðju nálægt. Það sama gildir um ferða- þjónustu sem ég held að gefi miklu meiri vaxtarmöguleika en stóriðja, það vill enginn heimsækja okkur nema að hér sé einhver byggð og ómengað land.“ -JHÞ Veðrið hefur svo sannarlega leikið við höfuðborgarbúa og aðra landsmenn að undanförnu og eru þeir fiðruðu eng- in undantekning. Gott veður breytir því ekki að endurnar á tjörninni þurfa að fá í gogginn eins og ungi maðurinn á myndinni gerir sér grein fyrir. Á sama tíma og íslendingar búa við hlýindi á kaldasta tíma ársins eru Evrópubúar í kulda og hreti. DV-mynd Hilmar Þór Umhverfisverndarsinnar vilja banna frystitogara frá aldamótum: Vissulega áhyggjuefni - segir Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ „Þetta er vissulega áhyggjuefni, eins og Magnús réttilega gat um, þó maður vilji samt ekki trúa því að þetta sé jafnalvarlegt og hann lýsir því. Maður veit þó aldrei hverju maður á að trúa í þessum öfgmn sem þama eru hafðar uppi. Ég er ekki eins óttasleginn og Magnús en það er fyllsta ástæða til að fylgjast náið með þessu í framtíðinni,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍU. Magnús Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður segir að Grænfriðung- ar og fleiri samtök hafi nú hafið baráttuna gegn fiskveiðum í Banda- rikjunum af alvöru. Hann er ný- kominn frá Alaska þar sem hann segir umhverfisvemdcU'sinna hafa reynt að hafa áhrif á kvótaúthlutun fyrir nýbyrjað fiskveiðiár en mark- mið þeirra er að banna frystitogara frá aldamótum. Magnús segir út- gerðarmenn í Alaska og Seattle ótta- slegna. „Það hefur ekki verið sótt að okk- ur í þessu efni því við fylgjum vís- indalegri ráðgjöf í öllum efnum hvað varðar sókn í okkar fiski- stofna. Það væri því hreinn útúr- snúningur í þeim efnum ef þeir væra að sækja að okkur," sagði Kristján. „Þeir virðast þó vera að því ann- ars staðar þar sem eins háttar og hjá okkur og því er vissulega ástæða til að hafa af þessu áhyggjur. Hér er ekki stuðst við nein vísindi heldur bara geðþótta og manni finnst eins og eingöngu sé verið að finna sér einhver markmið til að afla fjár til þessarar starfsemi en ekki til að hafa einhver gagnleg áhrif,“ sagði Krisfján. Magnús segir fjölmörg samtök leggja herferð samtakanna lið og tel- ur að íslendingar verði varir við þessa nýjustu stefnu innan hálfs árs. Hann segir samtökunum verða ansi ágengt með þær herferðir sem þau keyri og bendir í því sambandi á herferð frá 1982 sem bannaði að versla með selaafurðir og notkun rekneta. Hann er sannfærður um að íslenskir fiskimenn verði ekki látn- ir í friði í þessari herferð. Einn frystitogari í Seattle í Bcmdaríkjunum hefur þegar oröið fyrir skemmdarverkum sem Magn- ús tengir við samtökin. Kveikt var í honum og er tjónið metið á tæpar 20 milljónir króna. Magnús sagði áróö- ur af þessu tagi virðast alveg virka. Það hafi komið honum á óvart að það sé hægt að selja fisk sem tilfinn- ingavera en það er greinilega hægt í Ameríku og þá væntanlega víðar í heiminum. -ingo Umhverfisverndarsinnar hafa sett sér það takmark að banna frystitog- ara frá aldamótum. Líklegt þykir að íslenskir fiskimenn verði ekki látnir í friði í þessari herferð. DV-mynd S Minnkandi stuðningur við landbúnað - segir Ari Teitsson „Ef horft er á þessa þróun sem felst í fleiri bændum undir fátækt- armörkum og minni tekjum þeirra þá er þrennt sem hefur verið að ger- ast imdanfarin ár. í fyrsta lagi hef- ur stuðningur hins opinbera við landbúnað minnkað. Verðlag á bú- vörum hefur lækkað verulega mið- að við aðrar vörur. Að lokum má nefna að það er ákveðin tilhneiging til þess að setja sífellt nýjar reglu- gerðir sem íþyngja atvinnurekstri. Þar hefur landbúnaðurinn orðið illa úti,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændascimtakanna, um nýlega fá- tæktarkönnun Félagsvísindastofn- unar íslands en þar kemur fram að 39% bænda eru undir fátæktar- mörkum. í könnuninni kemur fram að þrátt fyrir að margir séu undir fá- tæktarmörkum á íslandi fækkaði þeim á síðasta ári. Ari segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvort þessi útkoma sé sér- stakur áfellisdómur yfir landbúnað- arstefnu stjómvalda undanfarið. „Stefnumörkun hefur samt oft verið á reiki í þessum málaflokki hér á landi en fátækt meðal bænda er því miður algeng á Vesturlöndum," seg- ir Ari Teitsson. -JHÞ Fágæt blíða „Frá því fyrir jól hefur mjög stillt veður verið hér í Reykjavík. Það hefur verið hæðarsvæði í grennd við landiö á þessu tímabili. Þessi staða er frekar óalgeng og henni virðast fylgja miklir kuldar í Evr- ópu, eins og sagt hefur verið frá í fréttum að undanfömu. Það er miklu algengara að lægðarsvæði gangi fram hjá landinu á þessum árstíma með tilheyrandi umhleyp- ingum," segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur. Að hans sögn er liklegt að veður verði gott næstu daga en svo era horfur á því að það kólni með norð- an- og norðaustanátt. -JHÞ Stuttar fréttir Lífeyrissparnaður Lífeyrissjóður VR stofnaði sér- eignarsjóð fyrir félagsmeim sína um áramótin og fleiri sjóðir hyggjast gera það sama. Viðræð- ur sjóðanna við fjármálaráöu- neytið um nýja reglugerð sem heimilar sjóðunum þetta hefjast í vikunni. RÚV segir frá. Vikublaðið ekki til sölu Vikublaðið er ekki til sölu og engar viðræður hafa átt sér stað við nokkum mann um kaup á Vikublaðinu, segja tveir stjómar- menn útgáfufélags blaðsins í yfir- lýsingu sem þeir hafa sent DV. Bágstatt Leikfélag Fjárhagur Leikfélags Reykja- víkur er bágur og Þórhildur Þor- leifsdóttir sér helst til bjargar að borg og ríki hlaupi undir bagga. Borgarstjórinn í Reykjavik segir að umgjörð um starfsemi félags- ins sé stór og kostnaðarsöm. Sjón- varpið sagði frá. Biskupsefnis leitað Prestar eru farnir að líta í kring um sig eftir nýjum biskupi. Sr. Karl Sigurbjömsson þykir sig- urstranglegur en sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir síður, að sögn Stöðvar 2. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.