Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
Tímarit og fleira »
Á http://www.Pathfinder.com er
hægt að komast á vefsíður tímarit-
anna Time, People óg Life. Enn-:
fremur er mikið framboð af tenging-
um á sjónvarpsþætti og. vefsíður
tengdar skemmtanaiðnaðinum vest-
anhafs.
Lúðrasveit
Lúðrasveit Verkalýðsins er á
slóðinni http: //www.hi.is/~hall-
gri/lv/index.html
Islensk tónlistarsíða
íslensk tónlistarsíða er á slóðinni
http://rvik.ismennt.is/~jonhs/
Mezzoforte
Hljómsveitin Mezzoforte hefur
verið að gera það gott með plötu
sinni Monkey Fields. Slóðin á vef-
síðu Mezzoforte er á http: //xana-
du.centrum.is/mezzoforte/
Billy Joel
Þessi frábæri tónlistarmaður hef-
ur að sjálfsögðu flotta vefsíðu. Hún
er á slóðinni http://www.zanzi-
har.com/
Bolton
Hið frábæra fyrstu deildarlið
Bolton er með glæsilega síðu á slóð-
inni http://www.holtonwfc.co.uk/
Dire Straits
Gítarhetjumar í Dire Straits er
að finna á slóðunum http:
/ / www.physics.sunysb.edu/~g-
ene/DS/DS.html og http://www-
students.un-
isg.ch/~tgygax/ds/index.html
Upplýsingar
Upplýsingaheimar SKÝRR eru á
slóðinni http: //www.skyrr.is/uh/
Þýskar fréttir
Þýska blaðið Bild am Sonntag er
með vefsíðu sína á slóðinni
http://www.bild.de/news/
Uppruni alheimsins
á slóðinni er http:
// www.hq.nasa.gov/office/oss/orig-
ins/origins.html er hægt að fræðast
um kenningar um upphaf alheims-
ins.
Tæknital
Fréttir úr tækniheiminum eru á
slóðinni http://www.modifi-
ed.demon.co.uk
Leiðarvísir um vefinn
Hér eru tengingar á fjölda
sniðugra vefsíðna. Slóðin er http:
/ /www.looksmart.com
í afskekktri eyðimörk í Norðvest-
ur-Mexíkó, tuttugu kílómetra frá
næstu orkulínu og klukkustund-
arakstri frá næsta þéttbýli, er Bene-
diktaklaustur sem kennt er við
Krist. Engin símalína liggur í klau-
strið og þar er ekkert sjónvarp.
Munkamir em hins vegar með eina
vinsælustu vefsiðu í heimi, henni er
viðhaldið með ferðatölvu og far-
síma. Sólarljósið er orkugjafinn.
Munkamir hafa einnig lífsviður-
væri sitt af því að hanna og setja
upp síður fyrir aðra. Hróður regl-
unnar hefur að sjálfsögðu borist út
um allan heim í gegnum Internetið.
Vefstjóri klaustursins, bróðir Mary
Aquinas, hélt nýlega til Páfagarðs í
Róm til þess að endurhanna siðu
Vatikansins. Hún á að vera flottasta
og heilagasta vefsíðan á gjörvöllu
Internetinu.
Vöxtur i Evrópu
Talið er að um aldamót veröi 38
milljónir evrópskra heimila tengd
við Internetið
Heimili tengd viö netið í
þúsundum
1635 Bretland
1.292
■ 1.105 Þýskaland
(246 Frakkland
1102 ■■ 1.946 Spánn
1144 ■■1.915 Holland
1159 ■ 1.206 Svíþjóð
| 44 Belgía
■ 1.012
| 98 Austurríki
■ 966
| 113 Sviss
■ 843
1154 Önnurlönd
I 3.902
■ 1996
■ 2001
REUTERS
Sannleikurinn predikaður
Ný og endurbætt síða Vatikans-
ins veu' opnuð nú um jólin og er hún
vistuð á þremur stórtölvum (sem
kallaðar eru Rafael, Gabríel og Mik-
ael). Þegar síðan var fyrst opnuð
árið 1995 varð hún strax mjög vin-
sæl, svo vinsæl að hætta varð við að
gefa fólki kost á að senda páfamnn
tölvupóst því að kerfið þoldi ekki
álagið. Á nýju síðunni eru skrif páfa
á sex tungumálum, dagskrá hans og
alls kyns upplýsingar um kaþólska
trú. Vatíkanið er ekki eitt um svona
stórvirki, hætt er við að tæknilega
sinnað fólk verði fyrir vonbrigðum
með trúarleiðtoga sína ef þeir sinna
ekki þörfum þess á nýtískulegan
hátt og það vita flestir trúarleiðtog-
ar sem á annað borð vilja fylgjast
með tímanum. Sögulega séð er held-
ur ekkert nýtt við það að rísandi
trúarbrögð noti sér nýja fjölmiðla-
tækni við að bera út boðskapinn.
Lúter er að sjálfsögðu þeirra
frægastur en hann boðaði siðbót
sína með prentlistinni. Samtíðar-
menn hans voru gáttaðir á þeim eld-
ingarhraða sem kenningar hans
ferðuðust á um Evrópu.
Fjölbreyttar umræður
Trúaðir menn í öllum löndum
hafa flykkst á netið alveg eins og
aðrir. Settar hafa verið upp vefsíður
söfnuða, spjallrásir, beinar útsend-
inganr frá predikunum og messum
og fréttahópar sem fjalla um guð-
fræði. Þar er að finna fulltrúa
flestra trúarbragða, allt frá hinu
tæknifælna Amish fólki, en vefsíða
þeirra er vistuð hjá Ohio-háskóla.
Þar er meðal annars hægt að finna
leiðbeiningar um hvemig best sé að
setja endurskinsmerki á hestvagna.
Á vefnum er líka hægt að finna vef-
síðu lítillar víetnamskrar trúar-
reglu sem dýrkar franska rithöfund-
inn Victor Hugo. Að lokum má svo
benda á að á vefnum er einnig hægt
að finna nokkrar síður um Janisma
en sanntrúaðir Janistar ganga alltaf
með lítinn sóp á sér svo þeir geti
sópað varlega frá smádýrum svo
hægt sé að forðast að traðka þau
niður.
Sé leitað á AltaVista leitarvélinni
að hálfguðinum Bill Gates fær við-
komandi 25 þúsund tilvísanir. Ef
leitað er með leitarorðinu „Guð“
koma upp 410 þúsund tilvísanir. Sé
Það boraar sig
að auglýsa
á netinu
Ef auglýsendur vilja ná til vel
menntaðra karlmanna á þrítugs- og
fertugsaldri þá er netið besti kostur-
inn. Þetta er niðurstaða nýrrar
markaðskönnunar sem hefur vakið
mikla athygli vestanhafs. Þaö er
þessi hópur sem er kjami Intemet-
notenda og þeir era líka afar nýj-
ungagjamir. Þeir kaupa nýjar græj-
ur um leið og þær koma á markað-
inn og þeir horfa síður á sjónvarp
en era hrifnari af netinu og tölvu-
pósti, dagblöðum og tímaritum.
Sumir sérfræðingar ganga svo langt
að segja að þeir hafi víðtæk áhrif á
aöra hópa, svo mjög að það sé hugs-
anlega skýringin á því að sjónvarps-
áhorf vestanhafs er stöðugt að
minnka.
Almennt séð bendir könnunin til
þess að eftirspumin eftir efni á Int-
emetinu eigi eftir aö aukast enda er
búist við að næstum því allir í þess-
um hópi verði virkir netnotendur
árið 2005. Ennfremur er búist við að
þeir muni kenna öðram hópum að
nota netið og út frá þessum harða
kjama munu aðrir komast inn á
það að nota Intemetið. Önnur mik-
ilvæg niðurstaða úr könnuninni er
sú að þessi hópur er afar jákvæður
í garð auglýsinga á netinu. Þetta er
mikilvægt því að erfitt hefur reynst
fyrir þá sem eiga og reka vefsiður
að laða auglýsendur til þess að nota
þennan miðÚ. Það hefur staðið mjög
í vegi fyrir'áframhaldandi þróun
miðilsins en ef til vill verður breyt-
ing á með þessari niðurstöðu.
Samantekt: JHÞ
Vatikaniö hefur sett upp nýja vefsíöu á slóöinni http: //www.vatican.va
leitað að „Jesús“ koma upp 145 þús-
und tilvísanir og ef leitað er að
„Ásatrú" á netinu koma upp tólf til-
vísanir. Vinsælustu umræðuhóp-
arnir á netinu eru umræðuhóparnir
alt.fan.jesus- christ og
alt.religion.scientology Á vefnum er
hægt að finna tvær vefsíður þar sem
hægt er að senda rafpóst til Jerúsal-
em þar sem hann er settur í grát-
múrinn og þaðan beint til Guðs (ef
nettengingin fer ekki niður vegna
bilunar).
Risastór markaður
Nú má í raun líkja netinu við
risastóran markað þar sem predik-
arar standa á hverju orði og reyna
að sannfæra venjulegt fólk um að
fylgja þeim „heilaga sannleika" sem
þeir kenna. Ennfremur fer fram
mikil umræða um trúmál og þar
ræða bæði trúaðir og trúlausir mál-
in af mismikilli heift. Á einum
fréttahóp hjá bandaríska endursölu-
aðilanum hafa notendur getað fylgst
með raunum unglingsstúlku frá Eg-
yptalandi sem snerist til kristinnar
trúar og var rekin úr fjölskyldu
sinni fyrir bragðið.
Sumir vilja meina að þetta sé að
breyta Interetinu sjálfu og kannski
hugmyndum fólks um almættið.
Þeir sem þekkja netið gera sér
nefnilega grein fyrir því að þar
blandast saman ólíkt fólk sem fer að --
ræða nána og persónulega hluti af
meiri innileik en vant er þegar eng-
in tölva er til aðstoðar. Þar eru trú-
arþrögð ekki undanskilin.
JHÞ
FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveöiö hefur veriö aö viöhafa allsherjaratkvæöa-
greiöslu viö kjör stjórnar og trúnaöarmannaráös
Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár.
Tillögum um skipun stjórnar og trúnaöarmannaráös
félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrif-
stofu þess aö Suður landsbraut 30, 4. hæö,
Reykjavík, ásamt meömælum a.m.k. 88 fullgildra
félagsmanna.
Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn félagsins
og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaöar-
mannaráö og 7 varamenn þeirra.
Frestur til aö skila tillögum um skipan stjórnar og
trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 17 fimmtudaginn
23. janúar 1997.
Stjórn Félags járniönaöarmanna
1
|
i