Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 Afmæli___________________ Guðmundur Bjarnason Guðmundur Bjarnason, vélstjóri og fyrrv. sjómaður, Víkurgötu 4, Stykkishólmi, er áttræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Litlanesi í Múlahreppi í Austur- Barðastrand- arsýslu en ólst upp í Fagrahvammi við Búðardal. Hann lauk farskóla- námi í Dalasýslu og öðlaðist síðar vélstjóraréttindi. Guðmundur fór ungur til sjós, var vélstjóri á Olivettu SH 3 1942^46, á flóabátnum Baldri 1949-59, á Smára SH 77 og Svani SH 111 1959-65, á Gullþóri SH 115 1965-72, Sæljóni SH 103 1972-78 og Gretti SH 116 1978-82. Guðmundur var sæmdur heiðurs- merki sjómannadagsráðs í Stykkis- hólmi. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 31.10. 1941 Herdísi Torfadóttur, f. í Stykkis- hólmi 10.6. 1921, húsmóð- ur. Hún er dóttir Torfa Jörgens Hjaltalín Illuga- sonar, bónda og sjó- marrns í Garðsenda í Eyrarsveit, og k.h., Ingi- bjargar Kristínar Finns- dóttur húsmóður. Böm Guðmundar og Herdísar eru Bragi, f. 25.4. 1942, vélstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Sig- ríði Bergþóru Guð- mundsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm; Páll, f. 14.1. 1944, skipstjóri í Stykk- ishólmi, kvæntur Ólöfu Þórey Ell- ertsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Bára Laufey, f. 21.9.1948, starfsstúlka og húsmóðir í Borgar- nesi, gift Guðjóni Karlssyni kenn- ara og eiga þau tvö böm; Áslaug Sólveig, f. 3.9.1955, ráðskona í Laug- agerðisskóla og húsfreyja að Þverá í Eyjahreppi, gift Halldóri Kristjáni Jónssyni, múrarameistara og bónda að Þverá, og eiga þau fimm böm. Langömmuböm Guð- mundar em nú tólf tals- ins. Hálfsystkini Guðmundar, samfeðra, era Volgerína Jóhanna Bjarnadóttir, f. 26.12. 1897, d. 28.12. 1897; Jóhanna Bjamadóttir, f. 31.12. 1898, d. 31.10. 1996, húsmóðir og ræstinga- kona í Reykjavík; Mar- grét Bjarnadóttir, f. 29.11. 1901, nú látin, húsmóðir í Danmörku. Hálfbróðir Guðmundar, sammæðra, var Ámi Sigurður Jóns- son, f. 14.9. 1913, d. 20.10. 1950. Alsystkini Guðmundar: Sigriður Bjamadóttir, f. 29.1. 1919, d. 17.12. 1962, húsmóðir í Reykjavík, var gift Kristjáni Jóhannesi Einarssyni; Lilja Bjamadóttir, f. 24.10. 1921, d. 22.7.1996, húsmóðir í Reykjavík, var fyrst gift Bjama Guðjónssyni sem lést 1950 en seinni maður hennar var Gunnar Marinósson sem lést 1982; Guðrún Bjamadóttir, f. 1.6. 1923, d. 6.8.1987, húsmóðir og starfs- stúlka í Reykjavík, var fyrst gift Knud Odd Ingo Bergendal sem lést 1985 en seinni maður hennar var Guðmundar Agnarsson; tvíburar, f. 9.9. 1924, d. s.d.; Hermann Bjarna- son, f. 9.11. 1925, fýrrv. bóndi í Búð- ardal, kvæntur Sigrúnu Jóhannes- dóttur; Kristinn Kristbjöm Bjarna- son, f. 14.3. 1928, fyrrv. strætisvagn- stjóri og leigubílstjóri í Reykjavík, var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur; Ósk Bjamadóttir, f. 17.3. 1931, hús- móðir í Reykjavík, gift Hjörleifi Jónssyni; Jens Líndal Bjömsson, f. 16.1. 1933, vörabifreiðastjóri í Reykjavik, kvæntur Þorbjörgu Páls- dóttur húsmóður. Foreldrar Guðmundar vora Bjami Magnússon, f. 24.11. 1870, d. 20.11. 1960, bóndi í Litlanesi og í Fagrahvammi viö Búðardal, og k.h., Sólveig Ólafía Árnadóttir, f. 9.8. 1889, d. 19.7. 1973, húsfreyja. Guðmundur Bjarnason. Jóna Berg Andrésdóttir Jóna Berg Andrésdóttir, húsmóð- ir og atvinnurekandi, Höfðavegi 18, Vestmannaeyjum, varð fimmtug í gær. Starfsferill Jóna Berg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp að því undanskildu að hún var öO sín bemskusumur hjá ömmu sinni í Vestmannaeyjum. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1966. Jóna sá um bókhald fyrir ýmis fyrirtæki um nokkurra ára skeið, starfaði á bókhaldsskrifstofu og var skrifstofustjóri í nokkur ár, stund- aði útgerð í Vestmannaeyjum, ásamt eiginmanni sínum 1987-94 auk þess sem þau hafa starfrækt innflutningsfyrirtæki sem þau reka enn. Jóna á sæti í sóknar- nefnd Landakirkju í Vestmannaeyjum, situr í stjórn KFUM og K í Vest- mannaeyjum og situr í stjórn Vestmannaeyja- deildar Aglow. Fjölskylda Jóna Berg giftist 8.5. 1966 Sigurði Inga Ingólfs- syni, f. 28.1. 1945, neta- gerðarmeistara. Hann er sonur Ingólfs Theódórs- sonar netagerðarmeistara sem er látinn, og Sigríðar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Jónu Berg og Sigurðar Inga eru Andrea Inga Sigurðardóttir, f. 30.9. 1965, húsmóðir í Vestmanna- eyjum en maður hennar er Guð- mundur Ágústsson sjó- maður og era börn henn- ar Sigurður Ingi VO- hjálmsson, Ása Guðrún Guðmundsdóttir og Ásdís Ósk Guðmundsdóttir; Tryggvi Rúnar Sigurðs- son, f. 18.4.1971, sjómaður í Vestmannaeyjum en unnusta hans er Hulda Björt Magnúsdóttir; Guðni Steinar Sigurðs- son, f. 26.7. 1979, sjómaður í Vestmannaeyjum. Systkini Jónu Berg eru Edda G. Andrésdóttir, f. 23.12. 1952, starfsmaður við Stöð 2, búsett í Reykjavík, gift Stefáni Ólafssyni, prófessor við HÍ og á Edda þrjú böm; Gunnar Magnús Andrésson, f. 8.8.1959, listamaður og tæknimaður hjá Þjóðleikhúsinu, búsettur í Reykjavík en kona hans er Elín Við- arsdóttir og á hann tvö böm. Foreldrar Jónu Berg era Andrés Þ. Magnússon, f. 22.6. 1924, listmál- ari og fyrrv. verkstjóri hjá Hval hf. í Hvalfirði, búsettur í Reykjavík, og Svava Jónsdóttir, f. 19.2. 1927, hús- móðir. Ætt Andrés er sonur Magnúsar Ingi- leifssonar, sjómanns og bónda í Vík í Mýrdal, og Steinunnar Andrésdótt- ur. Svava er dóttir Jóns Valtýssonar, bónda í Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um, og Guðrúnar HaOvarðsdóttur húsfreyju. Jóna Berg verður að heiman á af- mæOsdaginn. Jóna Berg Andrésdóttir. Afmæli Fáskrúðsfjöröur: Þáttaskil í sorp- hirðumálum DV, Fáskrúðsfirði: Rétt fyrir áramótin var tekin í notkun gámastöð hér sem tekur við öOum úrgangi frá heimOum og fyr- irtækjum á Fáskrúðsfirði. Þar með er allri sorpbrennslu í opnum ofni hætt á svæðinu. Gámastöðin er á sama stað og gamla sorpbrennslan var. Ráðinn var starfsmaður, Kári Jónsson, og hefur hann þann starfa að vísa fólki á þá gáma sem viðkom- andi rusl á að fara í og er opið frá kl. 14-18 aOa daga nema sunnudaga. Venjulegt heimilissorp er síðan fjarlægt hálfsmáinaðarlega frá heim- ilum með sérstökum sorpflutninga- bO og urðað í landi Þernuness 5 Fá- skrúðsfjarðarhreppi. Það era sveitarfélögin frá Nes- kaupstað til Stöðvarfjarðar sem standa að Sorpsamlagi Mið-Austur- lands en Trévangur á Reyðarfirði er verktaki við sorphirðu á öOu svæð- inu. -ÆK Kári Jónsson, umsjónarmaður nýju gámastöövarinnar á Fáskrúösfiröi, f dyrum Kárastaöa. DV-mynd Ægir Arlegt jólaball Kvenfélagsins Bjargar á Hvammstanga var haldiö fyrir áramótin í félagsheimilinu. Konurnar buöu aö venju öllum bæjarbúum á balliö og upp á veitingar en færi mættu en venjulega því flensufaraidurinn hefur herjaö illa á bæjarbúa. En þeir sem komu skemmtu sér vel og skattheimta var engin en sem kunnugt er hefur skattstjóri viljaö fá sitt úr starfi kvenfélagsins. Á myndinni er Kertasníkir ásamt gestum. DV Til hamingju með afmælið 6. janúar 90 ára Ámý Sigurjónsdóttir, Grænumörk 3, Selfossi. Hún er að heiman. 85 ára Guðmundur Helgason, Hólmakoti, Borgarbyggð. Einar J.B. Jónasson, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Guðrún Hjartardóttir, Skaftahlíð 6, Reykjavík. Hrefna Gimnarsdóttir, Eskihlíð 18 A, Reykjavík. 75 ára Vilhjálmur Guðmundsson, Hvammstangabraut 27, Hvammstanga. 70 ára Soffla Kristín Þorkelsdóttir, Þverholti 28, Reykjavik. Helga Haraldsdóttir, Marargötu 1, Grindavík. 60 ára Tryggvi Ingimarsson, Skólavegi 5, Hrísey. Haukur Skagfjörð Jósefs- son, Faxatúni 6, Garðabæ. Sigriður Magnea Óskars- dóttir, Hraunbæ 95, Reykjavík. 50 ára Aðalheiður D. Kristinsdótt- ir, Dynskógum 20, Hveragerði. Sólveig A. Amórsdóttir, Hringbraut 55, Hafnarfirði. Johanndine Sverrisdóttir, Þjóðólfsvegi 9, Bolungarvík. 40 ára Rúnar Jónsson, Kópavogsbraut 78, Kópavogi. Guðmundur Bjami Am- kelsson, Lynghaga 4, Reykjavik. Júlíus Kristjánsson, Lindarbergi 28, Hafnarfirði. Birna Aðalbjörg Björnsdótt- ir, Helgamagrastræti 46, Akur- eyri. Karl Rúnar Ólafsson, Lyngási IV, Holta- og Land- sveit. Smáauglýsingar DV 550 5000 DV-mynd Sesselja, Hvammstanga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.