Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Síða 7
MIÐVKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 7 DV Sandkorn Vitlaus kona í Fréttabréfi Önfirðingafélagsins, sem kom út á dögunum, er þáttur sem heitir Önfirð- ingurinn „heima“ inn við beinið. Sig- riður Hagalínsdótt- ir segir þar sögu af þvi að Hjördis á Mosvöilum hafi eitt sinn haldið fræga ræðu á Al- þingi þar sem hún ræddi um áfengis- neyslu. Þáverandi biskup íslands hreifst af ræðunni og sagðist ætla að þakka Hjördísi ræðuna með kossi ef hann hitti hana. Sumarið eftir var hann að vísitera á Vestfjörðum. Eftir messu í Holtskirkju var haldið kaffi- samsæti sem kvenfélagskonumar sáu um. Þegar gestir voru gengnir út settust konumar niður tU að hvíla sig. Rebekku á Kirkjubóli var létt um mál og stóð úti á gólfi i miðri frásögn þegar biskup kemur inn í íylgd nokkurra heimamanna. Þegar biskup sá Rebekku vatt hann sér að henni og smellkyssti hana og þakk- aði ræðuna góðu í þeirri vissu að hún væri Hjördís varaþingmaður. Rebekka snarþagnaöi en Björgmund- ur á Kirkjubóli tók hart viöbragð og hrópaði upp yfir sig: „Nei, þetta er ekki Hjördís, þetta er vitlaus kona.!“ Eins og Onassis Fyrsta togaranum sem þeir Sam- heija-frændur keyptu var gefið nafnið Akureyrin EA. Einn þre- menninga, Þor- steinn Vilhelms- son, tók við skip- stjóminni og gekk mjög vel enda á leið með að verða einn besti fiski- skipstjóri lands- ins. Næsti togari sem þeir frændur keyptu fékk nafn- ið Margrét EA. Þá fóm menn svona að Hta við eins og sagt er og spurðu hvað væri að gerast hjá þeim frændum. Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri og einn aðaleigandi Guð- bjargar ÍS, hefur lengi verið talinn kóngurinn í hópi togaraskipstjóra. Þegar Samherji keypti Margréti EA hafði hann samband við Þorstein, skipstjóra á Akureyrinni, á opinni bylgju í talstöðinni og heyrðu marg- ir samtaUð. „Þú ert að veröa stór- karl, Steini," sagði Ásgeir. „Nei, nei," svaraði Þorsteinn, hógvær og ekki orðmargur að vanda. „Þú ert bara að verða eins og skipakóngur- inn Onassis," sagði Ásgeir og hló en Þorsteinn sagði fátt. Tíu árum siðar hafði Þorsteinn og félagar hans i Samherja yfirtekið Ásgeir og Guð- björgina og bætt þar við 18. fiski- skipi sínu. Óvæntur glaðningur Ragnar M. Traustason tannlækn- ir hefúr lengi verið í hópi gjalda- hæstu manna í Reykjaneskjör- dæmi. Ragnar er Vestfirðingur og hann ákvað fyrir nokkrum árrnn að fjárfesta fyrir vest- an og keypti tvo báta á Suðureyri, Trausta ÍS og Bám ÍS. Sagan segir að Ragnari verði flest að gúUi og svo fór með þessa fjárfestingu sem flestir glottu að á sinni tíð. í fyrra var línutvöfóldunin afnumin og helmingur hennar færður sem kvóti tU bátaeigenda. Sömuleiðis var steinbitur settur undir kvóta. Þegar aflareynsla báta Ragnars var metin kom í ljós að þeir fengu kvóta að verðmæti um 150 miUjónir króna. Um þetta hafði Ragnar enga hugmynd þegar hann keypti bátana. Biblíukaflinn I bókinni Þeim varð aldeUis á í messunni segir frá því að séra Pét- ur Þ. Ingjaldsson hafi eitt sinn tekið þátt í spuminga- keppni. Var þá lesinn upp kafli úr Biblíunni og áttu þátttakendur að þekkja úr hvaða bók kaflinn væri tekin. Séra Pétur var skjótur tU svars og neftidi bókina Ástir sam- lyndra hjóna. Þá var þessi vísa ort: 1 guðsorðalestri á gati hann stár, þetta gáfnafjós kirkjunnar þjóna. Aftur á móti er’ann afburöa klár f Ástum samlyndra hjóna. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Heilsuátak DV, Bylgjunnar og World Class: Fólk „frelsast" á reykinganámskeiði - Allen Carr talar til vilja fólksins „Ein sterkasta aðferðin við að hætta að reykja er viljinn. Bókin Létta leiðin til að hætta reykingum eftir Allen Carr (útgefin af Fjölva ’93) er mjög athyglisverð en við höf- um fylgt eftir einstaklingum sem hafa lesið þessa bók og hætt að reykja við lestur hennar," sagði Ingileif Ólafsdóttir, fræðslufúlltrúi hjá Krabbameinsfélaginu. „Höfúnd- urinn, Allen Carr, er með margar meðferðarstofhanir í Bretlandi og víðar og talar til vilja fólksins. Hann segir því að láta ekki selja sér eitthvað til að hætta að reykja heldur hreinlega hætta,“ sagði Ingileif. Reykti 100 sígarettur á dag Sjáifúr reykti Carr 100 sígarett- ur á dag áður en hann hætti og bókin fjallar um það hvemig hann fór að því. Hann hefúr einnig hald- ið íjölmörg námskeið fyrir reyk- ingafólk og lofar yfir 90% árangri. Hann kemur einnig inn á hvemig þeir friða sjálfa sig þegar þeim mistekst. Það undarlega gerðist að fólk stóð upp í lok námskeiðsins og hrein- lega frelsaðist, henti sí- garettupakkanum út í hom og hara „hallelúja“, ég er hætt(ur) að reykja. Þetta var mjög skemmtileg lífsreynsla," sagði Ingi- leif. Viljinn er veikur en skilaboöin skýr Hún sagði flesta hætta sjálfa þeg- ar þeir væra tilbúnir til þess. „Það era til mörg dæmi um stórreykinga- menn sem allt í einu drepa í sinni síðustu sígarettu og hætta með það sama. Þetta er spuming um að taka bara ákvörðun því þó að skilaboðin séu skýr er viljinn veikur,“ sagði Ingileif. -ingo TM 09 húgletfela 0,5 5 0,4 0,2 0 N = 12 N = fjöldi meðferðarhópa Forvamar- fræðsla N = 40 - mismunandi aöferöa viö aö minnka reykingar - Nikótín- plástrar/ tyggjó Einka- ráðgjöf frá ráðgjafa eða lækni N = 20 N = 24 Óhefðbundnar aðferðir (slökun, nálarstunga, dáleiðsla) Leiðbeininga- N = ll N = 24 -....... ÍTOW Fólk „frelsaöist" „Við fórum tvær frá Krabba- meinsfélaginu á námskeið hjá hon- um í London og hann taldi okkur því vera reykingamann- eskjur. Hann tekur tíu á hvert námskeið og þarna strompreykti fólk svo maður sat í reykjar- mekki. Hann kann allar þessar afsakanir sem reykingamenn nota til að blekkja sjálfa sig og sannfæra um að þeir ætli að byrja á morgun. Reykti einn Camelpakka á dag í rúm 20 ár: Las bók og hætti aö reykja - sumir veigra sér við að lesa síðustu síðumar Húsbréf Innlausnaiverð húsbréfa Högni hætti að reykja á hálfum mánuöi, eftir aö hafa reykt í rúm 20 ár. Bók Allens Carrs gerði út- slagiö. Eg hætti að reykja þegar ég var búinn með bókina. Hún byggði hægt og rólega upp vilj- ann til að hætta, jafnvel þó að ég hefði ekkert ætlað að hætta þegar ég hóf lesturinn," sagði Högni Högnason bif- vélavirki sem las i fyrra bók AUens Carrs, Létta leiðin til að hætta reykingum. Högni var þá búinn að reykja 1 pakka af Camel á dag í rúm 20 ár og hafði aldrei reynt að hætta fyrr. „í bókinni er manni sagt að halda áfram að reykja á með- an lesturinn stendur yflr. Svo drepur maður í þegar mað- ur er búinn með síðustu blaðsíðuna. Það tók mig um hálfan mánuð að lesa bókina því maður þarf aöeins aö velta þessu fyrir sér á meðan á lestrinum stendur, þ.e. íhuga hvem kafla. Ég hef heyrt að sumir veigri sér við að lesa síðustu blaðsíðumar til að þurfa ekki að hætta að reykja. Sálfræðin er svo sterk að fólki finnst það vera að svíkjast um ef það ekki hættir," sagði Högni. Hann taldi aðrar aðferðir við að hætta að reykja, s.s. nálarstungur og lyf, ekki gefa sama árangur því þá byggði fólk ekki upp vilja fyrir því að hætta heldur hætti e.t.v. af hálfum huga vegna utanaðkomandi þrýstings. Aðspurður sagði hann að það myndi ekki saka að lesa bókina aftur eftir að maður væri hættur til að „byggja mann upp í trúnni" en það hefúr ekki hvarflað að Högna að byija aftur. „Mér fannst bjöminn eiginlega vera unninn þegar ég var búinn að taka ákvörðun um að hætta.“ Hann sagði Carr spila mikið á heilbrigða skynsemi og að það væri ekkert sem héti töfralausn. Einn kafli bókarinnar fjallar t.d. um allt sem mælir með því að reykja en undir fyrirsögninni er blaðsíðan auð. Högni taldi bókina höfða til allra og mælti eindregið með henni. -ingo Frá og með 15. janúar 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 l.flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 - 20. útdráttur -17. útdráttur -16. útdráttur -15. útdráttur -11. útdráttur - 9. útdráttur - 8. útdráttur - 5. útdráttur - 2. útdráttur - 2. útdráttur - 2. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. janúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins Lj HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.