Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 11 PV________________________________________________________________________________Fréttir Húsnæðisnefnd Akraness: Krefst skýrslu frá forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins DV, Akranesi: Húsnæðisnefnd Akraneskaup- staðar hefur síðustu ár í samvinnu við bæjaryflrvöld á Akranesi og Húsnæðisstofnun rikisins leitað leiða til að fjármagna endurbætur á Höfðabraut 14-16 á Akranesi sem er eitt elsta fjölbýlishúsið á þar. Leitað var til húsnæðisstofnunar til að kanna hvort hún hefði ein- hverjar leiðir til að fjármagna end- urbæturnar en þær eru griðarlega miklar.' Húsnæðisstofnun svaraði erindinu nýlega. í svarinu kom fram að hún hefði engar úrbætur til lausnar. Akraneskaupstaður á meirihluta íbúða í fjölbýlishúsinu og í ljósi svarsins samþykkti nefnd- in að segja upp leigusamningum við alla leigjendur ffá næstu mánaða- mótum með sex mánaða fyrirvara þannig að búið verði að rýma allar íbúðimar fyrir 1. júlí 1997. Jafnframt verði leitað leiða til samninga við þá einstaklinga sem enn eru eigendur að íbúðum í blokkinni. Þetta er mikið áfall fyrir húsnæðisnefndina þvi nú bætist við þann mikla fjölda íbúða sem hún á og vandséð er hvemig nefndin getur komið íbúðum að Höfðabraut 14-16 í lag nema með miklum tilkostnaði. Bæjarritari Akraness fór fram á við forstjóra húsnæðisstofnunar að fá umrædda skýrslu en hann svar- aði að það væri ekki hægt. Húsnæð- isnefhd mótmælti á fundi afstöðu forstjóra stofnunarinnar að neita bæjarritara um skýrsluna og felur bæjarritara að krefjast hennar á grundvelli 15. greinar stjómsýslu- laga en samkvæmt lögum er stjóm- vald skylt að veita málsaðila upplýs- ingar um mál sé þess krafist. -DVÓ Hólmavík: Skipstjórarnir bestir í spilunum DV, Hómavík: Taflfélag Hólmavíkur var eitt af fyrstu taflfélögum utan Reykjavíkur sem eignuðust hús fyrir starfsemi sína. Það gerðist laust eftir 1960 en nafninu var síðar breytt í Tafl- og bridgefélag Hólmavíkur. Þátttak- endur og félagar úr sveitunum í ná- grenninu bættust fljótlega í félags- hópinn. Það hefur aldrei verið mjög fjöl- mennt en með ótrúlega traustum kjama og er svo enn. í þessu litla húsi, sem stendur við Kópnesbraut, hefur mikið verið teflt og spilað í hálfan fjórða áratug. Á síðasta vetri var svo komið að þeim tímapunkti að ákvörðun þurfti að taka um hvort hefja ætti dýrar endurbætur í því - þaö er jámklætt timburhús - eða þá að selja það og freista þess að komast inn í leiguhúsnæði með starfsemina. Það síðara varð svo ofan á og húsið selt sl. sumar. Frá síðasta hausti hefur félagið verið á nokkrum flækingi milli efn- aðra velunnara sinna með starfsem- ina. Ekki er þó talið að þetta hafi skaðað félagið a.m.k. enn sem kom- ið er. Nýliðun er þó lítil sem engin, sem em augljós hættumerki ekki síður en í ríki manna og dýra. Spila- staðir siðustu mánaða eiga þó vart sök á því. Bridgemenn hafa komið saman eitt kvöld í viku hverri frá vetrar- byrjun líkt og undanfama vetur. Minnst hefur verið spilað á tveimur borðum en mest á frnim borðum. Sigurvegar£u* í tvímenningi i keppni haustsins eru þeir Benedikt S. Pét- ursson og Guðmundur Viktor Gúst- afsson, sem telja verður eitt Benedikt S. Pétursson meö bikar sem hann vann ásamt Guömundi Viktori Gústafssyni í tvfmenningskeppninni. Meö Benedikt er Guömundur Hreiðar Þóröarson sem hann spilar stundum viö þegar Guðmundur Viktor er upp- tekinn f fiskinum. DV-mynd Guöfinnur sterkasta par bridgefélagsins til skipum á Hólmavík, þar er einnig nokkurra ára litið. Báðir eru þeir lán yfir þeim og gott gengi. starfandi skipstjórar á rækjuveiði- -GF Taktu þér tak- Tilboð á þolfimi fatnaði og skóm! Aerobic fatnaður með 10 - 80% afslætti! Eftirtaldir Aerobic skór eru með 20% afslætti! Nike Max Structure (dömuskór) Verð áður 11.850 Nú 9.480 Adidas Stripes Lite (dömuskór) 8.990 6.990 Nike Air Digs Mid (herraskór) 8.850 6.990 Nike Air Wibe (dömuskór) 7.980 6.392 Reebok Big Hurt (herraskór) 7.990 6.392 Adidas Equip Wild (dömuskór) 7.550 5.990 Reebok Big Hurt (unglingastærðir) 6.990 5.592 Eigum einnig handlóð, grip, og sippubönd, ofl. ofl. Líttu við í Útilífi á leið til betra lífs! MB únúF Ts 7t Glæsibæ - Sími 5812922 TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfíngaflokkum. ENSKA - DANSKA- NORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA - ÍSLENSKA fyrir útlendinga og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564-1527, 564-1507 og 554-4391 kl. 17-21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.