Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Qupperneq 15
MIÐVTKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
15
Tveir gjaldflokkar Alþingis
„Þeir hafa með dylgjum og órökstuddum fuilyrð-
ingum kallað okkur sjóræningja og sigað á okkur
herskipum; allt í þágu eigin málstaðar," segir Bjarni
Hafþór um „frændur okkar Norömenn“. Myndin er
tekin í Smugunni.
Veiðileyfagjald er
einhver naktasta og
ógeðfelldasta hug-
mynd um lands-
byggðarskatt sem
komið hefur fram á
lýðveldistímanum.
Skatturinn yrði inn-
heimtur með
ströndum íslands og
honum síðan ráð-
stafað á höfuðborg-
arsvæðinu. Þenslu-
einkenni ríkisins
mælast öll fyrir
sunnan og þeim
mælingum verður
ekkert breytt, jafn-
vel þó þær heiti
Landmælingar.
Mjög fáir alþingis-
menn aðhyllast
þennan landsbyggðarskatt og þeir
sem það gera eru næstum undan-
tekningarlaust búsettir á höfuð-
borgarsvæðinu. Á Alþingi íslend-
inga eru tveir gjaldflokkar; Þjóð-
vaki og Alþýðuflokkur. Þjóðvaki
leiðir umræðuna um veiði-
leyfagjaldið og ekki annað að heyra
en einhugur sé meðal þingmanna
þess flokks um málið. Innan Al-
þýðuflokksins er hins vegar ekki
einhugur um veiðileyfagjald. Það
eru til áhrifamenn í Álþýðuflokkn-
um sem aldrei
voru hrifnir af
þessari hugmynd
og eru í dag orðnir
henni beinlínis
andvígir. Þetta eru
Alþýðuflokksmenn
á landsbyggðinni.
Þingmenn annarra
flokka hafa ekki
lýst yfir stuðningi
við þennan skatt.
Það er broslegt að
hlusta á þingmenn
Þjóðvaka halda því fram, í hvert
sinn sem einhver gagnrýnir eitt-
hvað sem tengist kvótakerfinu, að
hann sé að lýsa yfir stuðningi við
veiðileyfagjald. Þjóðvaki mælir
ekki fyrir munn fólksins í landinu
með stuðningi sínum
við þennan landsbyggð-
arskatt og má í því sam-
bandi minna á eftirfar-
andi fyrirsögn úr Al-
þýðublaðinu frá miðju
síðasta ári þegar gerð
var skoðanakönnun um
fylgi stjómmálaflokk-
anna: „Þjóðvaki tvöfald-
ar fylgi sitt - Kominn í
eitt prósent".
Frændur vorir
Norðmenn?
íslendingar lifa á sjáv-
arútvegi. Sjávarútveg-
urinn lifir á útlending-
um. Þessu gleyma marg-
ir. En um leið og til-
verugnmdvöllur okkar
byggist á neytendum er-
lendis eigum við í harðri lífsbar-
áttu við aðrar þjóðir um hagsmuni
okkar. Nýlegt dæmi um það eru
samningamir um norsk- íslensku
síldina þegar Norðmenn komu aft-
an að okkur með ótimabærum til-
lögum um kvóta til Evrópusam-
bandsins. Hvers vegna gerðu Norð-
menn þetta? Voru þeir áður búnir
að gera einhverja aðra samninga
við Evrópusambandið? Norðmönn-
um er nákvæmlega sama um ís-
lendinga og íslenskan sjávarútveg,
þeir hugsa bara um eigið skinn.
Þeir hafa með dylgjum og órök-
studdum fullyrðingum kallað okk-
ur sjóræningja og sigað á okkur
herskipum; allt í þágu eigin mál-
staðar. Ömurlegasta orðasamband
íslenskrar tungu er „frændur vorir
Norðmenn". Ættum við ekki að
banna þetta orðasamband í nafiii
þjóðemiskenndar og sjálfstæðis-
baráttu?
Verölækkanir
Sjávarafurðir íslendinga era
seldar á erlendum mörkuðum. Út-
gerðar- og fisksölufyrirtæki, sem
okkur þykja stór og glæsileg, eru
peð á matvælamörkuðum heims-
ins. Og samkeppnin er ekki aðeins
við fiskafurðir stórþjóðanna heldur
einnig við alls kyns önnur matvæli
sem neytendmn bjóðast í miklu úr-
vali. í nýrri skýrslu sjávarútvegs-
ráðherra um stöðu og þróun bol-
fiskfrystingar koma ógnvekjandi
staðreyndir í ljós. Sem dæmi má
nefna að á síðustu flmm árum hef-
ur verð á sjófrystum afurðum,
skráð í SDR, lækkað um 4,6% og
verð á landfrystum afúrðum lækk-
að um 23,5%. Við erum að fá lægra
afurðaverð árið 1996 en árið 1991.
Þessi verðsamkeppni harðnar
stöðugt og mun verða meginvandi
íslenskrar útgerðar og fiskvinnslu
í framtíðinni. Kvótakerfið hefur
vissulega skilað
hagræðingu í sjáv-
arútvegi en þeir
sem spá í markað-
ina erlendis segja
að betur verði að
gera í framtíðinni.
Næsta niður-
sveifla
Kvótakerfið er
byggt á fiskvernd-
arstefiiu. í lok fisk-
veiðiársins syndir
jafnmikið af fiski
umhverfis landið
eins og gerði í
byrjun þess. Það er
viðurkennt að flest
bendir til þess að
kerfið skili árangri
og stofnamir vaxi.
Og skattgreiðendur
á íslandi eru ekki
látnir borga undir
útgerðina eins og tíðkast í Evrópu-
löndunum. En það er aldrei á vísan
að róa þegar náttúran sjálf er ann-
ars vegar og það er hrikalega dýrt
að sækja þennan fisk. Sumir halda
því fram að kynslóðir framtíðar-
innar muni hlæja að þessum veiði-
skap okkar á rándýrum og skuld-
settum skipum, í framtíðinni verði
allur fiskur framleiddur í eldis-
stöðvum. Veiðiskapurinn í dag sé
álíka gáfúlegur og að farið yrði á
vélknúnum farartækjum um fjöll
og fimindi til að skjóta kindur í
stað þess að smala þeim heim og
vinna verkin á hagkvæmari hátt í
sláturhúsum. Um þetta veit auðvit-
að enginn. Eitt vitum við þó örugg-
lega; sem er að það styttist í næstu
niðursveiflu í íslenskum sjávarút-
vegi. Gjaldflokkamir tveir á Al-
þingi ættu að eyða orku sinni í að
styrkja stoðir íslenskrar útgerðar,
þjóðinni allri til hagsbóta, fremur
en að standa í vonlausum þrætum
um að rétt sé að leggja nýja skatta
á landsbyggðina til að sækja fé í
ríkishítina fyrir sunnan.
Bjami Hafþór Helgason
Kjallarinn
Bjarni Hafþór
Helgason
framkvæmdastjóri
„Ömurlegasta orðasamband ís-
lenskrar tungu er „frændur vorir
Norðmenn“. Ættum við ekki að
banna þetta orðasamband í nafni
þjóðerniskenndar og sjálfstæðis-
baráttu?“
Á meðan jafnaðarmenn
spjalla á fólkið ekki fyrir mat
Á íslandi er uppi sú undarlega
staða að vinstri flokkamir svoköfl-
uðu eða jafnaðarmenn hafa aldrei
borið gæfú til þess að bindast
sterkum böndum til þess að breyta
þjóðfélaginu í takt við hugmyndir
sínar. Með sundurlyndi sínu hefur
hugsjónum verið kastað fyrir borð
þar sem skammtímahagsmunir,
eins og tímabundin seta í ríkis-
stjóm, hafa verið teknir fram yfir
stóra hugmyndimar um rétflátt
og heiðarlegt þjóðfélag jafnaðar og
kvenfrelsis. Þannig hafa jafnaðar-
menn sjálfir ávallt átt auðveldara
með að ráðast hver annan í stað
þess að takast á við stóm hindran-
imar sem em í veginum þ.e.
íhalds- og afturhaldsöflin. Þetta
pólitiska landslag
hefur síðan mótað
lýðveldið þannig
að það þjóðfélag
sem við búum við
í dag er skilgetið
afkvæmi þessara
bræðingshug-
mynda og plástur-
spólitíkur sem
notast hefúr verið
við í íslenskum
ríkisstjómum.
Lítil ábyrgö
Mikill skortur á stefnumófim og
framtíðarsýn er eitt helsta ein-
kenni sfjómmála og svo hefur lengi
verið. Áfleiðingar þessa sjást víða
um þjóðfélagið þar sem skamm-
tímalausnir misviturra stjómmála-
manna hafa skilið eftir sig minjar
um gjaldþrot, óskipulag og óhag-
kvæmni. Ábyrgð stjórnmálaflokka
er lítil gagnvart þessu og sitja allir
í súpunni enda virðist sem allir
geti verið með öllum í ríkisstjóm
þegar þeim það hentar og era um
það ótal dæmi. Lítið raunhæft hef-
ur verið gert til þess að takast á við
hagsveiflur nema hvað menn hafa
reynt að þreyja þorrann þar til
meira fer að veiðast af fiski eða
verð á honum hækkar. Hér era
enda sífelldar mnræður um góðæri
og harðæri líkt og það sé ofverk
stjómmálamanna að takast á við
það verkefni að skapa stöðugleika í
afkomu almennings. Gæti verið að
þetta ástand sé tilkomið vegna þess
að hér hefur ekki tekist að skapa
sterkt afl launamanna og verka-
lýðshreyfmgar sem hefur það að
markmiði að tala fyrir skynsamleg-
um almannahagsmunum. Vissu-
lega em allir þessir aðilar til en
þeir hafa aldrei náð að stilla saman
strengi sína til þess að vinna sam-
an til langs tíma. Gæti
til dæmis verið að um-
ræða um fátækt nú í
vaxandi góðæri væri
ekki fyrir hendi ef
jafnaðarmenn hefðu
borið gæfu til þess að
standa við hugsjónir
sínar og lífsgildi.
Óviöunandi
ástand
í dag er sú staða
uppi að mikil gerjun á
sér stað á vinstri
væng stjómmálanna
og er ekki séð fyrir
endann á þeirri þró-
un. Ungt fólk hefur
ákveðið að það ástand
sem ríkt hefur undan-
fama áratugi sé óvið-
unandi og að við svo búið megi
ekki standa. Þeir hagsmunir sem
jafiiaðarmenn hafa kastað á glæ
með sundrung sinni em svo miklir
að ekki verður lengur við það
unað. Fólk hefúr ekki lengur trú á
lausnum og hugmyndum smá-
flokka sem ekki geta hugsað stórt,
vart er treystandi á og hafa ekki afl
til þess að koma stefnu sinni í
framkvæmd. Hreyfing ungs fólks
úr stjómarandstöðuflokkunum er
að verða að veruleika og varla geta
skilaboöin verið skýrari. Þann 18.
janúar nk. verður stofnfundur
Grósku - samtaka jafiiaðarmanna
haldinn í Loftkastalanum. Gróska
hefur það fyrst og fremst að mark-
miði sínu að stuðla að
sameiningu jafnaðar-
manna og von okkar
er að það geti orðið
strax í næstu alþingis-
kosningyum.
Við sem að þessu
stöndum finnum hjá
okkur rika þörf til
þess að breyta því
pólitíska landslagi
sem við blasir í dag.
Við höfum ákveðið að
hafna því að renna í
hjólför þeirra sem á
undan okkur fóm
vegna þess að sá slóði
leiðir okkur ekki
þangað sem við vflj-
um fara. í staðinn
ætlum við að búa tfl
nýjan veg sem liggur
beinn og breiður í átt að framtið.
Við vfljum ekki upplifa það aftur
að sundrast í fylkingar, við viljum
tilheyra stórum hópi fólks sem þor-
ir, vúl og getur fengið hlufiun áork-
að. Og þó leikreglumar séu óskýr-
ar og erfitt sé að fara eftir þeim þá
er alltaf hægt að búa til nýjar. Það
er nefnilega svo að það er ekkert
sjálfgefið að allt verði alltaf ná-
kvæmlega eins og það hefur verið.
Förum að tala um pólitík og reyn-
um að móta framtíðarsýn með fólk-
inu í landinu sem ekki á fyrir mat
vegna þess að jafnaðarmenn hafa
aldrei geta unnið saman.
Hreinn Hreinsson.
„Afleiðingar þessa sjást víða um
þjóðfélagið þar sem skammtíma•
lausnir misviturra stjórnmála-
manna hafa skilið eftir sig minjar
um gjaldþrot, óskipulag og óhag-
kvæmni.“
Kjallarinn
Hreinn Hreinsson
félagsráðgjafi
Meö og
á móti
Sameining Neskaupstaðar,
Eskifjarðar og Reyðar-
fjarðar
Áhrifameira
sveitarfélag
Undanfarna mánuði hafa full-
trúar Neskaupstaðar, Eskiflarðar
og Reyðarfjarðar rætt hugsanlegt
aukið samstarf og jafnvel samein-
ingu þessara
þriggja sveitar-
félaga. Verið er
að leggja loka-
hönd á byggð-
aráætlun fyrir
sveitarfélögin
þrjú og jafn-
framt hefúr
verið ákveðið
að láta gera lík- for»otl bæjaratlóri*
an að nýju m:1 N«*kaup**a».
sveitarfélagi sem yrði til við sam-
einingu. Á þessu sést að reynt er
að vinna vandað og faglega að því
máli sem hér um ræðir en að
sjálfsögðu munu íbúar sveitarfé-
laganna taka endanlega ákvörðun
um hvort af sameiningu verður.
Ljóst er að frá því að viðræður
um samstarf eða sameiningu
sveitarfélaganna hófust hefur
áhugi sveitarstj ómamianna fyrir
þvi að skoða kosti og galla samein-
ingar aukist. Staðreyndin'er sú að
eftir því sem málefnið er meira
rætt og skoðað því meiri áhugi er
fyrir sameiningu, þó svo að aukin
samvinna sé ekki útilokuö. Rökin
fyrir sameiningu era helst þau aö
ef á að bæta þjónustu á svæðinu
verulega þarf að styrkja þá ein-
ingu sem þjónustuna veitir, auka
má hagkvæmni í rekstri fjöl-
margra stofnana með sameiningu
og auðveldara verður fyrir öflugra
sveitarfélag að halda þeim ríkis-
stofnunum sem em starfandi á
svæðinu, efla þær og vinna að
stofiiun nýrra sem yrðu til ótví-
ræðra hagsbóta fyrir íbúana.
Nauðsynlegt er að horfa tfl
framtíðar, hætta að hugsa á for-
sendum núverandi sveitarfélaga
en sjá fyrir sér fjölmennara,
sterkara og áhrifaríkara sveitar-
félag en þau sem fyrir em.
Hagræöingar-
kjaftæði
Hingað til hef
ég verið andvíg-
ur samruna
þessara byggð-
arlaga, enda
hafa enn ekki
komið fram
haldbær rök
fyrir því að
kostimir sam-
fara sameining-
unni séu ókost-
unum yfirsterkari. Meðan samein-
ingarsinnar geta ekki komið með
óyggjandi rök, máli sínu til stuðn-
ings, þá er ég algjörlega mótfallinn
slíku brölti. Sveitarstjómarmenn
verða að skoða vel alla þætti máls-
ins, og ekki láta blindast af hagræð-
ingarkjaftæði um aö sameina ein-
göngu samemmgarmnar vegna.
Hár fjallgarður skilur Eskifjörð og
Neskaupstað, og vegurinn snjó-
þungur. Samgöngur em erfiðar og
varasamar. Liprar samgöngur
hljóta að vera grundvallaratriði til
þess að íbúar byggðanna geti nýtt
sér þá þjónustu sem fyrir hendi er
á hveijum stað. Sem stendur sé ég
ekki þann fjárhagslega eða skyn-
samlega ávinning fyrir Eskfirðinga
að sameinast jafii afskekktri byggð
og Neskaupstað.
Sveitarfelögin em misvel stæð
flárhagslega. Skuldir 1. jan 1996 pr.
íbúa em langlægstar á Eskifirði
eða kr. 71.700, á Reyðariírði 110.200
og á Neskaupstað 130.300
Aukin samvinna sveitarfélag-
anna í ákveðnum greinum kann
aflur að vera ákjósanleg. Jákvæð
reynsla er t.d. af rekstri Skíðamið-
stöðvarinnar í Oddsskarði. -rt