Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
5
DV
í kjölfar vaxandi úthafsveiða:
Sjomenn krefj-
ast launa á
langri siglingu
- grænlenskir sjómenn fá 12 þúsund krónur á sólarhring
„Ég veit ekki hvers vegna þess
hefur ekki verið krafist fyrr að sjó-
menn fái greidd laim fyrir langa
siglingu eins og á úthafsveiðunum.
En nú hefur Sjómannasambandið
lagt fram kröfur um það í yfir-
standandi kjarasamningum,"
sagði Sævar Gunnarsson, formað-
ur Sjómannasambands Islands, í
samtali við DV í gær.
Ungur sjómaður hafði samband
við DV og benti á varðandi þetta
mál að grænlenskir sjómenn
fengju sem svarar 12 þúsund krón-
um íslenskum á sólarhring á út- og
landstími. Hann benti á að sigling-
in í Smuguna tæki 9 til 10 sólar-
hringa út og heim. Þessa 10 daga
væru sjómennirnir launalausir
því þeirra kaup liggur í hlut þess
afla sem fæst meðan verið er að.
Sævar Gunnarssonar sagði að
það væru vaxandi úthafsveiðar ís-
lenskra skipa sem hefðu ýtt á að
þessi krafa væri tekin upp. Hann
benti þó á að krfan hefði átt að
koma fram fyrr því íslenskir sjó-
menn hefðu oft á tíðum þurft að
sigla langa slóð á miðin.
Nefna má í því sambandi síld-
veiðarnar í Norðursjó hér áður
fyrr, loðnuveiðamar og sókn síðu-
togaranna á Grænlands- og Ný-
fundnalandsmið á árunum áður.
Sjómaðurinn ungi benti líka á
að launatrygging sjómanna væri
ekki nema rúmar 70 þúsund krón-
ur á mánuði. Hún er miðuð við
ákveðinn dagvinnutaxta verka-
manna. Það kæmi mjög oft fyrir að
sjómenn ynnu 10 til 12 tíma á sól-
arhring án þess að ná hlut og
fengju þá bara þessar rúmu 70 þús-
und krónur í laun á mánuði.
-S.dór
Fiskimjölsverksmiðja HB:
Peningalyktin aö
hverfa á Akranesi
DV, Akranesi:
Nú er að ljúka umfangsmiklum
endurbótum á Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju HB hf. á Akranesi. End-
umýjaðar vora vélar og tæki, sem
vora orðin allt að 60 ára gömul og
eftir endurbæturnar verða um
80-90% verksmiðjunnar sem ný.
Búnaðurinn er allur sá fullkomn-
asti sem völ er á nú og til þess gerð-
ur að framleiða hágæðamjöl. Um er
að ræða algjöra byltingu í meðferð
mjölsins. Blöndun verður léttari og
auðveldara að nálgast óskir kaup-
enda um samsetningu mjölsins.
í verksmiðjunni verða fjórir tank-
ar fyrir unnið mjöl sem taka um 4000
tonn. Þá verða einnig hráefnistankar
fyrir 3000 tonn. Skipt var um lagnir
og rafkerfi og öll frárennslismál tek-
in í gegn. Vinnslugeta verksmiðj-
unnar eykst úr 550 tonnum á sólar-
hring í 1000 tonn. Áætlaður heildar-
kostnaður við hreytingamar er um
800 milljónir króna.
Peningalyktin á Akranesi, sem
hefur verið hvimleið, hverfur nær
alveg og reykur verksmiðjunnar og
mengunarvandamálin era leyst með
fullkomnum búnaði. Auk breyting-
anna hjá HB er nú unnið að breyt-
ingum á Heimaskagahúsinu. Það
húsnæði fékk HB við sameiningu
HB og Heimaskaga. í því er verið að
byggja upp aðstöðu fyrir frystingu á
loðnu og síld og er áætlað að hægt
verði að frysta allt að 60 tonn á sól-
arhring. -DVÓ
Sæmundur skipstjóri og Bjarni Ágústsson vélstjóri ánægðir meö aflann.
DV-mynd ÆMK
Fiskur
alls
staöar
DV, Suðurnesjum:
„Við eram að byrja á veiðum og
þær lofa góðu. Veiðin er mjög góð
hér fyrir utan og fiskur alls staðar,
mjög stór eins verið hefur siðustu
tvö árin,“ sagði Sæmundur Jóns-
son, skipstjóri á Hraunsvik GK 68, í
samtali við DV þegar hann var að
landa rúmlega tveimur tonnum af
vænum þorski i Grindavík.
Sæmundur sagði þá hafa verið á
þorskanetum á svæðinu við Staðar-
berg. Þorskurinn er á milli 10 og 12
kg. Sem sagt vel stór og fór allur í
salt. -ÆMK
Fréttir
Hreinsunarstarfi í brunarústunum er nær lokið. DV-mynd ÆMK
Reykjanesbær:
Verksmiðjuhús
Víkuráss endur-
reist á sama stað
DV, Suðurnesjum:
„Við munum endurbyggja verk-
smiðjuhús á sama stað og fram-
kvæmdimar taka nokkra mánuði.
Við fengum nýlega húsnæði undir
starfsemi okkar á meðan fram-
kvæmdirnar standa yfir,“ sagði
Benjamín Guðmundsson, einn fjög-
urra eigenda trésmiðjunnar Víkur-
áss hf. í Keflavík. Hún hrann til
kaldra kola 29. desember.
Búið er að hreinsa branarústir
verksmiðjuhússins og næstu daga
hefjast framkvæmdir við endurapp-
byggingu. Hið nýja húsnæði verk-
smiðjunnar verður um 1700 m2 að
stærð eins og það var áður.
Fyrirtækið Víkurás er mjög um-
svifamikið í smíði innréttinga og
hurða. Talið er að tjónið í brananum
hafi ekki verið undir 200 milljónum
króna en niðurstöður liggja ekki
endanlega fyrir enn þá. -ÆMK
Reykj avíkurborg:
Hundagjaldið óbreytt
Gjaldskrá fyrir hundahald í
Reykjavík á þessu ári verður
óbreytt frá í fyrra samkvæmt
ákvörðun borgarráðs.
Árgjald fyrir hvern leyfðan
hund er 7.400 krónur en ef hund-
urinn fer á flakk og er hand-
samaður þarf eigandi að greiða 6
þúsund krónur fyrir að fá hann
aftur, sé hann í skilum með leyfis-
gjaldið. Ef hundurinn týnist aftur
og er gómaður þarf að greiða 18
þúsund krónur fyrir að fá hann
aftur, auk geymslukostnaðar.
Fyrsta leyfisveiting fyrir nýjum
hundi er 8.400 krónur en hækkar í
12.600 ef ekki er sótt um leyfi fyrir
hundi innan tiltekins frests. -SÁ
á notuðum
bílum
BÍLAHÚSIÐ
Sævarhöföa 2 • Sími 525 8020