Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Fréttir
Islenskur rlkisborgari fær ekki ökuskírteini hér á landi:
Velti fyrir mér hvort
brotið sé gegn mann-
réttindasáttmála
- segir Sigurjón Valdimarsson blaðamaöur sem vinnur í málinu
„I þessu máli tel ég rétt að velta
fyrir mér hvort löggæslan í landinu
hafi brotið gegn mannréttindasátt-
mála sem bannar mismunun
manna, hvort sem er vegna þjóðern-
is eða annars. Þess er krafist að ís-
lenskur ríkisborgari flytji lögheim-
ili sitt til landsins til þess að fá not-
ið sömu réttinda og erlendur ríkis-
borgari sem hefur dvalarstað hér í
stuttan tíma,“ segir Sigurjón Valdi-
marsson blaðamaður en hann hefur
undanfarið aðstoðað vin sinn, Helga
Olsen, sem er íslenskur ríkisborg£u:i
með lögheimili i Svíþjóð.
Málið gengur út á að Helgi fái af-
hent ökuskírteini sitt til staðfesting-
ar á því að hann hafi staðist öll próf
sem til þess er krafist. Helga var
synjað um ökuskírteini sitt á þeim
forsendum að hann ætti ekki lög-
heimili á íslandi.
„Helgi lauk bæði verklegu og bók-
legu námi með ágætum þann 3. jan-
úar 1996 en þegar hann kom að
sækja skírteini sitt til sýslumanns-
ins í Keflavík var honum tilkynnt
að það gæti hann ekki fengið nema
hann flytti lögheimili sitt til Islands.
Helgi fékk að vísu endurgreidd öll
gjöld vegna bílprófsins. Málinu hef-
ur ekki verið haggað og Helgi er í
Svíþjóð án ökuskírteinis. Sökum
námsins, sem hann leggur stund á í
Svíþjóð, og styrkja vegna þess getur
hann ekki flutt lögheimili sitt til ís-
lands.
Ekki sagt frá annmörkum
Helgi kom i jólafrí til íslands í
desember 1995 og dvaldi hjá skyld-
fólki sínu í Keflavík. Hann vildi
nýta dvöl sína hérlendis til að .afla
sér réttinda til að aka bíl. Ástæður
þess að hann kaus að fá þessi rétt-
indi á íslandi eru einkum þær að
hann vildi nýta tímann hér meðan á
heimsókninni stóð og hin, sem veg-
ur þyngra, að mun ódýrara er að
afla þessara réttinda hér en í Sví-
þjóð.
Helga var ekki kunnugt um nein
lög sem gætu komið í veg fyrir að
hann mætti hafa þennan háttinn á.
Aldrei á þessum tíma var Helga
gerð grein fyrir neinum annmörk-
um á að hann fengi skírteini, ekki
einu sinni þegar hann lagði inn
umsókn hjá sýslumanni um
próftökuna. Mér sýnist á reglugerð-
inni að sýslmnannsembættið hefði
átt að láta Helga vita um annmarka
áður en hann fór í ökuprófið í stað
þess að heimila honum að taka
prófið.
í 1. gr. í reglugerð um undirbún-
ing að bílprófi stendur að umsækj-
andi skuli hafa fasta búsetu hér á
landi eða hafa dvalið hér við nám í
a.m.k. sex mánuði. Það mundi kór-
óna vandræðaganginn í kerfinu hér
ef íslenskur ríkisborgari fengi ekki
notið þeirra réttinda á íslandi sem
ríkisborgurum allra annarra þjóða
virðast standa opin. Ég tel að Helgi
hafi verið beittur miklu óréttlæti.
Ég er að vinna í þessu máli og það
má bæta því við að ég er tilbúinn að
taka að mér að aðstoða fólk við
rekstur ýmissa erinda,“ segir Sigur-
jón. -RR
Ríkis-
borgara-
réttur
skiptir
ekki máli
- segir fulltrúi
„Ríkisborgararéttur skiptir
ekki máli í þessu sambandi
heldur er það búseta viðkom-
andi og það kemur skýrt fram
í reglugerð. Það kom í ljós við
útgáfu ökuskírteinis, þegar
upplýsingar voru kannaðar í
þjóðskrá, að umsækjandi átti
ekki lögheimili hér á landi.
Var lögreglustjóra því óheim-
ilt að veita honum ökuskír-
teini. Helga Olsen var þegar
tilkynnt þessi niðurstaða og
honum endurgreidd öll gjöld
og gögnum skilað," segir Ás-
geir Eiríksson, fulltrúi sýslu-
manns í Keflavík, vegna máls-
ins.
Hjá dómsmálaráðuneytinu
fengust þær upplýsingar að
málið væri í vinnslu þar.
Tryggvi Þórhallson, lögfræð-
ingur í ráðuneytinu, sagðist
ekki vilja tjá sig um málið á
meðan svo væri.
-RR
Viðurkenning
fyrir baráttu
gegn vímuefnum
DV, Akranesi:
Kiwanisklúbburinn Þyrill,
Sinawikklúbbur Akraness, Sorop-
timistaklúbbur Akraness, Rótary-
klúbbur Akraness, Lionsklúbbur
Akraness og Lionessuklúbburinn á
Akranesi stóðu i sameiningu að
vímuvamaverkefni á síðasta ári og
var ákveðið að rekstrarafgangur af
verkefninu rynni til Jafningja-
fræðslunnar.
Anna Helgadóttir læknir afhenti
Erlingi Ormari Vignissyni styrkinn
í Fjölbrautaskólanum og sagði að
styrkurinn væri fyrst og fremst
táknræn viðurkenning á baráttunni
gegn vímuefnavandanum. Jafn-
ingjafræðslan er verkefni sem
hrundið var af stað á vegum Reykja-
víkurborgar og byggist á því að ung-
menni fræða jafnaldra sína á skað-
semi fíkniefna. Erling Ormar frá
Akranesi var einn þeirra 25 ung-
menna sem störfuðu á vegum jafn-
ingjafræðslunnar í Reykjavík sl.
sumar.
Erling hefur ásamt þeim Óla Erni
Atlasyni og Sigurlaugu Gísladóttur
unnið að verkefnum á vegum Jafn-
ingjafræðslunnar og einnig fóru
nokkur ungmenni frá Akranesi á
vegum hennar í dagsferð til Glas-
gow. Nokkrar slikar ferðir hafa ver-
ið farnar, bæði innanlands og utan,
og er markmið með þeim að kynna
unglingum gildi þess að skemmta
sér án vímuefna. -DVÓ
Ásdís Jónsdóttir að vinna með hárljósagreiðunni. DV-mynd ÆMK
Síðustu daga hefur verið unnið að grjótfyllingu við þjóðveginn fyrir botni Kollafjarðar. Verktaki viö framkvæmdirnar
er Háfell. Sækja þarf hnullungana langt aö og tefur það verkið. í stórbrimi á síðasta ári skolaðist töluvert af grjóti á
haf út, svo mikið að endurnýja þurfti varnargarðinn við veginn. DV-mynd BG
Ný tímasetning á Húnavokunni
DV, Norðurlandi vestra:
„Þetta var gagnlegur fundur og
við ákváðum að prófa nýja tíma-
setningu á Húnavökunni. Menn
voru ásáttir um að stefna á að
halda vökuna í vor um hvíta-
sunnuhelgina. Hún er rétt fyrir 20.
maí og vonandi reynist vel að
halda hana um þá helgi framvegis.
Þetta er fyrsta ferðahelgi sum-
arsins og við ágætlega staðsettir til
að taka á móti fólki. Margir renna
hér í gegn og aldrei að vita nema
fólk stansi ef við höfum upp á eitt-
hvað skemmtilegt að bjóða,“ segir
Valdimar Guðmannsson, formaður
USAH.
Stjórn ungmennafélagsins fjall-
aði um Húnavökuna á fundi ný-
lega en aðsókn hefur verið fremur
dræm hin seinni ár. Margir hafa
haft efasemdir um að tímasetning-
in væri rétt, um langt árabil hald-
in um sumarmál, t.d. var Hús-
bændavakan, ákaflega vinsæll lið-
ur, yfirleitt haldin siðasta kvöld
vetrar.
„Það komu fram hugmyndir um
dagskrárliði, minnst á poppmessu
og kántríveislu. Þar hugsað til
samstarfs við Skagstrendinga,
enda býr þar óumdeildur kántrík-
óngur landsins. Við höfum hug á
að koma upp skemmtilegri vöku,
sem mundi hefjast á föstudag fyrir
hvítasunnu og standa fram á ann-
an í hvítasunnu," sagði Valdimar í
Bakkakoti. -ÞÁ
Göngudeild Bláa lónsins:
Á sjötta þúsund meðferðir á sjúklingum
DV, Suðurnesjum:
„Vinnuveitendur eru ekki nægi-
lega skilningsríkir gagnvart psorias-
is-sjúklingiun því þessar meðferðir
eru samþykktar af Tryggingastofnun
ríkisins og heilbrigðisráðuneytinu.
Starfsmenn hafa leyfi til að fá frí úr
vinnu. Vinnuveitendur hugsa ekki
dæmið til enda. Vilja þeir leyfa sjúk-
lingnum að fara klukkutíma fyrr úr
vinnu eða missa hann inn á deild í
sex vikur?“ sagði Ásdís Jónsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri göngu-
deildar Bláa lónsins, í samtali við DV.
Ásdís vill breyta viðhorfi vinnu-
veitenda gagnvart psoriasis-sjúkling-
um. „Ég vil að þeir hafi skilning á að
þetta er sjúkdómur sem verður að
passa upp á að blossi ekki upp og
verði illviðráðanlegur," segir hún og
vill sjá fleiri í meðferð hjá sér á
göngudeildinni.
Göngudeildin hefur aukið þjónust-
una enn frekar og fest kaup á svokall-
aðri hárljósagreiðu. Hún er notuð til
þess að hjálpa þeim sem eru með
psoriasis í hársverðinum en þeir eru
töluvert margir. Það hefur alltaf ver-
ið erfitt að fá geislann niður í hár-
svörðinn. Áður þurftu karlmenn að
vera vel klipptir svo geislinn kæmist
þangað og erfitt var að fá geislann til
að virka á konum með mikið hár.
Greiðan hefur reynst vel.
Álíka margir sem sóttu göngudeild-
ina í fyrra og árið 1995. íslenskir sjúk-
lingar voru 3.500 og 6-700 erlendir
gestir. -ÆMK
Í
Í
i
í
I
i
í
1
i
(
i
i
i
i
i
i