Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Stuttar fréttir
Alveg eins
Alexander Lebed, fyrrum ör-
yggismálaráð-
gjafi Jeltsíns
Rússlandsfor-
seta, sagði í
Washington í
gær að þegar
hann tæki við
forsetaemb-
ættinu í Rúss-
landi vildi
hann hafa embættistökuna al-
veg eins og hjá Clinton.
Býöur umræöur
Forseti Suöur-Kóreu bauö í
morgun að taka upp á ný um-
ræður í þingi landsins um um-
deilda vinnulöggjöf sem verka-
lýðsfélög hafa mótmælt harka-
lega með þriggja vikna verkfóll-
um.
Jeltsín heim
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
fór heim af sjúkrahúsi í gær eft-
ir tveggja vikna legu og hans
biðu erfið vandamál, bæði á
sviði efnahagsmála og stjóm-
mála, auk snúinna samningavið-
ræðna við NATO.
Hnattflug innan seilingar
Bandaríski ævintýramaður-
inn Steve Fossett, sem varð að
hætta viö hnattflug sitt í loftbelg
og lenda á Indlandi í gær, sagöi
að einhverjum mundi takast það
á næstu þremur árum.
Harma samning
Um tvö þúsund landnemar
gyðinga komu saman í Vestur-
bakkaborginni Hebron í gær til
að harma að Palestínumönnum
skyldu afhent yfirráð yfir
stærstum hluta borgarinnar.
Zhivkov sleppt
Todor Zhivkov, fyrrum for-
seta Búlgaríu, var sleppt úr
stofufangelsi í gær á sama tíma
og stjórnarandstæðingar halda
áfram mótmælum sínum gegn
stjómvöldum.
Chirac meö umbætur
Jacques Chirac Frakklands-
forseti reyndi
í gær að beina
athygli
fransks al-
mennings frá
metatvinnu-
leysi og spill-
ingarmálum
innan stjórn-
arflokkanna
með því að boða til umbóta á
réttarkerfi landsins.
Skelfur í Kína
Að minnsta kosti sjö manns
týndu lífi í jarðskjálfta sem varð
í Kína í nótt.
Langtí land
Breskar konur ná ekki jafn-
rétti í launamálum fyrr en eftir
45 ár en karlar fá almennt um 20
prósentum hærri laun nú.
Þjarmar aö íhaldinu
Búist er við að Tony Blair,
leiðtogi
Verkamanna-
flokksins í
Bretlandi,
þjarmi að
stjórninni í
dag með því
að greina frá
stuðningi
kaupsýslu-
manna við stefhu Verkamanna-
flokksins.
Upp á viö í Skotlandi
Breski íhaldsflokkurinn jók
örlítið fylgi sitt í nýlegri skoð-
anakönnun í Skotlandi en
Verkamannaflokkurinn leiðir
enn örugglega.
Ekki aftur til fortíöar
Alberto Fujimori Perúforseti
segir að gíslamáliö verði ekki til
þess að snúa landinu aftur til
foríðarinnar þegar ófriður ríkti
né kollvarpi það efnahagsumbót-
um. Reuter
/•
Mikiö um dýrðir viö embættistöku Bandaríkjaforseta í gær:
Clinton og Hillary stigu
dans fram á rauðanótt
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Hillary eiginkona hans fengu sér snúning á fimmtán viðhafnardansleikjum í Was-
hington í gærkvöldi í tilefni embættistökunnar. Síöara kjörtímabilið leggst vel í forsetann ef marka má svip hans á
þessari mynd. Slmamynd Reuter
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
Hillary, eiginkona hans, dönsuðu
fram á rauðanótt þegar bandaríska
þjóðin fagnaði því að forsetinn sór
embættiseiðinn í annað sinn í gær.
Forsetahjónin fengu sér snúning á
hvorki fleiri né færri en fimmtán
viðhafnardansleikjum í Washington
í tilefni dagsins.
Tugþúsundir stuðningsmanna
forsetans komu saman í fagurlega
skreyttum gistihúsum eða ráð-
stefnusölum í þeirri von að forset-
inn mundi nú líta inn.
„Ég dái hann,“ sagði Edith Henig
sem kom alla leið sunnan frá Flór-
ída til Washington til að fá að berja
forsetann sinn augum á viðhafnar-
dansleik Flórídafylkis.
í ræðu, sem Clinton hélt eftir að
hann hafði svarið embættiseiðinn,
með aðra höndina á fjölskyldubibl-
íunni, lagði hann áherslu á bætt
samskipti kynþáttanna og stjóm-
málaflokkanna í landinu og fjallaði
um draum sinn um Bandaríkin sem
land nýrra fyrirheita.
„Megi kynslóðimar, sem við sjá-
um ekki enn, segja um okkur sem
hér erum að við höfum leitt ástkært
land okkar inn í nýja öld, þar sem
ameríski draumurinn er lifandi fyr-
ir öll börn þess og skínandi frelsis-
logi Bandaríkjanna breiðist um all-
an heiminn. Látum forna sýn um
fyrirheitna landið vísa okkur veg-
inn og horfum fram á við á land
nýrra fyrirheita," sagði Clinton í
ávarpi sínu.
Forsetinn fór síðan fyrir skrúð-
göngu niður Pennsylvaniubreiðgöt-
una fram hjá mannfjöldanum sem
lét kuldann ekki á sig fá heldur kom
til að verða vitni að þessum sögu-
lega atburði.
Á eftir svörtu límúsínunni sem
flutti Clinton og Hillary og dóttur
þeirra, Chelsea, fóm litskrúðugir
vagnar, lúðrasveitir, hestar, trúðar
og uppábúið fólk frá hverju einasta
fylki.
Ekki er víst að forsetinn fái að
sofa út á fyrsta fulla starfsdegi ann-
ars kjörtímabils síns í dag. Tveir
mikilvægir fundir biða hans. Á hin-
um fyrri ætlar hann að ræða við
efnahagsráðgjafa sína um væntan-
legt fjárlagafrumvarp og leiðir til að
semja við þingmenn repúblikana
um það. Síðari fundurinn verður
með landstjórn Demókrataflokksins
þar sem nýir leiðtogar flokksins
verða staðfestir. Reuter
Lögregla í Belgrad
barði mótmælendur
Óeirðalögregla í Belgrad barði
mótmælendur með kylfum í gær-
kvöld. Þurftu nokkrir mótmælend-
ur að leita læknishjálpar vegna höf-
uðmeiðsla og meiðsla á fótleggjum
og handleggjum eftir barsmíðar lög-
reglunnar.
Stjómarandstæðingar óttast nú
vaxandi hörku stjórnvalda í kjölfar
þess að undirréttur i Belgrad ákvað
að fresta því að staðfesta þá niður-
stöðu kjörstjórnar í Belgrad að
stjómarandstaðan hefði sigrað sós-
íalistaflokk Milosevics forseta í
sveitarstjómarkosningunum í nóv-
ember síðastliðnum. Sagði forseti
undirréttarins að málinu yrði
frestað þar til hæstiréttur hefði úr-
skurðað hvaða dómstóll skyldi fjalla
um það. Er talið að Sósíalistaflokk-
urinn sé á bak við úrskurð undir-
réttarins. Með því að vísa málinu til
hæstaréttar fær flokkurinn meiri
tíma til aðgerða.
Annað áfall fyrir stjómarandstæð-
inga í gær var að hæstiréttur, sem
stjómarerindrekar segja að sé ekki
óháður, úrskurðaði að flokkur forset-
ans hefði sigraö í bænum Sabac.
Serbneskur stúdent bar kross í mót-
mælagöngu í Belgrad í gær.
Símamynd Reuter
Þúsundir stúdenta komu saman í
Belgrad í gær en lögreglan kom í
veg fyrir að þeir gætu gengið um
miðborgina. Reuter
Reynt aö kúga fé
út úr Bill Cosby
Lögreglan í Los Angeles yfir-
heyrði tvo menn í gær í sámbandi
við rannsóknina á morðinu á Enn-
is Cosby, syni gamanleikarans
Bills Cosbys. Ennis Cosby var skot-
inn til bana í síðustu viku er hann
var að skipta um dekk á bíl sínum
við hraðbraut nálægt Los Angeles.
Sjónvarpsstöð í Los Angeles
greindi frá því að mennimir hefðu
verið teknir af lögreglu í úthverfi
borgarinnar og síðan afhentir
rannsóknarlögreglunni. Lögreglan
neitaði að tjá sig um frétt sjón-
varpsins. í fréttinni var einnig
greint frá því að mennimir, sem yf-
irheyrðir vora, hefðu verið í bíl
svipuðum þeim sem lýst var eftir.
Vinkona Ennis Cosbys, er kom á
staðinn þar sem hann var að skipta
um dekk, varð vitni að morðinu.
Bandaríska alríkislögreglan
greindi frá því í gær að kona frá
Los Angeles og félagi hennar hefðu
verið handtekin í New York vegna
tilrauna til að kúga 40 milljónir
doUara út úr BUl Cosby. VUdi kon-
Ennis Cosby. Slmamynd Reuter
an fá féð gegn því að segja ekki frá
því að hún væri lausaleiksbam
hans. Ekki hafa fundist neinar
sannanir fyrir því að fjárkúgunin
tengist morðinu á Ennis Cosby.
Talsmaður Cosbys vísar því á bug
að hin handtekna sé dóttir gaman-
leikarans. Reuter