Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 11
I '3"%íy ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
•j/nenning >,
Stórkostlegir tónleikar
Nú eru 200 ár síðan Franz Schubert fæddist,
og er þess minnst um allan heim. Síðastliðinn
laugardag voru opnunartónleikar veglegrar
Schubert-hátíðar í Kirkjuhvoli, safnaðarheim-
ili Vídalínskirkju í Garðabæ, og verða átta
aðrir tónleikar haldnir þar til heiðurs snill-
ingnum. Þaö var Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzó-sópran sem reið á vaðið, og með henni
lék Gerrit Schuil á píanóið, en hann er jafh-
framt listrænn stjómandi hátíðarinnar. Á efn-
isskránni voru fimmtán lieder - sönglög við
ljóð eftir Goethe, Schiller, Walter Scott og
fleiri.
Tónlist
Jónas Sen
Fyrst á efhisskránni var An den Mond - Til
mánans - við ljóð eftir Goethe. Schubert var
aðeins sautján ára þegar hann samdi þetta
lag; samt er það hrífandi fallegt og söng Rann-
veig Fríða það undursamlega vel. Söngvarar
eru stundum óstyrkir og skjálfraddaðir - jafn-
vel hálfialskir í upphafi tónleika - en slíkt var
ekki uppi á teningnum þessa Ijúfu stund.
Raddbeiting Rannveigar Fríðu var í einu orði
sagt fullkomin, tæknin óaðfinnaleg og túlkun-
in þrungin upphafinni hlýju og innileika.
Ljóðasöngur Schuberts fjallar um flest í
mannlegum reynsluheimi; túlkendur laganna
þurfa því að búa yfir mikilli dýpt og listræn-
um þroska sem óhætt er að segja að einkenni
bæði þau Rannveigu Fríðu og Gerrit
Schuil.
Því ekki má gleyma píanóleikaran-
um; píanóið gegnir mikilvægu hlut-
verki í lögum Schuberts - það á að
skapa blæbrigðaríkt andrúmsloft
sem bæði umlykur sönginn og upp-
hefur hann. Píanóleikarinn þarf að
vita lengra nefi sínu; hann verður
að geta galdrað fram hina ýmsu
liti og stemningar allt eftir því
hvert viðfangseöii söngvarans er
hverju sinni. Og víst er að Gerrit
Schuil skilaði hlutverki sínu á að-
dáunarverðan hátt - án hans
hefðu umræddir tónleikar ekki
orðið sá listræni viðburður sem
raun bar vitni.
Of langt mál væri að telja upp allt
sem bar fyrir eyru á tónleikunum.
Þó er ekki hægt að komast hjá því að
Rannveig Fríöa Bragadóttir - söng svo vel
aö tissjúpakki heföi átt að fylgja hverjum
miöa.
nefna Ave Maria sem var siðasta lag fyrir hlé.
Flutningur þeirra Rannveigar Fríðu og Ger-
rits Schuil var svo stórkostlegur að
varla er hægt að lýsa slíkri
upplifun. Undirritaður tár-
ast ekki oft á tónleikum,
en í þetta skipti sá hann
mikið eftir að hafa ekki
komið með stóran vasa-
klút með sér! Og
reyndar hefði tissjú-
pakki átt að fylgja
hverjum miða, því í
hlénu eigruðu marg-
I ir tónleikagestir um,
j rauðeygðir og tár-
| votir og áttu í mesta
j basli með að halda
j andlitinu.
Eins og við var að
búast stóðu áheyr-
endur upp fyrir
Rannveigu Fríðu og
Gerrit Schuil að tón-
leikum loknrnn. Og
kannski var fólk líka að
standa upp fyrir Franz
Schubert, sem var hylltur á
svo stórfenglegan hátt þennan
laugardag.
Gjörningavaka í Norræna
húsinu
í tengslum við myndlistarsýningu Þórs
Ludwigs Stiefel og Gerhards Zeller standa
listameimirnir fyrir gjörningavöku í Nor-
ræna húsinu og við það. Þemað er; Að
gera sig sýnilegan. Hvað þarf til að eftir
manni sé tekið? Að vera ruglaður? Vera
illmenni? Gera eitthvaö ögrandi? Hvers
vegna verða sumar manneskjur stjömur?
Sýningin er opin daglega kl. 12-18 til og
með næsta sunnudegi.
Meiri Schubert
Fyrstu tónleikar
Scubert- hátíðarinn-
ar í Garðabæ fá
glimrandi - og
allt að því grát-
klökka - dóma
annars staðar
á síðunni. Því
má minna á
að næstu tón-
leikar í röð-
inni verða 1.
febrúar á sama
stað; þar leikur
Gerrit Schuil undir
hjá Signýju Sæ-
mundsdóttur sópr- Schubert - vinsælli en
an (viku áður en nokkrusinni-
Káta ekkjan verður frumsýnd með henni
í aðalhlutverki) og Jóni Þorsteinssyni
tenór.
Óperusýningar
Menningarsíöa DV vill fúslega miðla upp-
lýsingum imi óperusýningar sem íslenskir
söngvarar taka þátt í úti í heimi svo að
ferðalangar viti af þeim. Aðstandendur
söngvaranna eru vinsamlegast beðnir að
koma upplýsingum áleiðis til umsjónar-
manns í bréfsíma 5505020.
Metropolitan, New York
Kristján Jóhannsson syngur Turridus
í Cavaleria Rusticana 29.1. -13.2. og
Don Alvaro í Valdi örlaganna 19.2-7.3.
Grand Theatre de Geneve, Genf
Kristinn Sigmundsson syngur Alidoro í
La Generentola (Öskubusku) 24., 26., 28.
og 30.1.
Bayerische Staatsoper, Mtinchen
Kristinn Sigmundsson syngur Don Basilio
í Rakaranum i Sevilla 5., 7. og 11.2.
Opera National de Paris
Kristinn Sigmundsson syngur Klingsor
í Parsifal 28. og 31.3. og 3., 5., 9., 12., 16.
og 19. apríl.
Við sama hús syngur Kristinn Heinrich
konung í Lohengrin 12., 15., 18., 21. og
24. maí.
Teatro Regio, Torino
Tómas Tómasson syngur Pímen munk í
Boris
Godunov 24., 26., 28. og 30.1., 1., 4., 7. og 9.2.
Olavshallen, Þrándheimi
Elín Ósk Óskarsdóttir syngur Toru í
Fredkulla,
frums. 1.2.
Theatre Capitol, Toulouse
Gunnar Guðbjömsson syngur
Tamino
í Töfraflautunni 21., 23., 25. og 28.2.,
2. og 6.3.
English National Opera, London
Þóra Einarsdóttir syngur Barbarínu
í Brúðkaupi Figarós 14., 17., 20.
Og 28.2., 4., 6., 8., 11., 13., 15., 18.
og 20.3. Á sýningunni 18. mars
verður túlkað á fingramáli.
Jóðlferð
Tónlist í sjónvarpi
Á sunnudagskvöldið var í Sjónvarpinu
þáttur um tónlist i sjónvarpi í þrjátíu ár.
Þorfinnur Ómarsson sá um hann, reffí-
legur að vanda, og gerði um margt ágæt-
an þátt. Hann hefði bara mátt vera tvöfalt
lengri og skiptast í tvennt svo að tóndæm-
in gætu orðið lengri. Þarna var tæpt á
mörgum perlum sem mann dreplangaði
til aö heyra svo-
lítið meira af.
Þessi þáttur er
að ýmsu leyti
svar við röddum
þeirra sem
fannst afmælis-
þáttur Sjónvarps-
ins í fyrra ekki
gefa í skyn að
nokkur menning-
arstarfsemi hefði
átt sér stað hjá
stofhuninni öll
þessi ár. Hér
kom fram, þvert
á móti, hvað
Sjónvarpið hefúr
oft verið menn-
ingarlegt, til
dæmis þegar það tók upp heilu óperusýn-
ingamar með íslenskum söngvurum.
Kannski var þetta auðveldara meðan
þjóðin elskaði sjónvarpið sitt heitar og
fólk var tilbúið til að koma fram fyrir lít-
ið eða ekkert, en hvað sem veldur þá er
eins og metnaðurinn - nú, eða áhuginn -
hafi verið meiri - einu sinni.
Ég er að lesa dagskrá ríkisút-
varpsins þessa dagana, skoða það
sem í vændum er næstu vikur og
mér líst ágætlega á. Fátt er þægi-
legra en fleygja sér í rúmið á sunnu-
dagskvöldum og hlusta á þátt Illuga
Jökulssonar, „Frjálsar hendur", þar
Fjölmiðlar
Sigríður Halldórsdóttir
sem hann segir rólyndislega frá efni
að eigin vali í eina klukkustimd.
Hann er með afbrigðum góður út-
varpsmaður, hvort sem hann er að
segja frá kóngum eða keisurum,
eins og nú síðast, eða að flytja viku-
legan morgunpistil um það sem
honirni finnst að þurfi að fjalla um í
dægurmálunum. Við höfum líka
tekið eftir því, nokkrir aðdáendur
hans, að þegar honum finnst hann
fara að þreytast á pistlaflutningnum
eða langar að komast í frí þá lætur
hann eitthvaö djúsi gossa til þess að
verða rekinn á stundinni. En sem
betur fer hefur RÚV vit á að taka
hann í sátt aftur eftir fríið.
Þátturinn „Samfélagið í nær-
mynd“ er líka til fyrirmyndar. Þau sem
stjóma honum vinna vel og skemmtilega; ég
líka alla þá kosti til að bera sem þarf
fyrir sjónvarp. Kannski stela frjálsu
sjónvarpsstöðvamar henni einn
fagran vormorguninn og láta hana
sjá um samfélagsúttekt bæði í máli
og myndmn hjá sér.
Nú ætla sjónvarpsstöðvarnar í
ærlegan slag um okkur og áhorf
okkar. Ætli vídeóleigurnar verði
ekki sigurvegarinn þegar upp er
staðið? Vídeóleigan i minni heima-
byggð var svo stoppfull á laugardag-
inn að menn urðu frá að hverfa. Það
sagði mér að fólkið ætlaði ekki að
horfa á sjónvarpið þetta laugardags-
kvöld. Einhverjar hálfgamlar, leið-
inlegar bíómyndir, sem eru farnar
að grána í vídeóleiguhillunum?
Að góni og glápi slepptu þá er það
iðnaðarráðherrann sem við fylgj-
umst með af áfergju þessa dagana.
Sá ætlar nú ekki að gefast upp. Vill
bjóða hreppsnefndinni í Kjósinni í
einhverja Tírólaferð til Þýskalands
að skoða verksmiðjur og sannfæra
hana um hvað álver geta verið
skemmtileg og aðlaðandi. Hvernig
væri að Finnur Ingólfsson næði sér
i eitt eða tvö þýsk vikublöð og læsi
um ánægju Þjóðverja með áhrif stór-
iðju á náttúra lands síns? Ég er
hrædd um að hann finni fátt um
hugguleg álver þar, líka þótt hann
leiti jóðlandi um alla Evrópu og
helli hreppsnefnd Kjósarinnar vel
sé þann þátt alveg fyrir mér í sjónvarpi svona fúlla á leiðinni gegnum sýrabrenndu skógana
einu sinni í viku. Sigríður Amardóttir hefur í Þýskalandi.
Sigríður Arnardóttir. Verður henni rænt einhvern fagran morgun?
Staða sálfræðinnar
Fyrir jól kom út bókin Er vit í vísind-
um, safn erinda sem vora flutt við Há-
skóla íslands í fyrra. Undanfarið hefur
Dagur Eggertsson rætt við höfunda
þeirra í þáttaröð á rás 1 sem er samnefnd
bókinni. Þættfrnir eru frumfluttir á
þriðjudagskvöldum kl. 23 og endurteknir
á sunnudögum kl. 18.
í kvöld verður rætt við Sigurð J. Grét-
arsson sálfræðing um hlutverk sálfræð-
innar og stöðu hennar sem fræðigreinar i
Ísamtímanum. „Hann lítur eiginlega á sál-
fræðina sem efahyggju um hugmyndir
fólks og hugsanir og tæki til að afhjúpa
misskilning eða skilja hvemig ranghug-
myndir verða til og hvernig þær festast í
sessi,“ segir Dagur Eggertsson. „Sigurður
leggur áherslu á sálfræði sem þiggur að-
ferðafræði sína frá raunvísindum. Þetta
í er fróðlegur þáttur bæði fyrir þá sem
; halda að sálin sé meginviðfangsefni sál-
!| fræði og hina sem hafa haft fordóma gegn
greininni vegna þess hvemig hún birtist
í bandarískum bíómyndum.“
Spumingin er; Er hægt að smíða vís-
indi til aö kynnast mannssálinni? Rás 1
kl. 11 í kvöld!
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir