Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Einn hélt reisn sinni
Þegar næturvörðurinn Christoph Meili var á eftirlits-
ferð um Union Bank í Ztirich 9. þessa mánaðar, tók hann
eftir tveimur tunnum barmafullum af skjölum í skjala-
eyðingarherbergi bankans. Hann sá, að efstu skjölin
voru um veðsetningar fasteigna í Berlín 1933-1937.
Meili gerði það, sem samvizkan bauð honum og sem
hann mátti alls ekki sem starfsmaður eins stærsta bank-
ans í Sviss. Hann tók bunka af skjölum og fór með hann
til menningarstofnunar gyðinga í borginni. Hann vissi,
að hann yrði rekinn, en afhenti samt skjölin.
Skýringar bankans á veru skjalanna í eyðingarher-
berginu voru léttvægar. Bankinn sagðist hafa ráðið
sagnfræðing til að eyða gömlum skjölum, en gat ekki
sagt, hver hann var. Sagnfræðingurinn dularfulli hafði
enga skrá haldið yfir skjölin, sem hann hafði tortímt.
Bankinn tók þó sérstaklega fram, að eyddu skjölin
hefðu ekki að neinu leyti varðað umræðuna, sem fer
fram í Sviss um þessar mundir um aðild svissneskra
banka að stefnu þýzkra nazista um útrýmingu gyðinga.
Enginn tekur þessa fullyrðingu bankans alvarlega.
Umræðan snýst um, að svissneskir bankar tóku við
verðmætum frá Þýzkalandi, sem þeir vissu, að voru illa
fengin, þar á meðal gull og pappírar, sem áður höfðu ver-
ið í eigu gyðinga. Þegar þjófarnir hurfu líka í síðari
heimsstyrjöldinni, sátu bankamir uppi með verðmætin.
Svissneski bankinn Eidgenössische var einna umsvifa-
mestur í Þýzkalandsviðskiptum á Hitlerstímanum. Þegar
þriðja ríkið hrundi, varð bankinn gjaldþrota og Union
Bank tók við þrotabúinu. Þess vegna er sá banki talinn
búa yfír merkum sagnfræðiheimildum frá Hitlerstíma.
Stjómvöld og bankar í Sviss hafa gert með sér sam-
særi um að nota svissneska bankaleynd til að gera bönk-
um kleift að nota illa fengin verðmæti sem sín eigin, þótt
í því felist tvöfaldur stuldur af hálfu bankanna. Sæta
Svisslendingar nú harðri gagnrýni vegna þessa.
Eini Svisslendingurinn, sem heldur reisn vegna þessa
máls, er næturvörðurinn Meili, sem bjargaði hluta skjal-
anna úr eyðingarherbergi Union Bank. Hann er orðinn
að tákni um mannlega reisn, en bankaherbergið er orð-
ið táknrænn minnisvarði um eyðingarbúðir nazista.
Sviss hefúr sem ríki beðið álitshnekki af augljósri
græðgi, sem ræður samkomulagi ríkis og banka um að
þvælast fyrir kröfum frá útlöndum um, að opinberuð
verði bankaskjöl frá Hitlerstímanum, svo að komast
megi að hinu sanna um aðild svissneskra banka.
Þegar svo kemur í ljós, að einn stærsti banki landsins
er að láta eyða skjölum, sem varða þennan tíma, einmitt
þegar lagðar hafa verið fram kröfur um birtingu þeirra,
má öllum vera ljóst, að bankinn hefur óhreint mjöl í
pokahominu og að stefna ríkisins er siðlaus.
Eðlilegast væri, að samfélag vestrænna þjóða höfðaði
alþjóðlegt mál gegn svissneska ríkinu og svissneskum
bönkum fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu, svo að
ljóst verði, að gróði landsins af myrkraverkunum bæti
aldrei upp siðferðilegan álitshnekki þess.
Öðm máli gegnir um Svisslendinga sem þjóð. Fram-
tak Meilis næturvarðar sýnir, að krumpað siðferði ríkis
og banka hefur ekki mengað siðferði alls almennings í
landinu. Raunar hafa ýmsir borgarbúar í bankaborginni
Zúrich tekið málstað Meilis og varið framtak hans.
Atburðarásin er raunar aðeins ný útgáfa af þekktri
sögu um styrk mannlegrar reisnar í miðjum sora um-
hverfis, sem hefur misst fótanna í taumlausri græðgi.
Jónas Kristjánsson
Forsetinn fræddi okkur um næöinginn á Bessastaðavöllunum en forsætisráöherrann ræddi um alla þá birtu
sem leikur um landiö og iandann..." segir Hjalti meöal annars.
Landsfeður
við áramót
stemningarnar væru
óneitanlega nýstárlegar
að þessu sinni.
Siðaboðskapur
kristninnar
Forsetinn fræddi okkur
um næðinginn á Bessa-
staðavöllunum en for-
sætisráðherrann ræddi
um alla þá birtu sem
leikur um landið og
landann langt rnnfram
það sem við höfum gert
okkur ljóst. Þó má
benda á eitt stef sem í
seinni tíð hefur orðið
meira áberandi í ræðum
af því tagi sem hér um
ræðir en var fyrir fáum
„í raun gleöur þaö mann af mínu
sauöahúsi aö ráöamenn skuli nú
ófeimnari en þeir voru til skamms
tíma aö viöurkenna aö kristiö siö-
gæöi og verömætamat sé ein af
meginstoöum íslenskrar menning-
ar bæöi í sögu og samtíö
Kjallarinn
Hjalti Hugason
prófessor
Enn einu sinni
er árið liðið í ald-
anna skaut og við
gerum tæplega
ráð fyrir að það
komi til baka. Að
venju komu
landsfeðurnir
hver á fætur öðr-
um og ávörpuðu
okkur: Forsetinn
frá Bessastöðum,
biskupinn úr
dómkirkjunni og
forsætisráðherr-
ann lengst innan
úr stjórnarráðinu
eða ef til vill bara
úr sjónvarpssal.
Síðan birtust
ávörpin eins og
lög gera ráð fyrir
í blaði allra
landsmanna til
að við sem vor-
um svo upptekin
við að halda ára-
mótin gætum
náð áttum og vit-
að hvað til okkar
friðar heyrir á
því herrans ári
1997.
Fljótt á litið
virðist „frasinn" fastir liðir eins
og venjulega eiga mætavel við
áramótaboðskapinn nú sem
endranær enda ef til vill ekki um
mörg stef að ræða í þessu sam-
bandi. Sagan, tungan og landið
voru á sínum stað þótt náttúru-
árum. Þar á ég við siðaboðskap
kristninnar sem forsetinn lagði
ekki síst áherslu á í ávarpi sínu.
í raun gleður það mann af
mínu sauðahúsi að ráðamenn
skuli nú ófeimnari en þeir voru
til skamms tíma aö viðurkenna
að kristið siðgæði og verðmæta-
mat sé ein af meginstoðum ís-
lenskrar menningar bæði í sögu
og samtíð. Að hinu ber að hyggja
að yfirlýsingar í þá veru mega
ekki verða að innantómu þrástefi
í hátíðaræðum. Því síður má
kristið siðgæði verða að inn-
stæðulausri klisju í hinum opin-
bera slagorðaforða. Til þess er
það einfaldlega allt of dýrt.
Skýra leiðsögn
Kristið siðgæði í sinni upp-
runalegu gerð er ekki hið sama
og borgaralegur „móralismi“.
Kristið siðgæði er heldur ekki
endilega hið sama og íslensk, evr-
ópsk eða vestræn siðfræði eins og
hún tíðkast í dag. Það þarf jafnvel
ekki að vera það sama og mér eða
þér finnst rétt, siðræn og góð
breytni þótt við séum vonandi
alin upp í guðsótta og góðum sið-
um. Kristið siðgæði er þvert á
móti eins konar útfærsla á fjall-
ræðu Jesú Krists við nútímaað-
stæður.
En hvað merkir það að lifa í
anda þessarar um margt þver-
stæðukenndu ræðu á ofanverðri
20. öld? Til að svara þeirri spurn-
ingu þörfniunst við íslendingar
að öllum líkindiun skýrari og
marksæknari leiðsagnar frá
kirkju okkar en þaðan hefur hljó-
mað upp á síðkastið. Ella er hætt
við að orð eins og kristið siðgæði,
kristin kenning og jafnvel kristin
trú missi að mestu merkingu
sína. Hjalti Hugason
Skoðanir annarra
Kjarasamningar og
veiðileyfagjald
„í skjóli kvótakerfisins er verið að færa þau gífúr-
legu verðmæti sem fólgin eru í auðlindinni við
strendur fslands frá eigendum hennar til fámenns
hóps manna. Við þessar aðstæður er afar erfitt að út-
skýra fyrir launþegum að þeir verði að skilja að
launahækkanir umfram greiðslugetu atvinnulífsins
leiði til ófarnaðar. Viðleitni sjávarútvegsráðherra til
þess að draga úr þessari óánægju með því að skipa
starfshópa til að endurskoða ýmsa þætti kvótakerfis-
ins dugar skammt.“ Úr forystugrein Mbl. 19. jan.
Kvótaávísun til hvers og eins
„Spurning dagsins er hvort ríkjandi fiskveiði-
stefna með kvótakerfi og þjóðargjöf sé vilji íslensku
þjóðarinnar. Úr því fæst aðeins skorið á einn hátt:
Senda verður hverjum fslendingi ávísun á hans
hluta kvótans til að ráðstafa að eigin vild. Þeir sem
vilja óbreytta stöðu senda þá eftirlætissægreifanum
sínum kvótaávísunina að gjöf. Þeir sem vilja breytta
stöðu gefa þá einhverjum öðrum kvótann sinn. Þeir
sem vilja auðlindaskatt bjóða þá kvótann til kaups
og þeir sem vilja vernda fiskimiðin geyma hann
undir koddanum."
Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 18. jan.
Framleiðni fyrirtækja
„Stöðugleikinn, sem ríkt hefur í íslensku efna-
hagslífi undanfarin ár, hefur gert fyrirtækjum kleift
að meta með nákvæmari hætti en áður hvað aðfong
framleiðslunnar kosta og hvernig tekst að nýta þau.
Forsendur til að gera áætlanir fram í tímann og
vinna skipulega að því að nýta framleiðsluþættina
sífellt hetur eru því allt aðrar en fyrr. Þetta er for-
senda þess að hægt sé að auka framleiðni i fyrirtækj-
unum og stuðla þannig að hærri launum fyrir styttri
vinnutíma en það er markmið sem bæði verkalýðs-
hreyfing og vinnuveitendur hafa lýst stuðningi við,
enda um hagsmuni beggja að ræða.“
Úr forystugrein Mbl. 18. jan.